Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 ✝ Margrét Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 1. desember 1931. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 23. febrúar 2017. Foreldrar hennar voru Guð- rún Markúsdóttir, f. í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 22. júlí 1895, d. 23. júlí 1971, og Sigurður Einarsson, f. í Reykjavík 6. júní 1903, d. 23. janúar 1971. Systkini Margrétar voru Magnús Ragnar, f. 1928, d. 2006, Gunnvör Erna (Stella), f. 1930, Oddný Steinunn, f. 1934, d. 1997, Markús, f. 1935, d. 2017, og Einar, f. 1937, d. 2010. Fyrri eiginmaður Margrétar var Búi Steinn Jóhannsson, f. 25. júlí 1931, d. 13. mars 2001. Þeirra börn eru Sigurður Örn, f. 1952, kvæntur Þórunni Erlu Sighvats, f. 1951, þau eiga fjög- Björk, f. 1968, maki Jóhann Sveinsson, þau eiga þrjá syni og eitt barnabarn. Langömmubörn Margrétar eru 20. Margrét bjó alla tíð í Reykja- vík. Hún ólst upp á Njálsgötu 69. Þau Guðmundur voru frumbyggjar á Háaleitisbraut, bjuggu þar lengst af beggja vegna götunnar, með viðkomu á tveimur öðrum stöðum í borg- inni. Hún var síðustu árin á Sléttuvegi, þangað sem þau voru nýlega flutt áður en Guð- mundur féll frá. Margrét var sjómannskona og stóð löngum ein að uppeldi og umönnun stórrar fjölskyldu, samhliða ýmiss konar störfum utan heimilisins, við afgreiðslu-, uppeldis-, verksmiðju- og ræst- ingarstörf. Útför Margrétar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 7. mars 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar ur börn og átta barnabörn; Elsa Hrönn, f. 1953, gift Sigurði Jónassyni, f. 1953, þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. Margrét giftist 22. desember 1957 Guðmundi Ein- arssyni, f. 4. sept- ember 1932, d. 1. júní 2007. For- eldrar hans voru Guðrún E. Brynjólfsdóttir, f. í Reykjavík 13. ágúst 1905, d. 9. júlí 1956, og Einar Ingimundarson, f. í Reykjavík 24. júní 1906, d. 4. janúar 1971. Börn Guðmundar og Margrétar eru: Guðbjörg, f. 1958, maki Jón Hrafn Jónsson, þau eiga tvö börn og tvö barna- börn; Einar Már, f. 1960, maki Jóna Hálfdánardóttir; Guðrún Eygló, f. 1963, maki Heiðar F. Jónsson, þau eiga sex börn og fjögur barnabörn; og Hafdís Þegar ég kveð mömmu núna er ég full af þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta hennar öll þessi ár. Bæði þegar hún var ung og full af orku og síkát og síðar þegar fór að halla undan fæti hjá henni heilsu- farslega. Skemmtilegt er að minn- ast allra ferðalaganna, bæði inn- anlands og utan. Hún var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum og hinum ýmsu uppákomum eins og afmælum. Mætti alltaf í afmæli barnabarna sinna, sama hvernig aðstæður voru hjá henni. Hugaði alltaf að jólagjöfum fyrir allan hópinn sinn. Hún var einstök. Ég var henni til aðstoðar síðustu misseri vegna versnandi heilsu hennar. Notuðum við þann tíma til að ræða hin ýmsu mál sem henni lágu á hjarta. Landsmálin sem fjölskyldumálin. Það fóru engar fréttir af landsmálum fram hjá henni og var henni mikil ánægja að ræða þau. Hvort sem það var pólitík eða annað. En hún var mik- il sjálfstæðiskona sem alltaf kaus xD. Einnig var hún inni í öllum málum barnabarna sinn, eins og menntun þeirra, barneignum og umræðum um húsnæðismál. Ekki var komið að tómum kofanum hjá henni þar og fátt sem fór fram hjá henni. Með ákveðnar skoðanir á flestum hlutum. Trúmálum sem öðru. Ég kveð mömmu sátt í hjarta og með miklu þakklæti og væntumþykju. Veit að hún er komin á annan góðan stað til að hrista upp í og sprella en þannig vil ég minnast hennar. Hvíl þú í friði, elsku mamma mín. