Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Dublin Páskaferð | 13. apríl | 4 nætur Frábært verð frá:89.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi á O‘Callaghan Mont Clare með morgunmat. Verð án Vildar unkta: 99.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Eignir nema 602 milljörðum  Lífeyrissjóður verzlunarmanna heldur sjó  Gengi krónunnar stóri þátturinn Elín Margrét Böðvarsdóttir elinm@mbl.is „Þrátt fyrir þetta fjandsamlega umhverfi sem var þá stendur sjóðurinn eftir mjög sterkur,“ segir Þórhallur Jósepsson, almannatengill hjá Lífeyris- sjóði verzlunarmanna, um ársuppgjör sjóðsins fyr- ir árið 2016. „Það sem er athyglisverðast er að það tekst að halda sjó í rauninni og það tekst að halda ávöxtun yfir núlli og það tekst að halda trygginga- fræðilegri stöðu sterkri,“ útskýrir Þórhallur. Eignir sjóðsins nema um 602 milljörðum og nam ávöxtun sjóðsins í heild 0,9% sem jafngildir nei- kvæðri raunávöxtun um 1,2%. Ávöxtun hvað varð- ar eignaflokka var þó með nokkuð ólíku móti og jókst skuldabréfaeign sjóðsins. Skilaði hún 6,6% ávöxtun eða sem nemur 4,4% raunávöxtun en skuldabréfaeign sjóðsins samsvarar helmingi allra eigna sjóðsins. Þá skilaði erlend verðbréfaeign ágætri ávöxtun í dollar eða um 5,5%. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að vegna mik- illar styrkingar íslensku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum hafi ávöxtun ársins verið nei- kvæð um 8% sem svari til neikvæðrar raunávöxtunar um 9,7%. „Eins og kemur þarna fram var þetta fyrst og fremst spurning um gengi krónunnar, það var það sem var stóri áhrifavald- urinn í þessu öllu,“ segir Þórhallur. „Væntingar eru auðvitað alltaf hærri en þetta, en svona var bara umhverfið á síðasta ári.“ Tryggingafræðileg staða sjóðsins er áfram sterk, líkt og Þórhallur bendir á, en hún nemur 4,2% samanborið við 8,7% árið áður. Skýrast þess- ar breytingar einkum af ávöxtun síðasta árs og því að lífaldur sjóðfélaga fer hækkandi. Þýðir þessi staða að sjóðurinn sé vel í stakk bú- inn til að standa við skuldbindingar sínar að því er segir í tilkynningunni frá sjóðnum. Á árinu greiddi sjóðurinn út rúma 12 milljarða króna í lífeyri úr sameignardeild og eru það 10,6% hærri lífeyris- greiðslur en árið á undan. Þá voru samþykktar breytingar á lánareglum sjóðsins árið 2015 en þær fólu í sér hækkun lánshlutfalls til sjóðfélaga auk þess sem nú er boðið upp á lán með óverðtryggðum vöxtum. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að út- hluta fyrirtækinu 9XING ehf. lóð fyrir hótel á Hvolsvelli. Áformar fyrirtækið að byggja allt að 100 herbergja hótel á lóðinni. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Xinglin Xu, er kín- verskur en hefur starfað við ferðaþjónustu hér á landi í sex ár. Hann sótti áður um stóra hótellóð í Vík í Mýrdal en varð undir í samkeppni um hana. Leist vel á umsóknina Lóðin er númer 8 við Dufþaksbraut og liggur að Suð- urlandsvegi skammt austan gatnamóta Fljótshlíðar- vegar. Svæðið er fyrir verslun og þjónustu. Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi segir að þetta sé eina lóðin sem hafi verið til ráðstöfunar á Hvolsvelli fyrir hótel af þessari stærð, miðað við óbreytt skipulag. Þegar skipulagsnefnd mælti með úthlutun lóðarinnar til 9XING ehf. óskaði hún jafnframt eftir fundi með for- svarsmanni fyrirtækisins til að heyra betur um áform hans. „Mönnum leist vel á umsóknina. Hann er með gott arkitektateymi með sér og sýndi tillögur sem gerðar höfðu verið vegna umsóknar um lóð í Vík,“ segir Anton. helgi@mbl.is Stórt hótel á Hvolsvelli  9XING fær lóð fyrir 100 her- bergja hótel við Suðurlandsveg Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvolsvöllur Hótellóðin í bænum er á auða svæðinu, norðan Suðurlandsvegar, fyrir miðri mynd. Bráðabirgða- niðurstaða úr krufningu á líki bandarísks ferðamanns, karlmanns á sjö- tugsaldri sem lést við yfir- borðsköfun í Silfru sl. sunnu- dag, liggur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Segir þar að mað- urinn hafi drukknað. Maðurinn hafði verið við snorkl í gjánni ásamt hópi erlendra ferða- manna, undir leiðsögn leiðbein- anda. Dauðsfallið hefur vakið at- hygli erlendra fjölmiðla en Daily Mail vitnaði til færslu ferðamanns á Facebook, sem var við köfun í Silfru þennan dag. „Ég horfði á manneskju deyja í dag og mér er brugðið,“ ritar ferðamaðurinn, Scot Hacker frá Kaliforníu. Ferðamaðurinn í Silfru drukknaði Ferðamenn snorkla í gjánni Silfru. „Við ætlum að hittast í næstu viku og ég býst við því að við munum skila af okkur á þriðjudag eða mið- vikudag,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spurður um niðurstöðu forsendunefndar SA og ASÍ, en á þeim vettvangi er farið yfir forsendur kjarasamninga á almenn- um vinnumarkaði. Halldór segir ekki tímabært að ræða efnislega um mögulegan for- sendubrest kjarasamninga og vísar til væntanlegrar niðurstöðu for- sendunefndarinnar. „Nefndin þarf að klára alla vinnu og skila af sér fyrir lok febrúar og eins og ég hef sagt þá stefnum við að því að skila niðurstöðu í næstu viku. Þangað til er ekki rétt að vera að tjá sig efnislega um málið.“ SA og ASÍ hitt- ast eftir helgi Fjölmenni var við útför Ólafar Nordal, fyrrverandi ráðherra, alþingismanns og vara- formanns Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór í Dómkirkjunni í gær. Séra Sveinn Val- geirsson sá um athöfnina en líkmenn voru, talið frá vinstri til hægri á myndinni, Marta Nordal, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Har- aldsson, Ásthildur Sturludóttir, Jón Gunnarsson, Ögmundur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson. Félagar í Sjálfstæðisflokknum stóðu heiðursvörð þegar líkkista Ólafar var borin út úr kirkjunni. Athöfninni var einnig varpað á skjái í Iðnó og Oddfellowhúsinu. Útför Ólafar Nordal Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Bráðabirgðaniðurstaða úr krufn- ingu á líki manns sem fannst látinn við Heiðarveg á Selfossi hinn 9. febrúar síðastliðinn liggur nú fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér í gær. Maðurinn er þar sagður hafa lát- ist af náttúrulegum orsökum. Ekki er grunur um að refsiverð háttsemi tengist því á neinn hátt. Maðurinn, sem var með pólskt ríkisfang, hét Jerzy Krzysztof Ma- teuszek og var fæddur árið 1972, skráður til heimilis í Reykjavík. Lést af náttúru- legum orsökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.