Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 46
46 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Setja alltaf upp tvær
leiksýningar á ári
Við erum, held ég, eitt af elstu og virkustu leikfélögunum á land-inu enda setjum við alltaf upp tvær leiksýningar á ári,“ segirSigurlaug Dóra Ingimundardóttir, sjúkraliði og formaður
Leikfélags Sauðárkróks, en hún á fertugsafmæli í dag.
„Við erum alltaf með barnaleikrit á haustin og oftast gamanleikrit
á vorin. Vorsýningin tengist sæluvikunni en við frumsýnum alltaf síð-
asta sunnudag í apríl, sem er í byrjun sæluvikunnar.“ Sýningarnar
fara fram í Bifröst og vanalega er sýnt 10-12 sinnum og er stefnan á
að sýna farsann Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars
Jónssonar í vor. Aðspurð segist Sigurlaug Dóra ekki vera viss hvort
hún sjálf að leika í verkinu. „Ég verð allavega eitthvað að vinna í sýn-
ingunni en hef verið öðru hverju á sviðinu.“
Sigurlaug Dóra vinnur bæði á sjúkra- og öldrunardeild á Heil-
brigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og auk þess að starfa með
leikfélaginu stundar hún crossfit og finnst gaman að vera með vinum
og fjölskyldu og ferðast og eru spennandi ferðalög plönuð á árinu.
Sigurlaug Dóra er fædd í Reykjavík en flutti tveggja ára norður og
bjó í Geldingaholti í Seyluhreppi hinum forna til 16 ára aldurs en
flutti þá á Krókinn. „Ég bjó hér þar til ég varð 18 ára. Þá fór ég á
smá flakk, bjó einn vetur á Akureyri, bjó eitt ár sem au-pair í Banda-
ríkjunum, nokkur ár í Reykjavík og tæpt ár í Svíþjóð. Ég hef nokkr-
um sinnum reynt að flytja héðan en sný alltaf aftur enda er best að
vera hér.“ Dóttir Sigurlaugar er Kristín Björg Emanúelsdóttir, f.
2003.
„Í tilefni afmælisins ætla ég að skella í eitt gott partý með vinum
og fjölskyldu í kvöld og svo verður haldið á ball á Kaffi Krók.“
Mæðgurnar Sigurlaug Dóra og Kristín Björg léku báðar í Dýrunum í
Hálsaskógi sem sett var upp á Sauðárkróki síðastliðið haust.
Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir er 40 ára
H
elgi Áss Grétarsson
fæddist í Reykjavík
18.2. 1977, ólst upp í
Stekkjahverfinu í
Neðra-Breiðholti og
gekk í Breiðholtsskóla.
Hann náði ungur afburðaárangri
í skák og knattspyrnu, vann ótal
titla á barna- og unglingaskákmót-
um, varð t.d. Norðurlandameistari í
skólaskák 1990-1992, Unglinga-
meistari Íslands, náði tvívegis öðru
sætinu á heimsmeistaramótum,
undir 14 ára í Varsjá í Póllandi
1991 og undir 16 ára, í Bratislava í
Slóvakíu, árið 1993. Hann náði
glæsilegasta árangri sínum á
skáksviðinu er hann varð heims-
meistari 20 ára og yngri á HM í
Matinhos í Brasilíu árið 1994. Þar
með varð hann yngsti stórmeistari
Íslendinga, aðeins 17 ára.
Í knattspyrnu var hann mark-
maður með yngri flokkum Fram,
var valinn besti markmaður
Tommamótsins, 1986 og 1987, besti
markmaður Pollamótsins 1987 og
Íslandsmeistari í þriðja flokki 1992.
Hann lék með U-16 drengjalands-
liði Íslands í knattspyrnu 1992 og
átti stóran þátt í að tryggja ís-
lenska liðinu þátttökurétt í úr-
slitakeppni Evrópumótsins í Tyrk-
landi 1993.
Helgi lauk stúdentsprófi frá VÍ
1998. Á menntaskólaárunum tefldi
hann á Ólympíuskákmótinu fyrir
Íslands hönd 1994-98 og í Bled
2002.
Skáklistin var lifibrauð Helga
1998-2000 en þá bjó hann í Prag í
Tékklandi. Hann hóf nám við Laga-
deild HÍ haustið 2000 og hefur lög-
fræðin verið honum síðan hvoru
tveggja í senn, atvinna og áhuga-
mál. Hann útskrifaðist haustið 2005
sem cand.jur. frá Lagadeild HÍ og
gegndi stöðu sérfræðings við Laga-
stofnun Háskóla Íslands 2006-2012
en hefur frá 2012 gegnt stöðu
dósents við Lagadeildina.
Eftir Helga liggja tvær fræði-
bækur um stjórn fiskveiða og fjölda
fræðigreina. Hann hefur einnig birt
efni á sviði eignarréttar, m.a. um
réttarstöðu eigenda fjöleignarhúsa.
Náinn samstarfsmaður Helga í
kennslu og rannsóknum við Laga-
deildina á sviði eignarréttar er Karl
Axelsson, dómari við Hæstarétt og
Helgi Áss Grétarsson, háskólakennari í lögfræði – 40 ára
Allur hópurinn Hér eru þau Helgi og Ólöf Vala með allan krakkaskarann sinn á Tenerife fyrir nokkrum árum.
Fertugur Framari og
heimsmeistari í skák
Flott par Helgi og Ólöf Vala.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Louisa
M
atthíasdóttir
Uppboð í 20 ár
mánudaginn 20. febrúar, kl. 18
Reykjavíkurmyndir og
aldarafmæli Louisu Matthíasdóttur
Listmunauppboð nr. 103 í Gallerí Fold
Forsýning á verkunum alla helgina
laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12 –16,
mánudag kl. 10 –17
Jóhannes S. Kjarval