Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 20
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir hefjast brátt við
mikla byggingu sem rísa mun í
Vatnsmýrinni, gegnt Öskju og Nor-
ræna húsinu og við hlið húss Ís-
lenskrar erfðagreiningar. Húsið hef-
ur fengið nafnið Gróska, „nýtt
hugmyndahús í Vatnsmýri sem ætlað
er að verða suðupottur nýsköpunar
og samstarfs háskóla og atvinnulífs,“
eins og segir í kynningu. Að Grósku
standa Björgólfur Thor Björgólfsson,
Birgir Már Ragnarsson, Andri
Sveinsson og Árni Geir Magnússon.
Þegar hefur verið ákveðið að al-
þjóðlegi leikjaframleiðandinn CCP
flytji skrifstofur sínar frá Granda-
garði í nýbygginguna, sem verður í
Bjargargötu. Það er í samræmi við
samkomulag sem fyrirtækið gerði við
Vísindagarða Háskóla Íslands sum-
arið 2015. Með flutningunum skapast
aukin tækifæri til samstarfs milli
CCP og háskólasamfélagsins á sviði
tækniþróunar, rannsókna og nýsköp-
unar.
800-900 manns starfandi
Auk CCP er ráð fyrir því gert að
30-40 fyrirtæki starfi í húsinu og þar
verði að jafnaði starfandi 800-900
manns.
Nýbyggingin verður alls 17.500
fermetrar að stærð á fjórum hæðum
auk bílakjallara og er gert ráð fyrir
að fleiri öflug fyrirtæki af ýmsum
stærðum geti leigt rými þar og þróað
áfram hugmyndir sínar. Á jarðhæð
verður ýmiss konar þjónusta, versl-
anir og kaffihús auk ráðstefnusalar í
hjarta byggingarinnar, 2. hæð skipt-
ist í allmörg smærri rými, CCP verð-
ur á allri 3. hæð hússins og loks er
gert ráð fyrir stórum rýmum á efstu
hæð.
„Hönnun byggingarinnar miðast
að því að auðvelt verði fyrir þá sem
þar starfa að tala saman, tengjast og
deila hugmyndum,“ segir í kynningu
á verkefninu. Andrúm arkitektar og
dkpitt arkitektar hönnuðu bygg-
inguna. Lögð verður áhersla á um-
ferð fótgangandi og hjólandi við þetta
umhverfisvæna frumkvöðlasetur í
hjarta Vatnsmýrarinnar.
Framkvæmdir við nýbygginguna
verða boðnar út í mars, að sögn Árna
Geirs Magnússonar, talsmanns
Grósku, og samkvæmt verkáætlun er
reiknað með að húsið verði fullbúið í
lok árs 2018. Áætlað er að um 100
manns vinni við uppsteypu hússins
og þegar frágangur hefst hækki talan
í 150. Áætlaður byggingarkostnaður
er um 7 milljarðar króna.
Stefanía G. Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri CCP á Íslandi, Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri og Jón
Atli Benediktsson, rektor Háskóla
Íslands, tóku fyrstu skóflustunguna
að nýbyggingunni 8. febrúar sl. að
viðstöddu fjölmenni.
Jón Atli sagði við það tækifæri að á
lóð Vísindagarða Háskóla Íslands
væri að verða til öflugur kjarni þekk-
ingarfyrirtækja og Háskólinn fagn-
aði komu CCP og nýrra sprotafyrir-
tækja í þetta blómlega samfélag.
Reynsla annarra þjóða sýndi að ná-
býli skapandi fyrirtækja, vísinda-
manna og stúdenta leiddi til aukins
árangurs í verðmæta- og nýsköpun.
„Hér verður til suðupottur þekkingar
og segull fyrir nýsköpunarstarfsemi.
CCP kemur inn í umhverfi þar sem
fyrir eru Íslensk erfðagreining og
lyfjafyrirtækið Alvogen, auk glæsi-
legra stúdentagarða,“ sagði rektor
Háskólans m.a.
Björgólfur Thor Björgólfsson
frumkvöðull er einn meðstofnandi
Grósku. „Við sem stöndum að
Grósku höfum oftar en einu sinni
stofnað fyrirtæki og haslað okkur völl
á nýjum markaði. Gróska er eitt
ánægjulegasta verkefnið sem við höf-
um komið að því hér erum við að
stofna heilt samfélag,“ sagði Björg-
ólfur Thor.
