Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Dublin
Páskaferð | 13. apríl | 4 nætur
Frábært verð frá:89.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar.
Á mann m.v. 2 í herbergi á O‘Callaghan Mont Clare
með morgunmat.
Verð án Vildar unkta: 99.900 kr.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Eignir nema 602 milljörðum
Lífeyrissjóður verzlunarmanna heldur sjó Gengi krónunnar stóri þátturinn
Elín Margrét Böðvarsdóttir
elinm@mbl.is
„Þrátt fyrir þetta fjandsamlega umhverfi sem var
þá stendur sjóðurinn eftir mjög sterkur,“ segir
Þórhallur Jósepsson, almannatengill hjá Lífeyris-
sjóði verzlunarmanna, um ársuppgjör sjóðsins fyr-
ir árið 2016. „Það sem er athyglisverðast er að það
tekst að halda sjó í rauninni og það tekst að halda
ávöxtun yfir núlli og það tekst að halda trygginga-
fræðilegri stöðu sterkri,“ útskýrir Þórhallur.
Eignir sjóðsins nema um 602 milljörðum og nam
ávöxtun sjóðsins í heild 0,9% sem jafngildir nei-
kvæðri raunávöxtun um 1,2%. Ávöxtun hvað varð-
ar eignaflokka var þó með nokkuð ólíku móti og
jókst skuldabréfaeign sjóðsins. Skilaði hún 6,6%
ávöxtun eða sem nemur 4,4% raunávöxtun en
skuldabréfaeign sjóðsins samsvarar helmingi allra
eigna sjóðsins. Þá skilaði erlend verðbréfaeign
ágætri ávöxtun í dollar eða um 5,5%.
Í tilkynningu frá sjóðnum segir að vegna mik-
illar styrkingar íslensku krónunnar gagnvart er-
lendum gjaldmiðlum hafi ávöxtun ársins verið nei-
kvæð um 8% sem svari til neikvæðrar
raunávöxtunar um 9,7%. „Eins og kemur þarna
fram var þetta fyrst og fremst spurning um gengi
krónunnar, það var það sem var stóri áhrifavald-
urinn í þessu öllu,“ segir Þórhallur. „Væntingar
eru auðvitað alltaf hærri en þetta, en svona var
bara umhverfið á síðasta ári.“
Tryggingafræðileg staða sjóðsins er áfram
sterk, líkt og Þórhallur bendir á, en hún nemur
4,2% samanborið við 8,7% árið áður. Skýrast þess-
ar breytingar einkum af ávöxtun síðasta árs og því
að lífaldur sjóðfélaga fer hækkandi.
Þýðir þessi staða að sjóðurinn sé vel í stakk bú-
inn til að standa við skuldbindingar sínar að því er
segir í tilkynningunni frá sjóðnum. Á árinu greiddi
sjóðurinn út rúma 12 milljarða króna í lífeyri úr
sameignardeild og eru það 10,6% hærri lífeyris-
greiðslur en árið á undan. Þá voru samþykktar
breytingar á lánareglum sjóðsins árið 2015 en þær
fólu í sér hækkun lánshlutfalls til sjóðfélaga auk
þess sem nú er boðið upp á lán með óverðtryggðum
vöxtum.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að út-
hluta fyrirtækinu 9XING ehf. lóð fyrir hótel á Hvolsvelli.
Áformar fyrirtækið að byggja allt að 100 herbergja hótel
á lóðinni.
Forsvarsmaður fyrirtækisins, Xinglin Xu, er kín-
verskur en hefur starfað við ferðaþjónustu hér á landi í
sex ár. Hann sótti áður um stóra hótellóð í Vík í Mýrdal
en varð undir í samkeppni um hana.
Leist vel á umsóknina
Lóðin er númer 8 við Dufþaksbraut og liggur að Suð-
urlandsvegi skammt austan gatnamóta Fljótshlíðar-
vegar. Svæðið er fyrir verslun og þjónustu. Anton Kári
Halldórsson skipulagsfulltrúi segir að þetta sé eina lóðin
sem hafi verið til ráðstöfunar á Hvolsvelli fyrir hótel af
þessari stærð, miðað við óbreytt skipulag.
