Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í veröld nýrri nefnast næstu tón- leikar raðarinnar Tíbrár, sem verða haldnir í kvöld kl. 20 í Salnum og verða tileinkaðir sönglögum og verkum Áskels Mássonar. Þóra Einarsdóttir sópran, Kristinn Sig- mundsson bassi og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari munu á þeim frumflytja nýtt verk eftir Áskel, Kominn nóvember, sem er byggt á ljóðum Matthíasar Johannessen úr bókinni Söknuður. Verkið er um 20 mínútna langt og í tíu þáttum, jafn- mörgum og ljóðin eru sem Áskell valdi úr bók Matthíasar. Á efnisskránni verða einnig eldri verk Áskels, m.a. verk samin við ljóð Jóhanns Jónssonar, Steins Steinarr, Thors Vilhjálmssonar og Tómasar Guðmundssonar. Í einu verkanna leikur slagverksleikarinn Frank Aarnink á bjöllur og í öðru Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Markmið tónleikanna er að kynna söngtónlist Áskels, sem hefur samið töluvert af vönduðum verkum fyrir söngrödd og eru þetta fyrstu opin- beru tónleikarnir þar sem einblínt er á söngverk Áskels. Áleitin ljóð Kraftmikil rödd Kristins ómar í bakgrunni þegar blaðamaður slær á þráðinn til Áskels þar sem hann er staddur á æfingu í Salnum. „Það er búið að æfa mjög stíft, þetta er nátt- úrlega ný músík,“ segir Áskell og er spurður að því hvort hann fái að skipta sér af flutningi tónlistar- mannanna. „Ja, þau hafa gjarnan viljað hafa mig á æfingum. Mér finnst það nú fremur óvenjulegt, oft- ast mæti ég einu sinni eða svo en þau hafa viljað hafa mig meira og minna með sér í þessu öllu saman.“ -Þú semur verkið við ljóð Matt- híasar úr Söknuði, hvers vegna urðu þau fyrir valinu? „Það veit ég varla, þau bara sóttu á mig. Það er eiginlega eina skýr- ingin og jú, auðvitað heyrði ég fyrir mér að það væri hægt að búa til músík við þau þar sem hvort hjálp- aði öðru,“ svarar Áskell. -Eru þetta tregafull ljóð? „Já, þau eru það mörg hver en einmitt til að vega upp á móti því læt ég konu syngja á móti karlmann- inum, þ.e.a.s. Þóra syngur á móti Kristni og það sem hún syngur er í raun hugsanir hans. Og þar eru tvö ljóð, annað er eins konar skínandi sólargeisli og hitt er ákaflega ánægjuleg og hamingjurík minning. Ég geri þetta til að auka fjölbreyti- leika tónverksins,“ útskýrir Áskell. Mjög sérstakt hljóðfæri -Það er töluverður munur á því að semja sönglög og tónlist eingöngu fyrir hljóðfæri … „Jú, jú, söngröddin er auðvitað mjög sérstakt hljóðfæri og ég reyni, í þessum verkum sem hérna verða flutt, að kynna hana í sem fjölbreytt- ustu ljósi. Kristinn syngur t.d. með bjöllum og gongum í einu verkinu og Þóra syngur með píanói og sellói í öðru, það eru ljóð sem Thor Vil- hjálmsson samdi sérstaklega fyrir mig og eru öll í tígulformi. Hann samdi þau út frá litlu ljóði sem hann birti í bók sinni Snöggfærðar sýnir og ég spurði hann hvort hann væri tilbúinn að bæta við þetta, búa til æ stærri tígla og síðan æ minni þannig að þeir mynduðu einn stóran í heild- ina. Hann varð góðfúslega við því og það var ákaflega ánægjulegt sam- starf,“ segir Áskell. Það hafi verið fyrsta samstarfsverkefni þeirra Thors, árið 1984. -Þú samdir þetta verk, Kominn nóvember, sérstaklega fyrir Kristin og Þóru. Hvers vegna þau tvö? „Þau voru búin að ákveða að koma að músíkinni minni og það náttúr- lega inspírerar mann og hefur ábyggilega orðið kveikjan að þessari hugmynd minni, að fara þessa leið sem ég lýsti áðan með karl- og kven- röddina. Þá koma þau bara strax upp í hugann.“ En hvernig skyldi það vera fyrir tónskáldið að heyra verkið flutt í fyrsta sinn á æfingu? „Þetta er alltaf viðburður fyrir mig að upplifa þegar nóturnar kvikna til lífs af blaðinu, að ég tali nú ekki um svona eðalflutning eins og hér er um að ræða,“ svarar Áskell. Hann er í kjölfarið spurður að því hvort hann geri miklar kröfur til flytjenda og segist hann gera það. „Fyrir utan sönglínurnar er t.d. píanóhlutverkið mjög umfangsmikið og yfirleitt í allri þessari tónlist, þó að það sé ólíkt frá einum ljóðaflokki til annars,“ segir Áskell. Með sönglögin í felum -Þetta eru fyrstu opinberu tón- leikarnir þar sem einblínt er á söng- verkin þín, hvernig stendur á því að slíkir tónleikar hafa ekki verið haldnir fyrr? „Ég hef kannski verið með söng- lögin í hálfgerðum felum en hvaða ástæða er fyrir því … ja, Diddú hef- ur nú sungið eitt og eitt lag í gegnum tíðina, alveg frá 1992 eða ’93 eða þar um bil. En síðustu fimm árin hef ég gert miklu meira af því en fyrr að semja sönglög, það hefur opnast ein- hvers konar flóðgátt og það er ábyggilega helsta ástæðan. Maður þarf að finna hjá sér þörf fyrir að skrifa fyrir hljóðfæri – hvort sem það er þetta merkilega hljóðfæri söngröddin eða eitthvað annað – og finna ástæðu til þess. Finna sína eig- in rödd þar.