Hugmyndahús rís í Vatnsmýri
Nýbyggingin Gróska verður alls 17.500 fermetrar að stærð á fjórum hæðum CCP leigir heila
hæð og húsið verður opnað fyrir fleiri nýsköpunarfyrirtækjum Verslanir og þjónusta á 1. hæð
Mynd/Andrúm&dkpitt
Gróska í Vatnsmýri Útlitsmynd séð frá torgi. Á jarðhæð verður ýmiss konar þjónusta en frumkvöðlastarf á efri hæðum.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn
Fastus er aðalstyrktaraðili
Bocuse d’Or Iceland
fastus.is
Fastus býður upp á vandað lín s.s. handklæði, þvottastykki og baðmottur, vönduð
250 þráða sængur- og koddaver fyrir hótel, ferðaþjónustur og heilbrigðisstofnanir
á sanngjörnu verði.
Kíktu á úrvalið í verslun okkar og í vefverslun fastus.is
MJÚKT OG VANDAÐ LÍN
FYRIR ÞIG OG ÞÍNA GESTI
Nafnanefnd Reykjavíkur hefur gert
tillögur að nöfnum á nýjar götur í
Vísindagörðum í Vatnsmýrinni, sem
afmarkast af Eggertsgötu, Sæ-
mundargötu, Sturlugötu og Njarðar-
götu.
Lagt var til að göturnar og torgið í
miðju svæðisins yrðu nefnd eftirfar-
andi nöfnum:
Bjarnargata: Kæmi í stað Njarð-
argötu sunnar Hringbrautar. Kennd
við Björn M. Olsen (1850-1919),
fyrsta rektor Háskóla Íslands, sem
jafnframt var merkur vísindamaður.
Torfhildargata: Lægi hliðstætt
Bjarnargötu, vestan við hana:
Kennd við Torfhildi Hólm (1845-
1918), fyrsta Íslendinginn sem hafði
atvinnu af ritstörfum.
Bjargargata: Hliðstæð Torfhildar-
götu, vestan við hana: Kennd við
Björgu Caritas Þorláksson (1874-
1934), fyrstu íslensku konuna sem
lauk doktorsprófi.
Ingunnargata: Hliðstæð öllum
ofangreindum götum, vestan við
(næst Sæmundargötu). Hún er
kennd við Ingunni Arnórsdóttur sem
er einn elsti nafngreindi kennari á
Íslandi og fyrsta konan en um hana
segir í Jóns sögu biskups. „Þar var
og í fræðinæmi hreinferðug jungfrú,
er Ingunn hét. Öngum þessum var
hún lægri í sögðum bóklistum,
kenndi hún mörgum grammaticam
og fræddi hvern er nema vildi; urðu
því margir vel menntir undir hennar
hendi.“
Jónasartorg: Milli Ingunnargötu
og Bjargargötu, eins konar hverfis-
miðja. Kennd við vísindamanninn og
skáldið Jónas Hallgrímsson (1807-
1845) sem enn hefur hvergi verið
minnst með götuheiti í Reykjavík,
segir í tillögu nafnanefndar.
Umhverfis- og skipulagsráð
Reykjavíkurborgar samþykkti til-
lögur nafnanefndar en lagði hins
vegar til að torgið yrði nefnt Jónasar
Hallgrímssonar torg. sisi@mbl.is
Nýjar götur kennd-
ar við frumkvöðla
Torg kennt við Jónas Hallgrímsson
Skáldið Jónas Hallgrímsson.
Tölvuleikjafyrirtækið CCP var
stofnað í Reykjavík árið 1997 og
er í dag með skrifstofur í
Reykjavík, Shanghai, Atlanta,
London og Newcastle.
Fyrirtækið framleiðir m.a. og
gefur út tölvuleikinn margverð-
launaða EVE Online, sýndar-
veruleikaleikina EVE: Valkyrie
og Gunjack fyrir PC og Play-
Station 4 og gaf nýlega út fram-
haldsleikinn Gunjack II fyrir
Daydream sýndarveruleika-
búnað Google.
Alls starfa rúmlega 330
manns fyrir fyrirtækið á heims-
vísu, þar af rúmlega tvö hund-
ruð manns á skrifstofu þess í
Reykjavík. Hún er nú til húsa við
Grandagarð.
Starfsmenn
rúmlega 330
UPPGANGUR CCP
Vatnsmýri Gróska mun rísa gegnt Öskju og Norræna húsinu.