Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
✝ Stefanía Magn-úsdóttir fædd-
ist í Flögu í Vill-
ingaholtshreppi 29.
apríl 1921. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Sólvöllum á
Eyrarbakka 8.
febrúar 2017.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin í
Flögu, þau Magnús
Árnason, hrepp-
stjóri, frá Hurðarbaki í Vill-
ingaholtshreppi, f. 18. október
1887, d. 23. desember 1973, og
Vigdís Stefánsdóttir frá Sela-
læk á Rangárvöllum, f. 13.
október 1891, d. 14. mars 1977.
Stefanía var þriðja í röð tíu
systkina en Magnús og Vigdís
misstu sitt fyrsta barn. Systkini
Stefaníu eru: 1) Árni, f. 1917, d.
2010, 2) Guðrún, f. 1919, 4)
Brynjólfur, f. 1922, d. 1983, 5)
Sigríður, f. 1924, d. 1987, 6)
hildi Sveinsdóttur, f. 22. mars
1943, d. 1. febrúar 1997. Dætur
þeirra: 1) Ragnhildur Hafdís
Guðmundsdóttir, f. 28. desem-
ber 1966, d. 13. júní 1998, gift
Páli Þórarinssyni, f. 10. nóv-
ember 1957, d. 12. desember
2014. Þau eignuðust synina
Inga Hrafn, f. 1990, Þórarin
Árna, f. 1992, og Jón Guðmann,
f. 1995, maki Bergey Flosa-
dóttir, f. 1997. 2) Sóley Huld, f.
1. desember 1973, maki Svein-
björn Hjálmarsson, f. 28. mars
1973, börn þeirra eru Hjálmar
Forni, f. 1994, Andri Fannar, f.
1999, Sindri Freyr, f. 2002, og
Hrafnhildur Sara, f. 2012. 3)
Dagný Hrund, f. 3. október
1977, hennar börn eru Birta
Ögn, f. 1999, Emma Dögg, f.
2001, og Hrafnkell Orri, f.
2003. 4) Signý Hlíf, f. 21. maí
1980, maki Valborg Ösp Á. Wa-
rén, f. 17. júní 1982, þeirra
börn eru Árni Vilhelm, f. 2010,
og Hildur Bigitta, f. 2015. Eft-
irlifandi eiginkona Árna er
Bergljót I. Þórarinsdóttir, f. 16.
ágúst 1942.
Útför hennar fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag, 18.
febrúar 2017, klukkan 14.
Guðríður, f. 1926,
d. 2014, 7) Grímur,
f. 1927, d. 2009, 8)
Anna, f. 1929, d.
2005, 9) Unnur, f.
1930, d.2012. Upp-
eldisbróðir þeirra
var Stefán Gunnar
Jónsson, f. 1934, d.
2011. Guðrún er
ein eftirlifandi
þeirra systkina.
Stefanía giftist 1.
janúar 1942 Jóni Guðmanni
Valdimarssyni húsasmið, 5.
október 1918, d. 28. september
1997. Foreldrar hans voru
Valdimar Þorvarðarson frá
Klasbarða í V-Landeyjum, f. 14.
maí 1893, og Elín Jónsdóttir frá
Laug í Biskupstungum, f. 10.
október 1886. Þau eignuðust
einkasoninn Árna Guðmanns-
son, húsasmið í Kópavogi, f. 30.
maí 1942, d. 18. maí 2014. Árni
kvæntist 1. janúar 1969 Hrafn-
Elsku amma.
Það er svo óraunverulegt að þú
sért farin, oft héldum við að þú
værir að fara en alltaf reist þú upp
aftur, alveg eldhress og til í flest.
Það var kannski einmitt það
sem var svo einkennandi fyrir
þig, hugur þinn var alltaf á fullu
og alveg nokkrum skrefum á
undan þér. Þú varst orkumikil og
hörkudugleg kona sem hlífði sér
hvergi. Alltaf stóðst þú sem klett-
ur, alveg sama hverju lífið henti í
þig.
