Morgunblaðið - 18.02.2017, Síða 39

Morgunblaðið - 18.02.2017, Síða 39
Hálfdán var sjálfmenntaður að mestu, en þó miklu meira en það. Hann var ákaflega vel lesinn, eins og allt heimilisfólkið á Kvískerj- um. Þegar gestir komu í nætur- gistingu var ætíð farið í stóran bókaskáp heimilisins og teknar fram bækur fyrir gestinn og lagð- ar á náttborðið. Ekki var gert ráð fyrir að menn gengju til hvílu án þess að líta í bók. Afrek Hálfdáns á sviði náttúruvísinda eru þekkt langt út fyrir landsteinana. Ég naut þeirrar gæfu að dvelj- ast mörg sumur á barnsaldri á Kvískerjum og fátt hefur gert mér betra af því sem uppvaxtar- árin buðu upp á. Hálfdán tók mig með sér í ferðir upp á jökul að rannsaka skordýr og jurtir. Af honum lærði ég latnesk nöfn og hvernig átti að meðhöndla við- kvæm skordýr svo hægt væri að rannsaka þau og geyma. Ég átti og á enn, gripi sem Hálfdán gaf mér – en megnið af safni þeirra er nú farið frá Kvískerjum á ýmis söfn. Ógleymanleg eru haust- kvöldin á Kvískerjum, þegar stór ljóskastari var festur á húsvegg- inn og svo biðum við með háfana eftir að dimmdi þegar litskrúðug fiðrildi leituðu í ljósið. Þá veidd- um við þau í háfana og settum svo í krukkur eftir kúnstarinnar reglum undir handleiðslu Hálf- dáns. Með okkur í þessum verk- um var uppeldissystir þeirra, Finnbjörg, sem var þroskaheft. Það er til marks um mannkosti systkinanna að hafa tekið hana að sér á þeim tíma, þegar slíkir ein- staklingar voru víða óvelkomnir. Heimilislífið á Kvískerjum var afar sérstakt, virðing og um- hyggja fyrir náttúrunni og fyrir öllum sem þarna dvöldu mótaði andrúmsloftið og viðfangsefnin. Hálfdán var sannarlega djúp- menntaður maður þrátt fyrir ein- angrun og fjarlægðir. Hlýr og kíminn í tilsvörum, hógvær og brosmildur. Þó að hann væri ekki aðalsmiðurinn á heimilinu eða viðgerðarmaðurinn, þá var hann mjög flinkur við allar vélar, hand- laginn og útsjónarsamur. Hann var mannblendinn umfram flest systkina sinna og ógleymanlegar eru póstferðir og ferðir með ferðamenn og erlenda vísinda- menn um sandana, austur í Suð- ursveit og suður alla leið á Klaustur. Guðbjartur bróðir minn, sem var á eftir mér á Kví- skerjum, minnist skemmtilegra ferða með Hálfdáni um sveitirnar á einhverjum af þeim margvís- legu farartækjum sem voru til á Kvískerjum. Við Baddi bæði sendum skyldmennum Kví- skerjasystkinanna samúðar- kveðjur og biðjum fyrir minningu öðlingsins Hálfdáns Þórunn Sigurðardóttir. Þegar ég hugsa til Kvískerja- heimilisins kemur ósjálfrátt upp í hugann virðing og væntumþykja. Þeim kafla er lokið sem hófst þegar Björn Pálsson afabróðir minn flutti frá Svínafelli að Kví- skerjum 1901 til að hefja þar bú- skap á föðurleifð móður sinnar og létta á mannmörgu heimilinu í Austurbænum. Á Kvískerjum voru veiðimöguleikar hlunnindi jarðarinnar, auðvelt að ná í silung og sel en erfitt með heyskapar- lönd vegna vatnagangs. Þrjár systur Björns bjuggu þar með honum fyrstu árin en 1905 giftist hann Þrúði Aradóttur frá Fagur- hólsmýri. Börnin komu eitt af öðru, urðu fulltíða fólk og fjöl- skyldan bjó við hefðbundinn bú- skap. Björn keypti jarðarpart á Fagurhólsmýri og fékk þar með slægjulönd til að bæta upp túna- vöntun á Kvískerjum. Það þýddi fjarbúð heyvinnufólksins með at- hvarfi í Efribæ og aðstöðu í heimasmíðuðu hjólhýsi sem kall- að var engjahúsið. Það var stað- sett við Salthöfðann þar sem engjalöndin voru. Ævintýraleg lausn. Auk búskapar blómstraði menning og vísindaiðkun á heim- ilinu og með virkri félagsmála- þátttöku í samfélaginu. Sjálfs- menntun nýttist systkinunum vel ásamt þekkingaröflun víðar er þau sóttu fræðslu og atvinnu ann- að. Hálfdán var t.d. eitt ár í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni, var