Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verði stórframkvæmdir í vegagerð fjármagnaðar með gjaldtöku af vegfarendum verða þeir sem greiða að hafa kláran ávinning af betri og öruggari vegum umfram það sem gjaldtökunni nemur. Þetta segir Jón Gunnarsson samgöngu- ráðherra sem á dögunum kynnti hugmyndir um hugsanlega vegtolla á helstu leiðum í nágrenni höfuð- borgarinnar. Mikil aukning umferð- ar, sem mest helgast af fjölgun ferðamanna, krefst uppbyggingar í samgöngumálum sem ekki er þó fjárhagslegt svigrúm til. Í ár fær Vegagerðin af fjárlögum 9,5 milljarða kr. til nýframkvæmda og 8,2 milljarðar kr. fara til við- haldsverkefna. Þetta eru 17,7 millj- arðar kr. en samkvæmt samgöngu- áætlun hefði þetta þurft að vera 10 milljörðum króna meira. Fyrir vik- ið þarf að skjóta ýmsum fram- kvæmdum á frest og má þar nefna veg um Teigsskóg fyrir vestan, Dettifossveg, hringveginn í Beru- fjarðarbotni eystra og byggingu nýrrar brúar yfir Hornafjarðar- fljót. Vegir næst borginni „Að ekki fáist meiri peningar í vegamálin eru vonbrigði. Því þurfti að taka verkefnalista þessa árs upp og forgangsraða. Sumt bíður svo sem ýmsar stórframkvæmdir sem þó eru aðkallandi,“ segir Jón Gunn- arsson. „Vegna sífellt meiri um- ferðar er nauðsynlegt að ræða hvort veggjöld séu valkostur. Við þurfum að vera opin fyrir nýjum hugmyndum svo ganga megi í mál- in sem fyrst. En ég vænti þess líka að svigrúm verði til að fá meira af fjárlögum til vegamála, samanber stjórnarsáttmálann um átak í inn- viðauppbyggingu á næstu árum.“ Samgönguráðherra segir að bollaleggingar um vegagjöld séu í bili að minnsta kosti bundnar við vegi og önnur mannvirki næst borginni. Fyrir liggur að bæta þarf enn vegina frá Keflavíkurflugvelli og inn til Reykjavíkur og leiðina austur fyrir fjall svo sem með breikkun vega, nýframkvæmdum í Ölfusi og Flóa og byggingu nýrrar brúar á Ölfusá við Selfoss. Einnig þarf að fara í framkvæmdir á Vest- urlandsvegi alveg upp í Borgarnes, með Sundabraut, nýjum Hvalfjarð- argöngum og fleiru. „Ef hægt er að taka þessi stóru verkefni næst borginni út fyrir sviga, og innheimta vegagjöld, myndast ruðningsáhrif. Meira verð- ur til skiptanna og hægt að setja í verkefni annars staðar á landinu sem ella þurfa að bíða,“ segir Jón Gunnarsson. Hann kveðst sýna sjónarmiðum þeirra sem gagnrýna vegagjaldahugmyndina eða eru henni mótfallnir skilning. Þó verði þeir sem þar leggja orð í belg að brjóta málið til mergjar enda verði þeim ávinningurinn þá ef til vill ljós. Gjaldtöku má stýra Gjaldtöku segir Jón að stýra megi þannig að innheimtustöðvar verði á þeim stöðum þar sem best næðist til ferðamanna. Þeir fari í flestum tilvikum aðeins stakar ferð- ir og myndu greiða meira en til dæmis þeir sem eru í daglegum ferðum sem aftur myndu njóta góðra afsláttarkjara, samanber það sem tíðkast í Hvalfjarðargöngum. Þeir sem oftast fara um þau göng kaupa yfirleitt veglykil og greiða 283 krónur fyrir hverja ferð. „Framkvæmdir á vegum næst borginni myndu ekki stytta leið- irnar ýkja mikið. Hins vegar myndi ferðatími væntanlega styttast og á beinum og breiðum vegum er frek- ar en ella hægt að halda jöfnum aksturshraða og spara þar með bensín og draga úr mengun. Stærsti ávinningurinn yrði samt minni slysahætta,“ segir Jón. Samgönguráðherra vekur athygli á því að eftir breikkun hluta Reykjanesbrautarinnar fyrir um áratug hafi þar ekki orðið alvarleg umferðarslys. Reynslan af sam- bærilegum framkvæmdum á Hellis- heiði sé sömuleiðis góð. Einboðið sé því að halda áfram á sömu braut. Það hvernig þessar framkvæmdir megi útfæra og hvernig þær yrðu fjármagnaðar sé hins vegar óskrif- að blað og þar muni starfshópur sem Eyjólfur Árni Rafnsson verk- fræðingur fer fyrir, leggja línurnar með skýrslu sem er væntanleg í maí. Frekt til fjárins Þá segir ráðherrann að veggjöld séu alsiða í nágrannalöndunum og sennilega sé andstaðan við þau hér minni en ætla megi af umræðunni. Þannig hafi t.d. fulltrúar Seyðfirð- inga sagst tilbúnir að skoða veggjaldahugmyndina, megi