Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 20
✝ Þórður Guð-mundur Sigur-
jónsson var fæddur
í Reykjavík 18. sept-
ember 1939. Hann
lést 27. febrúar
2017.
Foreldrar hans
voru Hanna Andrea
Þórðardóttir, f. 24.
desember 1912, lát-
in 30. júní 2008, og
Sigurjón Guðbergs-
son, f. 2. ágúst 1907, látinn 4. jan-
úar 1984. Fósturfaðir Þórðar var
Sigurður Ingvarsson, f. 14. júlí
1899, látinn 2. júlí 1972. Systkini
Þórðar eru: Rut Rebekka Sig-
urjónsdóttir, f. 23.
mars 1944. Uppeld-
issystir er Berglind
Oddgeirsdóttir, f. 3.
apríl 1942. Hálf-
systur Þórðar eru:
Hanna G. Sigurð-
ardóttir, f. 3. sept-
ember 1957, sam-
mæðra. Samfeðra
eru: Sigrún Sig-
urjónsdóttir, f. 13.
febrúar 1954, látin
16. desember 2016, og Ólafía Sig-
urjónsdóttir, f. 19. ágúst 1956.
Útför Þórðar fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 7. mars 2017, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elskulegur bróðir minn er nú
fallinn frá eftir mjög erfið veikindi
og fötlun frá barnsaldri. Hann var
einstaklega góður og hreinlyndur
og mjög einlægur.
Mig setur hljóða yfir því hlut-
skipti sem hann fékk í þessu lífi.
Eftir sýkingu í heila og uppskurð
á Landakoti árið 1947, sem orsak-
aði mikla flogaveiki með stigvax-
andi lömun, krampaflogum og
stami. Öll sú skerðing sem fötlun-
in olli, mjög mikil krampaflog og
stam hindruðu hann í öllum sam-
skiptum við annað fólk og ein-
angraðist hann mjög. Hann virtist
undarlegur og fáir gerðu sér grein
fyrir hvað hann var athugull,
fylgdist vel með, tjáði sig lítið, en
þráði tengsl og vináttu annarra.
Hann var vel gefinn, með skarpa
athygli, mikla einlægni og hrein-
lyndi.
Á barns- og unglingsárum fór
hann nokkrar ferðir til Kaup-
mannahafnar til dr. Bush
heilaskurðlæknis, en lítið var
hægt að gera.
Þórður vann sem unglingur
með pabba okkar við að mála í
Ríkisskipum, starfaði stutt í Stál-
umbúðum en aðalstarfið hans var í
Kornmarkaðnum, Skólavörðustíg,
þar sem honum var sýnt það
traust að fara með söluna í bank-
ann og fara í tollinn.
Hann bjó alla tíð hjá mömmu
sem var vakin og sofin yfir velferð
hans, en er hún í hárri elli fór í Sól-
tún, flutti hann á Hrafnistu þar
sem honum leið vel og vel var
hugsað um hann.
Blessuð sé minning hans.
Rut Rebekka
Sigurjónsdóttir.
Barn fæðist. Heilbrigt og
spriklandi. Horfur góðar, það vex
og dafnar. Í ljós koma góðar gáf-
ur, ýmsir hæfileikar, þelið hlýtt.
En spil hafa verið stokkuð, gefin.
Tilviljun ein ræður hver hlýtur
mannspil, hverjir hönd þar sem
fátt er til vinnings.
Þórður bróðir minn fær alvar-
lega sýkingu í höfði í kjölfar sak-
leysislegs kvefs, tæplega sjö ára
gamall. Lífi hans er bjargað með
heilaskurðaðgerð, sem líklega er
með þeim fyrstu á Íslandi. Afleið-
ingarnar alvarlegar. Heiftarleg
flog, og á unglingsárunum einnig
stam og byrjun hægfara lömunar.
Þrátt fyrir þetta tekst honum að
ljúka grunnnámi og gagnfræða-
prófi með framúrskarandi ár-
angri. Lengri varð skólagangan
þó ekki.
