Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
Jóhann Kristinsson barítónsöngv-
ari hreppti þriðju verðlaun í al-
þjóðlegri söngvarakeppni, Das
Lied, sem haldin var í Heidelberg í
Þýskalandi. 26 söngvurum frá 22
þjóðlöndum var boðið að taka þátt í
keppninni og voru þeir valdir úr
hópi um eitthundrað söngvara.
Sigurvegari var þýski barítón-
söngvarinn Samuel Hasselhorn en í
öðru sæti var bandaríski mezzó-
sópraninn Clara Osowski. Í þýskum
tónlistarmiðlum segir að verð-
launahöfunum opnist ýmsar dyr til
tónleikahalds. Sigurvegarinn
Hasselhorn hreppti um 1,7 milljón
króna í verðlaun en alls skiptust um
fjórar milljónir króna milli
söngvaranna í efstu sætunum.
Jóhann Kristinsson er fæddur ár-
ið 1988. Hann lauk áttunda stigs
prófi frá Söngskólanum í Reykjavík
vorið 2013, en hann hóf þar nám
haustið 2009 hjá Bergþóri Pálssyni.
Árið 2011 veittist Jóhanni styrkur
til söngnáms úr Minningarsjóði Vil-
hjálms Vilhjálmssonar. Jóhann fór
með hlutverk séra Torfa í óperunni
Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson
og Friðrik Erlingsson við frum-
flutning hennar í Skálholti 2013,
hefur sungið hlutverk og í kór Ís-
lensku óperunnar, auk þess að
halda einsöngstónleika hér á landi
og erlendis. Hann er í framhalds-
námi í Berlín. Þess má geta að Jó-
hann er sonur Kristins Sigmunds-
sonar söngvara. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Söngvarinn Baritónsöngvarinn Jóhann Kristinsson hreppti þriðju verðlaun
í söngvarakeppninni Das Lied sem haldin var í Þýskalandi.
Söng til verðlauna
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tenórsöngvararnir Ari Ólafsson og
Gunnar Björn Jónsson koma fram
á hádegistónleikum í Hafnarborg í
dag kl. 12. Ari og Gunnar hlutu tvö
efstu verðlaunasætin í söngkeppn-
inni Vox Domini sem haldin var í
fyrsta sinn í janúar sl. og félag ís-
lenskra söngkennara stóð fyrir og
er fyrst og fremst hugsuð fyrir
söngvara og nemendur í klassísk-
um söng. Á tónleikunum verða
fluttar aríur eftir Verdi, Donizetti
og Puccini, við píanóleik Antoníu
Hevesi. Yfirskrift tónleikanna er
„Tilfinningaríkir tenórar“.
Ari Ólafsson á að baki nám í
Söngskóla Reykjavíkur undir hand-
leiðslu Garðars Thor Cortes og hef-
ur tekið þátt í nokkrum leikhús-
uppfærslum, lék m.a. Ólíver í sam-
nefndum söngleik í Þjóðleikhúsinu
og í söngleiknum Galdrakarlinn í
Oz í Borgarleikhúsinu. Hann hefur
tvisvar sungið dúett með Sissel
Kyrkjebö og tekið þátt í Ísland got
Talent og The Voice Ísland. Ari
landaði 1. sæti í framhaldsflokki í
Vox Domini.
Gunnar Björn nam söng í
Tónlistarskólanum á Akureyri hjá
Michael Jóni Clarke og eftir það
hóf hann söngnám undir hand-
leiðslu Kristjáns Jóhannssonar í
Söngskóla Sigurðar Demetz. Þá
hélt hann til náms við Civica Scuola
di Musica í Mílanó og naut þar
leiðsagnar Vicenzo Manno. Hann
hefur tekið þátt í ýmsum upp-
færslum á vegum söngskóla Sig-
urðar Demetz og hefur einnig tekið
þátt í tveimur sönggjörningum
myndlistarmannsins Ragnars
Kjartanssonar.
Einn tekinn af lífi
Antonía á heiðurinn af yfirskrift
tónleikanna og segir Gunnar að lík-
lega hafi hún séð á þeim Ara að
þeir væru tilfinningaríkir og þá til-
finningaríkir í garð persónanna
sem þeir túlka í aríunum.
En er nokkuð annað hægt en að
vera tilfinningaríkur, ætli maður
sér að vera söngvari? „Í klassískum
söng og öllum þessum óperum er
ekkert hægt að vera neitt annað en
auðmjúkur og ástfanginn allan tím-
ann þegar maður er uppi á sviði.
Maður er alltaf að reyna að vera
eins væminn og maður getur - en
þó í hófi,“ segir Ari.
Antonía bætir við að persónurn-
ar sem söngvararnir túlki á tónleik-
unum sitji allar í tilfinningasúpu.
„Þarna er auðmjúkur sveita-
drengur m.a. og svo spilltur aðals-
maður og hrokafullur og allt þar á
milli, líka auðmjúkur aðalsmaður
og svo er einn agalega glaður sem
heldur að allt sé í lagi en svo hryn-
ur allt eftir fimm mínútur í óp-
erunni,“ segir Antonía. „Svo er
meira að segja einn tekinn af lífi
eftir svona kortér,“ bætir hún við.