slíkt verða til að flýta gerð jarðganga undir Fjarðarheiði. Mýrdælingar taka í svipaðan streng, en þar í sveit hefur lengi verið rætt um að gera jarðgöng í gegnum Reynisfjall, sem kæmu í stað fjallvegarins yfir Gatnabrún. Fleiri dæmi megi nefna. En er það svo að stærstu sam- göngubætur hér á landi þurfi að fjármagna með sértækum aðferð- um? Minna má á að fyrstu árin eftir að Keflavíkurvegurinn var steyptur fyrir um hálfri öld var þar inn- heimtur vegtollur, slegið var lán hjá Alþjóðabankanum vegna fram- kvæmda við Suðurlandsveg úr Reykjavík austur á Selfoss árið 1972, efnt var til happadrættis árið 1974 svo loka mætti hringveginum og byggja Skeiðárbrú og einkafyr- tækið Spölur á og rekur Hvalfjarð- argöngin sem verða uppgreidd á næsta ári og þá fær ríkið göngin til eignar. „Skoðanir og viðfangsefni sam- félagsins eru alltaf að breytast og sú sprenging sem orðið hefur í fjölda ferðamanna sem til Íslands koma kallar á alveg nýja nálgun í ákveðnum málum,“ segir Jón Gunn- arsson. „Það er sammerkt með Ís- lendingum og öllum samanburðar- þjóðum okkar að æ meiri fjármuni þarf í skólakerfið og velferðina og þeir málaflokkar verða áfram frekir til fjárins. Því er það bókstaflega skylduverk að kanna hvort vegtoll- ar séu valkostur þegar þarf að leggja þarf vegi, byggja brýr, grafa göng og fleira slíkt sem allt kostar sitt.“ Skylda að kanna vegtolla sem valkost  Nýjar leiðir við fjármögnun vegaframkvæmda eru til skoðunar  Meira yrði til skiptanna  Reykjanesið, Sundabraut og ný Ölfusárbrú  Ávinningurinn yrði meira umferðaröryggi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílstjóri „Að ekki fáist meiri peningar í vegamálin eru vonbrigði,“ segir Jón Gunnarsson um stöðu samgöngumála. Rauði þráðurinn í gildandi sam- göngustefnu Reykjavíkurborgar er að vistvænar samgöngur, svo sem strætó, hjólreiðar og gangandi umferð, séu jafngildar einkabíln- um. Í því efni má nefna Borgarlín- una; kerfi almenningssamgangna sem á að tengja kjarna allra sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Borgarlínan ein og sér leysir ekki vandann sem er mikil umferð- araukning á síðustu árum. Einka- bíllinn er og verður,“ segir Jón Gunnarsson. Hann víkur að sam- komulagi sem ríkið og borgin gerðu fyrir fimm árum. Skv. því átti að verja tæpum milljarði króna á ári í heilan áratug til ýmissa framkvæmda sem áttu að styðja við vistvæna samgöngukosti svo fjöldi farþega í almennings- samgöngum myndi tvöfaldast á tímabilinu. Nú á hálfnuðum samn- ingstíma er aukningin aðeins 14% að teknu tilliti til fólksfjölgunar. „Það er brýnt að fara í fram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til að bæta umferðarflæði,“ segir Jón. „Á fjölförnum stofnbrautum má fjölga akreinum sem aðeins eru fyrir almenningssamgöngur og byggja mislæg gatnamót í Reykja- vík. Þau eiga ekki að vera bannorð. Nú er til dæmis verið að fara í byggingu mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg. Þumalputtareglan er sú að svona mannvirki kosta einn milljarð króna en ávinningurinn er greiðari umferð og minni slysahætta og þá er líka til mikils unnið. “ Einkabíllinn er og verður FRAMKVÆMDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ERU BRÝNAR Hringbraut Þung umferð í erli dagsins. Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is „Gagnrýni á frestun fram- kvæmda er skiljanleg,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vísar þar til mótmæla Berfirðinga um helgina, sem eru ósáttir við að uppbygging slitlagsvegar innst í Berufirði verði að bíða, þar sem fjárveitingar dugi ekki til verk- efna á vegaáætlun ársins. Í þessu sambandi minnir Jón hins vegar á að samningum við heimamenn um viss atriði varð- andi þessa framkvæmd sé ekki lokið. Þau mál verði þó vonandi leidd til lykta innan tíðar og í kjölfarið verði svo væntanlega hægt að fara í undirbúning verksins. Tafirnar þurfi því ekki að verða miklar. FRESTUN MÓTMÆLT Berufjörður Vegurinn sem bíður. Skil gagnrýni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.