Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 56
 Sinfóníuhjómsveitin flytur ævin- týrin um Skrímslið litlu systur mína og Gullbrá og birnina þrjá í Eldborg Hörpu í dag kl. 14. Eivør Pálsdóttir samdi tónlistina við sögu Helgu Arn- alds, Skrímslið litla systir mín, sem Björk Bjarkadóttir myndskreytti og Tróndur Bogason útsetti. Eric Coates samdi tónlistina við Gullbrá og birnina þrjá sem flutt verð- ur sem brúðuleikhús án orða með pappírsbrúðum og leikmynd úr smiðju Helgu Arnalds sem sjálf stjórnar. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkin- son, trúðurinn Bar- bara kynnir, Eivør syngur einsöng og Graduale Futuri syngur með. Skrímslið og Gullbrá leikin í Hörpu í dag LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 49. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.77 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Alvöru vetrarveður á leiðinni 2. „Drap þau öll, auðvitað“ 3. Reyndi að hafa áhrif á framburð 4. „Pabbi, haltu á mér, pabbi!“  Sönghópurinn Voces Thules kemur fram á tónleikum í Hömrum í Hofi á Akureyri í dag kl. 12. Hópurinn, sem stofnaður var 1991, hefur náð að skipa sér sess sem einn helsti tón- listarhópur á Íslandi á sínu sviði. Voces Thules kemur fram í Hömrum í dag  Enski grínistinn og leikarinn Ricky Gervais verður með uppistand í Hörpu 20. apríl nk. Gervais birti á Facebook-síðu sinni í gær dag- skrá uppistands- ferðar sinnar sem ber yfirskriftina Humanity, eða Mannkyn, og kemur þar fram að Ís- land sé eitt þeirra landa sem hann muni skemmta í. Gervais með uppi- stand í Hörpu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri víðast hvar og úrkomulítið. Snýst til suðlægrar áttar vestanlands annað kvöld og fer að rigna. Hiti 0 til 7 stig, mildast með suðurströndinni. Á sunnudag Nokkuð hvöss vestlæg eða breytileg átt og rigning, en slydda norðanlands. Rofar til seinni partinn. Hiti 0 til 8 stig, mildast suðaustanlands. Á mánudag Suðvestanstrekkingur með éljum, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Þór Akureyri fór illa með nýkrýnda bikarmeistara og ríkjandi Íslands- meistara KR norðan heiða í Dominos- deild karla í körfubolta í gærkvöld. Þór vann 18 stiga sigur, 83:65, og komst upp að hlið nafna síns frá Þor- lákshöfn í 5.-6. sæti deildarinnar. KR mistókst að ná aftur efsta sætinu af Stjörnunni. Í Njarðvík fögnuðu Grind- víkingar sigri, 87:79. »3 Þór kippti meisturum KR á jörðina með stæl „Hann var sterkur og fljótur, sprettharður, mjög kraft- mikill, flinkur með boltann og skotfastur. Þar að auki var hann góður skallamaður. Baráttuandinn var alltaf á sínum stað enda var hann mikill keppnismaður og það fann maður bæði þegar maður lék á móti honum og með honum,“ segir Ellert B. Schram um Ríkharð Jóns- son. »1-3 Sterkur og flinkur keppnismaður Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur fyrstu mótum sínum á sterk- ustu mótaröð heims, LPGA- mótaröðinni. Þessu markmiði náði hún á dramatískan hátt í fyrrinótt, að íslenskum tíma, á Opna ástralska mótinu, ISPS Handa, sem nú stendur yfir í Adelaide og lék þar sama leik og á fyrsta mótinu á Bahamaeyj- um í lok janúar. »1 Ólafía fór áfram á dramatískan hátt Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkju- prestur frá 2001, hefur beðist lausn- ar frá embætti 31. maí næstkom- andi. Hann er elsti starfandi sóknarprestur í borginni og sá reynslumesti. „Þegar ég áttaði mig á því ákvað ég að snarhætta,“ segir hann kíminn, en Signý Bjarnadóttir, líffræðingur og eiginkona hans, hættir