Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Blíða Mannlífið í miðborg Reykjavíkur einkennist þessa dagana af hlýindum og ferðamönnum sem njóta þess að spóka sig í höfuðborginni og fara jafnvel á rúntinn með tveggja hæða rútu.
Eggert
Við lifum á tímum
örra breytinga. Getan
til að breytast – til að
laga sig að breyti-
legum þörfum kröfu-
harðra viðskiptavina –
ræður úrslitum um
samkeppnishæfni
fyrirtækja og sam-
félaga. Hér er ekki
vísað til íslensks veru-
leika sérstaklega;
þetta á við um heiminn allan. Verk-
efnastjórnun er tæki til að koma
breytingum í framkvæmd og Ís-
lendingar geta tryggt og eflt stöðu
sína með eflingu verkefnastjórn-
unar á öllum stigum samfélagsins. Í
þessari grein ræðum við almennt
um sýn okkar á stöðu verkefna-
stjórnunar á Íslandi og hvað þurfi
að breytast á komandi árum. Grein-
in er sjálfstætt framhald af grein
okkar „Verkefnastjórnun alls staðar
– líka á Alþingi“ sem birtist í Morg-
unblaðinu 8. desember 2015.
Um allan heim bregðast menn við
þessum veruleika með því að efla
faglega verkefnastjórnun. Í Bret-
landi er gríðarleg eftirspurn eftir
verkefnastjórum í einkageiranum,
vegna margvíslegra breytingaverk-
efna sem fyrirtæki eru að fara í
gegnum. Helmingur stjórnenda í
einkageiranum er að leita að verk-
efnastjórum til tímabundinnar ráðn-
ingar til að takast á við breytinga-
verkefni á næstu 12 mánuðum.
Þessi mikla eftirspurn er sögð drifin
af þörf fyrir þá sérstöku hæfni og
færni sem faglegir verkefnastjórar
hafa og geta nýtt sér við undirbún-
ing og framkvæmd erfiðra breyt-
ingaverkefna. Hér er vísað til
menntunar og reynslu á sviði verk-
efnastjórnunar. Þessar upplýsingar
frá Bretlandi koma ekki á óvart.
Breska verkefnastjórnunarfélagið
APM er langstærsta aðildarfélag
IPMA, Alþjóðasamtaka Verkefna-
stjórnunarfélaga. Í Bretlandi er
mikil hefð fyrir faglegri stjórnun,
þar skipa alþjóðlegir stjórnunar-
staðlar á borð við ISO 9001 háan
sess og starfsheitið verkefnisstjóri
er nú lögverndað þar í landi.
Við höfum séð sömu þróun á Ís-
landi og eftirspurn eftir faglegum
verkefnastjórum, með réttan bak-
grunn – menntun og reynslu – hefur
farið vaxandi undanfarin ár. Áhersl-
an á verkefnastjórnun hefur um
langa hríð verið áberandi í mörgum
öflugum íslenskum fyrirtækjum
sem starfa í kröfuhörðu alþjóðlegu
samkeppnisumhverfi. En verkefna-
stjórnun er ekki einungis stjórn-
unaraðferð fyrirtækja sem skila
virði til viðskiptavina í formi verk-
efna. Hún er í raun mikilvægari
sem tæki til að bæta árangur, draga
úr sóun, bæta skilvirkni, auka nýtni,
draga úr orkunotkun, innleiða nýja
tækni, styrkja innviði og vinna
markaði. Þessi upptalning snýst
einmitt um kjarna málsins, um þá
hugmyndafræði sem stjórnendur
innleiða, um þá menningu sem þeir
byggja upp innan fyrirtækja sinna.
Þeir verða að byggja upp menningu
sem styður við bætta samkeppnis-
færni, og þar með getu fyrirtækja
sinna til að standa sig betur en sam-
keppnin þegar þau bjóða vörur sín-
ar og þjónustu á markaði, hvort
heldur sem hann er hér heima eða
alþjóðlegur.
Til að tryggja samkeppnisfærni
íslensks atvinnulífs dugar ekki að
eiga dæmi um nokkur verkefna-
miðuð fyrirtæki, sem standa sig vel
á alþjóðamarkaði. Sú menning sem
vísað var til hér á undan þarf að
vera ríkjandi menning í öllum fyrir-
tækjum og stofnunum. Við kjósum
að kalla þetta verkefnamenningu. Í
slíkri menningu er til staðar getan
til að sjá viðfangsefnin fyrir sér sem
afmörkuð verkefni með skýr mark-
mið og með upphaf og endi. Þessi
verkefni eru undirbúin ef þau eru í
samræmi við stefnu fyrirtækisins
og í sátt við viðhorf helstu
hagsmunaaðila. Síðast en ekki síst
eru þau framkvæmd ef til staðar
eru næg aðföng og þeim er skilað
innan gefinna viðmiða um tíma,
gæði og kostnað. Til að halda utan
um allt þetta þarf að byggja upp
viðeigandi stjórnkerfi. Í árdaga
verkefnastjórnunar snérist hún um
einstök verkefni, undirbúning
þeirra og framkvæmd. Í dag snýst
verkefnastjórnun miklu fremur um
alhliða stjórnunaraðferð fyrirtækja
og stofnana.
