Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Fyrir síðustu umferð NóaSíríus mótsins, sem hófst íStúkunni á Kópavogsvellií ársbyrjun og hefur silast áfram með einni umferð á viku, voru jafnir í efsta sæti þeir Daði Ómars- son og Þröstur Þórhallsson. Næstu menn voru vinningi á eftir og þess vegna kom ekki sérlega á óvart að þessir tveir skyldu slíðra sverðin eft- ir stutta viðureign og deila efsta sætinu. Í A-riðli voru keppendur 42 talsins og efstu menn urðu: 1.-2. Daði Ómarsson og Þröstur Þórhallsson 5 v. (af 6) 3.-4. Guð- mundur Kjartansson og Jón Viktor Gunnarsson 4½ v. 5.-9. Benedikt Jónasson, Jóhann Hjartarson, Magnús Örn Úlfarsson, Björgvin Jónsson og Oliver Aron Jóhannes- son 4 v. Frammistaða Daða Ómarsson stendur upp úr og leiðir saman- burður á frammistöðu hans og Þrastar í ljós að andstæðingar Daða voru mun stigahærri og árangur hans, sem reiknast uppá 2.798 Elo- stig, er frábær. Jón Viktor Gunnarsson sat yfir í tveim fyrstu umferðunum en fékk 3½ vinning úr þeim skákum sem hann tefldi. Friðrik Ólafsson tefldi fimm skákir og gerði jafntefli í þeim öllum. Jón L. Árnason virkaði örlítið ryðgaður og sigurstranglegasti keppandinn, Jóhann Hjartarson, tapaði fyrir einum sem ekki gefst upp fyrr en í fulla hnefana; Benedikt Jónasson hækkaði um meira en 40 Elo-stig og einungis Daði Ómarsson og Björn Hólm Birkisson slógu hon- um við í þeim efnum. Í B-riðli urðu efstir tveir úr Rima- skóla, Hörður Aron Hauksson og Jón Trausti Harðarson, en í 3. sæti varð ungur og efnilegur skákmaður, Stephan Briem. Eins og áður hefur komið fram er það Jón Þorvaldsson markaðs- ráðgjafi sem hefur staðið fyrir þess- um mótum undanfarin ár í samvinnu við styrktaraðila og tekist að búa til skemmtilega stemningu á skákstað. Lundar Reykjavíkur í skemmti- legri netkeppni Af ýmsum ástæðum hafa skipu- lagðar keppnir á netinu átt erfitt uppdráttar þar sem möguleikar á svindli hafa eyðilagt góðar fyrirætl- anir um mótahald. En eftirlit með svindli á stóru vefsvæðunum hefur aukist og í seinni tíð hafa menn mis- kunnarlaust verið settir út af sakra- mentinu vegna grunsemda um tölvu- svindl. Undanfarin miðviku- dagskvöld hefur sveit sem nefnir sig Lundar Reykjavíkur tekið þátt í sterku alþjóðlegu netmóti á Chess- .com og hafa unnið eina viðureign, gert eitt jafntefli en tapað þrisvar og eiga þegar tvær umferðir eru eftir enn veika von um að komast áfram í sérstaka úrslitakeppni. Þarna hafa teflt mest bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir og Jón Viktor Gunn- arsson en einnig Ingvar Þ. Jóhannesson, Einar Hjalti Jensson, Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Tímamörkin eru 15 2. Björn Þorfinnsson átti góðan dag þegar Lundarnir mættu sveit frá Stokkhólmi: Björn Þorfinnsson – Evgení Ag- rest Vængtafl 1. c4 c6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Bg4 5. Re5 Bh5 6. cxd5 Rxd5 7. Rc3 e6 8. O-O Bd6 9. Rc4 Bc7 10. He1 O-O 11. Db3 b5 12. Re3 Rxe3 13. dxe3 a6 14. a4 Ba5 15. Hd1 Db6 16. axb5 axb5 17. e4 Ra6 18. Be3 Dc7 19. e5 Bb6 20. Rxb5! Hugmyndin með þessum snjalla leik kemur fram eftir 24. leik hvíts. 20. … cxb5 21. Bxa8 Hxa8 22. Bxb6 Dxb6 23. Hd6 Db7 24. Da2! Bxe2 24. … Rc7 strandaði á 25. Dxa8+ og síðan mát í borðinu. 25. Dxa6 Dxa6 26. Hdxa6 Hxa6 27. Hxa6 g5 28. f4 gxf4 29. gxf4 Kg7 30. Kf2 Kg6 31. Kxe2 - og svartur gafst upp. Daði og Þröstur efstir á Nóa Síríus mótinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Þórir Benedikts Sannfærandi sigur Daði Ómarsson. Um þessar mundir eru 90 ár frá því að fyrsti fundur var hald- inn í Alþjóðlegri frí- múrarareglu karla og kvenna, Le Droit Humain, á Akureyri en reglan var stofnuð hér á landi í Reykjavík í mars 1921. Á miðöldum var fé- lagsleg og réttarfars- leg staða konunnar önnur en nú á tímum. Konur voru í vissum skiln- ingi ófrjálsar og líf þeirra á tíðum í skugga karla sem jafnvel véluðu um örlög þeirra. Þeim var t.d. óheimilt að sinna félagsstarfi í frímúrara- reglum þar sem einungis frjálsir karlmenn fengu inngöngu. Þetta þýðir ekki að konur hafi ekki viljað afla sér meiri menntunar og þroska heldur sýnir takmörkunin misrétti kynjanna í hnotskurn. Nú eru marg- ar frímúrarareglur starfandi í heim- inum, sumar einungis ætlaðar karl- mönnum, aðrar aðeins konum, og í enn öðrum starfa bæði kynin saman. Flestar gerðir frímúrarareglna má finna í Frakklandi en þar átti Al- þjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, Le Droit Humain, upptök sín árið 1893. Sú regla starfar nú í 63 