Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir hefjast brátt við mikla byggingu sem rísa mun í Vatnsmýrinni, gegnt Öskju og Nor- ræna húsinu og við hlið húss Ís- lenskrar erfðagreiningar. Húsið hef- ur fengið nafnið Gróska, „nýtt hugmyndahús í Vatnsmýri sem ætlað er að verða suðupottur nýsköpunar og samstarfs háskóla og atvinnulífs,“ eins og segir í kynningu. Að Grósku standa Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Andri Sveinsson og Árni Geir Magnússon. Þegar hefur verið ákveðið að al- þjóðlegi leikjaframleiðandinn CCP flytji skrifstofur sínar frá Granda- garði í nýbygginguna, sem verður í Bjargargötu. Það er í samræmi við samkomulag sem fyrirtækið gerði við Vísindagarða Háskóla Íslands sum- arið 2015. Með flutningunum skapast aukin tækifæri til samstarfs milli CCP og háskólasamfélagsins á sviði tækniþróunar, rannsókna og nýsköp- unar. 800-900 manns starfandi Auk CCP er ráð fyrir því gert að 30-40 fyrirtæki starfi í húsinu og þar verði að jafnaði starfandi 800-900 manns. Nýbyggingin verður alls 17.500 fermetrar að stærð á fjórum hæðum auk bílakjallara og er gert ráð fyrir að fleiri öflug fyrirtæki af ýmsum stærðum geti leigt rými þar og þróað áfram hugmyndir sínar. Á jarðhæð verður ýmiss konar þjónusta, versl- anir og kaffihús auk ráðstefnusalar í hjarta byggingarinnar, 2. hæð skipt- ist í allmörg smærri rými, CCP verð- ur á allri 3. hæð hússins og loks er gert ráð fyrir stórum rýmum á efstu hæð. „Hönnun byggingarinnar miðast að því að auðvelt verði fyrir þá sem þar starfa að tala saman, tengjast og deila hugmyndum,“ segir í kynningu á verkefninu. Andrúm arkitektar og dkpitt arkitektar hönnuðu bygg- inguna. Lögð verður áhersla á um- ferð fótgangandi og hjólandi við þetta umhverfisvæna frumkvöðlasetur í hjarta Vatnsmýrarinnar. Framkvæmdir við nýbygginguna verða boðnar út í mars, að sögn Árna Geirs Magnússonar, talsmanns Grósku, og samkvæmt verkáætlun er reiknað með að húsið verði fullbúið í lok árs 2018. Áætlað er að um 100 manns vinni við uppsteypu hússins og þegar frágangur hefst hækki talan í 150. Áætlaður byggingarkostnaður er um 7 milljarðar króna. Stefanía G. Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri CCP á Íslandi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingunni 8. febrúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Jón Atli sagði við það tækifæri að á lóð Vísindagarða Háskóla Íslands væri að verða til öflugur kjarni þekk- ingarfyrirtækja og Háskólinn fagn- aði komu CCP og nýrra sprotafyrir- tækja í þetta blómlega samfélag. Reynsla annarra þjóða sýndi að ná- býli skapandi fyrirtækja, vísinda- manna og stúdenta leiddi til aukins árangurs í verðmæta- og nýsköpun. „Hér verður til suðupottur þekkingar og segull fyrir nýsköpunarstarfsemi. CCP kemur inn í umhverfi þar sem fyrir eru Íslensk erfðagreining og lyfjafyrirtækið Alvogen, auk glæsi- legra stúdentagarða,“ sagði rektor Háskólans m.a. Björgólfur Thor Björgólfsson frumkvöðull er einn meðstofnandi Grósku. „Við sem stöndum að Grósku höfum oftar en einu sinni stofnað fyrirtæki og haslað okkur völl á nýjum markaði. Gróska er eitt ánægjulegasta verkefnið sem við höf- um komið að því hér erum við að stofna heilt samfélag,“ sagði Björg- ólfur Thor. Hugmyndahús rís í Vatnsmýri  Nýbyggingin Gróska verður alls 17.500 fermetrar að stærð á fjórum hæðum  CCP leigir heila hæð og húsið verður opnað fyrir fleiri nýsköpunarfyrirtækjum  Verslanir og þjónusta á 1. hæð Mynd/Andrúm&dkpitt Gróska í Vatnsmýri Útlitsmynd séð frá torgi. Á jarðhæð verður ýmiss konar þjónusta en frumkvöðlastarf á efri hæðum. