Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 17
AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði nýja tilskipun í gær. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær nýja forsetatilskip- un um ferðabann til Bandaríkjanna, en fyrri tilskipun hans var felld úr gildi af tveimur alríkisdómurum. Nýja tilskipunin beinist að þessu sinni að sex af þeim sjö ríkjum sem eldri tilskipunin náði til, Sýrlandi, Ír- an, Líbýu, Sómalíu, Jemen og Súd- an, og kemur hún í veg fyrir að rík- isborgarar þessara ríkja fái vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Írakar, sem og þeir sem þegar hafa fengið landvistarleyfi í Banda- ríkjunum, verða hins vegar undan- þegnir tilskipuninni nú. Þá verður 120 daga bið sett á komu allra flóttamanna til Banda- ríkjanna. Bannið mun taka gildi 16. mars næstkomandi. Í rökstuðningi með tilskipuninni kemur fram að rík- in sex hafi verið valin þar sem þau hefðu ekki þá getu til þess að votta auðkenni farþega sem bandarískar öryggisstofnanir krefðust. Bandarískir embættismenn segja að núverandi tilskipun sé ólík hinni fyrri þar sem þeir sem þegar hafi leyfi til þess að koma til Bandaríkj- anna geti nú ferðast þangað óhikað. Þegar fyrri tilskipunin tók gildi ákvað utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna að fella úr gildi 60.000 vega- bréfsáritanir sem gefnar höfðu verið út og þurfti að vísa hundruðum manna úr landi vegna þess. Ferðabannið endurnýjað  Trump undirritar nýja tilskipun í stað þeirrar sem dómstólar felldu úr gildi FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Áltaks og viðtali við framkvæmdastjóra og forsvarsmenn. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 • Sérhæfing í þak- og veggklæðningum • Hljóðvist – hvað er það og lausnir sem bjóðast • Jarðvegsskrúfur: Bylting í festingum fyrir útihús, skilti, fánastangir o.fl. • Myglusveppur í útveggjum – vaxandi vandamál á Íslandi Heimsókn til Áltaks í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld Kjötkveðjuhátíðin í Ríó de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, hefur löngum vakið athygli fyrir skrautlega búninga og skemmtilegan sambatakt. Þessi sambadansari var að fagna sigri liðs síns í árlegri sambakeppni. AFP Kjötið kvatt með blússandi sambatakti Angela Merkel Þýskalandskanslari kallaði í gær eftir því að menn stilltu orðum sínum í hóf, eftir að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, líkti framgöngu Þjóðverja við „gjörðir nasista“, þegar tyrkneskum stjórnvöldum var meinað að halda fjöldafundi í Þýskalandi til stuðnings breytingum á stjórnarskrá Tyrk- lands. Steffen Seibert, talsmaður Mer- kel, undirstrikaði að Merkel teldi ummæli Erdogans „fáránleg og óviðeigandi“ og að þau gerðu lítið úr þeim glæpum gegn mannkyni sem nasistarnir hefðu framið. Hins vegar væri mikilvægt að tengsl Þýska- lands og Tyrklands væru góð. Um 1,4 milljónir Tyrkja búa í Þýska- landi. Merkel vill að ró ríki  Gagnrýndi Erdogan Kang Chol, sendiherra Norður- Kóreu í Malasíu, yfirgaf landið í gær eftir að stjórnvöld þar afturkölluðu landvistarleyfi hans á laugardaginn og gáfu honum tvo sólarhringa til þess að hafa sig af landi brott. Chol nýtti tækifærið á flugvellinum og sagði að rannsókn Malasíumanna á morðinu á Kim Jong-nam, hálf- bróður Kims Jong-un, hefði verið „fyrirfram ákveðin“ til þess að varpa sök á Norður-Kóreumenn. Stjórnvöld í Pyongyang ákváðu í gær að gjalda líku líkt og vísuðu sendiherra Malasíumanna úr landi í refsiskyni. Sendiherrann var þegar horfinn á braut, en stjórnvöld í Mal- asíu höfðu kallað hann heim til að ræða þá stöðu sem komin er upp í samskiptum ríkjanna. Hann mun því ekki eiga afturkvæmt til Norður- Kóreu, allavega að sinni. Sendiherrunum vísað úr landi MALASÍA Evrópusambandið ákvað í gær að setja á fót nýjar bækistöðvar sem fá það hlutverk að samræma hern- aðaraðgerðir aðildarríkjanna utan sambandsins. Fyrst um sinn mun bækistöðin sjá um þrjár aðgerðir sem nú eru á vegum Evrópusambandsins, en þær snúast um þjálfun á öryggissveitum í Malí, Mið-Afríkulýðveldinu og Sómalíu. Federica Mogherini, yfirmaður utanríkismála sambandsins, sagði að ákvörðunin væri stórt skref fram á við eftir áratugadeilur um það hversu virkt hlutverk ESB ætti að hafa í varnarmálum. „Skref fram á við“ í varnarmálum EVRÓPUSAMBANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.