Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 26
AFP
Forsetinn Trump á fundinum.
Robert Harward, fyrrverandi að-
míráll í Bandaríkjaflota, hafnaði
beiðni Donalds Trump Bandaríkja-
forseta um að hann yrði næsti
þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkj-
anna. Fregnir af ákvörðun Harw-
ards bárust stuttu eftir að forset-
inn hafði varið Michael Flynn, sem
áður gegndi starfinu, og sagt að
hann hefði ekki gert neitt af sér
með því að ræða við sendiherra
Rússa.
Harward sagði CNN-frétta-
stofunni að hann hefði neitað
starfinu vegna fjölskyldu sinnar
Neitaði að taka við stöðunni
Robert Harward aðmíráll hafnaði beiðni Donalds Trump um að verða þjóðar-
öryggisráðgjafi Fyrsti blaðamannafundur Bandaríkjaforseta vekur athygli
og fjárhagslegra skuldbindinga.
Aðrir fjölmiðlar vestanhafs gerðu
því þó skóna að Harward hefði
viljað fá loforð um að þjóðarör-
yggisráðið myndi leiða stefnu-
mótun í varnarmálum en ekki
persónulegir og pólitískir ráð-
gjafar Trumps. Mun þar vera
sérstaklega átt við Steve Bannon,
ritstjóra fréttaveitunnar Breit-
bart, sem nú á sæti í ráðinu.
Hafnaði tengingu við Rússa
Trump hélt sinn fyrsta blaða-
mannafund með fjölmiðlum í fyrri-
nótt. Bar Rússland þar oft á góma.
Hafnaði forsetinn því að menn úr
kosningateymi sínu hefðu haft
ítrekað samráð við rússneska
tengiliði í aðdraganda kosning-
anna. Sagði hann frétt New York
Times, þar sem fullyrðingarnar
höfðu birst, vera „falskar fréttir“.
Sagði Trump allar þessar ásakanir
um tengingu sína við Rússa vera
moldviðri.
Tók forsetinn þó fram að hann
væri áfram um að eiga betri sam-
skipti við Rússland en fyrirrenn-
arar sínir í embætti. sgs@mbl.is
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Þessir vígamenn í Hashed al-
Shaabi-samtökunum áttu stund
milli stríða í sandpokavígi sínu
nálægt bænum Shar’iah í ná-
grenni borgarinnar Mósúl í Írak,
en þar eru íraskar öryggissveitir
að undirbúa næstu stórsókn sína
gegn vígasveitum Ríkis íslams í
vesturhluta borgarinnar.
Íbúar þess hluta borgarinnar
sem þegar hefur verið frelsaður
sögðu hins vegar við AFP-
fréttastofuna að öryggissveit-
irnar hefðu farið of fljótt frá
borginni til þess að undirbúa
næstu sókn, og að sjálfsvígsárásir
væru aftur orðnar daglegt brauð
þar. AFP
Búa sig und-
ir átök við
Ríki íslams
Ursula von der
Leyen, varnar-
málaráðherra
Þýskalands, var-
aði Bandaríkin
við því í ræðu
sinni á öryggis-
ráðstefnunni í
München að
leita sátta við
Rússa með því
að fara á bak
við sína hefðbundnu bandamenn.
Það væri ekki hægt að taka hinum
traustu tengslum sem gefnum.
Sagði hún ljóst að orð og athafnir
ráðamanna vestra myndu hafa
áhrif á samvinnu ríkja í Evrópu.
„Stöðugt Evrópusamband þjónar
hagsmunum Bandaríkjanna, líkt
og sterkt og sameinað Atlants-
hafsbandalag“.
Mike Pence, varaforseti Banda-
ríkjanna, mun ávarpa ráðstefnuna
í dag.
Ursula
von der Leyen
ÞÝSKALAND
„Ekki fara framhjá
bandamönnum“
Pakistanski herinn tilkynnti í gær
að hann hefði fellt meira en 100
„hryðjuverkamenn“ í hefndarskyni
fyrir mannskæða hryðjuverkaárás,
þar sem 88 manns létust í
sprengjutilræði. Sprengingin
markaði endinn á blóðugri viku í
Pakistan, þar sem hryðjuverka-
árásir felldu meira en eitt hundr-
að manns og særðu marga til við-
bótar. Nawaz Sharif,
forsætisráðherra, lofaði því að
hann myndi nota „allt vald rík-
isins“ til þess að útrýma hryðju-
verkamönnunum.
88 létust í
hryðjuverkaárás
PAKISTAN
Til sölu eru fasteignir sem seldar verða í einu lagi.
Eignirnar eru samtals að stærð 4.925,2 fm og skiptast þannig:
Laugar-Hótel
1.075,5 fm hótelbygging með 20 fullbúnum hótelherbergjum,
móttöku og fundarsal.
Laugar-Skóli
2.019 fm skólabygging með 26 herbergjum, flest með handlaug.
Baðherbergi, sturtuaðstaða og geymslur. Fullbúið eldhús,
stór matsalur og salur.
Laugar- íþróttamiðstöð og sundlaug
1365,5 fm íþróttahús með sviði og stúku, búningsaðstaða og sundlaug.
Fjögur einbýlishús fylgja eignunum
Laugaland, einbýlishús á einni hæð, 111,6 fm, byggt 1967
Laugasel, einbýlishús á einni hæð,156,8 fm, byggt 1969
Laugavellir, einbýlishús á einni hæð, 126,0 fm, byggt 1980
Laugafell, einbýlishús á tveimur hæðum, 97,7 fm, byggt 1953
Möguleiki er á því að bæta tugum herbergja við núverandi fjölda.
Staðsetningin er einstök og bíður upp á fjöldamörg tækifæri.
· Ásett verð er 530 milljónir
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
Kjartan Hallgeirsson
Löggiltur fasteignasali
kjartan@eignamidlun.is
824 9093
Andri Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
andri@eignamidlun.is
662 2705
Sverrir Kristinsson
Löggiltur fasteignasali
sverrir@eignamidlun.is
861 8514
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA
EINSTAKT
TÆKIFÆRI Í
FERÐAÞJÓNUSTU
Laugar í Sælingsdal
Ferðaþjónustuþorp til sölu