Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 66. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Nafn konunnar sem lést 2. Játar að hafa myrt fjölskylduna 3. Veittu 15 ára pilti áverka 4. Bandaríkjamaður fannst látinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vinkonurnar og höfundar bókar- innar Elsku Drauma mín, þær Vigdís Grímsdóttir og Sigríður Halldórs- dóttir, verða í Bókasafni Seltjarn- arness í kvöld kl. 19.30 og fjalla um bókina. Í henni segir Sigríður Vigdísi frá ævi sinni og m.a. frá æskuheimili sínu á Gljúfrasteini og foreldrum sínum, Auði og Halldóri Laxness, og systurinni Guðnýju. Vigdís og Sigríður segja frá bók sinni  Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson heldur fyrirlestur í Lista- safninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag kl. 17 undir yfirskriftinni Tvær hliðar: Um Einkasafnið og Mynd dagsins. Þar fjallar hann um tvö verkefni sem hann hefur unnið að undanfarið, annars vegar Einkasafnið, sem verð- ur sýning hans í Listasafninu, Ket- ilhúsi í maí næstkomandi og hins vegar Verk dagsins sem fólst í því að birta daglega eina nýja teikningu á bloggsíðunni teikningadag- 2016.blogspot.com, allt árið 2016. Um Einkasafnið og Mynd dagsins  Kvartett ítalska píanóleikarans Dino Massa kem- ur fram á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 og leikur þekkta djassstandarda. Massa er þekktur píanóleikari í heimalandi sínu og hefur starfað með fjölda þekktra tónlistarmanna, m.a. John Abercrombie og Louis Sclavis. Massa leikur djass Á miðvikudag Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma á Vestfjörðum, annars 5-10 og skúrir eða él, en bjartviðri suðvestan til á landinu. Hiti víða 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða austlægir eða suðlægir vindar, 1-6 m/s, og úrkomulítið norðanlands, en gengur í norðaustan 10-15 með slyddu á Vestfjörðum í kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig. VEÐUR Njarðvíkingar eiga enn von um að komast í úr- slitakeppnina um Íslands- meistaratitil karla í körfu- knattleik eftir sigur á ÍR í æsispennandi leik í gær- kvöld, 79:72. Til þess þurfa þeir þó að vinna erf- iðan útileik í Þorlákshöfn og treysta á hagstæð úr- slit, fyrst og fremst að grannar þeirra í Keflavík vinni ÍR-inga á meðan. »1,3 Njarðvíkingar eru enn í baráttunni „Það voru allir svo jákvæðir í liðinu og kringum það og studdu vel við bakið á mér. Ég var hvött áfram. Þeg- ar á hólminn var komið gekk mér mikið betur en ég hafði búist við,“ segir Selma Þóra Jóhannsdóttir sem tók 19 ára gömul við sem aðal- markvörður handknatt- leiksliðs Gróttu í vet- ur. Hún átti stórleik í sigri á Stjörnunni um helgina. »4 Allir jákvæðir og studdu við bakið á mér Haukar eru með tveggja stiga forskot á erkifjendur sína í FH á toppi Olís- deildar karla í handbolta eftir naum- an sigur á Fram, 27:26, í gær. Fram situr eftir í fallsæti. Grótta og Sel- foss skildu jöfn í spennuleik á Sel- tjarnarnesi og kræktu sitt í hvort stigið í fallbaráttunni, en Stjarnan vann sterkan sigur á Val og komst tveimur stigum frá fallsæti. »2 Haukar einir efstir en Fram er í fallsæti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Mér leið nú dálítið eins og krakka innan um allt þetta góða fólk sem út- skrifaðist með mér, aldursmunurinn var töluverður í nokkrum tilvikum,“ segir Valdimar Orri Einarsson, 