oft á vertíð og vann það sem til féll í heimabyggð. Margir nutu gestrisni á Kví- skerjum. Þeir sem áttu leið um Breiðamerkursand fengu oft fylgd yfir óbrúaðar Fjallsá og Jökulsá. Hálfdán var yngstur systkinanna og sá mikið um þessa þjónustu síðasta tímabilið fyrir brúargerð. Þar nýttust vörubíll Hálfdáns, bátur með mótor og einnig heimasmíðaður fleki til að ferja ökutæki og vörur yfir Jökulsá. Snjósleði dugði vel á vetrin. Hálfdán vann svo við brú- arsmíðina við þessar jökulár. Eft- ir það mun hafa létt verulega á gestaþjónustu heimilisins. Hálfdán var einstakt ljúf- menni. Afar bóngóður og fé- lagslyndur meðal sveitunga sinna, s.s. í ungmennafélaginu, kirkjukórnum eða sem vinnu- félagi í stóru og smáu. Hann var góðlátlega glettinn, ekki síst með börnum og áreiðanlega hefur uppeldissystirin með downs-heil- kenni notið góðs af nærgætni hans og léttleika. Ég minnist góðra stunda úr skólastarfinu þar sem Hálfdán miðlaði fróðleik með því að lána bækur og gögn og var auðfenginn í skoðunarferðir ef hann vissi um eitthvað sérstakt, s.s. hvalreka og íshelli. Óþekktir fuglar og fiðrildi sem sveitungarnir fundu fengu grein- ingu hjá Hálfdáni en smæstu skordýrin sáu færri, öfugt við hann sem virtist finna á sér hvar pöddulíf leyndist, jafnvel undir steini þar sem hann fór um, rétt eins og hann hefði þriðja augað. Alltaf með glas í vasanum til að grípa smádýr. Fréttir af flæk- ingsfuglum kostuðu hann yfir- leitt ekki leit, hann gekk venju- lega að þeim. Hálfdán var vel að því kominn að vera sæmdur hinni íslensku fálkaorðu. Saga þessarar fjölskyldu nær yfir eina öld og 12 árum betur. Skin og skúrir hafa komið við á Kvískerjum en yfir heimilinu var ákveðin reisn sem Öræfingar og þeir sem til þekktu litu upp til. Nú hefur Hálfdán kvatt, síðastur. Þökk sé þeim öllum fyrir sinn hlut í sögu sveitarinnar. Pálína Þorsteinsdóttir. Í dag er borinn til grafar vinur minn Hálfdán á Kvískerjum. Leiðir okkar lágu snemma saman enda nágrannar þó að heill Breiðamerkursandur væri á milli okkar. Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni og var Hálfdán óþreytandi á að fræða mig um hvað eina sem viðkom nátt- úrunni. Fyrsta vísindaferð okkar var í júní 1976 og þá lá leiðin inn í Staðarfjall í Suðursveit. Hann var þá tilbúinn að taka mig, þá 13 ára gutta, með sér. Aðaltilgangur þessarar ferðar var að skoða skófir og fléttur en þessi ferð var sú fyrsta af mörgum þeim sem við fórum saman í gegnum tíðina. Hálfdán var ávallt tilbúinn að koma með mér ef frést hafði af flækingsfugli einhvers staðar á landinu. Í eitt skipti kom ég í Kvísker og spurði hann hvort hann væri ekki til í bíltúr að skoða kolstork sem hafði sést úti á Rangárvöllum, jú hann var til í það, dreif sig og tók sig til og svo var lagt að stað. Þegar við vorum komnir út í sveit þá spurði hann hvert við værum að fara – hug- urinn var svo mikill að komast af stað í upphafi að hann hafði ekki gefið sér tíma til að spyrja að því. Við fórum í ferðir út fyrir land- steinana, bæði til Svíþjóðar og Danmerkur, sem báðir höfðu bæði gagn og gaman af. Eftir að hann var komin á Skjólgarð voru farnar ferðir inn í Einarslund og út í Ósland. Já, hann Hálfdán er fallinn frá en eftir eru óteljandi góðar stundir, hvort sem við vorum á ferðalögum að skoða fugla, í eld- húsinu á Kvískerjum þar sem oft var farið yfir hvaða fuglategund við myndum sjá eftir næstu suð- austanátt, hvað kæmi úr fiðrild- agildrunni í næstu tæmingu eða hvað mörg hvít krækiber myndu verða á runnanum næsta sumar. Hálfdán er farinn á æðra tilveru- stig og athugar náttúruna þar en suðaustanáttin kemur aftur og færir okkur fugla og fiðrildi sem gleðja augað. Þinn vinur Björn Gísli Arnarson. Öræfin eiga engan