Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fyrirtækin N1 og Nýherji lækkuðu umtalsvert í gær á hlutabréfamark- aði eftir að lykilstjórnendur seldu hlutabréf í félögum sem þeir stýra. N1 lækkaði um 12% og Nýherji um 15%. Mun meiri velta var með bréf N1 í gær en tíðkaðist í fyrra, viðskipti með bréf voru yfir 700 milljónir, en meðalvelta með bréfin í fyrra var 170 milljónir. Almennt eru lítil viðskipti með bréf Nýherja og því hreyfist gengið alla jafna nokkuð þegar þau skipta um hendur, hækkar við kaup en lækkar við sölu. Veltan nam 155 milljónum króna. Þekkt er alþjóðlega að virði hlutabréfa lækki þegar stjórnendur selja hlut sinn, en hve miklar lækk- anirnar voru í gær vekur athygli. Hlutabréfaverð beggja félaga hafði hækkað mikið fram að gærdeginum. Frá því að N1 var skráð á hlutabréfa- markað í lok árs 2013 hefur það hækkað um 514% og síðastliðna tólf mánuði hafa bréfin nánast tvöfaldast, lækkun gærdagsins er þar með talin. Frá því í lok október að síðastliðnum föstudegi hækkaði Nýherji um 75%. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri N1, seldi fyrir um tíu milljónir króna á föstudaginn, og hélt eftir eignarhlut sem þá var metinn á um tólf milljónir króna. Hann fjárfesti upphaflega fyrir um átta milljónir króna í N1 þegar fyrirtækinu var fleytt á hlutabréfamarkað í lok árs 2013. Á þeim tíma var Eggert Þór fjármálastjóri félagsins. Athygli vek- ur að þegar rýnt er í ársskýrslur N1 kemur í ljós að Eggert Þór hefur selt bréf jafnt og þétt og innleyst umtals- verðan hagnað. Hann virðist miða við að eiga um tíu milljónir að markaðs- virði í félaginu í kringum áramót. Gunnar Már Petersen, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Ný- herja, seldi fyrir 27 milljónir króna og heldur eftir, miðað við sölugengi á bréfunum í viðskiptunum, hlutafé að andvirði 2,4 milljóna króna. Rétt er að vekja athygli á að stjórnendur mega einungis selja skömmu eftir birtingu uppgjörs til að tryggja að stjórnendur og markaðurinn búi yfir sömu upplýsingum. Enn fremur, í ljósi þess að þekkt er að bréf lækki þegar stjórnendur selja, getur það reynst erfið ákvörðun fyrir þá að selja, hver svo sem ástæðan að baki sölunni er, enda kunna hluthafar þeim oft litlar þakkir fyrir gengis- lækkunina sem kemur í kjölfarið. Sjaldan jákvætt þegar stjórnandi selur Ragnar Benediktsson, hlutabréfa- greinandi hjá IFS, segir í samtali við Morgunblaðið að það séu sjaldan já- kvæð tíðindi þegar stjórnendur selja, því þeir búi yfir mestu upplýsingun- um um félagið og því gæti það verið merki um að frekari gengishækkun- ar sé ekki að vænta á næstu miss- erum. Kristján Markús Bragason, um- sjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka, segir í samtali við Morgunblaðið að markaðurinn bregðist oft við með gengislækkun þegar æðstu stjórnendur selja hluta- bréf í félögum sem þeir stýra, hversu ósanngjarnt eða sanngjarnt það svo sem er hverju sinni. Síðan verði að horfa til þess að bréf N1 hafi hækkað mjög skarpt síðustu misseri og það sem hækki hratt hafi tilhneigingu til þess að sýna einkenni skarpra lækk- ana á móti. Athygli vekur hve margir innan- búðarmenn hafi selt bréf sín í N1 að undanförnu. Fyrir utan Eggert Þór seldi Hinrik Örn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, fyrir 7,5 milljónir króna. Sé miðað við markaðsvirði bréfanna við sölu hélt hann eftir bréfum fyrir fjórar millj- ónir króna. Tveir stjórnarmenn sem stýra félögum sem eru á hluthafalista yfir 20 stærstu eigendur félagsins hafa líka selt. Jón Sigurðsson, fyrir hönd fjárfestingafélagsins Helga- fells, sem er í eigu fjölskyldu eigin- konu hans, seldi fyrir 528 milljónir króna, en á eftir söluna um 752 millj- ónir að markaðsvirði í félaginu. Félag á vegum Helga Magnússonar fjár- festis seldi fyrir 396 milljónir króna en á eftir viðskiptin um 300 milljónir í N1. Sala veldur titringi Morgunblaðið/Styrmir Kári Hlutabréf Tveir stjórnendur og tveir stjórnarmenn hafa selt hlutabréf í N1.  