Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Einn helsti ástmögurheimsbókmenntanna,herra Darcy, var hvorkidökkur yfirlitum né fjall-
myndarlegur eins og Laurence Oli-
vier í fyrstu kvikmyndinni sem gerð
var árið 1940 eftir hinni dramatísku
skáldsögu Hroki og hleypidómar
eftir Jane Austen. Eða Colin Firth
meira en hálfri öld síðar í sjónvarps-
þáttum frá BBC. Síðan hafa sumir
(lesist: konur) varla getað séð herra
Darcy fyrir sér öðruvísi en sem
Firth. Sérstaklega er mörgum minn-
isstætt þegar hann í einu atriðinu
stingur sér í Pemberlay-vatn og
stígur síðan upp úr í rennblautri
skyrtunni. Reyndar er atburðarins í
engu getið í bókinni.
„Ég held að hver ein-
asta stúlka leiti að sínum
Darcy,“ var haft eftir
bresku leikkonunni Keira
Knightley, sem lék Eliza-
beth Bennet á móti Matt-
hew Macfadyen sem
herra Darcy í bíómynd
frá árinu 2005, einni af
mörgum sem gerðar
hafa verið eftir þessari
ástarsögu allra tíma
að margra mati.
Raunsæ mynd?
Ef marka má
sagnfræðinga sam-
tímans í Bretlandi
sem nýlega voru
fengnir til að
draga upp raun-
sæja mynd af herra
Darcy eins og hann
hefði litið út – hefði
hann verið til í alvör-
unni – var Fitzwilli-
am Darcy hennar
Jane Austen ekkert
líkur fyrrnefndum
glæsimennum hvíta
tjaldsins. Þvert á móti
mun hann hafa verið
mjósleginn og satt að
segja hálf mélkisulegur
útlits, a.m.k. á mæli-
kvarða ríkjandi
fegurðarstaðla, núna
rúmlega tveimur öldum eft-
ir að hann steig fram á sögusviðið.
Þar sem Jane Austen gefur afar
óljósa lýsingu á ytra atgervi herra
Darcy og raunar flestra þeirra sem
við sögu koma, höfðu sagnfræðing-
arnir ekki úr miklu að moða. Hávax-
inn, myndarlegur og göfugmann-
legur, eru nánast einu vísbendingar
skáldkonunnar. Engu að síður drógu
þeir sínar ályktanir með hliðsjón
haldbærum lýsingum á glæsilegum
aðalsmönnum, tísku og tíðarand-
anum í upphafi nítjándu aldar. Að
því búnu fengu þeir listamanninn
Nick Hardcastle til að teikna mynd
af þessum helsta draumaprinsi bók-
menntanna.
Þær sem enn leita að sínum
Darcy mættu hafa í huga þá gullnu
reglu að eigi skal manninn af útlitinu
dæma og að hleypidómar kunna ekki
góðri lukku að stýra. Sagnfræðing-
arnir gera því skóna að Darcy hafi
þó verið hávaxinn miðað við karla í
Hulunni svipt
af herra Darcy
Sagnfræðingar í Bretlandi hafa dregið upp allt aðra mynd af herra Darcy í bók-
inni Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen en þær sem birst hafa í sjónvarpsþátt-
um og kvikmyndum áratugum saman.
Fjallmyndarlegur Leikarinn Colin Firth sem Fitzwilliam Darcy, nýstiginn
upp úr Pemberlay-vatni, í sjónvarpsþáttum BBC frá árinu 1995.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Heimsdagur barna verður haldinn
hátíðlegur með fjölmörgum smiðjum
sem tengjast Japan og japanskri
menningu í fjórum menningarhúsum
Borgarbókasafnsins kl. 13-16 í dag,
laugardaginn 18. febrúar.