Eitt af því sem ég hafði mest
gaman af í þínu fari er hvað þú
varst hreinskilin, kaldhæðin og
með góðan húmor. Eins varstu
vel inni í málefnum líðandi stund-
ar. Það var alveg sama hvað mað-
ur var að tala um, þú varst alltaf
með á nótunum, til í grínið eða að
segja þína skoðun á málinu, og
alltaf hafðirðu skoðun.
Þín verður sárt saknað en ef-
laust ert þú hvíldinni fegin.
Í dag skein sól á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá
og skipið lagði landi frá.
Hvað mundi fremur farmann gleðja?
Það syrtir að, er sumir kveðja.
Ég horfi ein á eftir þér
og skipið ber
þig burt frá mér.
Ég horfi ein við yztu sker.
Því hugur minn er hjá þér bundinn,
og löng er nótt við lokuð sundin.
En ég skal biðja, og bíða þín
uns nóttin dvín
og dagur skín.
Þó aldrei rætist óskin mín
til hinsta dags ég hrópa og kalla,
svo heyrast skal um heima alla.
(Davíð Stefánsson)
Góða ferð, elsku amma, skil-
aðu kveðju. Þín,
Signý Hlíf
Það var sjaldan lognmolla í
kringum hana ömmu enda sýndi
það sig í veðrinu daginn sem hún
kvaddi. Óveður, þrumur og eld-
ingar. Hún var hreinskilin og lá
ekki á sinni skoðun, hörkudugleg,
fyrirmyndarhúsmóðir og mikil
matarmanneskja. Hún fylgdist
vel með og þótti fínt að sletta á
dönsku. Lífið var henni ekki allt-
af auðvelt en hún fór þetta á
seiglunni.
Það var gaman að koma á
Bakkann, fjaran í bakgarðinum,
risastór bílskúr sem var enda-
laust hægt að kanna, fjöldi her-
bergja til að dunda sér í og ekki
má gleyma búrinu. Þar hófst yf-
irleitt heimsóknin á könnunar-
leiðangri til að vita hvað væri til. Í
lok heimsóknar var yfirleitt
laumað að manni nesti til að eiga
á heimleiðinni. Og ávallt stóðu
þau afi á tröppunum og vinkuðu
þar til við hurfum úr augsýn.
Hún var mikil selskapsmann-
eskja, tók vel á móti gestum og
þótti gaman að bregða sér af bæ.
Þær eru dýrmætar minningarnar
um ferðir okkar að Flögu síðustu
sumur. Þar naut hún þess að vera
innan um ættingjana á æskuslóð-
um sínum. Í þessum ferðum fékk
ég líka tækifæri til að kynnast
ættmennum betur og voru þau
ættmenni okkur systrum mikill
styrkur síðustu viku, enda bak-
landið orðið rýrt. Í þessum ferð-
um okkar að Flögu var oftast tal-
að um þegar hún var með bú í
klettunum, hún sagði frá foreldr-
um sínum og rifjaði upp ýmis
skemmtileg atvik.
Þótt amma hafi verið hvíldinni
fegin, enda var hún á 96. aldurs-
ári, er þetta ávallt erfitt. Þetta
markar líka viss tímamót hjá
okkur systrum þar sem við erum
nú elsti ættliður í okkar nánustu
fjölskyldu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Hvíl í friði, elsku amma.
Dagný Hrund.
Amma sem einhvern veginn
var alltaf ótrúlega spræk þrátt
fyrir háan aldur og mikil áföll er
farin. Hún er eflaust hvíldinni
fegin, blessunin, en þó að maður
vissi í hvað stefndi, þá einhvern
veginn var hún hálf eilíf í huga
manns og eins og hún yrði alltaf
til staðar. Maður sagði: já amma,
hún er nú ansi brött, orðin 95 ára.
En með fráfalli hennar er ég
orðin aldursforsetinn í minni
grunnfjölskyldu og það er soldið
skrýtin tilfinning og bara dáldið
mikið að bera.