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Kveðja, Elsa Hrönn Búadóttir. Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustundinni. Einhvern veginn hélt ég að þetta myndi aldrei gerast, þú varst alltaf svo hress og kát, dásamlega mamma mín. En þetta er víst leiðin okkar allra sama hvað okkur finnst um það og þrátt fyrir að sársaukinn sé mikill og hjartað aumt þá veit ég að þér líður miklu betur og ert núna farin að hlaupa um og stjórna pabba sem er búinn að bíða eftir þér í 10 ár. Mamma mín var einstök og fal- leg sjómannskona að innan sem utan, hún lifði fyrir okkur börnin sín, alltaf tilbúin að hugga og hlúa að. Kannski fékk ég extra mikið sem langyngsta dekurdúkkan eins og systkini mín myndu orða það. Mamma var alltaf svo hlý og blíð og svo margar góðar minningar um hlýjar hendur að nudda hita í mínar eftir að hafa verið úti að leika, svo heitt vatnskakó með tveim teskeiðum af sykri, það urðu að vera tvær skeiðar. Öll ferðalögin og útilegurnar sem við fórum í með pabba sem vísaði veginn, því ekki vorum við þær ratvísu. Alltaf sást þú samt Lómagnúp hvort sem við vorum á Norðurlandi eða Vestfjörðum. Þú fannst alltaf eitthvað að gera í bílnum, þar var mikið sungið og hlegið dátt að Bibbu á Brávalla- götunni eða Ladda. Þú elskaðir að hlæja innilega og oft var stutt í tárin því þú grést af hlátri, sér- staklega þegar þú varst að stríða einhverjum sem þér fannst ekki leiðinlegt að gera en alltaf sak- laust samt. Húmorinn var alltaf til staðar. Þú varst besta amman fyrir strákana mína, ætíð til í að passa þá, þeim fannst samt aldrei að þeir væru í pössun því það var svo gaman hjá ömmu og afa, þið voruð svo dugleg að taka þá með ykkur í ferðlög og endalausa bíltúra. Ein minning kemur sterk inn, þegar ég átti minn yngsta þá komuð þið pabbi til mín eldsnemma að morgni til að passa hina gaurana, við hlógum svo mikið þegar þú mættir í einum brúnum skó og öðrum svörtum, þér lá svo mikið á að þú tókst ekki eftir neinu. Þú varst alltaf jafn spennt þeg- ar það bættist í langömmuhópinn þó að viljinn væri oft miklu meiri en getan, þú gast aldrei beðið eftir að fá að heimsækja nýburana og knúsa þá. Viktoría mín missir af miklu að hafa ekki ömmu löngu til að spilla sér, ég tek það þá bara að mér. Æ elsku mamma, svo margar minningar, enda ekki við öðru að búast eftir öll þessi ár, ég á eftir að sakna þess að fá ekki símhring- ingu á laugardagsmorgnum til að athuga, hvort ég ætli ekki örugg- lega að koma því það er svo rosa- lega góð útsala einhvers staðar og þig vantar líka allt í ísskápinn, að- allega samt súkkulaðirúsínur og kex til að fylla Gauta skúffu. Endalaust knús og kossar, elsku besta yndislega mamma mín, þín verður saknað. Ástar- kveðjur til pabba. Elska þig alltaf. Þín Hafdís (Haddý). Mig langar að minnast hennar elskulegu tengdamóður minnar, Margrétar Sigurðardóttur, í örfá- um orðum. Okkar kynni hófust er ég kynntist dóttur hennar Elsu Hrönn Búadóttur 1972. Þá bjó hún á Háaleitisbraut 109 í blokkaríbúð sem hún og tengdafaðir minn heit- inn, Guðmundur Þórir Einarsson, höfðu keypt og innréttað sjálf. Mér er það minnisstætt þegar ég kom fyrst inn í íbúðina hversu fal- lega íbúðin var innréttuð. Þarna bjó hún með öll börnin sex ásamt eiginmanninum Guðmundi Þóri Einarssyni, sem oftast var á sjón- um. Kynntist ég því þá hversu mikið er lagt á sjómannskonurnar. Hún Magga amma, eins og við