Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Bílarnir eru allir sjálfskiptir með bensín og rafmagnsmótor og á 18“ álfelgum. Einnig eru þeir allir með sportsæti, íslenskt leiðsögukerfi, leðurklætt sportstýri, tvívirkamiðstöðmeð sjálfvirkri loftkælingu, LED ljós, tengjanlegir við farsíma (stjórnaðmeð appi). Mismunandi aukabúnaður er í bílunum s.s. sætisáklæði, glertoppur, hljóðkerfi, nálgunarvarar. Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Audi A3 E-tron 2016 Plug in Hybrid (bensín/rafmagn) Skemmtilegir og hagkvæmir bílar - Hvítur - ek. 6 þkm. - Svartur - Alveg ónotaður! - Rauður ek. 7 þkm.m. Panorama og B&O hljóðkerfi Verð frá 4.950.000 kr. Skipti skoðuð á ódýrari! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Stórnotendur á rafmagni á Íslandi eru að verða áhugaverðari kostur fyrir orkufyrirtækin en heimili og almennt atvinnulíf. Þetta gerir það að verkum að orkuöryggi heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja er í uppnámi, þar sem ekki er lengur skilgreint í lögum að Landsvirkjun beri að tryggja raforku og afhenda hana til þessara aðila. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sérfræðinga danska ráðgjafarfyrir- tækisins Copenhagen Economics. Nokkur íslensk orkufyrirtæki hafa nú þegar, samkvæmt skýrslunni, gefið undir fótinn möguleikanum á að draga úr þjónustu við almenna orkumarkaðinn til þess að geta aukið sölu á raforku til orkufreks iðnaðar. Mögulegar skerðingar séu áhyggju- efni fyrir heimili og smærri fyrir- tæki sem gætu þurft að horfa til kostnaðarsamra og mengandi vara- leiða á borð við framleiðslu rafmagns með dísilrafstöðvum. „Grípa þarf til aðgerða til að bregðast við stöð- unni,“ segir í samantekt skýrsluhöf- unda. Í skýrslunni er einnig bent á að stofnanaábyrgð á því hver beri ábyrgð á eftirliti með orkuframboði og hver eigi að tryggja það framboð sé ekki skilgreind með nægilega skýrum hætti og að í verðlagningu orkunnar sé lítinn hvata að finna fyr- ir fjárfesta til virkjanaframkvæmda. Rök standi til þess að halda ekki verði óeðlilega lágu til að koma í veg fyrir þátttöku nýrra framleiðslu- fyrirtækja á markaði, heldur að verð sé nógu sveigjanlegt til að nýjar fjár- festingar verði vænlegar. Minna til skiptanna Fram kemur í greiningunni að ís- lenskur orkumarkaður sé í raun tveir aðskildir markaðir. Annars vegar sé um að ræða sölu á rafmagni til orkufreks iðnaðar þar sem keppt sé á heimsmarkaði. Kaupendur ork- unnar semji til langs tíma og færi starfsemi sína á milli landa eftir hentugleikum og verði. Hinum meg- in sé svo íslenski heildsölu- og smá- sölumarkaðurinn þar sem orkufyr- irtækin eiga í viðskiptum sín á milli og selja heimilum og litlum og með- alstórum fyrirtækjum orku. Þar er sagt skorta á gegnsærri verðmynd- un. Helge Sigurd Næss-Schmidt, ann- ar skýrsluhöfunda, segir í samtali við Morgunblaðið að minna og minna sé til skiptanna af orku eftir því sem orkufyrirtækin nái betri samning- um. „Vandamálið er tvíþætt. Það er ekki hefð fyrir opnum og gegnsæj- um markaði og verðmyndun á smá- sölumarkaði með orku á Íslandi, og skortur er á samkeppni. Í stórnot- endahlutanum eru hinsvegar stórir alþjóðlegir viðskiptavinir, eftirspurn er næg, og samið er um besta verð á viðskiptalegum forsendum. Hér þarf markað þar sem neytendur gleym- ast ekki,“ segir Næss-Schmidt. Umtalsvert rými er til aukinnar arðsemi af orkusölu til stóriðju að mati Copenhagen Economics og sögulega séð hafi tekjur vegna henn- ar verið of lágar. Auknar tekjur með hærra raforkuverði eru sagðar lík- legar til að verða íslensku samfélagi til mikilla hagsbóta, jafnvel þótt þær feli í sér hærra verð til heimila. Þjóð- hagslegur viðbótarávinningur gæti þannig numið 13,6 til 59,2 milljörð- um króna á ári. Stórir viðskiptavinir áhugaverðari kostur Morgunblaðið/Árni Sæberg Rafmagn Skýrslan var kynnt á ráðstefnunni Raforkumarkaður á tímamótum.  