Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
stöðum, í litlu og vinalegu sam-
félagi, en það er óneitanlega líka
gott að koma aftur í bæinn og vera
nær foreldrum og ættingjum.“
Ruth var endurskoðunarfulltrúi
Skattstjórans í Reykjavík 1992-93,
fjármálastjóri hjá Klassík hf 1992-
94, fjármálastjóri Skógræktar ríkis-
ins 1994-98, deildarstjóri fjárreiðu-
deildar Skeljungs hf 1998-99,
deildarstjóri Hagdeildar Skeljungs
hf 1999-2000, var deildarstjóri hag-
og bókhaldsdeildar Samskipa 2000-
2005 og hefur verið fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Alcoa
Fjarðaráls frá 2005. Hún er nú að
taka við verkefnastjóri fjármála hjá
Alcoa í Evrópu með búsetu í
Reykjavík.
Ruth sat í stjórn Randalín hand-
verkshús ehf. 1994-95, í stjórn
Stjórnvísi, faghóps um BSC 2001-
2002, hefur starfað í samtökum
kvenna í stjórnunar- og leiðtoga-
störfum, Leiðtoga Auður, setið þar
í stjórn frá 2013 og var formaður
samtakanna 2014-2016. Hún hefur
setið í stjórn KER eigna ehf. frá
2011.
Ruth tekur að sjálfsögðu fjöl-
skylduna fram yfir allt annað í
þessu lífi. Í vinnunni kann hún að
meta ögranir og áskoranir, metur
mikils samhæf og góð vinnuteymi.
Henni er það sérstakt hugðarefni
að ungar konur sæki af meiri krafti
í leiðtoga- og stjórnunarstörf.
„Við hjónin og fjölskyldan erum
samhent í því að njóta ferðalaga
fram í fingurgóma. Ég hef reyndar
svolítið smitast af eiginmanninum
hvað varðar ævintýraferðir, en
hann er gamall flugbjörgunarjaxl
með sérþjálfun í ýmsum þáttum
björgunarstarfa frá Bandaríkj-
unum.
Við förum mikið á skíði, innan-
lands og í Ölpunum, fórum í nokk-
urra daga fjallahjólaferð á Mal-
lorka með góðum vinahópi, ég
hjólaði tvisvar í vinnuna frá Egils-
stöðum og í Reyðarfjörð, við fórum
í vikuferð á kajökum um Jökulfirð-
ina og ég synti Urriðavatnssundið
sem er hluti af Landvættinni svo
nefndu og er 2.500 metra sund í 17
gráðu heitu vatni. Ég lét mig meira
að segja hafa það að fara í fallhlíf-
arstökk á sólbjörtum degi fyrir
rúmum 20 árum fyrir austan. Það
var ógleymanleg reynsla.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ruthar er Kristófer
Ragnarsson, f. 28.7. 1963, sem
starfrækir útivistarverslun á Egils-
stöðum og sinnir eignaumsýslu.
Foreldrar hans: Hjördís Kristófers-
dóttir, f. 20.10. 1929, d. 30.6. 1998,
húsfreyja, og Ragnar Hansen, f.
17.4. 1923, d. 1.7. 2011, múrara-
meistari. Þau bjuggu í Reykjavík.
Börn Ruthar og Kristófers eru
Friðrik Dagur Kristófersson, f.
31.10. 2003, nemi í Réttarholtsskóla
og mikill Anime-teiknari, og María
Ósk Kristófersdóttir, f. 30.7. 2013,
framtíðar skipulagsstjóri.
Hálfsystir Ruthar, samfeðra, er
Þórhildur Elfarsdóttir, f . 3.6. 1958,
skólastjóri Varmárskóla í Mos-
fellsbæ, búsett í Reykjavík.
Alsystur Ruthar eru María
Elfarsdóttir, f. 13.9. 1970, sölu- og
vörustjóri Provision, búsett í Mos-
fellsbæ, og Hildur Elfarsdóttir, f.
3.1. 1974, markaðsstjóri Advanced
Bionics í Danmörku.
Foreldrar Ruthar eru Elfar H.
Þorvaldsson, f. 13.10. 1938, fyrrver-
andi stjórnarformaður Hreyfils,
fyrrv. formaður Tölvubíla og heið-
ursfélagi Hreyfils, og k.h., Marsibil
Harðardóttir, f. 30.9. 1941, fyrrver-
andi leiðbeinandi. Þau búa í
Reykjavík.