Hugurinn reikar þó aftur í tím-
ann og minningarnar ylja manni,
minningar eins og þegar ég fór í
rútu ein á Bakkann til ömmu og
afa að springa úr stolti, því ég
rataði sko alveg og vissi hvar ég
átti að fara úr rútunni. Svo var ég
kannski send í kaupfélagið eftir
einhverju smáræði og stundum
fékk ég ömmuhjól lánað til far-
arinnar. Einnig voru ófáar stund-
irnar sem ég eyddi í fjörunni fyrir
neðan húsin við leik. Það rifjast
upp þegar við amma ætluðum að
hjóla á Selfoss, en það var
kannski ekki eins einfalt og það
hljómaði, við þurftum að hvíla
okkur vel í vegkantinum á leið-
inni. Þær voru líka ófáar ferðirn-
ar inn í búr til að laumast í súkku-
laði, kandísmola, smákökur eða
annað góðgæti. Hélt ég væri að
stelast voða mikið en trúlega vissi
amma alltaf af því og leyfði okkur
það bara.
Lífið var ekki alltaf dans á rós-
um hjá henni með afa, mikinn
sjúkling alla tíð og þurfti að
standa sína plikt fyrir það. Hún
var mikil húsmóðir og hjá henni
var alltaf allt hrein og fínt og nóg
að borða. Henni fannst erfiðast
að geta ekki hellt upp á kaffi og
eldað fyrir okkur mat þegar við
kíktum á Sólvelli eftir að hún
flutti þangað.
Garðurinn var henni líka mik-
ils virði og hún sinnti honum vel
og maður var nú kannski ekki al-
veg að nenna að hjálpa til sem
krakki, en þurfti þó að gera eitt-
hvað og svo skottaðist maður í
kring.
Hún talaði vel um Ísafjörð þar
sem ég hef búið sl. 10 ár og fannst
mikið til hans koma og það var
gott að geta fengið að taka á móti
henni þar í tvígang og Simbi
stjanaði við hana og sauð skötu í
potti á prímus úti á hlaði að sumri
til, því amma vildi jú vestfirska
skötu og hún fékk sínu oftast
framgengt.
Alltaf þegar við fórum frá Há-
eyrarvöllum á sínum tíma þá
stóðu amma og afi alltaf á tröpp-
unum og veifuðu þangað til við
vorum komin úr augsýn. Nú veif-
ar þú okkur ekki lengur en ég
veifa til þín.
Við kveðjum þig, elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Sóley Huld Árnadóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Látin er á 96. aldursári móð-
ursystir mín Stefanía Magnús-
dóttir, eða Stebba frænka, eins
og við kölluðum hana oftast.
Hún móðursystir mín var
hrein og bein, jafnvel stundum
aðeins of hreinskilin að okkar
mati, ef athugasemdirnar urðu of
persónulegar en það gleymdist
fljótt og í dag lifa margar fleygar
setningar sem frá henni komu.
Hún var harðdugleg og gafst
ekki upp þó að á móti blési. Það
kom sér líka vel þegar eiginmað-
urinn missti heilsuna á besta
aldri. Þá voru ermarnar brettar
upp og vinnuframlagið aukið til
muna, jafnvel teknir nokkrir
kostgangarar eða prjónaðar
lopapeysur ásamt föstu vinnunni
til að drýgja tekjurnar.
Ég man eftir sameiginlegri
vinnu hjá systrunum, mömmu,
Dúu og Stebbu, á haustin þar
sem unnið var saman í kjöti, salt-
að niður og gerð bjúgu, þá heyrð-
ist nú oft til hússins og mikið
hlegið.
Stebba frænka var mikil fé-
lagsvera og samkvæmiskona. Ef
mikið stóð til í fjölskyldunni fékk
maður það embætti að sækja
Stebbu og Manna á „Bakk-
ann“svo þau væru með í veisl-
unni. Þá naut hún sín vel sem
miðpunktur með fólkinu sínu.
