Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 21. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Sáu númerið og lögðu hald á bílinn
2. Sjást á svipuðu svæði og Birna í bænum
3. Mennirnir eru á þrítugsaldri
4. Ferðir bílsins raktar
Nína Dögg Filippusdóttir leikkona
var í gær útnefnd bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2017. Við athöfnina
tilkynnti hún að hún hygðist gefa
verðlaunaféð, eina milljón króna, til
eflingar skapandi starfi ungmenna á
Seltjarnarnesi með áherslu á sviðs-
listir. Einnig hyggst hún leggja bæj-
arfélaginu lið í menningarlífi þess.
Morgunblaðið/Kristinn
Útnefnd bæjarlista-
maður Seltjarnarness
Jónas Sig. og
hljómsveit hans
Ritvélar framtíð-
arinnar halda tón-
leika á Græna
hattinum á Akur-
eyri í kvöld kl. 20.
Nýverið kom út
plata sem inni-
heldur öll vinsæl-
ustu lög Jónasar ásamt lifandi upp-
tökum og áður óútgefnu efni.
Jónas og félagar leika
á Græna hattinum
Ljóðadjasstónleikar verða haldnir
í Hannesarholti, Grundarstíg 10, í
dag kl. 16. Kvartett saxófónleik-
arans Sigurðar Flosasonar og söng-
konan Kristjana Stefánsdóttir koma
fram og flytja úrval sönglaga Sig-
urðar við texta Aðalsteins Ásbergs
Sigurðssonar, sem komið hafa út á
plötunum Hvar er tunglið? og Í
nóttinni. Kristjana
Stefánsdóttir syngur,
Sigurður Flosason
leikur á saxófón, Ey-
þór Gunnarsson á
píanó, Þorgrímur
Jónsson á kontra-
bassa og Einar
Scheving á
trommur.
Flytja ljóðadjass
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan 5-13 m/s eftir hádegi með skúrum eða éljum og
kólnar smám saman en áfram úrkomulítið um landið norðaustanvert.
Á sunnudag Suðvestan 5-10 og stöku él, en bjartviðri austanlands. Hiti kringum frost-
mark en 0 til 4 stig suðvestantil. Vaxandi suðaustanátt með hlýindum og rigningu vest-
ast á landinu seint um kvöldið en slyddu til fjalla. Á mánudag Sunnan 8-15 m/s og tals-
verð rigning, einkum sunnanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti víða 4 til 8 stig.
„Það er á slíkum tímum sem íþróttir geta skil-
að hlutverki afþreyingar fyrir marga, því þær
geta hjálpað okkur að gleyma reiðinni og
binda samkennd okkar. Þegar allt virðist vera
að fara í hundana og svartsýnin tekur yfir tíð-
arandann getur leikmaður eða lið allt í einu
beint athygli okkar frá eymdinni og átökun-
um, þótt ekki sé nema í skamman tíma,“
skrifar Gunnar Valgeirsson í viðhorfsgrein í
tilefni af valdatöku Donalds Trumps. » 4
Íþróttir hjálpa okkur
að gleyma reiðinni
„Við ætlum að taka næsta
ár hérna. Okkur líður vel og
tókum því þessa ákvörðun
með fleiri þætti í huga en
einungis fótboltann. Ég
mun því taka slaginn með
Start en svo kemur í ljós
hvað gerist þegar samn-
ingurinn rennur út,“ segir
knattspyrnumaðurinn Guð-
mundur Kristjánsson sem
féll með liði Start úr norsku
úrvalsdeildinni í haust. »4
Áfram með Start
þrátt fyrir fall
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Helgi Tómasson, frægasti ballett-
dansari Íslendinga, hóf ballettnám
fimm ára, en eins og í mörgum list-
greinum er almennt aldrei of seint að
æfa ballett. Silfursvanirnir í Ballett-
skóla Eddu Scheving bera þess
merki.