Úr frændgarði Ruthar Elfarsdóttur
Ruth Elfarsdóttir
Guðrún Brynjólfsdóttir
húsfr. í Rvík og Hafnarfirði
Björn Sumarliði Jónsson
verkam. í Rvík og í Hafnarfirði
María Björnsdóttir
leiðbeinandi í Rvík
Hörður Guðmundsson
járnsmiður, húsasmiður
og fasteignasali í Rvík
Marsibil Harðardóttir
leiðbeinandi í Rvík
Marsibil Eyjólfsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðmundur Guðlaugsson
vélstj. í Rvík, fórst með ES Goðafossi
Lárus Jónsson
læknir í Höfðakaupstað
Guðmundur Sigurðsson
b. á Svertingsstöðum
Skúli Guðmundsson
alþm. og ráðherra
Egill Stefánsson
slökkviðliðsstj. á Siglufirði
Guðmundur Jónasson
öræfabílstj. og
ferðamálafrömuður
Ingibjörg Jónasdóttir
ljósm. á Hvammstanga
Þórunn Valgerður Guðmundsdóttir
húsfreyja
Sigurður Sæmundson
útgerðarm.
Svanhildur Sigurðardóttir
fiskverkunark. í Rvík
Þorvaldur Jónasson
bifvélavirki í Rvík
Elfar Þorvaldsson
stjórnarform.Hreyfils,
form.Tölvubíla og
heiðursfélagi Hreyfils
Margrét Þorsteinsdóttir
húsfr. í Hlíð
Jón Jónasson
b. í Haga
Jónas Jónasson
b. í Hlíð á Vatnsnesi
Sigurður Jónasson
b. á Svertingsstöðum.
Stefán Jónasson
b. á Hallgilsstöðum
Eggert Melsted
slökkviliðsstj. á Akureyri
Guðmundur Hlíðdal
póst- og símamálastj.
Jónas Jónsson b. í Múla
90 ára
Þórarinn Guðmundsson
85 ára
Friðþjófur Þórarinsson
80 ára
Erla Gunnlaugsdóttir
Guðmunda
Guðmundsdóttir
Guðrún Borghildur
Skúladóttir
Hákon Halldórsson
Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Kristján Garðarsson
Margrét Sigurjónsdóttir
Skúli Sigurjónsson
75 ára
Guðmundur Bergsson
Lára Margrét Gísladóttir
Sigurlína Káradóttir
70 ára
Magnea Katrín
Guðmundsdóttir
Þórhildur Svanbergsdóttir
60 ára
Ása Jónsdóttir
Björk Jónsdóttir
Ingibjörg Dagmar
Gunnarsdóttir
Ingibjörg Ingadóttir
Józef Tomasz Michalak
Líneik Haraldsdóttir
Margrét Jónsdóttir
Oddgeir Erlendur Karlsson
Sigurður Stefánsson
Vilhelm M. Frederiksen
50 ára
Adda María Jóhannsdóttir
Agata Ólafsdóttir
Atli Guðjón Helgason
Erik Martin Eineborg
Guðný Kristjánsdóttir
Guðrún K. Aðalsteinsdóttir
Heimir Finnsson
Hrafnhildur Björk
Baldursdóttir
Karólína Inga
Guðlaugsdóttir
Svanhildur Ruth
Elfarsdóttir
Þórhallur Leósson
40 ára
Áslaug Anna Kristinsdóttir
Brynjar Guðmundsson
Eyjólfur Ari Bjarnason
Hlín Einarsdóttir
Mats Peter Ålander
Monika Stysial
Óskar Einar Hallgrímsson
Pálmi Sævar Þórðarson
Þorgerður Kr.
Guðmundsdóttir
30 ára
Albert Þór Þórhallsson
Davíð Georgsson
Elmar Víðir Másson
Freyr Hjálmþórsson
Heiða Rún Bjarnadóttir
Hrafnhildur Hallsdóttir
Ísak Ívarsson
Kristina Bugiene
Regína Sóley Valsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Hrafnhildur býr í
Reykjavík og stundar nám
í umhverfis- og bygg-
ingaverkfræði við HÍ.
Maki: Ingólfur Hreims-
son, f. 1983, gæðastjóri.
Börn: Líf, f. 2006; Emilía,
f. 2012, og Ísak, f. 2016.
Foreldrar: Hallur Þor-
steinsson, f. 1962,
húsasmíðam. og versl-
unarstjóri hjá Kemí, og
Ingibjörg Brynjarsdóttir, f.