Ef rétt var hjálparhönd varð
að launa með greiða á móti. Eitt
sinn var greiðinn launaður með
því að keyra okkur vinkonurnar á
ball á Hvoli og bíða eftir okkur.
Það var reyndar aldrei boðið aft-
ur. Samkomuhaldið hafði breyst
mikið frá því þau voru ung.
Ættarmótin í Flögu voru eitt-
hvað sem hún vildi alls ekki missa
af og síðasta sumar kom hún með
fólkinu sínu, þá 95 ára. Ég spurði
hana um miðnættið hvort hún
væri ekki orðin þreytt, hún svar-
aði því að hún hefði ekkert annað
að gera á morgun en að liggja í
rúminu. Þessu vildi hún ekki
missa af.
Hún var kjarnakona komin af
kjarnafólki.
Blessuð sé minning Stefaníu
Magnúsdóttur frá Flögu.
Kristín Gísladóttir.
„Jáhhá, á morgnana maður“
var svarið.
Að láta hugann reika í minn-
ingaleit um Stefaníu móðursyst-
ur okkar eða Stebbu frænku eins
og hún var alltaf kölluð kallar
bara fram bros og gleði.
Það var alltaf tilhlökkun hjá
okkur systkinunum að fara í
heimsókn á Bakkann því hún tók
alltaf fagnandi á móti okkur og
gjörsamlega snerist í kringum
okkur og dekraði við okkur.
Stebba átti það til að hringja á
Álfhólsveginn ef gott hrossakjöt
eða góð hrossabjúgu voru sett í
pott og ekki þurfti að bjóða það
oftar en einu sinni til að fjölskyld-
an renndi austur.
Á milli þeirra systra, Unnar
móður okkar og Stebbu frænku,
var gott samband þrátt fyrir níu
ára aldursmun og fjarlægð milli
heimila og má segja að þær hafi
verið hjálparhellur hvor annarr-
ar þegar á þurfti að halda. Þegar
Manni veiktist og þurfti að dvelja
lengi á sjúkrastofnun flutti hún
tímabundið til okkar á Álfhóls-
veginn og deildi þar herbergi
með unglingnum á heimilinu og
þegar pabbi þurfti að fara til
London í aðgerð og mamma
fylgdi honum taldi Stebba það
ekki eftir sér að taka við heim-
ilinu og sjá um börn og bú. Þá
fengu eldri bræðurnir nokkrum
sinnum að fara í „orlof“ til hennar
á Bakkann og var þá margt brall-
að í Kirkjuhúsi.
Eftir eina slíka orlofsferð sat
Haukur í eldhúsinu hjá mömmu
þegar hún óvart „hleypti af“ og
baðst afsökunar á því. Þá sagði sá
stutti að þetta væri nú ekki mikið
– „þú ættir að heyra í henni
Stebbu frænku á morgnana mað-
ur“ og lifir þessi setning enn góðu
lífi.
Hún hafði mjög gaman af því
þegar vinir okkar komu í heim-
sókn og lagði sig fram um að
kynnast þeim enda muna allir
eftir henni Stebbu frænku frá
þeim tíma og maður sér fyrir sér
glampann í augunum og brosið
sem færist yfir andlit þeirra þeg-
ar þeir minnast hennar.
Stebba frænka hafði létta
lund, einkar smitandi hlátur, pínu
svartan húmor en umfram allt
hlýju sem við systkinin og af-
leggjarar komum alltaf til með að
minnast.
Með virðingu og þakklæti
minnumst við sómakonunnar
Stefaníu Magnúsdóttur frá
Flögu.
Haukur, Alma og Valur.
Það var aldrei nein lognmolla
eða andvaraleysi í kringum hana
Stebbu á Bakkanum. Hún var
þriðja elst í níu systkina hópi sem
ólst upp í Flögu. Fyrir tveimur
árum fór ég ásamt Stebbu og
Hönnu, mágkonu hennar og móð-
ursystur minni, í bílferð austur
að Flögu. Stebba naut sín vel við
að segja okkur frá æskuárunum á
þessum fallega stað. Hún færði
okkur aftur í tímann og setti okk-
ur inn í þær aðstæður sem hún
bjó við.