höf- um alltaf kallað hana eftir að við Elsa fórum að eignast börnin, var alveg einstök kona. Hún var alltaf létt og kát, lét allt flakka sem henni datt í hug og var hrókur alls fagnaðar. Öll barnabörnin drógust að henni og hún fylgdist vel með öllu sem á þeirra daga dreif, mætti í öll þeirra afmæli og útskriftir fram á síðasta dag. Fljótlega fór- um við Elsa að ferðast með þeim Guðmundi. Hef ég ekki tölu á öll- um þeim útilegum og utanlands- ferðum sem við fórum með þeim. Fyrsta sólarlandaferðin okkar Elsu er sérstaklega minnisstæð sem og fyrsta hringferðin okkar um Ísland. Auðvitað voru Magga og Gummi með okkur í þeim ferð- um. Oftast þar sem Magga og Gummi voru stödd í fríum voru aðrar fjölskyldur búnar að mæla sér mót við þau, sama hvort þau voru í tjaldi eða sumarbústað sem þau leigðu oft á vegum sjómanna- félagsins. Síðustu árin eftir að Gummi féll frá bjó Magga á Sléttu- veginum þar sem hún lagði ríka áherslu á að sér væri félagslega sinnt, enda hvarf aldrei þessi þörf hennar að hafa fólk í kringum sig. Kveð ég mína elskulegu tengda- móður með miklum söknuði. Sigurður Jónasson. Hjartkær tengdamóðir mín, Margrét Sigurðardóttir, er látin, 85 ára að aldri. Hún var af svo- nefndri Kotsætt í móðurætt, kennd við Kirkjulækjarkot í Fljótshlíð. Þaðan fékk hún trú- rækið uppeldi sem hún varðveitti fallega í hjarta sér alla tíð. Í föð- urætt var hún komin af Garðaætt í Skildinganesi, af þekktum sjó- sóknar- og útgerðarmönnum. Margrét hafði unun af að rifja upp og segja frá ungdómsárum sínum, skoða gamlar ljósmyndir og gæða þær lífi og anda þess tíma. Hún var einstaklega lífsglöð kona, kraftmikil í framgöngu og skapaði fjörlegar samræður, lá ekkert á skoðunum sínum, en bjó yfir þeim hæfileika að leyfa öllum að njóta sín. Hún gerði ekki mannamun og var okkur samferðafólki sínu ein- stök fyrirmynd í öllum skilningi. Margrét gekk ekki menntaveg- inn, hún hefði vissulega kosið það og leikið sér að hvaða námi sem var, í stað þess snerist líf hennar frá 19 ára aldri um börn og barna- uppeldi, heimilishald og fjöl- skyldulífið. Hún vann samhliða því við afgreiðslu- og verksmiðjustörf og seinast við ræstingar. Hún gift- ist ung fyrri manni sínum, Búa Steini, úrsmið í Reykjavík, tengdaföður mínum, og eignuðust þau tvö börn, Sigurð Örn og Elsu Hrönn. Þau skildu eftir fá ár. Þá kynntist hún seinni manni sínum og lífsförunaut, Guðmundi Þóri, sjómanni. Þau eignuðust fjögur börn á 10 árum, Guðbjörgu, Einar Má, Guðrúnu Eygló og Hafdísi Björk. Guðmundur tók eldri börn- um Margrétar sem sínum eigin. Þau byggðu sér heimili sem frum- býlingar við Háaleitisbraut 109. Þaðan eiga systkinin sex sínar uppvaxtarminningar og þar hitti ég þau Margréti fyrst þegar við Sigurður kynntumst fyrir tæplega 40 árum. Eftir að við Sigurður giftum okkur 1978 og fluttum norður á Svalbarðseyri við Eyja- fjörð, þar sem við bjuggum í 20 ár, komu þau Margrét og Guðmund- ur á hverju sumri, alltaf færandi hendi, hann með vel verkað fisk- meti í soðið, hún með fallegt hand- verk á litla kroppa, eða glugga- tjöld, dúka og annað til að gleðja og nýta. Þau tóku tveimur eldri börnunum mínum, sem ég hafði með í búið, opnum örmum, og áttu þau og dætur okkar Sigurðar í þeim yndislega ömmu og afa. Við fjölskyldan eigum dýrmætar minningar um ótal ferðir með þeim innanlands sem utan, í sum- arbústaði og á sólarstrendur. Margrét ræktaði tengslin við fólkið sitt af sérstakri natni, fylgd- ist vel með sístækkandi barna- hópnum og virtist minnug á allt og alla til síðasta dags. Hún var alltaf gleðigjafi hvar sem hún fór. Hún hafði líka til að bera djúpa hlýju og umhyggju sem allir fengu að njóta. Hún var einlægur vinur. Þau eru því mörg tárin sem streyma við hlýjar minningar og mikill söknuður sem flæðir um hjartað. Ástvinum hennar öllum votta ég einlæga samúð. Minning- in mun ætíð lifa í þökk og gleði. Þórunn Erla Sighvats. Elsku besta fallegasta amman mín. Ég get ekki lýst sorginni í hjartanu mínu þessa stundina. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og það verður svo tómlegt án þín. Eina sem ég get huggað mig við er að þú ert búin að eiga frábær 85 ár hér í þessu lífi og af þeim hef ég getað deilt 33 árum með þér, full- um af yndislegum minningum um þig, elsku amma mín, og núna ertu loksins komin til Gumma afa. Ég er svo heppin að þú gast séð ung- ana mína tvo vaxa og dafna, kynnst manninum mínum og verið með okkur á óvænta giftingardeg- inum okkar. Að sjálfsögðu misstir þú ekki af einu einasta afmæli hjá krílunum mínum og ég er svo mik- ið þakklát fyrir það, elsku amma, að þú gast verið þarna með okkur á öllum þessum gleðistundum. Þó að ég vildi svo mikið að stundirnar hefðu verið ennþá fleiri og ég fæ svo illt í hjartað við að hugsa um að svo verði ekki, það er svo sárt. Þegar ég var lítil þá varst þú sú Margrét Sigurðardóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg móðursystir okkar, RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Eyrarlundi, Súðavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund 24. febrúar, verður jarðsungin frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 11. mars klukkan 14. Hildur Maríasdóttir Þórður Oddsson Sigríður Hrönn Elíasdóttir Ólafur Elíasson Sesselja Garðarsdóttir Margrét G. Elíasdóttir Sigurjón Vífill Elíasson Fríða Bára Magnúsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN ÓLAFSSON, Birkihvammi 1, Kópavogi, lést 3. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 16. mars klukkan 13. Þórdís Berta Lúðvíksdóttir Helga Vallý Björgvinsdóttir Sverrir J. Hannesson Lúðvík Björgvinsson Þóra Jóhanna Hjaltadóttir Íris Sigurlaug Björgvinsd. Guðjón Guðmundsson Björgvin Þór Björgvinsson Alda Sveinsdóttir barnabörn og langafabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÁSA ÓLAFSDÓTTIR frá Borgarnesi, Prestastíg 8, Reykjavík, verður jarðsungin föstudaginn 10. mars klukkan 11 frá Guðríðarkirkju. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir hlýju og góða umönnun. Kristján Ólafsson Ólöf Kristjánsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRÍMANN FRÍMANNSSON, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 9. mars klukkan 15. Margrét K. Frímannsdóttir Jón K. Friðgeirsson Elísabet Frímannsdóttir Ingveldur Bára Frímannsd. Ingvar Bjarnason Frímann, Ingigerður, Katrín Bára Jón Frímann og Róbert Leó Ástkær eiginkona mín, STEFANÍA R. MARKÚSDÓTTIR, Vallarbraut 6, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 6. mars. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Eggert Bragi Ólafsson Ástkæra eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GRÓA JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR sjúkraliði, Breiðvangi 30, Hafnarfirði, lést 1. mars. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 14. mars klukkan 13. Þeim, sem vilja minnast Gróu, er bent á Krabbameinsfélagið. Hákon Valdimarsson Guðlaug Katrín Hákonard. Daði Baldur Ottósson Davíð Mikael Daðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.