“ Nóturnar kvikna til lífs  Þóra Einarsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Matthildur Anna Gísladóttir frumflytja verk eftir Áskel Másson Morgunblaðið/Golli Eftirvænting Áskell Másson ásamt Kristni Sigmundssyni, Þóru Einars- dóttur og Matthildi Önnu Gísladóttur á æfingu í Salnum í vikunni. Andans maður Andri Eyjólfsson stendur á bak við Anda-nafnið. ast streymi á bandcamp. Nicolas Kunysz, einn af fulltrúum útgáfunnar, lýsti því fyrir Grape- vine að útgáfan hefði fengið plöt- una tilbúna og ákveðið að gefa hana út, sem hún væri ekki vön að gera. Það sem þeir vissu væri að Andri væri frá Hafnarfirði, hann léki á klassískan gítar en hefði og sinnt kvikmyndagerð. Skyndigúggl leiðir líka í ljós minni háttar bíl- skúrsferil, hljómsveitanöfnin Spacevestite og Grasrætur koma upp og þátttaka í Músíktilraunum fyrir meira en áratug. Lady Boy Records er annars þekkt fyrir tónlist sem liggur ansi langt úti á jaðrinum og Andi fellur raunverulega illa í þann flokk, ein- faldlega vegna áhlýðileikans. Jú, þetta er vissulega ekki hefðbundið dagútvarp en í eyrum lætur þetta alveg óskaplega vel. Í upphafi nefndi ég að þau hefðu sperrst upp við lag þrjú og leiðin er greið eftir það. Lögin eru stutt og hnitmiðuð og mögulega kann klassísk mennt- un Andra að spila hér inn í, því uppbygging efnisins er þægilega rökrétt og fullnægjandi einhvern veginn. Nefni sérstaklega lokalag- ið, „Endamörk“, sem bindur þetta eitthvað svo fallega saman. Brokk- andi og grallaralegt; stórskemmti- legt, fyndið og flott – allt í senn. Leyfðu Andanum að koma yfir þig! Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Fös 28/4 kl. 20:00 162. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Lau 6/5 kl. 20:00 163. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Glimmerbomban heldur áfram! Úti að aka (Stóra svið) Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 23/4 kl. 13:00 41. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Lau 25/2 kl. 13:00 7. sýn Lau 4/3 kl. 13:00 Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Sun 26/2 kl. 13:00 8. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Fórn (Allt húsið) Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið Salka Valka (Stóra svið) Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar. Síðustu sýningar. Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Þri 21/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 18/2 kl. 19:30 Fös 24/2 kl. 19:30 Lau 4/3 kl. 19:30 Síðustu sýningar! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 18/2 kl. 19:30 Fim 23/2 kl. 19:30 Sun 19/2 kl. 19:30 Fös 24/2 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Lau 25/2 kl. 19:30 Fös 3/3 kl. 19:30 Fös 17/3 kl. 19:30 Sýningum lýkur í mars! Gott fólk (Kassinn) Lau 25/2 kl. 19:30 Síðustu sýningar! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 19/2 kl. 13:00 Sun 5/3 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 13:00 Sun 19/2 kl. 16:00 Sun 5/3 kl. 16:00 Sun 19/3 kl. 16:00 Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 12/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 16:00 Sun 12/3 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 18/2 kl. 17:00 Sun 19/2 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 18/2 kl. 20:00 Lau 25/2 kl. 20:00 Lau 4/3 kl. 22:30 Lau 18/2 kl. 22:30 Lau 25/2 kl. 22:30 Fim 9/3 kl. 20:00 Sun 19/2 kl. 21:00 Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fim 23/2 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 22:30 Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 22:30 Fös 24/2 kl. 22:30 Lau 4/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 12.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Húsið (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Aukasýningar - aðeins þessar sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.