Hún talaði um m.a. myrkrið og
hvað þau krakkarnir voru myrk-
fælin. Það var barnmargt þarna í
hverfinu og krakkarnir frá
Flögu, Hróarsholti og Kambi
hittust á kvöldin til leikja og var
kærleikur þeirra á milli. Á Flögu
rís landið hátt og tilkomumiklir
klettar setja sterkan svip í lands-
lagið.
Stebba erfði frásagnarhæfi-
leika og kímnigáfu móður sinnar,
Vigdísar. Því var það svo, að þar
sem Stebba var – þar var fjörið.
Smitandi hlátur hennar gerði
hversdagslega hluti skemmtilega
og lifandi.
Rétt rúmlega tvítug fór hún til
Þorlákshafnar þar sem hún gerð-
ist ráðskona og þar hitti hún
mannsefnið sitt, hann Manna,
sem var þá sjómaður á bát. Þau
áttu vel saman og fóru fljótlega
að búa í Kirkjuhúsi á Eyrarbakka
hjá Valdimari og Elínu, foreldr-
um Manna, sem eru afi minn og
amma.
Þarna hófust kynni mín af
Stebbu. Hún tók fagnandi á móti
fólki og lét öllum líða vel. Kirkju-
hús var lifandi staður, því margir
komu og litu inn til Stebbu og
Manna. Eyrarbakki á þessum
tíma var í blóma – mikið atvinnu-
líf með bátaslipp, verkstæðum og
höfn, þar sem bátar lögðu upp.
Flest hús höfðu sín nöfn og fólkið
kennt við húsin. Margir voru með
skepnur í bakgarðinum og því
var þetta draumur fyrir strák úr
Reykjavík að njóta tímans í þessu
umhverfi.
En lífið gaf og lífið tók. Manni
var ekki alltaf heilsuhraustur,
fyrst fékk hann berkla og seinna
á lífsleiðinni veikindi sem tóku af
honum mál og þrótt. Manna var
lagið að bjarga sér og notaði sín-
ar leiðir til að tjá sig. Hann hafði
símaskrá við höndina og fletti
henni upp til að sýna nöfn á þeim
sem hann vildi tala um eða segja
frá.
Þeir sem þekktu hann vel náðu
því ágætum samskiptum við
hann. Stebba stundaði ýmis störf
á Bakkanum. Lengst af starfaði
hún í frystihúsinu, vinnuhælinu
og kvenfélaginu lagði hún traust
lið.
Þau eignuðust einkasoninn
Árna, sem var þeim kær, ekki
ólíkur móður sinni, málsterkur
með smitandi hlátur, vel ættaður
Flögu-piltur enda var hann þar
mörg sumur í sveit og mótaðist
ættareinkennunum.
Árni eignaðist þrjár dætur og
eina stjúpdóttur, sem hafa verið
ljós í lífi Stebbu og stutt vel við
hana, ásamt tveimur tengda-
dætrum, fyrst Hrefnu, barns-
móður og fyrri eiginkonu Árna,
en hún lést 1997, og eftirlifandi
eiginkonu Árna, Bergljótu.
Við Hanna tókum okkur ferð
seinni part janúar sl. til að heim-
sækja Stebbu.
Hún var hress og lék á als oddi
með 96 ár að baki. Ég átti svo að
sækja hana þegar voraði og fara
með í heimsókn til mín.
Hún bætti síðan við þegar við
vorum að kveðjast, „Þormar, eig-
um við svo ekki að fara í réttirnar
í haust?“ Já, sæll.
Hvíl í friði, vinkona.
Þinn vinur,
Þormar Ingimarsson.
Lágreistu húsin á Eyrarbakka
segja sína sögu um lífið við
ströndina. Þau kúra þar og láta
lítið fyrir sér fara þegar brimið
ólmast fyrir utan og vindar
gnauða.