einnig að vinna í vor. Hjálmar er í fullu fjöri og hefur áhuga á að gera eitthvað allt annað áður en yfir lýkur. Í því sambandi nefnir hann til dæmis ritstörf og far- arstjórn, en hann er samt ekki hætt- ur prestsstörfum. Hefur tekið að sér margar hjónavígslur í sumar og seg- ir að vel komi til greina að skjótast til þjónustu ef einhvers staðar þurfi að brúa bil. „Kannski fæ ég eitthvert spennandi atvinnutilboð með vor- inu,“ segir Hjálmar. Gott fólk „Margir góðir prestar hafa þjón- að á undan mér í Dómkirkjunni og margir góðklerkar eiga eftir að þjóna á eftir mér,“ heldur Hjálmar áfram. „Ég tók við af góðum manni, séra Hjalta Guðmundssyni, sem gifti okkur hjónin forðum daga, og nú er ágætt að opna fyrir nýjum presti. Síðustu misseri hefur Karl Sigurbjörnsson biskup þjónað með mér og séra Sveinn Valgeirsson gegnt hlutverki sóknarprests. Sveinn er framtíðarmaður í kirkj- unni.“ Hjálmar segir að starf dóm- kirkjuprests hafi verið ánægjulegt og gefandi þótt að sjálfsögðu hafi stundum verið sárar sorgarstundir. Við kirkjuna starfi frábært fólk, þar ríki glaðværð og þéttur hópur safn- aðarfólks sinni vel um kirkjuna og starfið ásamt prestunum. „Ég er ekkert að yfirgefa það vinafólk mitt, öðru nær, en ég mun heldur ekki flækjast fyrir arftakanum í embætti.“ Hjálmar vígðist 1976 og byrjaði að þjóna í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi og varð síðan sóknarprestur í Sauðárkróks- prestakalli, þar sem hann varð fljót- lega prófastur. „Það var fram- haldsháskóli að vera hjá Húnvetn- ingum og síðar Skagfirðingum,“ segir hann. Sóknarpresturinn var varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra frá 1991 og 1995 var hann síðan kjörinn á þing, þar sem hann sat til 2001. Ólafur G. Einarsson var forseti Alþingis 1995- 1999. Hjálmar saknaði stundum þjón- ustunnar í kirkjunni en brást við nýjum aðstæðum með þessari vísu: Út úr kirkju með eftirsjá, inn á þing ég er dottinn. Það er ólíkt að ávarpa þá, Ólaf G. eða Drottin. Hann segir það hafa verið mjög áhugavert að kynnast Alþingi og þingstörfunum. „Umræðan úti í þjóðfélaginu er samt oft svolítið skrýtin,“ segir Hjálmar og leggur áherslu á að þjóðfélagsumræðan verði oft yfirborðsleg og allt of lítið skeytt um staðreyndir. „Við ættum að temja okkur yfir- vegaðar rökræður, upplýst fólk í lýð- ræðisþjóðfélagi á að hafa alla burði til þess. Alþingi getur unnið sem ein heild fyrir heila þjóð, viðurkennt vissulega fjölbreytileikann og skipt- ar skoðanir, en ætti að hætta þessu einkennilega karpi sem aðeins dreg- ur úr trúverðugleikanum. Kirkjan þurfi líka að huga að þessu. Víða í ís- lensku samfélagi þurfum við að skýra og skerpa hver höfuðmark- miðin séu. Lífshamingjan fæst ekki með neikvæðni. Temjum okkur að- ferð Dúdda á Skörðugili í Skagafirði og höfum vit á að vera í góðu skapi.“ Sóknarprestar hafa almennt lítinn tíma til að sinna áhugamálum utan vinnunnar, því starfið er tímafrekt. „Maður er upptekinn af þessu hlut- verki og hugsar um það meira og minna,“ segir Hjálmar. Hann segist samt hafa gefið sér tíma til þess að skreppa í golf. Það sé góð leið til þess að dreifa huganum og hvíla sig frá daglegu amstri. „Það verður mikið spilað í sumar,“ segir hann og bætir við að kveðjumessan verði 28. maí næstkomandi. Ólíku saman að jafna  Hjálmar dóm- kirkjuprestur hættir í vor Morgunblaðið/Árni Sæberg Tenging Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur hefur einnig reynslu af því að vera alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.