Sjúkdómseinkennin urðu til
þess að lengst af gat hann ekki
sinnt vinnu. Og stamið svo hast-
arlegt að það hamlaði samskipt-
um, með tilheyrandi félagslegri
einangrun. Þung raun má það
hafa verið að fylgjast með upp-
vexti og þroska okkar systranna,
verandi sjálfur dæmdur til að sitja
eftir. Stundum fann heimilisfólk
fyrir beiskju hans, en væntum-
þykja hans fór aldrei milli mála.
Og þegar á leið ævina veittist hon-
um æ auðveldara að sýna hana.
Ný lyf sem Þórður fær um þrítugt
halda staminu niðri að mestu og
breyta þar með lífi hans til hins
betra. Um það leyti fer hann að
vinna í Kornmarkaðnum og starf-
ar þar um nokkurra ára skeið. Þau
ár voru líklega hin bestu í lífi hans.
Þrátt fyrir allt var Þórður góð-
ur húmoristi. Skaut oft hárbeitt-
um og fyndnum athugasemdum
inn í orðræðuna. Ekki leiddist
honum þannig að dvelja hjá föð-
urfólki mínu á Minna-Hofi á
Rangárvöllum, þar sem grínið var
í hávegum haft. Þar dvaldi hann
oft um tíma á sumrum og naut
hlýju og elsku fólksins þar. Sömu-
leiðis leið honum vel hjá frænd-
fólki okkar í móðurætt norður á
Þórshöfn sem líka var oft við-
komustaður á sumrin. Umhyggj-
an sem hann naut á heimili Dodda
móðurbróður og Lóu konu hans
var einstök. Síðar þegar Ragn-
heiður dóttir þeirra hafði stofnað
heimili á Akureyri var hann jafn-
an aufúsugestur á heimili þeirra
Bergs, mannsins hennar. Af
heilsufarsástæðum náði Þórður
ekki að kveðja þessa góðu frænku
okkar, sem lést aðeins tíu dögum
á undan honum. Skammt er
stórra högga í milli í fjölskyld-
unni.
Þegar á leið ævina ágerðist
lömunin. Þórður reyndi sem mest
hann mátti að yfirstíga hömlur
hennar því ekki vildi hann gefast
upp. Þar kom að móðir okkar gat
ekki lengur haldið heimili fyrir
þau tvö, og fékk þá Þórður inni á
Hrafnistu í Reykjavík. Þar gat
hann framan af farið ferða sinna
um kunnar slóðir, fyrst fótgang-
andi, síðar í hjólastól. Síðustu árin
fóru systur okkar, Rut og Berg-
lind, með honum í gönguferðir
svo hann gæti notið útvistar. Þær
sinntu honum af einstakri um-
hyggju meðan ég var mestmegnis
upptekin við vinnu og uppeldi.
Heilsu Þórðar hrakaði mjög
hratt um og upp úr síðustu ára-
mótum. Þegar ljóst varð að lang-
sjúkur líkaminn var að þrotum
kominn, var allt gert til að lina
þjáningar hans. Hann fékk hægt
andlát snemma að morgni 28.
febrúar með Rut systur sér við
hlið.
Ég kveð Þórð bróður með sorg
í hjarta. Sorg yfir því að lífið
skyldi ekki færa honum tækifæri
til að nýta hæfileika sína og njóta
þess sem flestum býðst, en búa
honum nánast ævilanga áþján.
Kveð hann jafnframt með þakk-
læti fyrir samfylgdina og hlýju og
umhyggju sem hann sýndi mér
og dætrum mínum.
Hvíl í friði, elsku Þórður.
Þín systir,
Hanna Gunnhildur.
Elsku Þórður bróðir minn lést
á Hrafnistu 77 ára að aldri eftir
langvarandi og erfið veikindi frá
sex ára aldri.
Hve misjöfn eru mannanna ör-
lög.
Þórður var fallegur, mjög vel
gefinn og glaður drengur og hafði
góða kímnigáfu. Hann var elstur
okkar systkina, þá kom undirrit-
uð, reyndar sem fóstursystir, að-
eins átta mánaða gömul, á heimilið
og síðan Rut. Við systkinin voru
mikið saman fyrstu árin okkar og
vorum oft nefnd öll þrjú í sama
andartakinu í hverfinu okkar á
Lindargötunni: Þórður, Bugga og
Rut.
