Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Fyrir spennufíkla er þetta gaman,
það er ekki hægt að neita því. Ef við
fáum viku til viðbótar áður en loðnan
hrygnir þá næst loðnukvótinn,“ sagði
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað þegar rætt var við hann um
loðnuvertíðina um miðjan dag í gær.
Gunnþór lýsir vetrinum sem sér-
stakri rússibanareið og þá vísar hann
til þess að lengi vel var ekki útlit fyrir
að íslensk skip fengju að veiða loðnu
vegna bágs ástands veiðistofnsins.
Tekist hafi að fá Hafrannsóknastofn-
un til að gera lokatilraun í mælingum
á stofninum í byrjun febrúar í sam-
vinnu við útgerðina. Niðurstaðan
leiðangursins leiddi til þess að kvóti
íslenskra skipa var 14. febrúar auk-
inn úr rúmum 12 þúsund tonnum í
rúmlega 196 þúsund tonn.
Heildarverðmæti þess afla er áætlað
um 17 milljarðar króna.
Mikill sprettur
að ná þessum afla
Þegar ákvörðun um kvótann lá
fyrir stóð verkfall sjómanna enn, en
skipin héldu úr höfn um leið og
samningar höfðu verið samþykktir
20. febrúar. Ljóst var að mikill
sprettur yrði við að ná þessum afla
og það krefðist mikillar skipulagn-
ingar.
„Það hefur verið gríðarlega mikið
púsl og skipulag að fá þetta allt til að
ganga upp,“ segir Gunnþór. „Menn
eru búnir að sitja yfir alls konar töl-
um allan sólarhringinn í einhverja
daga. Við erum búnir að raða niður
löndunum út vikuna í kreistingu, en
það er ekki búið að veiða allan þann
fisk ennþá. Við ákveðum hvenær
skipin mega byrja að veiða í Breiða-
firðinum og hvenær þau eiga að vera
mætt í Neskaupstað til löndunar, það
er reynt að láta þetta falla saman
með ferskleika hrognanna í huga.
Skip hafa þurft að stoppa á mið-
unum og bíða eftir að fá að byrja
veiða, það hefur reynt á taugar skip-
stjóranna að liggja á flekknum og fá
ekki að kasta. Ég reikna með að aðrir
séu að leggja þetta svipað upp það
eru allir að reyna að stýra þessu eins
vel og þeir framast geta.“
Auk kraftmeiri loðnugöngu heldur
en mörg síðustu ár og einstaks veð-
urs á þessum árstíma þegar allra
veðra getur verið von nefnir Gunn-
þór vana sjómenn, öflug skip og veið-
arfæri og í landi hafi afkastageta í
frystingu aukist mikið. „Þar er dug-
mikið fólk sem tekur á móti aflanum
og kemur honum í verðmæti. Þetta
er ein virðiskeðja sem verður aldrei
sterkari en veikasti hlekkurinn,“ seg-
ir Gunnþór. Hann bendir á að burð-
argeta skipanna hafi aukist verulega
á síðustu árum. Fyrir ekki svo mörg-
um vertíðum hafi skipin verið komin
með fullfermi þegar 700-1100 tonn
voru komin í lestar. Nú beri skipin 2-
3000 tonn og meðferð afla sé betri og
fullkomnari en áður. Ekki sé nóg að
ausa kvótanum upp. „Eins og staðan
er núna þá snýst þetta um að vinna
hrogn úr loðnunni, auðvitað er það
svo, að hægt væri að veiða mun hrað-
ar og tryggja að kvótinn náist, en það
eru allir að reyna hámarka verðmæt-
in.“
Hrognamarkaðir mjög
viðkvæmir fyrir magni
Gunnþór telur að áætlun um 17
milljarða útflutningstekjur fyrir
loðnuafurðir geti verið nálægt lagi.
Hann segist þó hafa áhyggjur ef of
mikið verði framleitt af hrognunum,
sem eru verðmætasta afurðin.
„Það er verið að frysta hrogn á
Ljósmynd/Daði Ólafsson
Vertíð Bjarni Ólafsson AK að veiðum undan suðurströndinni í upphafi vertíðar og skriðjökullinn virðist innan seilingar. Myndirnar af loðnumiðunum eru teknar af skipverjum á loðnuskipum.
Góður tími fyrir spennufíkla
„Ef við fáum viku til viðbótar þá næst kvótinn,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar Sérstök rússibanareið í vetur Púsl og skipulag að fá þetta til að ganga upp
Ljósmynd/Gunnar Ingi Gíslason
Ísleifur VE Glaðbeittir skipverjar, frá vinstri: Sveinn Ásgeirsson, Árni Gunnarsson, Björn Stefán Arnarson, Jens
Sigurðsson og Halldór Ingi Guðnason. Í baksýn er Heimaey VE á siglingu, en skipin hafa verið fljót að fylla sig.