Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
Björk Jónsdóttir, skólastjóri Brúarskóla, á 60 ára afmæli í dag.Björk er frá Akureyri og bjó þar til hún flutti til Reykjavíkur ínám 20 ára að aldri. Hún er sérkennari að mennt og hefur ver-
ið skólastjóri Brúarskóla frá stofnun skólans, árið 2003, en áður starf-
aði Björk í Safamýrarskóla og Einholtsskóla. Brúarskóli er fyrir börn
og unglinga sem eiga í alvarlegum geðrænum, hegðunar eða fé-
lagslegum erfiðleikum. Það eru um 55 til 60 nemendur í skólanum í
heild, en þeir koma allir tímabundið í skólann og fara síðan aftur í
sína skóla.
„Það sem ég er að geri utan vinnutíma er að ég les og prjóna og
sinni útivist. Ég er nýbúin að lesa bókina Tvísaga eftir Ásdísi Höllu
Bragadóttur og núna er ég að lesa viðtalsbók Vigdísar Grímsdóttur
við Sigríði Halldórsdóttur, en þetta eru afskaplega vandaðar bækur,
báðar tvær.“
Það stendur ekkert sérstakt til hjá Björk út af afmælinu. „Þetta
verður bara venjulegur dagur en ég býð kannski dætrum og tengda-
sonum út að borða í vikunni og síðan verður eitthvað skemmtilegt
gert í sumar.“
Björk er fráskilin, en á tvær dætur, Írisi Hörpu 24i ára, sem er með
BS í sálfræði og vinnur á Hótel Óðinsvéum og í Brúarskóla, og Evu
Sóleyju 19 ára, sem starfsmaður í Gallerý 17.
Á skrifstofu sinni Björk með listaverk nemenda í bakgrunni.
Skólastjóri Brúar-
skóla frá stofnun hans
Björk Jónsdóttir er sextug í dag
R
uth Elfarsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.3.
1967 og ólst þar upp í
Árbænum til 10 ára
aldurs. Á sumrin
dvaldi hún í sveit að Meðalfelli í
Kjós, ásamt Unni, vinkonu sinni úr
Árbæjarhverfinu.
Síðar var hún í sveit hjá móður-
systur sinni, í Lambadal í Dýra-
firði: „Þar átti að skipta verkum
með okkur þar sem önnur tæki að
sér inniverkin en hin útverkin. Nið-
urstaðan varð sú að útiverkin komu
í minn hlut enda hef ég aldrei verið
gefin fyrir heimilisstörf.“
Ruth var í Árbæjarskóla á með-
an hún átti heima í Árbænum, en
þaðan flutti hún í Seljahverfi og
gekk þá í Ölduselsskóla. Þaðan lá
leiðin í Fjölbraut í Ármúla. Hún
lauk þaðan stúdentsprófi af við-
skipta- og hagfræðibraut 1988, lauk
viðskiptafræðiprófi frá HÍ af end-
urskoðunarsviði 1992 og MSc-prófi
í stjórnun og stefnumótum við HÍ
2003.
Ruth bjó í Selvogsgrunni um
skeið eftir að hún fór að búa. Þau
hjónin fluttu svo austur á Egils-
staði þegar Ruth tók við starfi hjá
Skógræktinni, fluttu síðan aftur til
Reykjavíkur og áttu þá heima við
Sogaveginn um hríð, fluttu aftur til
Egilsstaða er Ruth hóf störf hjá
Alcoa, en nú er fjölskyldan aftur á
leið til Reykjavíkur, að koma sér
fyrir í Bústaðahverfinu: „Öll fjöl-
skyldan var sammála um það
hversu gott var að búa á Egils-
Ruth Elfarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Alcoa – 50 ára
Fjölskyldan Ruth og Kristófer með Friðrik Degi, Anime-teiknara, og Maríu Ósk sem ætlar að verða skipulagsstjóri.
Sækist eftir áskorunum
og ævintýraferðum
Systkinin Friðrik Dagur og María
Ósk byggja snjóhús með tíkinni Mjöll.
Sjöfn Óskarsdóttir og Páll Ólafur Pálsson
eiga 60 ára demantsbrúðkaupsafmæli í
dag, 7. mars.
Árnað heilla
Demantsbrúðkaup
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri