Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 16.4.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 26.3.2017 JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 26.02 2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 17.09. 2017 Leiðsögn með safnstjóra, sunnudaginn 19. febrúar kl. 15 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sunnudaginn 19. febrúar: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Steinholt-saga af uppruna nafna í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Grímsey á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Sunnudaginn 19. febrúar: Fjölskyldustund kl. 14 Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi, opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Ný sýning á verkum Errós, Því meira, því fegurra, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi, í dag kl. 14 og um leið verður opnað endurbætt rými á jarðhæð hússins, Stofa, þar sem gestum og gangandi er boðið að tylla sér við hverskyns iðju, eins og því er lýst í tilkynningu en Thomas Pausz hönnuður sá um endurbæturnar. Við opnunina flytur listamaður- inn Curver Thoroddsen hljóðverkið Erró: Hljóðvíðátta og skömmu síð- ar leiðir hann hljóðklippismiðju í Stofunni. Boðið verður upp á leið- sögn um sýninguna kl. 16. „Á sýningunni Því meira, því fegurra er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans. Meira en þrjátíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippi- myndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbygg- ingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu,“ segir um sýninguna en sýningarstjóri er Danielle Kvar- an. Odelscape Eitt af málverkum Errós á sýningunni, unnið á árunum 1982-3. Ný sýning á verkum Errós opnuð í Hafnarhúsi Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Lokadagur Sónar tónlistarhátíðar- innar er í dag og koma fram nokkrar af stærstu stjörnum hennar, m.a. Fatboy Slim og De La Soul. Um miðnætti, í bílastæðakjallara húss- ins, hefur hins vegar leik kanadísk tónlistarkona, plötusnúður, tónlist- arútgefandi og þáttagerðarmaður á BBC Radio 1, Brianna Price, sem gengur undir listamannsnafninu B. Traits. Price er fædd árið 1986 og hóf að- eins 16 ára að koma fram sem plötu- snúður í heimalandi sínu. Að lokinni skólagöngu fékk hún verkefni í Norður-Ameríku og Evrópu og fluttist síðar til Lundúna. Árið 2012 sendi hún frá sér lagið „Fever“ en í því naut hún liðsinnis söngkonunnar Elisabeth Troy. Lagið naut mikilla vinsælda í Bretlandi, komst í 36. sæti breska lagalistans og sama ár hóf hún að gera tónlistarþætti fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð breska rík- isútvarpsins. Í fyrra stofnaði hún út- gáfufyrirtækið In-Toto, gaf út EP- plötuna Still Point og eftir sex daga kemur sú næsta út, Basic Scenario. Átti ekki vegabréf „Ég er fædd og uppalin í smábæn- um Nelson í Kanada, þar búa aðeins um tíu þúsund manns og lítið við að vera. Þegar ég var ung uppgötvaði ég plötuspilara, fór að safna vínyl- plötum og byrjaði að koma fram sem plötusnúður,“ segir Price, spurð að því hvernig ferillinn hófst. Hún seg- ist einkum hafa safnað plötum með downtempo-, trip hop- og jungle- tónlist. „Þegar ég lauk miðskóla fluttist ég til Vancouver og fór að spila þar og í kjölfarið um allan heim. Ég hafði aldrei farið áður til útlanda, átti ekki einu sinni vega- bréf,“ segir Price og hlær. – Hvernig myndirðu lýsa tónlist- inni þinni, þeirri sem þú flytur núna? „Ég sanka miklu efni að mér og spila mjög fjölbreytta tónlist, bræð- ing af teknó og house og lög sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég legg mikla áherslu á takt og tromm- ur þannig að það er mikið af áhuga- verðu slagverki og óvenjulegu bassatrommumynstri í tónlistinni.“ – Eru lögin sem þú hefur gefið út ólík tónlistinni sem þú flytur sem plötusnúður? „Já, sum þeirra eru það núna. Fyrsta platan sem ég gerði kom út fyrir nokkrum árum og hún var meiri poppplata og varð mjög vinsæl í Bretlandi. Tónlistin sem ég bý til í dag er meira instrúmental og ekki eins formúlukennt danspopp. Hún er meira neðanjarðar og með árunum hef ég áttað mig á að þar slær hjarta mitt örast. Ég spila mín eigin lög þegar ég kem fram sem plötusnúður og nýt þess virkilega.