Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 ✝ Jóhann Vilhjálmur Ólason fæddist 7. október 1956 á Akureyri. Hann lést á heimili sínu 16. febrúar 2017. Foreldrar Jó- hanns voru Hulda Jóhannsdóttir, f. 28.7. 1931, og Óli D. Friðbjarnarson, f. 29.10 1930, d. 15.5. 2013, bæði ættuð úr Hrís- ey. Systur Jóhanns eru Björg Óladóttir, f. 24.12. 1952, og Að- alheiður Óladóttir Helleday, f. 10.4. 1952. Jóhann útskrif- aðist úr sálfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1979 og eftir framhalds- nám í Danmörku vann hann þar, og á Íslandi, þar til sjúkdómur hans tók yfirráðin. Hann eignaðist þrjá syni: Ísak R. Jóhannsson, f. 25.10. 1972, d. 19.4. 2010, Óla D. Jóhannsson, f. 13.10. 1984, og Willy B. Olsen, f. 3.10. 1998. Útför Jóhanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 8. mars 2017, klukkan 13.30. Ég kom til Íslands átta ára gamall og fluttist í húsið skáhallt á móti Jóa, á Brekkunni á Ak- ureyri. Við lentum líka í sama bekk og fór svo að við umgeng- umst á hverjum degi fram að fermingaraldri. Við vorum óað- skiljanlegir og ákváðum að vera vinir alla ævi. Það er ekki nema u.þ.b. eitt ár síðan Jói sagði mér hvers vegna hann var svona fljótur að kynnast mér. Áður en ég kom í bekkinn var börnunum tilkynnt að brátt myndi koma drengur sem talaði mjög bjagaða íslensku og það mætti alls ekki gera grín að honum, hann væri mjög viðkvæmur fyrir stríðni. Jói gat ekki beðið eftir að kom- ast í tæri við slíkan dreng. Það var alltaf gaman að vera með Jóa, það brást ekki að hann gat fundið upp á einhverju skemmtilegu. Jói hafði t.d. upp- götvað hvernig mætti stoppa lyftu milli hæða í Amaróhúsinu og bauð nú vinum sínum óspart með sér í lyftuferð og stoppaði svo lyftuna milli hæða. Svo horfðum við Jói á hvernig fórn- arlömbin fylltust skelfingu og fengu kvíðakast þegar lyftan stoppaði. Síðar á ævinni átti Jói eftir að opna sálfræðistofu ein- mitt í Amaróhúsinu og með- höndla fólk við kvíða. Jói gerði allt sem honum datt í hug. Þegar hann var 14 ára var hann kominn á sjóinn. Hann sagði mér að mest gaman hefði honum þótt þegar þeir voru að stíma í land með drekkhlaðið skip í vondum veðrum og skipið tók djúpar dýfur og var lengi að keyra sig upp aftur. Þá hafi allir Jóhann Vilhjálmur Ólason Amma mín, Kristjana, oftast kölluð amma Lilla, hefur nú kvatt heiminn, en hún var stór partur af mínum, sérstaklega á uppvaxt- arárunum, þegar foreldrarnir, sem oft voru uppteknir af fjöl- skyldurekstrinum, fengu ömmu til að sjá um drenginn. Ég og amma minntumst þess oft á síð- ari árum, með bros á vör, hvernig hún dró litla André sinn um alla Hveragerði á snjósleðanum, því- líkur kraftur var í henni að gera það á efri árum. Eitt var nú skiptið sem for- Kristjana Bjarg- mundsdóttir Mellk ✝ KristjanaBjargmunds- dóttir Mellk fædd- ist 29. desember 1925. Hún lést 3. febrúar 2017. Kveðjuathöfn fór fram í kyrrþey 16. febrúar 2017 að ósk hinnar látnu. eldrarnir höfðu far- ið í burtu og hún kom að passa, og við fórum út í göngutúr, en þegar komið var aftur að húsinu kom í ljós að amma hafði gleymt húslyklun- um í eldhúsinu áður en út var haldið í göngutúrinn, þá