1964, aðstoðarleikskóla-
stjóri.
Hrafnhildur
Hallsdóttir
30 ára Heiða Rún ólst upp
á Húsavík, býr í Reykjavík,
er fyrst til að ljúka MSc-
prófi í lífupplýsingafræði
og starfar hjá Qlik Data-
market.
Maki: Haraldur Gunn-
arsson, f. 1986, tölv-
unarfræðingur.
Börn: Flóvent Bjarni, f.
2007; Amelía Líf, f. 2009,
og Fjóla Margrét, f. 2016.
Foreldrar: Bjarni Ásmunds-
son, f. 1956, og Birna Hreið-
arsdóttir, f. 1961.
Heiða Rún
Bjarnadóttir
40 ára Hlín ólst upp í
Reykjavík, býr þar enn,
lauk MA-prófi í bók-
menntafræði og er rit-
stjóri Sykurs.Kvenna-
blaðinu.is.
Börn: Alvin, f. 2004, og
Blædís, f. 2006.
Foreldrar: Valgerður
Brand, f. 1947, d. 2008,
húsfreyja, og Einar Odd-
geirsson, f. 1949, d.
2005, rafeindavirkja-
meistari. Þau voru búsett
í Hafnarfirði.
Hlín
Einarsdóttir
M. M. Mahbub Alam hefur varið
doktorsritgerð sína við Líf- og
umhverfisvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Ritgerðin ber heitið: Uppruni og
stofngerð meginrækjutegunda í
Bangladesh (Origin and population
structure of major prawn and shrimp
species in Bangladesh). Leiðbeinandi
var dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor
við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
Indlandshaf og Kyrrahaf búa yfir
einstöku vistkerfi og mesta líf-
fræðilega fjölbreytileika jarðar. Upp-
runi og stofngerð sex rækjutegunda
sem eru mikilvægar jafnt efnahags-
lega sem og fyrir vistkerfi Bangladess
er viðfangsefni þessarar ritgerðar.
Tegundirnar eru fimm þursarækjur:
Fenneropenaeus indicus, Penaeus
monodon, Penaeus semisulcatus,
Metapenaeus monoceros, Parapena-
eopsis sculptilis, og strandrækjan
Macrobrachium rosenbergii sem lifir
að mestu í ferskvatni. Flokkunartré
Fenneropenaeus og Metapenaeus ætt-
kvíslanna sýndu fjölstofna tengsl inn-
an þeirra. Duldar tegundir greindust
innan F. indicus og í P. monodon með
athugun á hvatberaerfðaefni tegund-
anna. Greining á upprunalandafræði
tegundanna sýndi samsvörun milli
erfðafræðilegrar aðgreiningar og
þekktra lífland-
fræðilegra svæða,
milli Bengalflóa og
austurstrandar
Afríku, og báðum
megin við
Malakkaskaga. Að-
greining milli
stofna greindist í
erfðamengi P.
monodon meðfram strönd Bangladess
frá vestri til suðausturs og einnig
meðal stofna M. rosenbergi, frá vatna-
svæðum fjögurra áa innan Bangla-
dess. Erfðabreytileiki rækjanna var
mikill, þrátt fyrir grunnættartré sem
bendir til stórra stofna sem hafa vaxið
ört á síðustu 466 þúsund árum. Hinar
landfræðilega aðskildu hvatberagerðir
sem greindust í þessari rannsókn
flokkast sem þróunarfræðilega mark-
tækar einingar sem taka ætti tillit til
við stjórnun á þessum mikilvægu teg-
undum, bæði í eldi og í veiðistjórnun,
til að vernda þennan mikla breytileika
innan tegundanna. Stofnana sem
greindust innan Bangladess P. mono-
don og M. rosenbergii ætti að flokka
sem sérstaka veiðistofna. Niðurstöður
úr þessari rannsókn má einnig nýta til
að rekja uppruna rækja af óljósum
uppruna, m.a. frá ólöglegum veiðum.
M. M. Mahbub Alam
M. M. Mahbub Alam lauk BSc-gráðu í fiskifræði frá Landbúnaðarháskóla Bangla-
dess 1995 og MS í fiskveiðistjórnun 2000 við sama skóla og stundaði nám við
Sjávarútvegsskóla SÞ á Íslandi 2010-2011. Hann er núna aðstoðarprófessor við
Landbúnaðarháskóla Sylhet í Bangladess. M. M. Mahbub Alam er kvæntur og
tveggja barna faðir.
Doktor
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288