Hún hafi haft þessar ólíku tilfinn-
ingar í huga þegar hún setti efnis-
skrána saman. Söngvararnir hafi
komið með sínar tillögur, hún svo
valið aríur og búið til tilfinninga-
súpuna. „Ég vona að þetta sé góð
uppskrift,“ segir Antonía.
Smella vel saman
Tenórarnir syngja aríurnar hvor
í sínu lagi en eitt aukalag syngja
þeir saman og segir Antonía að
þeir smelli vel saman í því. Hún vill
þó ekki segja hvaða lag verður þar
á ferðinni, það á að koma tónleika-
gestum á óvart.
-Nú er oft talað um í kórum að
tenórar séu svo góðir með sig.
Hvað segið þið við því?
Ari er fyrri til svars og segist
ekki taka sig mjög alvarlega.
„Þetta er ákveðið grín meðal klass-
ískra söngvara, að tenórar séu allt-
af rosa fínir og flottir og hugsi vel
um sig,“ segir hann kíminn og
Gunnar hreyfir ekki andmælum.
Ljósmynd/Áslaug Friðjónsdóttir
Í Hafnarborg Antonía, Gunnar og Ari halda tónleika í hádeginu í dag.
Í tilfinningasúpu
Tenórarnir Ari Ólafsson og Gunnar Björn Jónsson
syngja aríur á hádegistónleikum Hafnarborgar í dag
Dagskrá Blúshátíðar í Reykjavík,
sem haldin verður 8.-13. apríl, ligg-
ur nú fyrir og meðal þeirra sem
koma fram á henni er bandaríski
gítarleikarinn Noah Wotherspoon
sem var valinn besti gítarleikarinn í
blúskeppninni International Blues
Challenge í Memphis árið 2015.
Hann kemur fram miðvikudaginn
12. apríl með The Blue Ice Band.
Þrennir stórtónleikar verða
haldnir á hátíðinni sem fer að
vanda fram á Reykjavík Hilton
Nordica í dymbilviku, þriðjudags-,
miðvikudags- og fimmtudagskvöld.
Fyrsta kvöldið leikur KK Band, en
það skipa KK, Þorleifur Guðjóns-
son og Kormákur Geirharðsson.
Þorleifur Gaukur munnhörpuleik-
ari og hljómsveit hans Berklee
Blues Band, sem komu einnig fram
í fyrra, leika sama kvöld sem og
blúsaðasta band Músíktilrauna árið
2017.
Á miðvikudaginn leikur Wother-
spoon með Blue Ice Band, en hann
þykir stókostlegur á sviði og honum
halda engin bönd, eins og því er lýst
í tilkynningu. Með honum verða Ró-
bert Þórhallsson á bassa, Birgir
Baldursson á trommur, Guðmund-
ur Pétursson á gítar og Davíð Þór
Jónsson á Hammond. Sænski gít-
arleikarinn Göran Svenningsson
leikur sama kvöld, en hann hefur
spilað blús frá unga aldri með
helstu blúsmönnum Svíþjóðar og
fjölda bandarískra blúsmanna. Með
honum spila Erik Qvick á trommur
og Þorgrímur Jónsson á bassa.
Uncle John jr. hefur leikinn á
lokakvöldinu og fer fimum höndum
um kassagítarinn en einnig koma
fram Blúsmenn söngkonunnar
Andreu Gylfadóttur, þeir Guð-
mundur Pétursson á gítar, Har-
aldur Þorsteinsson á bassa, Jóhann
Hjörleifsson á trommur og Einar
Rúnarsson á Hammond. Fyrir hlé
verður Blúsbræðingur, en hann
flytja Óskar Logi Ágústsson, Davíð
Þór Jónsson og Ásgeir Óskarsson.
Hátíðin hefst, sem venja er,
helgina áður með Blúsdegi í mið-
borginni 8. apríl þar sem Blúshátíð
leggur Skólavörðustíginn undir sig.
Við setningu hátíðarinnar verður
tilkynnt um val á heiðursfélaga
Blúsfélags Reykjavíkur 2017 og
boðið verður upp á lifandi blús og
grillmat víða á Skólavörðustígnum
frá klukkan 14 til 16.
Ljósmynd/Noahwotherspoon.com
Fingrafimur Noah Wotherspoon var valinn besti gítarleikarinn í blúskeppn-
inni International Blues Challenge í Memphis í Bandaríkjunum árið 2015.
Noah Wotherspoon
leikur á Blúshátíð
Friðarlilja sem er einnig þekkt sem Heimilisfriður
er ekki einungis falleg pottaplanta því rannsóknir
hafa sýnt að hún býr yfir eiginileikum til að
eyða eða binda algeng eitur og
mengunarefni úr andrúmsloftinu.
Friðarliljan er því ekki einungis
til prýði heldur hefur jákvæð
áhrif á heilsu okkar.
hreinsar loftið
FRIÐARLILJA
2.590kr
3.390 kr
Friðarlilja
17 cm pottur