Þá gefst best að láta lítið fyrir
sér fara og bíða átekta. Þegar
fegurð himins og jarðar gælir við
ströndina er hægðarleikur að
njóta lífsins þó að turnana skorti.
Þessi var götumyndin þegar
Stefanía og Guðmann fluttu á
Eyrarbakka, efnin rýr en hugur
fólksins óbeygður og sterkur. Í
Kirkjuhúsi hófst hreiðurgerðin,
fyrst í sambúð við tengdaforeldra
Valdemar og Elínu og síðar í tví-
býli.
Allt var með hefðbundnu sniði,
Guðmann dró björg í bú og konan
sinnti barni og heimili.
Þá kom sér vel að vera búin að
taka út nokkra menntun í skóla
lífsins á mannmörgu æskuheimili
í stórum hópi systkina. Þar var
unnið frá morgni til kvölds að bú-
skap, gerð matar og klæða. Þó
gleymdist andleg næring ekki í
öllu amstrinu og sögurnar frá
þessum tíma leiftruðu af glensi
og prakkaraskap.
Þangað rek ég frændrækni og
réttlætiskennd. Stefanía var
stórhuga og ekki tilbúin að gefa
sinn hlut í skoðanaskiptum en
skorti þó ekki samúð og innsæi til
að setja umræðuna í samhengi
við hið rétta og sanngjarna og
bjargföst var trú hennar á sam-
hjálp og samtakamátt.
Hún var kölluð Stebba í
Kirkjuhúsi þegar ég kynntist
þeim hjónum og þau urðu vel-
gjörðarmenn mínir. Síðan þá
hefur líf okkar tvinnast saman
og fjölskyldan hefur búið við þá
auðlegð að eiga viðbótarömmu
og afa á Eyrarbakka. Stebba
var dálítið hrjúf við fyrstu kynni
en óskoruð vináttan og velvilj-
inn viskuðu það burtu, allt var
bjart og fallegt í kringum hana.
Heimilishaldið var enda allt í
þeim stíl. Inni í búri biðu kræs-
ingar, sultur og sætabrauð og
matur í keröldum útundir vegg.
Fyrst og fremst var hugsað um
að allir fengju mettan maga en
við litla borðið sem Manni hafði
sérsmíðað í eldhúskrókinn reis
háskóli umræðna um menn,
málefni, jafnaðarstefnuna og
þjóðarhag.
Og Stefanía þurfti mörgu að
sinna. Ef ekki var farið í frysti-
húsið, gat þurft að baka flatkökur
úti í skúr með Völu, sinna kart-
öfluræktinni, fara út í kirkju að
hafa allt fínt, hreinsa úti og inni,
sækja kvenfélagsfund eða heim-
sækja nágranna, undirbúa erfi-
drykkju, leikrit í Fjölni eða bas-
arinn.
Á kvöldin tóku við hannyrðir
og handverk í ýmsum myndum,
hlustað á útvarpið og spjallað.
Við koddann beið Hjalti litli eða
annað gullvægt lesefni. Í öllum
verkefnunum fengu börnin, sem
hændust léttilega að heimilinu að
taka þátt, voru hvött með hrósi,
stundum af ofrausn svo að bakið
réttist og hugurinn sperrtist.
Ekki fengist um mistökin og
passað að létta lundina með
hressingu og gleðilegum uppá-
tækjum. Allt ómetanlegt.
Sælureit reistu þau svo síðar
með harðfylgi austur á Bakkan-
um, og nefndu Ægissíðu. Þar
naut Stefanía sín við garðyrkjuna
og glæsilegt húshald.
Þrátt fyrir heilsubrest og ýmis
áföll, meðal annars frá Ægi sjálf-
um, var haldið áfram af æðru-
leysi, sem verður eftirlifendum til
eftirbreytni. Styrkur andans
fylgdi elskulegri vinkonu sem nú
er kvödd með þakklæti fyrir dýr-
mæta samfylgd. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Jónína Eiríksdóttir.
Stefanía
Magnúsdóttir