“ Skemmtilegt starf – Þú stýrir vikulegum þætti á BBC Radio 1, The B. Traits Show, á föstudögum. Segðu mér aðeins frá honum, hvernig tónlist spilarðu? „Þeir leyfa mér að spila sömu tón- list og ég myndi spila á næturklúbbi, það er mikið til teknó og tilrauna- kennd danstónlist. Þetta er neðan- jarðartónlist, ekki tónlist sem þú býst við að heyra í breska ríkisút- varpinu. Ég er neðanjarðarplötu- snúður BBC og það er virkilega skemmtilegt starf,“ segir Price. Það taki langan tíma að safna efni í hvern þátt, að baki liggi mikil leit á netinu að nýrri og spennandi tónlist og hún fái feikilegan fjölda tölvupósta með ábendingum og tónlist í viku hverri, auk þess að vera í stöðugu sambandi við færa plötusnúða. „80% af tónlist- inni sem ég leik eru glæný og mér finnst það líka skylda mín að kynna nýja tónlistarmenn,“ segir hún. – Nú er plötusnúðaheimurinn mjög karllægur. Var erfitt fyrir þig að hasla þér völl í honum, að fá að spila og öðlast viðurkenningu? „Já, sér í lagi þegar ég var yngri. Ég þurfti að spila jafnvel og strák- arnir, ef ekki betur, svo þeir hefðu ekkert út á mig að setja. Ég hef ver- ið plötusnúður í rúm tíu ár og margt hefur breyst á þeim tíma. Staða kynjanna er miklu jafnari í tónlist- arbransanum en hún var,“ svarar Price. Nú sé fjöldi hæfileikaríkra kvenna í faginu og því beri að fagna. Konur verði að standa saman í þessu fagi líkt og svo mörgum öðrum þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Mjög ólíkar plötur –Í næstu viku kemur út önnur plata þín á vegum In-Toto. Hvernig er hún í samanburði við þá fyrri? „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Price. Fyrri platan sé rólegri en sú nýja og lagrænni, takturinn hægari og tónlistin meira í ætt við house og breikbít. Sú nýja verði hins vegar taktþung og hröð klúbbaplata. Price segist mjög spennt fyrir Ís- landsferðinni en hún hefur aldrei komið hingað áður. Hún kemur af fjöllum þegar blaðamaður segir henni að hún muni leika í bílastæða- kjallara Hörpu. „Það er frábært! Þetta verður gott partí,“ segir hún, full tilhlökkunar. Hjartað slær örast neðanjarðar  B. Traits leikur í bílastæðakjallara Hörpu á Sónar Partí „Þetta verður gott partí,“ segir Brianna Price um tónleikana í Hörpu. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þegar hlustað er á Anda-plötuna byrjar hún nokkuð eðlilega, nett Kraftwerk-skotið tölvupopp og kannski lítið meira. Hefðbundið. Maður á ekki von á neinu. Þremur lögum síðar stendur maður sig að því að hugsa: „Voðalega er þetta Ekkert andleysi eitthvað skemmtilegt!?“ Athyglin beinist ósjálfrátt að því sem í gangi er. „Minninga mað- urinn“, lag þrjú, er eins og lag úr tölvuleik, með viljandi hallæris- hljóðgervlum og það er eitthvað svakalega evrópskt og „eitís“ við lagið. Eins og ef Giorgio Moroder hefði verið beðinn um að semja tónlistina við Donkey Kong Jr. Það er einhver galgopaháttur í gangi sem nær manni algerlega. Maður er seldur, maður er búinn að kveikja og gamanið hefst. Öll lögin átta hafa eitthvað við sig að þessu leytinu til, rúlla á margan hátt eins og hvert annað rafskotið tölvupopp en Andi kemur með eitthvað auka- lega að borðinu, einhverja gleði og gáska (en aldrei fíflalæti) sem hefja verkið upp á annað stig. Andi er annars Andri Eyjólfs- son, og í raun vita menn lítið ann- að. Grapevine-tímaritið valdi plöt- una einn af hápunktum síðasta árs en það er hið dásamlega merki Lady Boy Records sem gefur plöt- una út, sem kassettu í fimmtíu ein- tökum en einnig er hægt að nálg- » „Minninga maður-inn“, lag þrjú, er eins og lag úr tölvuleik, með viljandi hallæris- hljóðgervlum og það er eitthvað svakalega evr- ópskt og „eitís“ við lag- ið. Eins og ef Giorgio Moroder hefði verið beðinn um að semja tón- listina við Donkey Kong Jr. Ein allra frambærileg- asta raftónlistarútgáfa síðasta árs var sam- nefnd plata eftir lista- manninn Anda. Glúrið tölvupopp sem býr yfir óræðum galdri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.