Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Hljómsveitin Nýdönsk fagnar 30 ára starfsafmæli í ár og vinnur nú að gerð hljómplötu sem verður hljóðrituð í Kanada og Íslandi á vormánuðum, skv. tilkynningu frá sveitinni. Á plötunni mun hún m.a. njóta fulltingis strengjasveitar. 23. september mun Nýdönsk svo halda „sannkallaða tímamótatónleika í Eldborgarsal Hörpu þar sem öllu verður tjaldað til“, eins og því er lýst í tilkynningu frá sveitinni. Þá er einnig sagt frá því að Ný- dönsk muni nýta sér hópfjármögn- unarsíðuna Karolina Fund til að fjármagna útgáfu plötunnar að hluta, þar sem nú séu breyttir tímar í hljómplötuútgáfu. Aðdáendum sveitarinnar muni því gefast tæki- færi til að kaupa mismunandi út- gáfusnið í forsölu og tryggja að platan komi út í september. Ný plata og tímamótatónleikar Þrítug Hljómsveitin Nýdönsk fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Hún ætlar að fjármagna næstu plötu að hluta með söfnun á Karolina Fund. Listahátíðin List í ljósi var haldin í annað sinn á Seyðisfirði 24. og 25. febrúar sl. en hátíðin er haldin til að fagna komu sólar. Tugir listamanna, bæði innlendra og erlendra, tóku þátt í hátíðinni og sýndu litrík ljós- verk sín víða um bæinn, eins og sjá má af meðfylgjandi ljósmyndum. Sesselja Hlín Jónasardóttir og Celia Harrison eru stofnendur hátíð- arinnar og segir Sesselja að hátíðin hafi verið einkar vel heppnuð. „Við fengum reyndar óveður á föstudeg- inum en laugardagurinn var algjör- lega fullkominn, stjörnubjart og norðurljósin létu sjá sig. Þetta var fullkominn dagur,“ segir hún. Spurð út í viðbrögð bæjarbúa seg- ir Sesselja að allir séu í skýjunum, hátíðin hafi heppnast það vel. Þá hafi blaðamaður frá ferðavefnum Lonely Planet sótt hátíðina í þeim tilgangi að skrifa um hana og verið frá sér numinn. Sesselja segir ákveðna áhættu fólgna í því að halda hátíð á þessum árstíma, þegar allra veðra er von og því hafi verið ákveðið að láta hana standa yfir í tvo daga. Veðrið hafi þó ekki sett strik í reikninginn hvað inniviðburði hátíðarinnar varðar. Meðal þeirra var systurhátíð List- ar í ljósi, kvikmyndahátíðin Flat Earth, sem hófst 20. febrúar og lauk 26. febrúar. Á henni voru sýndar 40 stuttmyndir, vídeóverk, hreyfi- myndir og heimildarmyndir eftir innlenda og erlenda listamenn. Sesselja segir hátíðina verða haldna aftur að ári og að allt stefni í að hún verði umfangsmeiri en sú sem haldin var í ár. Undirbúningur fyrir hana hefjist brátt. helgisnaer@mbl.is „Þetta var fullkominn dagur“  Seyðisfjörður baðaður litum og ljósi á List í ljósi  Óveður á föstudegi og norðurljós á laugardegi Tunga Abby Portner, sem hefur m.a. starfað með hljómsveitinni Animal Collective, bjó til stóra tungu á gamla skólann og varpaði á hann ljósverki. Ljósmyndir/Ómar Bogason Fegurð Seyðisfjörður skartaði sínu fegursta með ljóslistaverkum og norðurljósum á stjörnubjörtum himni. Hús Verk eftir listakonuna Hlín Lobsang sem nefnist „Húsið“. Á fjalli „Tonight we dream“ nefnist þetta verk eftir Elisu Artesero. Snjókorn Verkið „Each snowflake“ eftir listakonuna Elisu Artesero. TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. KRISTÍN JÚLÍUSDÓTTIR „Ég heiti Kristín og var ráðlagt að prófa geosilica vegna hármissis. Fékk nokkra skallabletti líklegast vegna áfalls og að vera 23 með skalla var ekki drauma aðstæðurnar! Fyrst leit þetta ekkert svakalega vel út þar sem hárið virtist ekki ætla að koma til baka. Ég byrjaði að taka þetta inn á hverjum degi og viti menn. Hárið byrjaði að vaxa á ógnarhraða! Ég er svo ánægð að þetta gerðist svona fljótt því læknarnir sögðu að kannski kemur það aftur kannski ekki og ekki til eitthvað úrræði sem er betra en annað. En geosilica fékk allavega hárið til þess að vaxa! Hér er smá fyrir og eftir myndir. “ • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.