Forstjóri N1 og fjármálastjóri Nýherja seldu hlutbréf í fyrirtækjunum og brást markaðurinn illa við  Annar seldi fyrir 10 milljónir og hinn 27 milljónir króna landi hvað ferðamannastrauminn varðar. Til dæmis hafi hún rann- sakað sérstaklega hvað hafi orðið til þess að ferðamönnum í sambæri- legum löndum hafi fækkað. „Það hefur jafnan þurft mikið til að slíkt gerist, en auðvitað hættir fjölgunin einhvern tíma, það er bara spurn- ing hvenær það gerist,“ segir Kon- ráð. „Hvað hátt gengi krónunnar varðar þá er ákveðin þumalputta- regla að fyrir hvert 1% sem gengi gjaldmiðils styrkist, þá verði ferða- menn 1% færri en ella, en svo hjá minni eyjum týnast þessi áhrif gjarnan í framboði á flugi til lands- ins.“ tobj@mbl.is Ferðamönnum hér á landi hefur fjölgað minna en spár Isavia gerðu ráð fyrir, í fjóra mánuði í röð. Þetta kom fram í erindi Konráðs S. Guð- jónssonar hjá greiningardeild Ar- ion banka á málþingi á vegum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Konráð segir í samtali við Morgunblaðið að ekki megi draga þá ályktun af þessu að farið sé að hægja á ferðamannabylgjunni. „Þetta kemur hinsvegar á óvart því þeir hafa verið svo nákvæmir í spám sínum síðustu mánuði,“ sagði Konráð. Hann segir að greiningardeildin hafi reynt að finna erlend dæmi til að meta við hverju megi búast hér á Spá um fjölgun gekk ekki eftir  Hvert prósent í styrkingu gjaldmið- ils fækkar ferðamönnum um 1% Morgunblaðið/Ómar Tekjur Ferðamenn eyða enn miklu en sterk króna minnkar ávinninginn. ● Icelandair flutti rúmlega 200 þús- und farþega í febrúar og voru þeir 11% fleiri en í febrúar á síðasta ári. Fram- boðsaukning á milli ára nam 18% og var sætanýting 75,9%, samanborið við 79,0% í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar drógust saman um 13% á milli ára sem skýrist af verkfalli sjómanna sem hafði í för með sér sam- drátt í útflutningi á fiski. Herbergjanýting á hótelum Iceland- air jókst á milli ára var 85,6% saman- borið við 84,0% í fyrra. Fleiri farþegar en lakari nýting hjá Icelandair 7. mars 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.5 107.0 106.75 Sterlingspund 130.51 131.15 130.83 Kanadadalur 79.49 79.95 79.72 Dönsk króna 15.164 15.252 15.208 Norsk króna 12.593 12.667 12.63 Sænsk króna 11.824 11.894 11.859 Svissn. franki 105.4 105.98 105.69 Japanskt jen 0.9359 0.9413 0.9386 SDR 143.63 144.49 144.06 Evra 112.73 113.37 113.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 141.6428 Hrávöruverð Gull 1231.15 ($/únsa) Ál 1907.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.18 ($/fatið) Brent ● Brúttó skulda- hlutfall ríkissjóðs hefur lækkað úr 86% af vergri landsframleiðslu í árslok 2011 niður í 47,5% í lok síðasta árs, samkvæmt yfirliti sem fjár- mála- og efnahags- ráðuneytið hefur tekið saman. Lækkandi skuldahlutfall skýrist annars vegar af vexti landsframleiðslunnar og hins vegar lækkun skulda vegna bættr- ar afkomu ríkissjóðs og óreglulegra tekna sem fallið hafa til. Hæst fóru skuldirnar í 1.501 milljarð króna árið 2012 en voru í lok síðasta árs komnar niður í 1.130 milljarða, sem er um 370 milljarða króna lækkun. Fjárlög ársins 2017 gera ráð fyrir um 130 milljarða króna lækkun skulda á þessu ári. Stærstan hluta af þeirri lækkun má rekja til ráðstöfunar stöðugleika- framlaga eða um 105 milljarða króna. Ríkisskuldir undir helm- ingi landsframleiðslu Ríkissjóður Skuld- ir fara lækkandi. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.