Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 67. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Hildur lætur Sindra heyra það 2. Fanginn lést í gær 3. Andlát: Jóhannes Tryggvason 4. Sonur J-Lo biður hana um að fara … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Alþjóðlegi kvennadagurinn er í dag og mun KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, á Íslandi, hefja nýja tónleikaröð í kvöld, Open mic, á Café Rosenberg. Í röðinni geta allar tónlistarkonur komið fram og flutt tónlist að eigin vali. Tónlistarkonan Elíza Newman verður kynnir og gestgjafi í kvöld og hefjast leikar kl. 20.30. Tónleikaröð helguð konum á Rosenberg  Tríó píanóleik- arans Sunnu Gunnlaugsdóttur leikur bland af nýju efni og verk- um af eldri disk- um sínum í kvöld kl. 21 á djass- kvöldi Múlans í Björtuloftum í Hörpu. Auk Sunnu skipa tríóið Þor- grímur Jónsson og Scott McLemore. Tríó Sunnu Gunn- laugs á Múlanum  Leiksýningin Babette’s Feast, þ.e. Gestaboð Babettu, í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur, verður frumsýnd í The Connelly Theater í New York í dag. Sýningin er meistara- og útskriftar- verkefni hennar frá leikstjórnardeild Columbia-háskóla, en hún samdi einnig leikgerðina eftir sögu Karenar Blixen. Leikkonan sem fer með hlutverk flóttakonunnar Ba- bettu flúði Íran ung að árum með fjöl- skyldu sinni og settist að í Bandaríkj- unum. Leiksýning Pálínu frumsýnd í New York Á fimmtudag Norðan eða norðaustan 8-13 m/s með slyddu eða rigningu, en léttskýjað suðvestan til. Hiti um eða yfir frostmarki við suður- og austurströndina en annars vægt frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða hæg austlæg eða breytileg átt, en norðaustan 8-13 m/s og slydda eða snjókoma norðvestantil og rigning austast. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Skautafélag Akureyrar þarf nú að treysta á önnur lið í baráttu sinni um að ná 2. sæti Hertz-deildar karla í ís- hokkí, eftir að liðið tapaði fyrir Esju á heimavelli í gær í æsilegum leik, 6:5. SA er þremur stigum fyrir ofan Björninn og á eftir leik við SR. Björninn á eftir leiki við Esju og SR og er með mun betri marka- tölu. Björninn ræður því eigin örlögum. »2 Örlögin ekki leng- ur í höndum SA „Ég einbeiti mér algjörlega að ÍBV um þessar mundir. Ef mér berast fyrir- spurnir eða tilboð að utan skoða ég það mál að loknu keppnistímabilinu í vor. En meðan keppnistímabilið stendur yfir hér heima ein- beiti ég mér algjörlega að því að ná sem bestum árangri með ÍBV,“ segir Theodór Sigur- björnsson, sem hefur far- ið á kostum með Eyja- mönnum í handbolta í vetur. »4 Einbeiti mér að því að ná árangri með ÍBV „Þegar nýi þjálfarinn tók við (Friðrik Ingi Rúnarsson) voru allir tilbúnir að heyra hvað hann hefði fram að færa og vinna með honum. Hann breytti áherslunum og eftir að við vorum all- ir komnir á sömu blaðsíðu þá small liðið saman. Við erum betra lið,“ seg- ir Amin Stevens, leikmaður Keflavík- ur, sem farið hefur á kostum í Dom- inos-deildinni í körfubolta í vetur. »2 Allir á sömu blaðsíðu og liðið small saman ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um 30 árum voru vídeó- leigur á hverju horni en nú eru þær ámóta algengar og hvítir hrafnar. Aðalvídeóleigan á Klapp- arstíg 37 í Reykjavík