dó amma Lilla sko ekki ráðalaus, heldur gekk í kringum húsið til að finna leið inn, eldhúsglugginn varð fyr- ir valinu, sá gluggi var nánast í lofthæð í minningunni, og þar í gegn var barnabarninu, sem var í kringum fimm ára aldurinn, troð- ið, það lenti á höndunum á eld- húsborðinu og þaðan fann það leið sína niður á gólf og gat svo opnað útidyrahurðina. Á sama tíma var ég einhvern tíma hjá ömmu á Kirkjuteignum og eins og oft áður og síðar þá fékk ég að kveikja upp í arninum, þá þurfti alltaf að hafa mikla að- gát en eitt skiptið vildi svo til að ég lagði óvart frá mér heitan skörunginn á gólfteppið, sá strax að það voru mistök, tók hann upp og lagði hann frá mér á flísarnar fyrir framan arininn, hljóp ég svo beinustu leið inn í eldhús til að ná í vatnsglas og hellti á blettinn. Sem betur fer varð ekki mikill eldur vegna þessa en gólfteppið varð svart í nákvæmri eftirmynd skörungsins. Þetta varð svo að smá leyndarmáli milli mín og ömmu, sem foreldrarnir fengu ekki að vita af, svo ég muni, frek- ar en gluggaatvikinu, fyrr en a.m.k. áratug síðar, þegar ein- hver tók eftir blettinum á gólf- teppinu. Þær voru ótaldar helgarnar þar sem maður var sendur til Reykjavíkur einn með rútunni og sóttur af ömmu á BSÍ, það voru alltaf skemmtilegar helgar, því þá fékk maður kókópuffs í morg- unmat, sem var sko ekki siður heima. Þá var líka oft rölt niður að Dónald myndbandaleigunni til að leigja mynd til að horfa á, sem oftar en ekki voru James Bond- myndir. Hvað einkenndi svo ömmu Lillu? Hún amma var alltaf hjartahlý og sá vel um barna- börnin sín. Amma hafði það líka fyrir sið að þegar maður hitti hana eða var að kveðja að kyssa tvisvar, einu sinni á hvora kinn, og svo stórt faðmlag fyrir eða eft- ir á, Það þótti henni ömmu Lillu „proper“. Hún hafði líka einstaka kímnigáfu og það var alltaf stutt í hláturinn og mér fannst það ynd- islegt að heyra sögur frá hjúkr- unarheimilinu Bergi í Bolungar- vík, þar sem amma dvaldi undir lokin, um hversu vel hún féll í kramið og hvernig hinir gestirnir og starfsfólkið fékk að njóta húm- orsins í ömmu. Ég vil þakka þeim öllum sérstaklega fyrir hversu vel þau sáu um ömmu síðustu sporin. Amma Lilla skilur eftir sig stórt gat í lífi okkar, þar sem kær minning hennar dvelur. André Berg Bragason. Elsku Snæja er farin frá okkur. Þessi yndislega kona var söngkennarinn minn í Söngskólanum í Reykjavík og mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Ég þekkti Snæju ekkert áður en hún byrjaði að kenna mér, en fannst hún strax svo smitandi skemmtileg og full af orku að ég komst alltaf í söngstuð um leið og við byrjuðum að vinna. Hún var óþreytandi í að hvetja mig áfram, láta mig syngja við alls konar tækifæri, kynna mig fyrir góðu fólki og fallegri tónlist. Hún talaði ekki bara um söngtækni og verkefnaval held- ur líka um hvernig starf það er að vera atvinnusöngvari, hversu mikilvægt það er að trúa á sjálf- an sig og umfram allt að gleyma aldrei gleðinni sem felst í því að syngja og miðla henni áfram. Þegar ég var komin í fram- haldsnám til Þýskalands og seinna farin að vinna sem óp- erusöngkona, voru það þessar ráðleggingar