Þróun skammt á veg komin
Því miður óttumst við að þessi
þróun sé of skammt á veg komin á
Íslandi. Enn er sú hugmynd algeng
að til að stjórna verkefni þurfi
tæknimenntun – og víða er litið á
verkefnastjórnun sem einangraða
aðferð til að sinna einstökum tækni-
legum viðfangsefnum, til dæmis að
byggja hús eða brýr. Hvorug þess-
ara hugmynda á sér stoð. Verkefni
samtímans eru af öllu tagi og í öll-
um geirum atvinnulífsins, eins og
rakið var í upptalningunni hér að of-
an. Tæknimenn geta verið góðir
verkefnisstjórar, en því miður geta
þeir líka verið slakir verkefnis-
stjórar. Geta manna til að stjórna
verkefnum ræðst af hæfni þeirra í
mannlegum samskiptum, leiðtoga-
hæfileikum, skipulagshæfileikum og
fjölda annarra þátta sem flesta má
efla með sértækri þjálfun og æf-
ingu, þó sumir séu meðfæddir. Önn-
ur birtingarmynd þess að verk-
efnastjórnun er skammt á veg
komin sem faggrein á Íslandi er sú
að fjöldi fólks sem ber starfsheitið
verkefnisstjóri í stofnunum og fyrir-
tækjum á Íslandi er ekki að fást við
verkefni í sínum daglegu störfum og
hefur enga þjálfun, menntun eða
reynslu í stjórnun verkefna.
Verkefnastjórnunarfélag Íslands
var stofnað 1984 af miklum stórhug
frumkvöðla fagsins hér á landi. Þró-
un verkefnastjórnunar á Íslandi er
endurómur af þróun fagsins á
heimsvísu, en með töluverðri tíma-
seinkun. Til dæmis var CPM-
aðferðinni fyrst beitt í Bandaríkj-
unum snemma á 6. áratug 20. aldar
en fyrsta dæmið um notkun hennar
á Íslandi var við undirbúning vatns-
aflsvirkjunar undir lok 7. áratugar-
ins. Fleiri dæmi má nefna, sérhann-
aðar námsbrautir í
verkefnastjórnun á háskólastigi
voru í boði í Bretlandi strax á 9.
áratug 20. aldar en á Íslandi var
boðið upp á námsbrautina Verk-
efnastjórn og leiðtogaþjálfun 2003
og MPM námið 2005 og fleiri náms-
brautir í verkefnastjórnun eru nú í
boði á Íslandi. Fyrstu alþjóðlegu
vottanir einstaklinga í verkefna-
stjórnun voru í boði í Bandaríkj-
unum um miðjan 9. áratug 20 aldar
en frá árinu 1997 hefur Verkefna-
stjórnunarfélag Íslands staðið fyrir
alþjóðlegri vottun verkefnisstjóra á
Íslandi, í umboði IPMA – Alþjóða-
samtaka verkefnastjórnunarfélaga.
Átaks er þörf víða
Grettistaki hefur vissulega verið
lyft frá því Verkefnastjórnunar-
félagið var stofnað, en eins og upp-
talningin ber með sér hefur þróun
fagsins ætíð verið allmörgum árum
á eftir þróuninni í ýmsum viðmið-
unarlöndum og þessu þarf að
breyta. Við teljum að til að tryggja
samkeppnishæfni íslensks atvinnu-
lífs sé þörf sé á stórátaki til að efla
vitund um verkefnastjórnun. Þetta
átak þarf að gera á öllum sviðum at-
vinnulífsins. Í skólakerfinu þarf að
byrja snemma, strax í grunnskóla,
til að sá fræjum og byrja að móta
menninguna. Til að koma slíku átaki
til framkvæmda þurfa menn að
snúa bökum saman. Allir áhuga-
menn um verkefnastjórnun eru kall-
aðir til, en einnig stofnanir mennta-
kerfisins, samtök atvinnulífsins og
öflug verkefnamiðuð fyrirtæki sem
vilja láta gott af sér leiða í þágu
samfélagsins. Verkefnastjórn-
unarfélag Íslands þarf að gegna
leiðandi hlutverki í þessu átaki. Fé-
lagið þarf að halda áfram sínu starfi
og gefa hvergi eftir í að halda utan
um grunnhugtök verkefnastjórn-
unar á íslensku og gera þau að-
gengileg öllum almenningi. En bet-
ur má ef duga skal og við skorum á
félagið að hefja nú þegar umræðu
um stöðu og framtíð verkefna-
stjórnunar í íslensku samfélagi og
leggja grunn að þeirri vitundar-
vakningu sem við höfum rakið hér á
undan.
Eftir Helga Þór
Ingason og Sigurð
R. Ragnarsson
» Við skorum á félagið
að hefja nú þegar
umræðu um stöðu og
framtíð verkefnastjórn-
unar í íslensku sam-
félagi og leggja grunn
að vitundarvakningu.
Helgi Þór
Ingason
Helgi Þór er véla- og iðnaðarverk-
fræðingur, prófessor við Háskólann í
Reykjavík, forstöðumaður MPM
náms (B vottun). Sigurður er MSc
byggingaverkfræðingur, forstjóri
ÍAV og eini Íslendingurinn með
hæsta stig (A vottun) alþjóðlegrar
vottunar IPMA í verkefnastjórnun.
Hvernig stjórnun – til að tryggja
samkeppnisfærni íslensks atvinnulífs?
Sigurður
Ragnarsson