Foreldrar okkar, Hanna Andr-
ea og Sigurjón, skildu rétt áður en
Þórður veiktist mjög alvarlega
sex ára gamall og var skorinn upp
á líf og dauða miklum heilaskurði
nokkru eftir það. Allt virtist hafa
gengið vel og var hann að jafna sig
eftir skurðinn er hann fór að fá
mjög heiftug og tíð flogaköst.
Nokkrum árum síðar glímdi hann
við mikið og erfitt stam, sem kom
sem aukaverkun í kjölfar eins
flogaveikislyfjanna sem hann
þurfti að taka og slógu nokkuð á
erfiðu flogin. Hæg og stigmagn-
andi lömun kom í kjölfar floga-
veikiskastanna. Síðan þá fór
heilsu hans hrakandi með hverju
ári.
Stamið olli því að Þórður átti í
miklum erfiðleikum með að tala
og halda uppi samræðum og
einangraðist því mjög mikið frá
vinum á mestu mótunartímum
sínum, frá unglingsárum þar til
hann var yfir þrítugt, er ný og
betri lyf komu vegna flogaveikinn-
ar og hann átti aðeins auðveldara
með að tjá sig.
En þrátt fyrir mikil og hörð
veikindi, erfiðar læknisferðir til
Danmerkur og hér heima og mikl-
ar fjarvistir úr skóla tókst honum
að ljúka gagnfræðaprófi með
miklum sóma. Og gagnfræðapróf
þótti góð menntun á þeim tíma.
Móðir okkar giftist aftur, Sig-
urði Ingvarssyni fóstra okkar. Við
eignuðumst svo litla systur en þá
var Þórður 18 ára er litla systirin,
Hanna Gunnhildur, kom í heim-
inn. Það sama ár flutti fjölskyldan
í nýja íbúð að Kleppsvegi 46.
Þórður fékk hlutastarf við
ýmsa snúninga, fyrst hjá Stálum-
búðum við Kleppsveg, síðar hjá
Kornmarkaðinum í þónokkur ár
þar sem hann mætti hlýhug og
skilningi hjá hjónunum sem hann
ráku og það starf veitti honum
mikla gleði.
Og árin liðu.
Mamma og Þórður bjuggu
áfram í sömu íbúð eftir að mamma
varð ekkja. En svo leið að því að
móðir okkar missti heilsuna og gat
ekki haldið heimili lengur. Hún fór
á hjúkrunarheimilið Sóltún og
Þórður á Hrafnistu, aðeins 62 ára
gamall.
Þórður var duglegur og harður
við sig og barðist fyrir sjálfstæði
sínu alla tíð, þótt hann færi oft
fram úr sér og ætlaði sér að gera
hluti sem voru í raun allt of erfiðir
fyrir hans getu. Hann barðist alla
tíð af mikilli hetjulund og kvartaði
aldrei. Alltaf er hann var spurður
„Hvernig hefur þú það, Þórður
minn“ var svarið „Ég hef það
ágætt“.
Ég er hrygg og hugsi, ekki
vegna brotthvarfs Þórðar, því ég
gleðst í hjarta mínu að hann skuli
vera kominn á betri stað og að
hans löngu þrautargöngu skuli
vera lokið. Ég hef oft verið hugsi
og hrygg yfir hans örlögum í lífinu
og fundið sárt til með honum.
Þórður skilur eftir stórt skarð í
tilveru minni. Hann var búinn að
vera svo stór partur af lífi mínu
alla tíð.
Elsku bróðir minn var algjör
hetja. Lífið fór um hann hörðum
höndum. Ef eitthvert réttlæti er
Þórður Guðmundur
Sigurjónsson
✝ María Krist-jánsdóttir
fæddist á Gásum í
Glæsibæjarhreppi,
Eyjafirði, 12. ágúst
1924. Hún lést á
Landspítalanum 23.
febrúar 2017.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Frið-
rika Jakobína
Sveinbjörnsdóttir,
f. á Hillum í Ár-
skógshreppi, Eyjafirði, 4. janúar
1884, d. 2. júní 1966, og Kristján
Kristjánsson, f. í Bitru í Glæsi-
bæjarhreppi, Eyjafirði, 1. októ-
ber 1881, d. 4. mars 1964. Systk-
ini Maríu eru: Indíana, f. 1909, d.
