Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Snjórinn hjaðnar Víða eru göngustígar orðnir snjólausir í höfuðborginni eftir fannkomuna miklu fyrir rúmri viku en þessir piltar láta sér á sama standa um það og vilja frekar ganga í snjónum. Golli Nú standa yfir við- ræður þriggja sveitar- félaga suðaustanlands um hugsanlega sam- einingu og haldnir voru umræðu- og kynningarfundir í hverju sveitarfélagi um liðna helgi. Um er að ræða Djúpavogs- hrepp, Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp. Ég ætla hér ekki að lýsa afstöðu til þessa máls, sem er framhald á mörgum viðlíka á síð- ustu áratugum. Aðeins vil ég minna á að framkvæmd þessarar hug- myndar gengi þvert á núverandi kjördæmamörk og samstarfsvett- vang sveitarstjórna eystra og syðra. Þessi umræða gefur hins vegar til- efni til að rifja upp röð margra og afdrifaríkra mistaka í ákvörðunum um umdæma- og verkaskiptingu hérlendis milli ríkis og sveitarfélaga síðustu hálfa öld sem ég hef gert at- hugasemdir við á ýmsum stigum. Riðlun kjördæma til Alþingis Árið 1959 gekk í gildi róttæk stjórnarskrárbreyting á kjördæma- skipan til Alþingis, þar sem aflagð- ar voru kosningar sem byggðu á 28 sýslum og kaupstöðum og lögfest var þess í stað hlutfallskosning í 8 langtum stærri kjör- dæmum. Þingmönnum var jafnframt fjölgað úr 52 í 60. Aðeins Framsókn lagðist gegn þessari skipan. Fjöldi þingmanna var þá mis- munandi í kjör- dæmum, þ.e. 5-12 tals- ins. Frá 1987 hafa þingmenn verði 63 en útdeilingu jöfn- unarsæta milli flokka verið breytt nokkuð. Þessi kjördæmaskipan hélst hvað mörk snerti fram til árs- ins 2003 en þá var innleidd núver- andi skipan með 6 kjördæmi, þar af var Reykjavík skipt upp í tvö. Ég tel að þessi afmörkun kjördæma, sem ákveðin var 1999 með atkvæð- um þorra þingmanna, hafi verið mikil mistök, og ég mælti eindregið gegn henni á Alþingi. Með henni var gengið þvert á félagsleg og landfræðileg mörk umdæma frá öndverðu, en lagt til grundvallar að fjöldi þingmanna yrði svipaður, þ.e. um 10 talsins í hverju kjördæmi. Fáránleiki þessarar skiptingar birt- ist t.d. norðaustanlands, þar sem mörk Norðausturskjördæmi eru dregin frá Siglufirði til Djúpavogs og Austurlandi sundrað sem hefð- bundinni einingu. Skipting Reykja- víkur í tvennt birtist þarna sem skopmynd, þótt meinlaus gæti talist í samanburði við hinn óskapnaðinn. Kollsteypan 1986, sýslur af- lagðar og héruðum hafnað Árið 1986 var lögfest breyting á sveitarstjórnalögum, sem staðið höfðu nær óbreytt frá 1872 eða í meira en 100 ár. Með þeim voru lagðar niður sýslur og kaupstaðir sem stjórnsýslueiningar, sýslurnar með rætur langt aftur í öldum og kaupstaðir allt frá ofanverðri 18. öld. Fjöldi sveitarfélaga var þá um 220 talsins en hefur síðan fækkað í 74, eða um 2/3. Öll hafa þau sömu réttarstöðu, hvort sem kallast borg eða hreppur. Þannig er Reykjavík með nær 125 þúsund íbúa lagalega jafnstæð Fljótsdalshreppi með um 65 sálir og hvergi er kveðið á um réttindi og skyldur höfuðborgar- innar gagnvart öðrum sveitar- félögum landsins. Afleiðingarnar blasa við á mörgum sviðum, skýrast í umræðunni um framtíð Reykja- víkurflugvallar. Í aðdraganda þess- arar lagabreytingar hafði mikið verið rætt um nýtt stjórnsýslustig, ýmist nefnt héruð eða fylki. Undir- ritaður flutti breytingartillögu við frumvarpið (þingskjal 543 á 108. löggjafarþingi) um að landinu skyldi skipt í átta héruð „til að treysta byggð í landinu, koma á virku lýðræði og dreifa valdi frá ríki til landshluta“. Héruðin skyldu fylgja sömu mörkum og þáverandi kjördæmi, nema höfuðborgarsvæðið allt yrði eitt hérað og Suðurnes sér á parti. Í tillögu minni var kveðið á um ýmsa málaflokka sem fluttir yrðu frá ríki til héraða svo og hluti af innheimtum tekjum af þáverandi söluskatti. Veigamikið atriði í tillög- unni kvað á um að „Til héraðsþinga skal kosið í almennum hlutfalls- kosningum fjórða hvert ár, um leið og kosið er til sveitarstjórna …“ Héraðsþing skyldu útdeila fjár- magni sem ríkið legði til viðkom- andi svæða og tækju þau m.a. við hlutverki alþingismanna um útdeil- ingu. Í ljósi reynslu af núverandi skipan er ég ekki í vafa um að hér- uð sem lýðræðislegt og sjálfstætt millistig í stjórnsýslu hérlendis hefðu orðið til mikils styrktar og knúið fram jákvæðar skipulags- ákvarðanir á mörgum sviðum. Sveitarfélögin hefðu þá fengið að þróast á eigin forsendum án eftir- rekstrar um sameiningu, sem víða hefur veikt og dregið úr lýðræðis- legum tengslum almennings við kjörna fulltrúa í byggðunum. Með afmörkuðum héruðum hefði jafn- framt komist á festa um skipulega færslu verkefna frá ríki út á land í stað núverandi happa- og glappa- ákvarðana um flutning einstakra ríkisstofnana. Sýslum kastað út í vindinn Afnám sýslna og sýslunefnda sem stjórnsýslueininga 1986 var ekki óeðlilegt skref, en framtíð- arstaða þeirra og mörk sem land- fræðilegra eininga var skilin eftir í lausu lofti. Ekki bætti úr skák að þegar sett voru árið 1989 ný lög (nr. 92/1090) um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði voru búin til 25 umdæmi sýslumanna, sem miðuðust lítt við fyrri sýslur. Nú hefur þessum umdæmum verið fækkað niður í 9. Almenningur er hins vegar áfram skilinn eftir í þeirri trú að eitthvað sem kallast sýslur séu enn virkar einingar í stjórnkerfinu, löngu eftir að hlut- verki þeirra er lokið. Hirðuleysi sem þetta gagnvart sögu og samtíð er ekki til þess fallið að styrkja inn- viði í landi okkar. Eftir Hjörleif Guttormsson »Hvergi er kveðið á um réttindi og skyld- ur höfuðborgarinnar gagnvart öðrum sveitar- félögum landsins. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur . Afdrifarík mistök í umdæmaskipan og stjórnsýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.