Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Gunnarsson samgönguráðherra mun funda með umhverfis- og sam- göngunefnd Alþingis á morgun. Það er að ósk formanns nefndarinnar, Val- gerðar Gunnarsdóttur. Hún skýrði svo frá í umræðum um fundarstjórn forseta í gær en þær snerust um niðurskurð framkvæmda í samgöngumálum. Þyrmir yfir íbúa Jón Gunnarsson hefur tilkynnt að fresta þurfi tilteknum framkvæmdum í vegamálum sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun vegna þess að fjár- veitingar samkvæmt fjárlögum árs- ins duga ekki fyrir þeim. Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, hóf umræðuna en samgönguráðherra var fjarstaddur. Hann sagði ákvörðun ráðherra vekja furðu margra þing- manna og þyrmt hefði yfir íbúa lands- byggðar. Sagði hann alvarlegt ef þing- ið fengi ekki að koma að breytingum á samgönguáætlun sem það hefði sjálft samþykkt. Margir þingmenn komu með athugasemdir í svipuðum dúr og notuðu stór orð um áhyggjur sínar og íbúa á landsbyggðinni. Þarf meiri peninga Steingrímur J. Sigfússon, VG, sagði að samgönguráðherra gæti ekki tekið sér það geðþóttavald að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið. Það stæðist ekki stjórn- skipulega eða lög. Ráðherra gæti í nauðvörn sinni fært allar fjárhæðir niður hlutfallslega jafnt og sagt að hann væri hlutlaus gagnvart röðun Alþingis en gæti ekki tekið einstaka framkvæmdir og hent þeim al- gjörlega út á meðan aðrar fá fullan framgang. Hann verði að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi. Steingrímur bætti því við að auð- vitað þyrfti meiri peninga. Öðruvísi yrði þetta ekki leyst. helgi@mbl.is Ráðherra á fund þingnefndar  Þingmenn segja niðurskurð framkvæmda í vegamálum ekki standast lög Svonefnd sakarregla er útgangspunktur þegar kemur að því að meta bótarétt tjónþola, þegar grýlukerti og snjóhengjur falla af húsum á bíla og fólk. Nokkuð hef- ur verið um tilkynningar vegna slíkra mála að undan- förnu til tryggingafélaga. Í grýlukertamálum þarf að horfa til margra þátta svo sem hvort óhöppin verði við almenningsrými, til dæmis verslanir, skóla, eða íþróttamannvirki. Á slíkum stöðum gildir ríkari krafa en annars staðar um að öryggismál séu í lagi. Þegar um einkahús er að ræða eru sjónarmið önnur og kröf- ur minni. „Þetta eru flókin mál í afgreiðslu og regl- urnar til dæmis um eigin ábygð og sök þannig að svona mál fá sjaldan þann framgang að komi til bóta- greiðslna. Hins vegar gerist stundum að snjóhengjur fara fram af húsum og rífa með sér þakskegg og þannig tjón höfum við oft bætt viðskiptavinum okkar,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður eigna- tjóna hjá VÍS. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hætta Íbúi á Hverfisgötu reynir eftir bestu getu að losa sig við hættuna af grýlukertum og snjóhengju. Hlýindi gera grýlukertin hættuleg Konan sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi aðfaranótt sunnu- dags hét Guðrún Pálsdóttir. Hún var 45 ára gömul. Guðrún var til heimilis að Traðarbergi 3 í Hafn- arfirði. Slysið varð um 1,7 kílómetra norðan við mót Norðurljósavegar. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins önnur en þau að konan virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt út af veginum. Lést í um- ferðarslysi „Fyrsta skrefið er að koma á fót sérfræðihóp sem gæti undirbúið tillögur um úrbætur á stjórnar- skrá, lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm,“ segir Birgir Ár- mannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, um hug- myndir að breytingu á landsdómi. Hann telur mikilvægt að fara að huga að þessum málum. Forseti Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í viðtali við tímarit Lögréttu að landsdómur ætti að fara og að dómurinn ætti ekkert erindi í stjórnarskrá. Birgir telur að nægi- lega langt sé liðið frá landsdóms- málinu til að hægt sé að skoða þessi mál með skýrum huga. Þingsálykt- unartillaga var samþykkt um end- urskoðun á landsdómi samhliða því að landsdómsmál hófst gegn fjór- um ráðherrum. Þótti erfitt að fara í endurskoðun meðan á þeim málum stóð. Full ástæða til endurskoðunar „Ég held að menn séu almennt sammála um það að þetta hafi nú ekki tekist vel síðast og full ástæða til að fara yfir þessi mál með ítar- legum hætti,“ sagði Brynjar Níels- son, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í samtali við RÚV í gær. Jón Steindór Valdi- marsson, þingmaður Viðreisnar og 1. varaformaður nefndarinnar, seg- ir vera fulla ástæðu til að taka fyr- irkomulagið til endurskoðunar og segir landsdóm barn síns tíma. » 18 Dómur- inn barn síns tíma  Vilja endur- skoða landsdóm Morgunblaðið/Kristinn Landsdómur Hluti af 15 dómendum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra segist ekki sammála full- yrðingu sem höfð var eftir Jónu Sól- veigu Elínardóttur, formanni utanríkismálanefndar Alþingis, í frétt Washington Times á dögunum. Hafði hann þann fyrirvara á að þetta ætti við ef rétt væri eftir haft í frétt- inni. Kom þetta fram á Alþingi í gær þegar ráðherra svaraði fyrirspurn Lilju Alfreðsdóttur, Framsóknar- flokki. Í frétt blaðsins er haft eftir Jónu Sólveigu að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) og að- ild Íslands að Fríverslunarsam- tökum Evrópu (EFTA) dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Ís- lands gagnvart Evrópusambandinu. Lilja spurði utanríkisráðherra beint um það hvort hann væri sammála þessu. Guðlaugur Þór tók fram í svari sínu að greinin væri greinilega ekki nákvæm eða vel unnin þegar fjallað væri um efnahagsmál á Ís- landi. Gat hann þess að send hefði verið athugasemd vegna þess sem þar væri farið rangt með. Gjörólík sjónarmið Lilja sagðist ekki hafa séð að for- maður utanríkismálanefndar hefði komið á framfæri leiðréttingu við sín orð. Hún spurði hvort ekki væri rétt að leiðrétta þau gjörólíku sjónarmið sem fram hefðu komið, ekki síst gagnvart samstarfsaðilum Íslend- inga í EFTA. Ekki sam- mála því sem eftir var haft  Ráðuneytið gerði athugasemdir Afurðastöðvum í mjólkuriðnaði verður óheimilt að vinna saman. Þá mun Samkeppniseftirlitið hafa eft- irlit með markaðsráðandi afurða- stöð. Talsverðar breytingar eru lagðar til á starfsumhverfi mjólkur- iðnaðarins í frumvarpi sem land- búnaðarráðherra hefur kynnt, með- al annars um þrengingu undanþágu frá samkeppnislögum. Helstu breytingarnar frá núgild- andi ákvæðum búvörulaga eru þær, að mati atvinnuvegaráðuneytisins, að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði verður óheimilt að gera samninga um verðtilfærslu milli tiltekinna af- urða, þeim er óheimilt að samein- ast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf við fram- leiðslu og dreifingu afurða. Verði frumvarpið að lögum verða lagðar ýmsar skyldur á markaðs- ráðandi afurðastöð. Henni verður skylt að safna og taka við allri hrá- mjólk sem henni býðst frá bændum og verður skylt að selja óháðum af- urðastöðvum og vinnsluaðilum allt að 20% allrar hrámjólkur. Verð til bænda verður áfram ákveðið af verðlagsnefnd. Framleiðsluhluti markaðsráðandi afurðastöðvar skal vera fjárhags- lega og stjórnunarlega aðskilinn frá annarri starfsemi afurðastöðv- arinnar. Frumvarpsdrögin eru til um- sagnar til og með 17. mars næst- komandi. Mjólkurbú mega ekki vinna saman  Mjólk fer undir samkeppnislög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.