sinn líka. Þar er náttúran síkvik og óvíða er leikur náttúruaflanna jafn stór- brotinn. Jöklar ganga fram eða hörfa, lón verða til og stöðuvötn fyllast, ár breyta um farveg, nýtt land klæðist gróðri. Þar eru óþrjótandi viðfangsefni fyrir þá sem njóta þess að kanna fjöl- breytni, fegurð og ráðgátur í líf- ríki jarðar. Í þessu umhverfi ólst Hálfdán Björnsson upp og það mótaði hann sem náttúruunn- anda og náttúrufræðing. Fyrir tæpum 20 árum, sumar- ið 1998, hófum við rannsóknir á landnámi og þróun gróðurs á Skeiðarársandi. Það var mikið lán fyrir okkar að eiga Hálfdán að, ávallt var hann reiðubúinn að deila með okkur þekkingu sinni og reynslu. Við minnumst með gleði gönguferða um Morsárdal, Breiðamerkursand og Skeiðarár- sand. Þá var ekki síður gaman að heimsækja Hálfdán að Kvískerj- um, ganga með honum um landið, skoða glitrósina og lyngbúann og spá í sögu sandanna miklu sem ramma Öræfasveitina inn. Okkur er minnisstætt þegar við vorum að undirbúa gagnasöfnun í júní 2009 og ætluðum að hitta Hálf- dán en hann var ekki heima. Svo áttuðum við okkur á því að það var 17. júní, – líklega væri Hálf- dán í kökuveislu einhvers staðar í sveitinni. Um kvöldið kom hins vegar í ljós að Hálfdán hafði eytt þjóðhátíðardeginum í að skrá plöntur, hlaupandi upp og niður hið snarbratta og hömrum prýdda Hafrafell milli Skafta- fellsjökuls og Svínafellsjökuls. Þá var hann kominn á níræðisaldur. Hálfdán var léttur í spori og létt- ur í bragði. Hann bar skaftfellsk- um uppruna sínum vitni í talanda, hæversku og varfærni í ályktun- um. Hálfdán var einstaklega at- hugull og næmur, hann lifði allur með umhverfi sínu og í því. Gleði hins sanna náttúruunnanda birt- ist í hvert skipti sem sagði frá. Hálfdán var yngstur níu systk- ina á Kvískerjum. Þegar þau fæddust var Ísland enn rótgróið bændasamfélag og í Öræfasveit höfðu búskaparhættir lítt breyst til nútímahorfs. Kvískerjabræður voru fulltrúar hinnar fornu ís- lensku bændamenningar eins og hún reis hvað hæst. Menn sem vegna aðstæðna og efnaleysis gátu ekki lagt fyrir sig langskóla- nám en menntuðu sig sjálfir heima fyrir. Þar ræktuðu þeir sinn vísindagarð, sína akademíu, hvenær sem tóm gafst frá bú- störfum. Allir voru þeir knúnir áfram af þekkingarleit, hinni sönnu vísindalegu hvöt. Hálfdán kveður nú, síðastur Kvískerja- systkinanna, og að leiðarlokum þökkum við honum fyrir sam- fylgdina. Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins, og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Háskóla Íslands. Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngvaklið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar nætur frið. (Hulda) Kæri frændi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frænka, Guðný Svavarsdóttir. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Mig langar með örfáum orðum að minnast Ólafar Nordal. Ég kynntist henni fyrst þegar hún og systir mín voru vinkonur og skólasystur í MR. Ólöf gaf sér þá stundum tíma til að spjalla við mig þó að ég væri nokkuð yngri en þær. Ég man eftir einu samtali þar sem hún sagði mér að maður yrði að hafa fyrir öllu sem væri einhvers virði í lífinu. Þetta heilræði rifjaðist upp fyrir mér nokkrum árum síðar en þá lágu leiðir okkar saman á ný þegar ég hóf mín fyrstu hjúskaparár. Þá fékk ég að njóta vinskapar hennar og Tomma. Tryggð og væntumþykja þeirra var fordæmalaus og það var ljóst að þau mátu vini sína mikils. Ólöf tók mér þá einstaklega vel þegar ég kom ný inn í samgróinn og þéttan vinahóp úr MR. Í heimsókn til þeirra hjóna í Íþöku var búið að undirbúa það að gestirnir væru í þeirra rúmi og þau sjálf í stofunni. Ekkert annað kom til greina. Þegar synir okkar fæddust var gleði þeirra einlæg yfir þessum