1941. Börn Sigurlaugar eru
Kristján (látinn), Oktavía, Val-
garður, Rúnar, Bragi og Kol-
brún.
María bjó og vann á Gásum til
tvítugs og fór svo að vinna við
ýmis afgreiðslu- og þjón-
ustustörf á Akureyri og í
Reykjavík. Eftir að sonur henn-
ar fæddist flutti hún aftur að
Gásum og bjó þar til ársins 1967
er hún flutti til Reykjavíkur
ásamt syni sínum. Þegar þangað
kom fór hún að vinna við
þjónustustörf á Hressingarskál-
anum og vann þar til ársins 1980
er hún hóf störf á Landakoti og
vann þar til hún var tæplega sjö-
tug að aldri. Eftir að hún hætti
störfum á vinnumarkaði gerðist
hún sjálfboðaliði hjá Rauða
krossinum og sinnti því til
dauðadags.
Útför Maríu fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 7. mars
2017, og hefst athöfnin kl. 15.
1998, Karl, f. 1911,
d. 2009, Sveinbjörn,
f. 1913, d. 1991,
Aðalsteinn, f. 1915,
d. 2007, Gunnþór, f.
1918, d. 2011, Sig-
urbjörg, f. 1920, d.
2004, Davíð, f. 1922,
d. 1998, Þorsteinn,
f. 1922, Sveinfríður,
f. 1926, d. 2013 og
Sigurlína, f. 1930, d.
2001.
Sonur Maríu er Arinbjörn B.
Arnbjörnsson, f. 1. nóvember
1946, og er faðir hans Arnbjörn
Kristinsson bókaútgefandi. Ar-
inbjörn er kvæntur Sigurlaugu
J. Kristjánsdóttur, f. 12. janúar
Í dag kveð ég móðursystur
mína, Maríu, með þakklæti í huga
fyrir allt sem hún hefur kennt
mér í lífinu. Það var yndislegt að
vera í sveitinni á Gásum hjá henni
Maríu. Hún var fallegasta og
besta frænka sem hægt var að
eignast og svo mikið hægt að læra
af henni. Hún bjó á Gásum þar til
hún var um fertugt, með son sinn
Arinbjörn, sem fæddist 1. nóvem-
ber 1946, og sá um heimilið á með-
an bræður hennar voru með bú-
skap. Þar sá hún um að fylla
borðið af kræsingum og breiddi út
faðm sinn þegar gesti bar að, en
hún var níunda af 11 systkinum
þannig að mikill var gestagang-
urinn að Gásum.
Síðan flutti hún til Reykjavíkur
þegar Addi sonur hennar fór að
læra símvirkjun. Hún vann á
Hressó og síðan á Landakoti þar
til hún hætti að vinna 67 ára. Hún
var alltaf hress og kát og skildi
ekkert í því hvað allt gekk alltaf
vel hjá henni, en það var ekkert
skrítið því hún hugsaði í lausnum
en ekki í vandamálum. Hún fór
svo að starfa með Rauða kross-
inum, að föndra, eftir að hún fór á
eftirlaun, því hún vildi alltaf láta
gott af sér leiða og starfaði þar til
91 árs. Hún var félagslynd og
naut þess að vera meðal fólks.
Henni var umhugað um frænd-
fólkið sitt og dætur mínar heim-
sóttu alltaf Mæju frænku ef þær
voru í Reykjavík. Þegar ég gisti
hjá henni í haust áttum við ynd-
islega daga saman, hlógum mikið
og vorum í búðum alla dagana, því
það fannst henni skemmtilegt.
Svo þegar við fórum að hátta
sagði hún: „við skulum fá okkur
flóaða mjólk með hunangi, þá sof-
um við svo vel“, hún var alltaf með
góð ráð við öllu.
Þegar hún var orðin veik vildi
hún lítið ræða það þegar ég spurði
um líðan hennar og sagði alltaf:
„Segðu mér fréttir af þínu fólki.“
Nú er samleið okkar lokið og
margs að minnast og þakklæti er
efst í huga mér. Við þökkum þér
allt, elsku María mín, fyrir ein-
staka góðmennsku og væntum-
þykju í okkar garð. Addi og Sig-
urlaug, ég votta ykkur mína
innilegustu samúð, en minningin
lifir að eilífu.