Smiðjurnar eru af ýmsum toga. Í
Gerðubergi verður búningasmiðja og
andlitsmálun. Gestir fá að máta lit-
ríka kímonóa og ef þeir vilja geta
þeir látið taka af sér mynd í þessum
litríka þjóðbúningi Japana. Kennd
verða grunnatriði í Ju-Jitsu, sem er
meira en 2.000 ára gömul sjálfs-
varnarlist. Einnig verður flugdreka-
smiðja og smiðja sem hverfist um
japönsk tákn og origami, aukin-
heldur sem Noh-men grímurnar
verða kynntar til sögunnar. Gestir
geta búið til sínar eigin grímur til að
vernda heimili sín fyrir illum öndum.
Í Sólheimum verður boðið upp á
órigamísmiðju og ljúffengt, grænt
japanskt te. Þar verður einnig Póke-
mon-ratleikur, sem snýst um að
finna fimm pókemona á safninu og
búa til eitt orð úr stöfnum sem á
þeim eru. Heppinn þátttakandi fær
verðlaun.
Teiknimyndasmiðja byggð á jap-
önsku manga verður í Kringlunni og
geta gestir og gangandi kynnt sér
heim japanskra myndasagna, sest
niður og teiknað myndasögur. Þar
verður líka ljóskerasmiðja í jap-
önskum stíl og fá gestir tækifæri til
að búa til sitt eigið pappírsljósker
og taka með heim.
Í smiðjunni Faldir furðuhlutir í
Spönginni notast barnamenningar-
hönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir
við muni úr verki sem heitir Safn
ímyndunar og furðuhluta, en það er
samansafn ótrúlegra hluta sem
fundist hafa víða í heiminum, m.a. í
Japan. Í Spönginni verður einnig
tækni- og tilraunaverkstæði í tón-
listarforritin kl. 13-15.
Borgarbókasafnið - Menningarhús
Kímonó Litríkir kímonóar með fallegu mynstri eru þjóðbúningur Japana.
Heimsdagur barna með jap-
önsku sniði í fjórum söfnum
Helgina 18.-19. febrúar verður söngs-
miðja kvennaradda kirkjukórs Sel-
fosskirkju, barna- og unglingakórs
kirkjunnar, ásamt konum úr kirkjukór
Hveragerðis- og Kotstrandarsókna,
undir heitinu „Syngjandi konur“.
Söngsmiðjan er unnin í samvinnu við
Kristjönu Stefánsdóttur, sem útsett
hefur lög fyrir einsöngvara og
kvennaraddir.
Efnisskráin er fjölbreytt blanda af
gömlum og nýjum dægurperlum auk
frumsamins efnis. Söngsmiðjunni
lýkur klukkan 17 sunnudaginn 19.
febrúar með tónleikum í Selfoss-
kirkju.
Auk Kristjönu koma fram með kór-
unum Daði Birgisson píanóleikari og
félagarnir Magnús Kjartan, Sigurgeir
Skapti og Marinó Geir úr Stuðlaband-
inu. Tónleikarnir verða svo endur-
teknir mánudagskvöldið 20. febrúar
klukkan 19.30 í Hveragerðiskirkju.
Stjórnandi sameinaðs kvennakórs
er Edit Anna Molnár. Aðgangseyrir á
tónleikana er 2.000 kr.
Gamlar og nýjar dægurperlur og frumsamið efni
Syngjandi
konur í kirkju
Söngkona Kristjana Stefánsdóttir.
1940 Laurence Olivier túlkaði herra Darcy í fyrstu kvik-
myndinni sem gerð var eftir sögunni árið 1940.
„Ég held að
hver einasta
stúlka leiti að
sínum Darcy.“
Keira Knightley
Í alvörunni? Herra
Darcy eins og lista-
maðurinn Nick
Hardcastle
teiknaði
hann sam-
kvæmt for-
skrift sagn-
fræðinganna.
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Viltu meðhöndla liðverkinn
án þess að taka töflur?
150g50%
meira m
ag
n!
Prófaðu að meðhöndla liðverkina
með Voltaren geli.
Lyfjaauglýsing