stendur enn undir nafni og Reynir Maríuson hefur staðið þar vaktina nánast í þrjá áratugi. „Er lífið ekki svolítið þannig að maður flýtur með straumnum nið- ur ána, svo kvíslast hún og fyrir einhverja tilviljun rennur maður í einhverja kvísl,“ segir Reynir spurður um hvers vegna hann hafi opnað vídeóleigu á sínum tíma. Leggur samt áherslu á að ævi- langur áhugi á kvikmyndum sé fyrst og fremst ástæðan. Hugsjónaeldur og stórt hjarta Aðalvídeóleigan hefur alltaf ver- ið opin frá klukkan þrjú á daginn til klukkan hálftólf á kvöldin. „Af- greiðslutíminn tekur mið af lífinu í miðbænum og hentar því vel,“ seg- ir Reynir. „Fólkið hérna er ekki mikið að æsa sig fyrir hádegi og rjúka út til að leigja myndir.“ Úrvalið í Aðalvídeóleigunni hef- ur alltaf verið mikið. Reynir segir að í byrjun hafi hann komið sér upp gríðarlega miklu safni af myndum á VHS-spólum. DVD hafi síðan tekið markaðinn yfir á ótrú- lega stuttum tíma. „Ég hef því þurft að koma mér upp safninu tvisvar en áherslurnar hafa lítið breyst,“ segir hann. Bendir á að hann hafi alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á svokallað heimsbíó (World Cinema), myndir frá ýms- um heimshornum, þekktar og óþekktar, bæði svonefndar költ- myndir, listrænar myndir, Holly- wood-myndir, seríur og fleira. „Ég er alls með rétt undir 30 þúsund titla, en í gamla daga var algengt að flottar leigur væru með þrjú til fimm þúsund titla.“ Reynir segir að Woody Allen sé vinsælasti leikstjórinn frá upphafi, en annars séu óskir viðskiptavina nánast jafnmargar og þeir séu. Því skipti öllu að vera með mikið úrval. Leigan er ekki í stóru rými og á bak við í afgreiðslu eru hilluveggir þaktir af gömlum VHS-spólum. „Það var fátt annað hægt að gera við spólurnar,“ segir Reynir. „Leigan sjálf er ekki stór en hug- myndin, hugsjónin og hjartað í henni er miklu stærra,“ heldur hann áfram. Hann segir að samkeppnin frá sjónvarpsstöðvum og símafyrir- tækjunum sé eðlileg, en ólöglega niðurhalið sé annars eðlis. „Það er gegndarlaust jafnt hér sem erlend- is. Þetta er miklu alvarlegra mál en fólk vill viðurkenna og vegna þessa tapast miklar tekjur og mikl- ir skattar.“ Ferðamenn leggja gjarnan leið sína í Aðalvídeóleiguna en fæstir til þess að leigja myndir. „Þeir líta fyrst og fremst á þetta sem safn, eru dolfallnir að enn skuli vera til vídeóleiga með svona mikið úrval,“ segir Reynir. „Fjórða kynslóð við- skiptavina er farin að mæta til okkar og önnur og þriðja kynslóð eru bara nokkuð algengar, en þetta er þó að verða ansi þungur róður. Vekja má athygli á því að kvik- myndahátíðir og annað tengt af- þreyingu hefur haft góðan aðgang að styrkjum og hjálp, sem við höf- um því miður ekki notið.“ Reynir segir að hugsjónaeld- urinn haldi sér gangandi. „Ég hef ógurlega gaman af þessu og hef sem betur fer aldrei orðið svo veik- ur að ég geti ekki mætt í Aðal- vídeóleiguna,“ segir Reynir, betur þekktur undir nafninu Aðal-Reynir. Með nær 30 þúsund titla Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalvídeóleigan Reynir Maríuson hefur staðið vaktina á Klapparstígnum nánast í þrjá áratugi.  Reynir og Aðal- vídeóleigan á Klapparstíg í 30 ár Safn Hilluveggir Aðalvídeóleigunnar eru þaktir af gömlum VHS-spólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.