Jóna María Júlíusdóttir.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um Mæju frænku mína. Mæja
var móðursystir mín og reyndist
mér afar vel alla tíð. Mínar fyrstu
minningar um hana eru þegar ég
var lítil stelpa hjá henni á Gásum
þar sem móðurfjölskylda mín bjó.
Síðan flutti Mæja ásamt einka-
syni sínum til Reykjavíkur og
þegar ég flutti suður endur-
nýjuðum við kynnin. Mæja tók
mér opnum örmum og sá til þess í
mörg ár að fátækur námsmaður-
inn fékk staðgóða máltíð a.m.k.
einu sinni í viku. Við fórum á kaffi-
hús og í verslunarleiðangra og
áttum óteljandi skemmtilegar og
dýrmætar stundir saman. Það var
alltaf svo gaman að vera með
Mæju því hún var glaðsinna og
lífsglöð og við gátum hlegið sam-
an út í hið óendanlega.
Eftir að strákarnir mínir fædd-
ust fórum við fjölskyldan um
hverja helgi til Mæju í heitt
súkkulaði og kökur því henni
fannst fátt skemmtilegra en að
taka á móti gestum. Hún passaði
strákana þegar frí var í leikskól-
um og skólum og var alltaf til
staðar fyrir okkur öll ef á þurfti að
María
Kristjánsdóttir
halda. Hún er sonum mínum afar
kær og hefur verið fastur punktur
í lífi þeirra frá upphafi.
Í gegnum árin höfum við Mæja
alltaf hist reglulega og oftast í
kaffi hjá henni, því þrátt fyrir að
árin færðust yfir hafði hún alltaf
sama áhugann á að taka vel á móti
sínu fólki og gestrisnari kona er
vandfundin. Þó hún væri komin
yfir nírætt var hún enn að prófa
sig áfram með nýjar matar- og
kökuuppskriftir og breyta þeim ef
hún taldi að það yrði til bóta. Hún
hafði mikinn áhuga á matargerð
og var mjög hæfileikarík á því
sviði.
Mæja fylgdist ætíð vel með því
sem var að gerast í fréttum og
hafði áhuga á málefnum líðandi
stundar. Hún var greind kona og
skýr í hugsun og átti auðvelt með
að greina aukaatriði frá aðalatrið-
um. Hún var harðdugleg og fljót
til vinnu, kvik í hreyfingum og létt
á fæti. Á seinni árum kom í ljós
hve listræn hún var og eru myndir
sem hún málaði og ýmiss konar
handverk til vitnis um það. Hún
var mjög félagslynd og naut sín
vel í góðra vina hópi og alltaf var
stutt í hláturinn. En ef ég ætti að
lýsa Mæju frænku minni með
einu orði yrði lífsgleði fyrir valinu
en gleðinni hélt hún til hinstu
stundar. Mæja var alltaf vel til-
höfð og hafði gaman af því að
klæða sig upp á. Hún gekk á hæla-
skóm fram eftir öllum aldri sama
hvernig viðraði.
Mæja giftist aldrei en eignaðist
einn son, Arinbjörn, alltaf kallað-
ur Addi og var hann hennar mesti
auður í þessum heimi. Þau báru
mikla virðingu hvort fyrir öðru og
mæðginasamband þeirra var sér-
lega fallegt. Þegar Addi giftist
Sigurlaugu sem þá átti fimm
stálpuð börn stækkaði fjölskylda
Mæju mikið. Hún fylgdist vel með
börnunum í stórfjölskyldunni því
hún hafði mjög gaman af börnum
og þau hændust að henni.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa átt hana frænku mínu að og
fengið að hafa hana svona lengi.
Við fjölskyldan eigum eftir að
sakna Mæju en yljum okkur við
allar fallegu minningarnar um
hana. Ég kveð nú Mæju frænku í
hinsta sinn og votta Adda og Sig-
urlaugu innilega samúð sem og
öllum ættingjum og vinum. Guð
blessi minningu Maríu Kristjáns-
dóttur.