Snæju sem hjálp- uðu mér mest. Að hafa gaman af því að syngja og trúa á sjálfa mig. Snæja var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Ég fór stundum í söngtíma til hennar Snæbjörg Snæbjarnardóttir ✝ Snæbjörg Snæ-bjarnardóttir fæddist á Sauð- árkróki 30. sept- ember 1932. Hún lést 16. febrúar 2017. Útför Snæbjarg- ar Snæbjarnar- dóttur fór fram 3. mars 2017. þegar ég var á Ís- landi og alltaf var hún jafn yndisleg, uppbyggjandi og skemmtileg, og spilaði á píanóið af sama krafti og áður. Hún fylgdist vel með nemendum sínum, mætti á tón- leika og óperur eins og henni var unnt og það var góð til- finning að sjá hana sitja úti í sal, glæsilega og unga í anda. Elsku Snæja mín, ég þakka þér fyrir leiðsögn, vináttu og skemmtilegheit og held áfram að syngja fyrir þig svo lengi sem ég lifi. Þín Hanna Dóra. Snæja var fyrsti söngkennar- inn minn. Þrettán ára gömul og óviss um eigin getu og hæfileika, ef ekki tilverurétt líka, mætti ég til hennar í minn fyrsta söng- tíma. Í Tónlistarskóla Garða- bæjar tók Snæja á móti mér opnum örmum svo dásamlega opin og jákvæð. Næstu árin tók hún það staðfastlega að sér að byggja mig upp og sannfæra mig um eigið ágæti, ekki bara í söng heldur sem ákveðið lífs- nesti fyrir óöruggan unglinginn. Ég á henni gífurlega mikið að þakka. Hún var miklu meira en söngkennari fyrir mér og á stór- an þátt í því að síðar lagði ég tónlistina fyrir mig. Rödd söngvarans er einhvern veginn mun meira en hljóðfæri, í söng opnar fólk oft inn í sál sína. Að fyrirmynd tímanna með Snæju hef ég reynt að tileinka mér að vera „Snæja“ minna nemenda, byggja upp, hvetja og hlusta. Ég hef nokkrum sinnum talað um hana undanfarið í þessu samhengi og þykir miður að hafa ekki hitt hana aftur eftir að leið mín í tónlistarnámi lá annað. Takk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning stórkost- legrar konu. María Magnúsdóttir. Þú gafst mér gjöf og gjöfin var söngur. Við Snæja hittumst fyrst haustið 2000 þegar ég hóf störf sem píanókennari við Tónlistar- skóla Garðabæjar. Við urðum fljótt bestu vinkonur með til- heyrandi glensi og hlátrasköll- um. Svo gerðist það einn daginn, síðar þennan vetur, að þú spurð- ir mig hvort ég væri laus klukk- an þrjú. „Já, heyrðu, það var einn nemandi að afboða sig bara rétt í þessu.“ „Ok, við hittumst þá.“ Klukkan varð þrjú. „Eigum við að byrja,“ spurðir þú. „Byrja hvað,“ svaraði ég. „Komdu.“ Þú leiðir mig inn ganginn og framhjá stofunni minni. Ég segi: „Hvað, ætlaðir þú ekki að fá lán- aða stofuna mína?“ „Nei, þú ert að fara að syngja!“ „Ha?“ Þar með var það ákveðið og stendur enn 16 árum síðar. Söngtímarnir voru gefandi og einkenndust af mikilli gleði og krafti. Í verkefnavali var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Það þótti mér alls ekki leiðinlegt. Glæsilegustu arí- ur óperubókmenntanna sem ég hafði svo oft heyrt og séð á sviði voru sungnar. Fallegustu ís- lensku sönglögin voru sungin, þó flest eftir Eyþór Stefánsson og Sigvalda Kaldalóns. Blæbrigða- ríkustu ljóðasöngvarnir voru sungnir. Og já, Snæja mín … maður verður bara að „drullu- hakkast og juggubuggast í gegnum þetta“ eins og þú sagðir svo oft. Við fórum á tónleika saman. Við skemmtum okkur saman. Héldum partý fyrir söngdeildina í bústaðnum þínum í Eyrarskógi saman. Fórum á trúnó saman. Sungum saman. Fórum á Odd- fellowfundi saman. Fórum í ófá- ar skemmtiferðir út á land í rútu, sitjandi saman með Jager og Gammel dansk á kantinum. Já, það var alltaf gaman, bara gaman. Árið 2006 leiddir þú mig inn í stúkuna þína, Rebekkustúku nr. 10, Soffíu, og veittir mér aðgang að því mikla mannúðarstarfi sem unnið er í Oddfellowregl- unni. Þar eignaðist ég margar dásamlegar systur. Mikið þótti mér gaman að ganga inn í salinn þegar fundir hófust, hönd í hönd með jafn glæsilegri konu og þér. Þú varst mín gæfa. Gjöfina sem þú gafst mér mun ég varð- veita. Sömu gjöf sem þú gafst svo ótalmörgum öðrum. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti og dýrmæt minn- ing um stórbrotna konu. Ég votta aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Sigríður Freyja Ingimarsdóttir. Elsku Snæja mín, núna þegar þú ert farin er svo erfitt að finna orðin, stór engill með mikið vænghaf er floginn frá okkur inn í dýrðina, í eilífan söng og fegurð þar sem Kaj tekur á móti þér með opinn faðminn. Ég mun sakna þess að heyra ekki „Góðan daginn og glaðan haginn“, fá kökur og með’í við eldhúsborðið í Fellsmúlanum, þar sem ég var ávallt velkomin. Þú varst söngmamman mín og minn fyrsti kennari og þú reyndist mér best af öllum. Ég sakna þess að „juggubuggast“ og „drulluhakkast“ og syngja með hjartanu af lífi og sál. Svo þegar ég hitti þig hinum megin höldum við áfram að syngja og ég fæ söngtímann sem ég var búin að panta hjá þér stuttu áður en þú tókst flug- ið og breiddir út stóru vængina þína inn í eilíft sólarlag, elsku besta Snæja mín. Ég þakka þér fyrir vináttuna og kærleikann sem þú sýndir mér, alla söngtímana og ferða- lögin okkar um allar koppa- grundir – og þar var sko ekkert slegið af og alltaf mikið stuð. Góður Guð geymi fjölskyld- una þína. Hví drúpir laufið á grænni grein? Hví grætur lindin og stynur hljótt? Hví glampar daggir á gráum stein, sem grúfi yfir dalnum þögul nótt? Ég veit hvað þú grætur litla lind: Langt er síðan hún hvarf þér frá; hún skoðar ei framar fallega mynd í fleti þínum með augun blá. (Hulda) Þín vinkona Hlíf. Snæbjörg vinkona mín, frænka og Oddfellowsystir er fallin frá. Snæbjörg hlaut í vöggugjöf einstakar náðargáfur ásamt dásamlegri skaphöfn. Glæsileg var hún líka með kol- svarta hárið, bláu augun og bjarta hlýja brosið. Alltaf samt grunnt á prakkarasvipnum. Hún var elskuð af öllum og gleðigjafi hvar sem hún fór. Hún fæddist fyrir ofan bak- aríið á Króknum, aðeins mánuði eftir andlát föður síns. Eldri systkini hennar voru Ólöf, Geir- laug, Eva, Gígja og Sigurgeir. Móðir þeirra giftist aftur, Guð- jóni bakara, og eignuðust þau hjón þrjú börn til viðbótar, Elmu, Birnu og Gunnar. Heimili Ólínu og Guðjóns var annálað menningarheimili þar sem háir sem lágir voru ávallt velkomnir og kræsingar ekki skornar við nögl. Ung að árum hóf Snæja að leika í skólaleikritum og tólf ára söng hún fyrst einsöng opinber- lega. Sextán ára gömul fluttist hún til Reykjavíkur og hóf söng- nám