nýju einstaklingum sem bættust í hópinn. Það hlýjar mér um hjartarætur að rifja upp þennan tíma og vin- skapinn sem ég átti við þau þá. Það sem stendur upp úr fyrir mér er að Ólöf vissi hvað skipti hana mestu máli, fjöl- skyldan og vinirnir. Enda vinamörg og samrýmd fjöl- skylda sem stóð að baki henni alla tíð. Minningar mínar af Ólöfu eru allar góðar og ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni. Ég vona að hún hafi vitað að ég hugsaði ævinlega hlýtt til hennar og kunni ætíð að meta vinskap hennar. Elsku Tommi, Siggi, Jó- hannes, Herdís og Dóra. Miss- ir ykkar er mikill og hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Systrum og for- eldrum Ólafar votta ég mína dýpstu samúð. Minningin um góða konu lifir. Guðrún Jónsdóttir. Kveðja frá Lögmannafélagi Íslands Ill var sú harmafregn að sú mæta kona, Ólöf Nordal, skyldi falla frá langt fyrir ald- ur fram. Óvænt var fregnin einnig, því þótt Ólöf hefði glímt við veikindi undanfarin ár, varð ekki á elju hennar í störfum og myndugleika séð að hún gengi ekki heil til skógar. Ólöf var skarpskyggn lög- fræðingur og starfaði farsæl- lega sem ráðherra dómsmála í tvö ár. Þótt sá tími sé stuttur kom hún miklu í verk og munu lögmenn minnast hennar fyrir hennar þátt í setningu nýrra dómstólalaga og stofnun landsréttar. Tilraunir voru gerðar á átt- unda áratugnum til að ráðast í stofnun landsréttar en þær fjöruðu út. Umræður um nauðsyn þessa verkefnis hóf- ust svo á nýjan leik fyrir á að giska áratug og þegar Ólöf tók sæti í ríkisstjórn í desember 2014 hafði ýmislegt verið gert sem horfði í rétta átt. Ólöf hafði óvenju skarpan Ólöf Nordal ✝ Ólöf Nordalfæddist 3. des- ember 1966. Hún lést 8. febrúar 2017. Útför Ólafar fór fram 17. febrúar 2017. lögfræðilegan skilning á nauðsyn þess að gera stofnun landsrétt- ar að átaksverk- efni og ná þver- pólitískri sátt um hana. Þetta tókst henni og hlaut hún mikinn sóma af. Nýju dómstóla- lögin sem sam- þykkt voru í júní síðast liðnum má því kenna við hana fremur en nokkurn ann- an. Stjórnmálamenn búa við lít- ið starfsöryggi. Alltaf var því óvíst að Ólöf yrði ráðherra dómsmála þegar landsréttur tæki til starfa um næstu ára- mót. Flestir gerðu þó ráð fyrir að hún yrði viðstödd hátíða- höld af því tilefni og hún fengi ásamt öðrum að njóta þess, sem stjórnmálamenn njóta sjaldan, að heyra hrós fyrir sinn þátt í málinu. Sviplegt fráfall hennar hef- ur nú svipt lögmenn þeim möguleika að koma hrósi okk- ar til hennar á framfæri við það tilefni. Við þurfum þess í stað að láta sitja við þessi fá- tæklegu orð í minningargrein. Við vottum aðstandendum hennar okkar innilegustu sam- úð. Mikill má harmur þeirra vera. Reimar Pétursson, formaður. Fallin er til foldar kven- skörungurinn Ólöf Nordal. Mig langar að minnast þess- arar einstöku konu og skrifa um hana fáein orð. Ég kynnt- ist Ólöfu rétt eftir aldamót og vissi þá þegar að við myndum verða góðar vinkonur. Hún og fjölskylda hennar tóku mér með opnum örmum og þótti mér mjög vænt um þau frá fyrstu kynnum. Þótt ég sé af erlendu bergi brotin, og átti fyrst um sinn erfitt með að tjá mig á ís- lensku, þá skipti það Ólöfu engu máli og var það engin hindrum í okkar vinskap. Hún var vel að sér í mannlegum samskiptum og var það minna en ekkert mál fyrir okkur að spjalla saman heillangan dag- inn. Ólöf var bráðgreind, mikil félagsvera og þreifst best meðal fjölskyldu og vina. Hún var ávallt miðpunktur athygl- innar þar sem fólk kom saman en sá jafnframt til þess að all- ir aðrir kæmust að. Öll þau skipti þegar Ólöfu vantaði hjálparhönd hugsaði ég mig aldrei tvisvar um. Ekki var það þó svo að það væri einungis ég sem hjálpaði henni því hún hefur alla tíð auk þess hjálpað mér. Ávallt