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or Iceland fastus.is Fastus býður upp á vandað lín s.s. handklæði, þvottastykki og baðmottur, vönduð 250 þráða sængur- og koddaver fyrir hótel, ferðaþjónustur og heilbrigðisstofnanir á sanngjörnu verði. Kíktu á úrvalið í verslun okkar og í vefverslun fastus.is MJÚKT OG VANDAÐ LÍN FYRIR ÞIG OG ÞÍNA GESTI Nafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nöfnum á nýjar götur í Vísindagörðum í Vatnsmýrinni, sem afmarkast af Eggertsgötu, Sæ- mundargötu, Sturlugötu og Njarðar- götu. Lagt var til að göturnar og torgið í miðju svæðisins yrðu nefnd eftirfar- andi nöfnum: Bjarnargata: Kæmi í stað Njarð- argötu sunnar Hringbrautar. Kennd við Björn M. Olsen (1850-1919), fyrsta rektor Háskóla Íslands, sem jafnframt var merkur vísindamaður. Torfhildargata: Lægi hliðstætt Bjarnargötu, vestan við hana: Kennd við Torfhildi Hólm (1845- 1918), fyrsta Íslendinginn sem hafði atvinnu af ritstörfum. Bjargargata: Hliðstæð Torfhildar- götu, vestan við hana: Kennd við Björgu Caritas Þorláksson (1874- 1934), fyrstu íslensku konuna sem lauk doktorsprófi. Ingunnargata: Hliðstæð öllum ofangreindum götum, vestan við (næst Sæmundargötu). Hún er kennd við Ingunni Arnórsdóttur sem er einn elsti nafngreindi kennari á Íslandi og fyrsta konan en um hana segir í Jóns sögu biskups. „Þar var og í fræðinæmi hreinferðug jungfrú, er Ingunn hét. Öngum þessum var hún lægri í sögðum bóklistum, kenndi hún mörgum grammaticam og fræddi hvern er nema vildi; urðu því margir vel menntir undir hennar hendi.“ Jónasartorg: Milli Ingunnargötu og Bjargargötu, eins konar hverfis- miðja. Kennd við vísindamanninn og skáldið Jónas Hallgrímsson (1807- 1845) sem enn hefur hvergi verið minnst með götuheiti í Reykjavík, segir í tillögu nafnanefndar. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti til- lögur nafnanefndar en lagði hins vegar til að torgið yrði nefnt Jónasar Hallgrímssonar torg. sisi@mbl.is Nýjar götur kennd- ar við frumkvöðla  Torg kennt við Jónas Hallgrímsson Skáldið Jónas Hallgrímsson. Tölvuleikjafyrirtækið CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 og er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Shanghai, Atlanta, London og Newcastle. Fyrirtækið framleiðir m.a. og gefur út tölvuleikinn margverð- launaða EVE Online, sýndar- veruleikaleikina EVE: Valkyrie og Gunjack fyrir PC og Play- Station 4 og gaf nýlega út fram- haldsleikinn Gunjack II fyrir Daydream sýndarveruleika- búnað Google. Alls starfa rúmlega 330 manns fyrir fyrirtækið á heims- vísu, þar af rúmlega tvö hund- ruð manns á skrifstofu þess í Reykjavík. Hún er nú til húsa við Grandagarð. Starfsmenn rúmlega 330 UPPGANGUR CCP Vatnsmýri Gróska mun rísa gegnt Öskju og Norræna húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.