Raforka til smærri aðila ekki tryggð í lögum  Skortir á gegnsæi og verðmynd- un á smásölumarkaði  Skortir hvata fyrir fjárfesta samkvæmt nýrri skýrslu Skýrsla um raforkumarkað » Ef raforkuverð til heimila hækkar hafa yfirvöld margar leiðir til að koma til móts við það. » Sæstrengur til Skotlands gæti fært Íslandi miklar tekjur. » Mögulega þyrfti að grípa til mengandi dísilrafstöðva. Borgunar hefðu enn ekki tekið ákvörðun um hvort leitað yrði skýr- inga á því hvernig fréttir af fram- vísun Fjármálaeftirlitsins til héraðs- saksóknara láku út. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að stofnuninni hafi borist fyrirspurn um umrætt mál frá fréttastofu RÚV en segir að upplýsingar um málið hafi upprunalega ekki komið frá embættinu. ses@mbl.is Héraðssaksóknari hafði ekki frum- kvæði að því að upplýsa fjölmiðla um að Fjármálaeftirlitið hefði vísað máli greiðslukortafyrirtækisins Borgunar til embættisins. Gengur sú fullyrðing embættisins þvert á yf- irlýsingu sem FME birti á vefsíðu sinni á mánudag undir yfirskriftinni „Engar vísbendingar um upplýsingaleka“. Yfirlýsinguna sendi FME frá sér í kjölfar fréttar í Morgunblaðinu þann sama dag, þar sem fram kom að forsvarsmenn Upplýsingarnar ekki frá saksóknara  Þvert á yfirlýsingu Fjármálaeftirlits Morgunblaðið/Eggert Leki Ekki hefur verið upplýst hvaðan fjölmiðlar fengu upplýsingarnar. ● WOW air flutti tæplega 167 þúsund farþega til og frá landinu í síðasta mán- uði. Það eru 170% fleiri farþegar en í febrúar í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu. Sætanýting WOW air var 87%, sem er sama nýting og í febrúar á síðasta ári, þrátt fyrir að sætaframboð hafi aukist um 171%. Þá fjölgaði fram- boðnum sætiskílómetrum um 239% í febrúar frá því á sama tíma í fyrra. Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 337 þúsund farþega, en það er 198% fjölgun farþega frá sama tímabili árinu áður. WOW air mun frá lokum þessa mánaðar fljúga tvisvar á dag til London, Parísar og Amsterdam. Mikil fjölgun farþega hjá WOW air í febrúar 8. mars 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.5 107.0 106.75 Sterlingspund 130.51 131.15 130.83 Kanadadalur 79.49 79.95 79.72 Dönsk króna 15.164 15.252 15.208 Norsk króna 12.593 12.667 12.63 Sænsk króna 11.824 11.894 11.859 Svissn. franki 105.4 105.98 105.69 Japanskt jen 0.9359 0.9413 0.9386 SDR 143.63 144.49 144.06 Evra 112.73 113.37 113.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 141.6428 Hrávöruverð Gull 1223.7 ($/únsa) Ál 1867.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.8 ($/fatið) Brent ● Fjármálafyrir- tækið ALDA Asset Management hefur undirritað megin- reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfest- ingar, PRI. Megin- reglunum er ætlað að skilgreina um- gjörð við samþætt- ingu á umhverfis-, félagslegum- og stjórnunarlegum sjónarmiðum (EGS) við fjárfestingar- ákvarðanir og í eignarhaldi. Hefur ALDA skuldbundið sig til að ráðast í aðgerðir á árinu 2017 sem fela það meðal annars í sér að samþætta ESG-sjónarmið við fjárfestingarákvarðanir og að tryggja að ESG sé hluti af ferli fjárfestingar- ákvarðana þegar ALDA velur sér al- þjóðlega samstarfsaðila. Alda undirgengst reglur um ábyrgar fjárfestingar Sjóðir Alda undir- ritar reglur SÞ. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.