hjá Sigurði Birkis, síðan hjá Sigurði Demetz Franzsyni og frú Maríu Markan. Allan námstímann í Reykjavík söng hún í Dómkórnum undir stjórn Páls Ísólfssonar sem og í Þjóð- leikhúskórnum. Tuttugu ára að aldri hélt Snæbjörg utan til náms í Salzborg og Vínarborg og lærði söng og kórstjórn. Að loknu námi var henni boðið að syngja við La Scala-óperuna í Mílanó og við Vínaróperuna en þekktist hvorugt boðið. Heima á Íslandi beið hennar ástin og fjöl- skyldan svo að hún sneri aftur. Snæbjörg stóð á sviði Þjóðleikhússins og síðan Ís- lenzku óperunnar sem einsöngv- ari, en þekktust er hún samt fyrir störf sín sem kennari og söngstjóri. Hún stofnaði Skagfirzku söngsveitina og stjórnaði henni árum saman. Auk fjölmargra konserta sem söngsveitin hélt í Reykjavík fór hún í ótal tón- leikaferðir innanlands og einnig tvívegis til Kanada. Söngsveitin gaf út tvær hljómplötur, 1975 Heill þér Drangey og 1980 Létt í röðum. Síðar stofnaði Snæbjörg Söngsveitina Drangey og einnig Söngsveit Oddfellowa sem starf- aði með glæsibrag um nokkurra ára skeið. Þegar Tónlistarskóli Garðabæjar var stofnaður var Snæbjörg ráðin til að skipu- leggja og stjórna söngdeild skól- ans. Kenndi hún þar í þrjátíu ár. Einnig kenndi hún fjölda manns við Söngskólann í Reykjavík og svo líka heima í stofu og hafa margir nemenda hennar gert garðinn frægan. Söngkennsla og stjórn söng- sveitanna var samt sem áður að- eins aukastarf hjá Snæbjörgu. Hún og eiginmaður hennar, Kaj Jörgensen, d. 2010, ráku þrjár verzlanir í Reykjavík, fyrst Bók- hlöðuna, síðan matvöruverzlan- irnar Snæbjörgu á Bræðraborg- arstíg og Skerjaver í Skerjafirði. Ævintýraland fjölskyldunnar var sumarbústaðurinn Snætind- ur í Eyrarskógi. Þar hétu feg- urstu lundirnir eftir uppáhalds- tónskáldunum hennar. Þar dvaldi hún á sumrum ásamt barnabörnum sínum og kenndi þeim – að syngja! Síðustu árin stjórnaði hún kór eldri borgara í Mörk. Ávallt gef- andi – öllum góð. Nú stjórnar hún fegursta kórnum á himnum. Farðu í friði, elsku Snæja mín, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona, frænka og Odd- fellowsystir, Kristín Sveinsdóttir. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir fallega vináttu og leiðsögn Snæ- bjargar Snæbjarnardóttur, söngkennara míns. Minningarn- ar eru margar og ljúfar en þrjá- tíu og fimm ár eru síðan leiðir okkar Snæju lágu saman er ég hélt á vit listagyðjunnar aðeins sautján ára gömul og hóf söng- nám við Tónlistarskóla Garða- bæjar. Snæja var kennari af guðs- náð. Listfengi hennar, næmi og hlýja náði ætíð að laða fram það besta í hverjum og einum nem- enda. Hún helgaði sig söng- kennslu og kórstjórn alla tíð og náði þar einstökum árangri. Snæja var sannur listamaður sem ætíð leitaðist við að skila sínu allra besta og þess nutu söngnemendur hennar og kór- fólk, jafnt ungir sem aldnir. Eft- irminnileg er glæsileg „spinto“ sópranrödd hennar sem heillaði mig frá fyrsta tóni, þétt, hlý og flauelsmjúk – sannkölluð heims- rödd. Snæja var glæsileg kona, dökk yfirlitum, svipmikil og það var yfir henni mikil reisn. Það var sjaldan lognmolla í kringum Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.