21 árs nemandi í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands, en á dögunum lauk hann prófi, ásamt um 50 öðrum, sem viðurkenndur bókari hjá prófanefnd á vegum atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins. Slík próf fara fram árlega fyrir þá sem vilja öðlast réttindi sem bókhaldari. Sjálft námið stundaði hann við Endurmenntun Háskóla Íslands og þá aðallega í fjarnámi. Af miklum íþróttaættum „Ég byrjaði í þessu námi samfara vinnu minni á Hótel Smyrlabjörgum síðasta sumar sem aðstoðarmaður kokksins á hótelinu,“ segir Valdi- mar, sem undanfarin fimm sumur hefur unnið á hótelinu við ýmis störf. Byrjaði þar 16 ára. Hann segist eftir allan þann tíma vera farinn að líta á sig sem hálfan Hornfirðing þó að hann hafi verið alinn upp í vesturbæ Reykjavíkur og föðurættin sé frá Egilsstöðum og móðurættin úr Grundarfirði. Faðir Valdimars er Einar Vil- hjálmsson, viðskiptafræðingur og fv. spjótkastari, og móðirin er Halldóra D. Sigurðardóttir leikskólakennari. „Ég er hvorki góður í að kasta spjóti né stökkva í sandi,“ segir Valdimar og hlær og vísar þar til föður síns, sem var margfaldur meistari í spjótkasti og kjörinn íþróttamaður ársins í þrígang, og afa síns, Vilhjálms Einars- sonar, silfurverðlaunahafa í þrístökki á Ólympíu- leikunum í Melbourne árið 1956, sem kjörinn var fimm sinnum íþróttamaður ársins. Spurður hvernig það hafi komið til að hann fór í bókaranámið segist Valdimar hafa viljað fá betri skilning á lestri og gerð ársreikn- inga og skapa sér betri atvinnutæki- færi samfara hagfræðináminu, sem hann byrjaði síðastliðið haust. „Ég ákvað að senda umsókn um bókaranámið og komst inn. Eini grunnurinn sem ég hafði var bók- haldsnám í menntaskóla og svo vann ég í eitt ár í bókhaldi fyrir pabba. En ég get staðfest að þetta er mjög krefjandi nám, sérstaklega síðasta annarprófið þar sem mikið er spurt út í lögfræðina, mér skilst að fallið þar sé um 50-60 prósent,“ segir hann og vonast til að bókaranámið nýtist sér einnig í hagfræðinni. Þó að þar sé fengist við stóru heildarmyndina í efnahagsmálum sé gott að skilja betur alla afkima. Hvorki kastar né stekkur  Valdimar viður- kenndur bókari, aðeins 21 árs Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bókari Valdimar Orri Einarsson stundar nám í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands en hefur einnig náð sér í rétt- indi sem viðurkenndur bókari, aðeins 21 árs gamall. Hann útskrifaðist á dögunum ásamt um 50 öðrum nemendum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið stendur fyrir sérstökum prófum fyrir viðurkennda bókara sem haldin eru að jafnaði einu á sinni á ári. Próf- nefnd viðurkenndra bókara, sem ráð- herra skipar til fjögurra ára í senn, hefur umsjón með þessum prófum. Fara þau fram samkvæmt reglugerð sem sett var eftir heimild laga um bók- hald, nr. 145/1994. Falli nemendur eða veikist er hægt að taka sjúkra- og endurupptökupróf. Auk Endurmenntunar Háskóla Íslands bjóða fjölmargar mennta- stofnanir upp á grunn- og fram- haldsnámskeið sem undanfara fyrir prófin. Má þar nefna Háskólann í Reykjavík, Menntaskólann í Kópa- vogi, Promennt, Tölvu- og verk- fræðiþjónustuna og Nýja tölvu- og viðskiptaskólann. Bókhaldsnám er í boði á enn fleiri stöðum. Ráðuneyti heldur prófin FJÖLMARGIR BJÓÐA UPP Á VIÐURKENNT BÓKARANÁM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.