Erna G. Árnadóttir.
Kveðja frá Kvennadeild
Rauða krossins í Reykjavík
Nú þegar dag tekur að lengja
verulega, en vetur minnir samt
vel á sig, kveðjum við Kvenna-
deildarkonur Maríu Kristjáns-
dóttur og þökkum af alhug sam-
starf og samveru á liðnum árum.
María gekk til liðs við Kvenna-
deild Rauða krossins í Reykjavík
fyrir áratugum og starfaði í hand-
verkshópi deildarinnar. Það er
ekki lengra síðan en í nóvember á
síðasta ári að María var með okk-
ur öllum á jólabasar deildarinnar
þar sem hún hafði lagt drjúga
hönd á plóg við gerð fallegra
muna. Sökum mannkosta sinna,
hæfileika og reynslu fékk hún á
árinu 2015 sérstaka viðurkenn-
ingu frá Rauða krossinum í
Reykjavík vegna frábærra starfa
fyrir deildina.
Hreyfing, eins og okkar, bygg-
ist einmitt á fólki eins og Maríu
sem er tilbúið að gefa af sjálfu sér
og tíma sínum til þess að stuðla að
betri líðan annarra. María var
kona sem gott var að kynnast og
heiður að mega kalla félaga sinn.
Kvennadeildin sendir fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur og biður góðan Guð að
varðveita þau og styrkja í sorg-
inni.
Oddrún Kristjánsdóttir.
Elsku Mæja, það er sárt að
þurfa að kveðja þig. Þú varst svo
góð og svo gaman að hitta þig.
Það var alltaf jafnánægjulegt að
koma í heimsókn til þín, fyrst á
Háaleitisbrautina og síðar á
Sléttuveginn. Framan af var það
fastur punktur í tilveru minni að
koma til þín með mömmu á
sunnudagseftirmiðdögum. Eftir
því sem ég varð eldri urði heim-
sóknir mínar stopulli en þó reglu-
legar og alltaf varstu svo ánægð
að sjá mig. Það brást ekki að í
hvert sinn sem við komum var
fullt borð af kökum og kræsingum
og alltaf var boðið upp á heitt
súkkulaði.
Það var einnig gaman að hitta
þig í veislum þar sem þú naust þín
greinilega vel í faðmi fjölskyld-
unnar. Þú komst alltaf svo flott
uppáklædd og hafðir gaman af því
að spjalla við fólkið. Ég man vel
eftir dögum sem ég varði í góðu
yfirlæti hjá þér á Háaleitisbraut-
inni þegar það var vetrarfrí í skól-
anum eða ég fór ekki í skólann
vegna veikinda. Þá var gott að
koma til þín, Mæja, þar sem þú
dekraðir við mig.
Þrátt fyrir háan aldur varstu
alltaf svo hress og vel með á nót-
unum. Þú fylgdist vel með hvað
var að gerast í fréttum ásamt því
að spyrja frétta af fjölskyldumeð-
limum. Þú gekkst mikið og fórst
víða og nefna má að ef maður brá
sér í Kringluna eða tók vagn 13
var ekki óalgengt að rekast á þig
þar.
Það er erfitt að þurfa að kveðja
þig, Mæja, en jafnframt er ég
þakklátur fyrir að hafa kynnst
þér. Megir þú hvíla í friði.
Arnar Geir.
Nú er komið að því að kveðja
Maju frænku mína. Hún var ákaf-
lega glaðlynd kona og bæði hug-
ljúf og góð. Ég mun því alltaf geta
hugsað til hennar með hlýju og
brosað þegar ég rifja upp góðar
minningar frá Háaleitisbrautinni.
Við fjölskyldan fengum reglulega
að njóta gestrisni hennar þegar
við heimsóttum hana á hverjum
sunnudegi um margra ára skeið. Í
hvert einasta skipti tók hún á móti
okkur með bros á vör og sá til
þess að enginn færi svangur heim.
Hún bakaði vöfflur og bauð upp á
heitt súkkulaði sem alltaf hitti
beint í mark.
Það var gaman að tala við Maju
því hún var ákaflega greind kona.
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017