þegar mig vantaði hjálp eða góðar ráð- leggingar vissi ég að hægt væri að stóla á Ólöfu. Hetjulegri baráttu Ólafar við illvígan sjúkdóm er nú lok- ið og hún komin á annað til- verustig þar sem ég veit að hún mun loks hvílast. Þó svo að seinustu vikur hafi verið erfiðar þá var það aðdáunar- vert að sjá hversu sterk Ólöf var og samheldin fjölskyldan var að takast á við þessa erf- iðu tíma. Ég hef fylgst með börnum Ólafar vaxa og dafna og í gegnum þau mun minning hennar ávallt lifa. Ég mun áfram verða til staðar fyrir Tómas og börnin hvenær sem þau þurfa á mér að halda enda hafa þau, líkt og Ólöf, alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég minnist með hlýhug allra tímanna okkar saman á Laugarásveginum og mun ég aldrei gleyma öllum hlátra- sköllunum okkar um ókomna tíð. Í minningunni mun Ólöf ætíð vera sú stórglæsilega, bráðgáfaða og skemmtilega kona sem ég var svo heppin að kynnast og fá að þekkja í fjölmörg ár. Hennar skarð verður erfitt að fylla í lífi margra. Því miður er kominn tími til að kveðja þig, mín kæra vin- kona, og það allt of snemma. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, elsku Ólöf, og ég óska þér hinnar bestu ferðar. Þín vinkona, Bunrom (Ey) Kaewmee. Ég minnist Ólafar Nordal með virðingu og hlýhug, trega og brosi. Hún var leiftrandi greind, fyndin og skemmtileg, vel lesin, reynd og víðsýn, vel gerð, hjartahlý og umfram allt góð manneskja. Það var gott að vera nálægt Ólöfu, þessari stórglæsilegu konu. Við áttum margar góðar stundir í Laga- deild HÍ og líka eftir hana og það var mikill fengur að Ólöfu þegar hún kom inn í bankaráð Seðlabanka Íslands og tók að sér formennsku þess. Hún setti sig vel inn í öll mál og hafði þá góðu kosti til að bera að hlusta ásamt því að vera bæði ákveðin og mannasættir. Veikindum sínum tók hún með einstökum baráttuvilja og æðruleysi. Það er mikill miss- ir að Ólöfu fyrir land og þjóð en missir fjölskyldunnar er allra mestur. Ég votta Tóm- asi, börnunum og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Ingibjörg Ingvadóttir. Kveðja frá stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík Það er með trega sem stjórn Varðar kveður Ólöfu Nordal, varaformann Sjálf- stæðisflokksins, ráðherra og leiðtoga Reykjavíkurkjör- dæmis suður. Ekki einasta var Ólöf glæsilegur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á sviði stjórnmálanna, heldur var hún einnig úrræðagóð og mikil- hæfur leiðtogi. Því fékk stjórn Varðar að kynnast í kosning- um og aðdraganda þeirra árin 2009 og 2016. Samvinna Varð- ar við frambjóðendur, ekki síst leiðtogana, á kosningaár- um er mikil og krefjandi. Stundir sem þessar eru gjarn- an ögrandi, athygli almenn- ings og fjölmiðla á mönnum og málefnum er mikil, og ólgusjór stjórnmálanna í brennidepli. Þá nýtist fátt betur en sterk bein stjórn- málamannanna, rétt eins og Ólöf Nordal hafði til að bera. Það var stjórn Varðar mikill fengur að undirbúa kosningar með Ólöfu, njóta góðra ráða hennar, sem og umhyggju fyr- ir starfsfólki og sjálfboðalið- um sem annast öll hin ótelj- andi verkefni og smáatriði sem fylgja kosningum. Þá studdi Ólöf Vörð í öllum verk- efnum, og skoraðist ekki und- an skyldum sínum í garð Varðar. Veikindi Ólafar, sem hún hafði áður tekist á við, urðu öllum ljós í aðdraganda kosninganna í október 2016. Um leið og þau voru okkur öllum áhyggjuefni var bar- áttuandi Ólafar enn meiri inn- blástur og hvatning til góðra verka. Andi Ólafar, og minn- ing, verður það áfram. Eig- inmanni, börnum, ættingjum og ástvinum Ólafar vottum við okkar dýpstu samúð, um leið og við óskum þeim huggunar á komandi tímum. Fyrir hönd stjórnar Varðar, Gísli Kr. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.