Brynja Scheving, skólastjóri skól-
ans, ákvað að bjóða upp á námskeið
fyrir 65 ára og eldri í haust og er með
tvo hópa nú eftir áramót. Hún segir
að ballett fyrir fullorðna hafi alltaf
notið mikilla vinsælda og sú ný-
breytni að nálgast eftirlaunaaldurinn
hafi gefið góða raun.
Guðrún Pétursdóttir er í öðrum
hópnum. Henni finnst svo mikill
þokki yfir ballettinum, fallegur lík-
amsburður og mýkt, og eftir að hafa
séð ljósmyndir af konum á sínum
aldri að dansa hafi hún hrifist með.
„Þegar kórsystir mín spurði hvort ég
væri ekki til í að koma með sér á
námskeiðið sló ég til.“
Ekkert mjálm
Eins og margar ungar stelpur var
Guðrún í ballett þegar hún var lítil,
byrjaði hjá Guðnýju Pétursdóttur á
Lindargötu og fór síðan til meistara
Eriks Bisted, fyrsta ballettmeistara
Þjóðleikhússins. „Ég næ nánast aftur
í forsögulegan tíma,“ segir Guðrún og
hlær, „og það er gaman að taka upp
gamlan þráð, þótt minningarnar úr
tímum hjá Bisted séu blendnar, því
hann var ansi strangur. Hann var eins
og gamall hershöfðingi, skarpleitur
og óþolinmóður, það var engin mildi,
ekkert mjálm. Þú áttir bara að vera
með rétta rist og þráðbein í baki, hár-
ið í hnút og standa þína plikt.“
Guðrún segir að sér hafi alltaf
fundist sú mjúka reisn, sem fylgir
ballettinum, vera eftirsóknarverð.
Vísar til Þórhildar Þorleifsdóttur og
svilkonu sinnar, Bryndísar Schram.
„Þær bera sig áreynslulaust svo vel
og hafa svo fallegan limaburð. Mér
finnst gaman að horfa á þessar konur
hreyfa sig.“
Það er mikilvægt að brjóta aldurs-
múrana, eins og gert var þegar öld-
ungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð var komið á, minnir Guð-
rún á. „Fram að því var of seint að
læra til stúdentsprófs eftir tvítugt og
sama máli gegnir með þær konur
sem komu á svokallaðri frúarleikfimi
um 1970. Nú finnst okkur sjálfsagt
að allir fari í líkamsrækt á hvaða
aldri sem er. Og 2017 er svo komið að
konur á sjötugsaldri drífa sig í ballett
– kannski ekki í tjullkjól og táskóm,
en á sinn hátt. Maður svífur ekki í
heljarstökkum, það er nógu erfitt að
líða af þokka yfir gólf. Það reynir
meira á en sýnist – alla vöðva lík-
amans þarf til að halda fallegri reisn
og jafnri hreyfingu.“
Stóra sviðið er ekki enn í augsýn,
en Guðrún segir eðlilegt að setja
markið hátt þótt aðeins séu tvær
kennslustundir að baki: „Ég stefni að
því að dansa með flokknum mínum í
búrkum, eða jafnvel á bak við tjald,
undir nafninu Litli fílaflokkurinn.“
Dansarar líða af þokka yfir gólf
Konur á besta aldri láta drauminn rætast og rifja upp ballettsporin
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Silfursvanirnir Guðrún Pétursdóttir á milli Soffíu Drafnar Marteinsdóttur kennara og Brynju Scheving skólastjóra á meðan aðrir nemendur gera æfingar.
Fyrir tuttugu árum var Geir Sveins-
son einn besti varnarmaður heims í
handboltanum og í stóru hlutverki
hjá Montpellier í Frakklandi. Þá var
nýkominn í liðið efnilegur varnar-
maður, Didier Dinart að nafni, sem
átti eftir að ná heldur betur langt
með franska landsliðinu. Í dag mæt-
ast þeir sem þjálfarar Íslands og
Frakklands í sextán liða úrslitum
heimsmeistaramótsins. »3
Þjálfari Frakka lærði
af þjálfara Íslendinga