Þegar skipulagsnefnd mælti með úthlutun lóðarinnar
til 9XING ehf. óskaði hún jafnframt eftir fundi með for-
svarsmanni fyrirtækisins til að heyra betur um áform
hans. „Mönnum leist vel á umsóknina. Hann er með gott
arkitektateymi með sér og sýndi tillögur sem gerðar
höfðu verið vegna umsóknar um lóð í Vík,“ segir Anton.
helgi@mbl.is
Stórt hótel á Hvolsvelli
9XING fær lóð fyrir 100 her-
bergja hótel við Suðurlandsveg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvolsvöllur Hótellóðin í bænum er á auða svæðinu,
norðan Suðurlandsvegar, fyrir miðri mynd.
Bráðabirgða-
niðurstaða úr
krufningu á líki
bandarísks
ferðamanns,
karlmanns á sjö-
tugsaldri sem
lést við yfir-
borðsköfun í
Silfru sl. sunnu-
dag, liggur fyrir.
Þetta kemur
fram í tilkynningu frá lögreglunni
á Suðurlandi. Segir þar að mað-
urinn hafi drukknað.
Maðurinn hafði verið við snorkl í
gjánni ásamt hópi erlendra ferða-
manna, undir leiðsögn leiðbein-
anda. Dauðsfallið hefur vakið at-
hygli erlendra fjölmiðla en Daily
Mail vitnaði til færslu ferðamanns á
Facebook, sem var við köfun í
Silfru þennan dag. „Ég horfði á
manneskju deyja í dag og mér er
brugðið,“ ritar ferðamaðurinn,
Scot Hacker frá Kaliforníu.
Ferðamaðurinn í
Silfru drukknaði
Ferðamenn snorkla
í gjánni Silfru.
„Við ætlum að hittast í næstu viku
og ég býst við því að við munum
skila af okkur á þriðjudag eða mið-
vikudag,“ segir Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, spurður um
niðurstöðu forsendunefndar SA og
ASÍ, en á þeim vettvangi er farið yfir
forsendur kjarasamninga á almenn-
um vinnumarkaði.
Halldór segir ekki tímabært að
ræða efnislega um mögulegan for-
sendubrest kjarasamninga og vísar
til væntanlegrar niðurstöðu for-
sendunefndarinnar.
„Nefndin þarf að klára alla vinnu
og skila af sér fyrir lok febrúar og
eins og ég hef sagt þá stefnum við að
því að skila niðurstöðu í næstu viku.
Þangað til er ekki rétt að vera að tjá
sig efnislega um málið.“
SA og ASÍ hitt-
ast eftir helgi
Fjölmenni var við útför Ólafar Nordal, fyrrverandi ráðherra, alþingismanns og vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór í Dómkirkjunni í gær. Séra Sveinn Val-
geirsson sá um athöfnina en líkmenn voru, talið frá vinstri til hægri á myndinni,
Marta Nordal, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Har-
aldsson, Ásthildur Sturludóttir, Jón Gunnarsson, Ögmundur Skarphéðinsson og
Bjarni Benediktsson.
Félagar í Sjálfstæðisflokknum stóðu heiðursvörð þegar líkkista Ólafar var borin út
úr kirkjunni. Athöfninni var einnig varpað á skjái í Iðnó og Oddfellowhúsinu.
Útför Ólafar Nordal
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Bráðabirgðaniðurstaða úr krufn-
ingu á líki manns sem fannst látinn
við Heiðarveg á Selfossi hinn 9.
febrúar síðastliðinn liggur nú fyrir.
Þetta kemur fram í tilkynningu
sem lögreglan á Suðurlandi sendi
frá sér í gær.
Maðurinn er þar sagður hafa lát-
ist af náttúrulegum orsökum. Ekki
er grunur um að refsiverð háttsemi
tengist því á neinn hátt.
Maðurinn, sem var með pólskt
ríkisfang, hét Jerzy Krzysztof Ma-
teuszek og var fæddur árið 1972,
skráður til heimilis í Reykjavík.
Lést af náttúru-
legum orsökum