Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Setja alltaf upp tvær leiksýningar á ári Við erum, held ég, eitt af elstu og virkustu leikfélögunum á land-inu enda setjum við alltaf upp tvær leiksýningar á ári,“ segirSigurlaug Dóra Ingimundardóttir, sjúkraliði og formaður Leikfélags Sauðárkróks, en hún á fertugsafmæli í dag. „Við erum alltaf með barnaleikrit á haustin og oftast gamanleikrit á vorin. Vorsýningin tengist sæluvikunni en við frumsýnum alltaf síð- asta sunnudag í apríl, sem er í byrjun sæluvikunnar.“ Sýningarnar fara fram í Bifröst og vanalega er sýnt 10-12 sinnum og er stefnan á að sýna farsann Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar í vor. Aðspurð segist Sigurlaug Dóra ekki vera viss hvort hún sjálf að leika í verkinu. „Ég verð allavega eitthvað að vinna í sýn- ingunni en hef verið öðru hverju á sviðinu.“ Sigurlaug Dóra vinnur bæði á sjúkra- og öldrunardeild á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og auk þess að starfa með leikfélaginu stundar hún crossfit og finnst gaman að vera með vinum og fjölskyldu og ferðast og eru spennandi ferðalög plönuð á árinu. Sigurlaug Dóra er fædd í Reykjavík en flutti tveggja ára norður og bjó í Geldingaholti í Seyluhreppi hinum forna til 16 ára aldurs en flutti þá á Krókinn. „Ég bjó hér þar til ég varð 18 ára. Þá fór ég á smá flakk, bjó einn vetur á Akureyri, bjó eitt ár sem au-pair í Banda- ríkjunum, nokkur ár í Reykjavík og tæpt ár í Svíþjóð. Ég hef nokkr- um sinnum reynt að flytja héðan en sný alltaf aftur enda er best að vera hér.“ Dóttir Sigurlaugar er Kristín Björg Emanúelsdóttir, f. 2003. „Í tilefni afmælisins ætla ég að skella í eitt gott partý með vinum og fjölskyldu í kvöld og svo verður haldið á ball á Kaffi Krók.“ Mæðgurnar Sigurlaug Dóra og Kristín Björg léku báðar í Dýrunum í Hálsaskógi sem sett var upp á Sauðárkróki síðastliðið haust. Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir er 40 ára H elgi Áss Grétarsson fæddist í Reykjavík 18.2. 1977, ólst upp í Stekkjahverfinu í Neðra-Breiðholti og gekk í Breiðholtsskóla. Hann náði ungur afburðaárangri í skák og knattspyrnu, vann ótal titla á barna- og unglingaskákmót- um, varð t.d. Norðurlandameistari í skólaskák 1990-1992, Unglinga- meistari Íslands, náði tvívegis öðru sætinu á heimsmeistaramótum, undir 14 ára í Varsjá í Póllandi 1991 og undir 16 ára, í Bratislava í Slóvakíu, árið 1993. Hann náði glæsilegasta árangri sínum á skáksviðinu er hann varð heims- meistari 20 ára og yngri á HM í Matinhos í Brasilíu árið 1994. Þar með varð hann yngsti stórmeistari Íslendinga, aðeins 17 ára. Í knattspyrnu var hann mark- maður með yngri flokkum Fram, var valinn besti markmaður Tommamótsins, 1986 og 1987, besti markmaður Pollamótsins 1987 og Íslandsmeistari í þriðja flokki 1992. Hann lék með U-16 drengjalands- liði Íslands í knattspyrnu 1992 og átti stóran þátt í að tryggja ís- lenska liðinu þátttökurétt í úr- slitakeppni Evrópumótsins í Tyrk- landi 1993. Helgi lauk stúdentsprófi frá VÍ 1998. Á menntaskólaárunum tefldi hann á Ólympíuskákmótinu fyrir Íslands hönd 1994-98 og í Bled 2002. Skáklistin var lifibrauð Helga 1998-2000 en þá bjó hann í Prag í Tékklandi. Hann hóf nám við Laga- deild HÍ haustið 2000 og hefur lög- fræðin verið honum síðan hvoru tveggja í senn, atvinna og áhuga- mál. Hann útskrifaðist haustið 2005 sem cand.jur. frá Lagadeild HÍ og gegndi stöðu sérfræðings við Laga- stofnun Háskóla Íslands 2006-2012 en hefur frá 2012 gegnt stöðu dósents við Lagadeildina. Eftir Helga liggja tvær fræði- bækur um stjórn fiskveiða og fjölda fræðigreina. Hann hefur einnig birt efni á sviði eignarréttar, m.a. um réttarstöðu eigenda fjöleignarhúsa. Náinn samstarfsmaður Helga í kennslu og rannsóknum við Laga- deildina á sviði eignarréttar er Karl Axelsson, dómari við Hæstarétt og Helgi Áss Grétarsson, háskólakennari í lögfræði – 40 ára Allur hópurinn Hér eru þau Helgi og Ólöf Vala með allan krakkaskarann sinn á Tenerife fyrir nokkrum árum. Fertugur Framari og heimsmeistari í skák Flott par Helgi og Ólöf Vala. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Louisa M atthíasdóttir Uppboð í 20 ár mánudaginn 20. febrúar, kl. 18 Reykjavíkurmyndir og aldarafmæli Louisu Matthíasdóttur Listmunauppboð nr. 103 í Gallerí Fold Forsýning á verkunum alla helgina laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12 –16, mánudag kl. 10 –17 Jóhannes S. Kjarval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.