þjóðlöndum. Orðin Le Droit Humain þýða mannréttindi og segir það sitt um viðfangsefni reglunnar sem þó öðru fremur lýtur að mannrækt. Upp úr 1900 breiddist út í Evrópu vitundin um að konum bæri sami réttur og körlum og það gaf hug- myndum um blandaða frímúrara- reglu byr undir báða vængi. Mikil- vægt var að skapa vettvang þar sem konur og karlar ynnu hlið við hlið að mannrækt. Hinn 12. mars 1921 var fyrsta stúka Alþjóðlegrar frímúrara- reglu karla og kvenna, Le Droit Humain, stofnuð hér á landi í Reykjavík og ári síðar á Akureyri en um þessar mundir er 90 ára afmæli reglunnar þar haldið hátíðlegt (18. feb.). Hinn 15. október sl. var vígt á Akureyri nýtt glæsilegt musteri fyr- ir starfsemina að Óseyri 2. Nú eru stúkurnar á Íslandi orðnar tíu tals- ins, sjö í Reykjavík, tvær á Akureyri og ein á Egilsstöðum. Árið 1985 var stofnað sérstakt samband á Íslandi sem hefur bein samskipti við aðalstöðvar reglunnar í París. Æðsti yfirmaður reglunnar í heiminum um tíma kom úr röðum ís- lenskra systkina. Þetta var Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus, sem gegndi því embætti um 10 ára skeið. Hvernig starfar reglan? Frímúrarareglur leggja fram ákveðna aðferð til að kynnast sjálf- um sér í því skyni að efla andlegan þroska manna. Við starfið í stúkunum vaknar skilningur á óeigin- gjarnri þjónustu sem leiðir til aukins mann- skilnings, virðingar, jafnréttis og réttlætis- kenndar. Þannig er stefnt að bjartari fram- tíðarvonum mannkyni til handa. Starfið bygg- ist á táknfræði og grundvöllur hennar er byggingarlist miðalda, þegar menn reistu stórfenglegar dómkirkjur með miklu hyggjuviti en fábrotnum áhöldum. Sumir telja að smám sam- an hafi samfélag steinhöggvaranna og iðnaðarmannanna þróast út í það sem við nefnum frímúrarafræði þar sem táknmálið sjálft varð aðalatriði. Aðrir vísa til launhelga fyrri tíða, ekki síst launhelga Egyptalands og Grikklands, þar sem einstaklingar vígðust inn í ákveðinn helgidóm í fleiri en einum skilningi og tóku framförum í leyndum fræðum sem fleyttu þeim áfram til dýpri skiln- ings á tilverunni og sjálfum sér. Hvers vegna leynd? Leiðir til andlegs þroska eru margar og ekki hentar öllum það sama. Leyndin sem er viðhöfð um það sem fram fer á fundum hefur tvíþættan tilgang, þ.e. að verja þær siðaathafnir sem iðkaðar eru fyrir rangtúlkunum og aðkasti þeirra sem ekki bera skynbragð á hvað býr að baki athöfnunum en einnig sér leyndin um að þeir sem ganga inn í regluna upplifa vígslu sína algerlega á eigin forsendum; þeir geta ekki undirbúið sig fyrir hana. Gætu þeir það yrðu áhrifin ekki söm. Á frímúrararegla erindi við nútmímamenn? Spyrja má hvort frímúrarareglur eigi erindi við nútímamenn, hvort þær séu ekki tímaskekkja í vísinda- samfélaginu þar sem áherslan er oft á hraðan lífsmáta og kapphlaup um það sem nefnt hefur verið lífsgæði. Á sama hátt og maðurinn byggir sér líkamlegt skjól þarfnast hann einnig andlegs skjóls, eins konar vés, þar sem hann byggir upp sinn innri mann, styrkir sjálfan sig og minnir sig á hver hin raunverulegu lífsgildi eru. Í Alþjóðlegri frímúrarareglu karla og kvenna, Le Droit Humain starfa bæði kyn saman með mann- rækt að leiðarljósi í því skyni að karlar og konur um víða veröld fái notið félagsleg réttlætis. Þar er starfað saman án tillits til uppruna, kynþáttar, heimspeki- eða trúar- skoðana og leitast við að sýna í verki gildi frelsis, jafnréttis og bræðra- lags. Þeir sem af alvöru og einlægni leita sannleikans í auðmýkt og bera í hjarta góðvild til annarra eiga erindi í félagsskap á borð við frímúrara- reglu. Nánari upplýsingar, s.s. um inn- tökuskilyrði, má lesa á heimasíðu reglunnar www.samfrim.is þar sem nálgast má ýmsar upplýsingar. Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna Eftir Kristínu Jónsdóttur »Margar frímúrara- reglur starfa víða um heim, hér á landi tvær: Alþjóðleg frímúr- araregla karla og kvenna, Le Droit Humain, og Frímúrara- reglan á Íslandi. Kristín Jónsdóttir Höfundur er yfirmaður Alþjóðlegrar frímúrarareglu karla og kvenna, Le Droit Humain á Íslandi. Híbýli Úr musteri reglunnar á Kirkjustétt í Reykjavík. Mikið úrval af öflugum vegg- og loftafestingum frá KÖNIG fyrir skjái og sjónvörp Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Veggfestingar www.likamioglifsstill.is Móttaka aðsendra greina Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kenni- tölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhring- inn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.