Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Norræn kvikmyndahátíð hefst í Norræna húsinu í dag og stendur yfir í viku, til 15. mars. Aðgangur að sýningum er ókeypis (frímiða má nálgast á heimasíðu Norræna hússins, www.norraenahusid.is) og eru allar kvikmyndirnar sýndar með enskum texta. Markmið hátíð- arinnar er að gefa Íslendingum tækifæri til að sjá breitt úrval vandaðra kvikmynda og kynna það nýjasta í norrænni kvikmynda- gerð, hvetja til umræðu og eiga góðar stundir saman, eins og segir í tilkynningu en samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norður- landanna á íslandi. Kvikmyndaveislan hefst í kvöld kl. 19 með sýningu á opnunar- mynd hátíðarinnar, hinni norsku Tusen ganger god nat eftir leik- stjórann Erik Poppe en með aðal- hlutverk í henni fara Juliette Bin- oche og Nikolaj Coster-Waldau. Leikstjórinn er einnig einn hand- ritshöfunda og er handritið byggt á reynslu hans af því að starfa sem stríðsljósmyndari á sjöunda áratugnum. Á föstudaginn, 10. mars, munu tveir áhugaverðir heimild- armyndaleikstjórar svara spurn- ingum gesta að loknum sýningum. Kl. 17 verður sýnd heimild- armyndin Dugma: the Button eftir hinn norska Pål Refsdal. Hún fjallar um unga menn sem hafa ákveðið að fórna lífi sínu fyrir al- Kaída í Sýrlandi. Refsdal er um- deildur, áhugaverður leikstjóri og fyrrverandi blaðamaður fyrir norska herinn, segir í tilkynningu og að árið 2009 hafi hann verið tekinn til fanga af talibönum og tekið upp íslamstrú. Hann hafi unnið með og fjallað um fjölda uppreisnarhópa um allan heim. Kl. 20 verður svo sýnd heimild- armyndin BUGS eftir danska kvikmyndagerðarmanninn Andr- eas Johnsen. Í henni ferðast hann um heiminn með hópi sérfræðinga og kynnir sér venjur og hefðir í skordýramatargerð. Johnsen situr fyrir svörum að lokinni sýningu. Fjöldi mynda verður sýndur á hátíðinni og þá einnig fyrir börn, m.a. norsk teiknimynd eftir leik- stjórann Suzie Templeton sem byggð er á tónlistarævintýri Ser- gei Prokofiev, Pétur og úlfurinn, frá árinu 1936. Hún hlaut Óskars- verðlaun árið 2008 sem besta teiknimyndin í flokki stuttmynda. Upplýsingar um allar myndir há- tíðarinnar má finna á vef Norræna hússins, nordichouse.is. Foreldrar Úr kvikmyndinni Forældre sem sýnd verður á hátíðinni. Søren Malling hlaut verðlaun danskra kvikmyndagagnrýnenda, Bodil, sl. helgi fyrir túlkun sína á Kjeld í kvikmyndinni. Hér sést hann með leikkonunni Miri Ann Beuschel í myndinni en Beuschel leikur eiginkonu Kjeld, Vibeke. Breitt úrval vand- aðra kvikmynda  Kvikmyndahátíð í Norræna húsinu Tónlistarævintýri Úr teiknimynd- inni norsku um Pétur og úlfinn. Bandaríski rapp- tónlistarmað- urinn sem kallar sig Chance the Rapper og hreppti þrenn Grammy- verðlaun á dög- unum hefur ákveðið að gefa grunnskólum í heimaborg sinni, Chicago, eina milljón dala, um 108 milljónir króna. Þegar Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú í Bandaríkjunum, frétti af gjöfinni skrifaði hún á samfélags- miðla að Chance væri gott dæmi um máttinn sem fælist í listmenntun. Chance gaf féð nokkrum dögum eftir að hann átti fund með ríkis- stjóra Illinois, Bruce Rauner, til að ræða fjársvelti almenningsskóla í ríkinu. Rauner stöðvaði lagafrum- varp sem gerði ráð fyrir 215 millj- óna dala aukaframlagi til grunn- skólanna og flutti féð þess í stað í eftirlaunasjóði opinberra starfs- manna. Chance gefur grunnskólum milljón dali Chance the Rapper Tónlistardeild Listaháskóla Íslands býður í dag, miðvikudag, kl. 16.30 til 18, til málþings um tónlistar- ferðamennsku. Fer það fram í Sölv- hóli, tónleikasal LHÍ á horni Klapp- astígs og Skúlagötu. Aðalgestur málþingsins er Barry Cheesman en hann er einn eigenda ferðaskrifstofu sem sérhæfa sig m.a. í ferðum fyrir áhugafólk um sí- gilda tónlist. Aðrir gestir eru þau Örvar Már Kristinsson, leið- sögumaður og óperusöngvari, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, pí- anóleikari og óperustjóri Íslensku óperunnar. Málstofustjóri er Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðjunkt við LHÍ og leiðsögumaður. Málþing um tónlistarferðamennsku Óperustjórinn Steinunn Birna Ragn- arsdóttir er einn gesta málþingsins. Wolverine er búinn að eldast, heilsu hans hef- ur hrakað, hann býr við stöðuga verki, og á við drykkjuvandamál að stríða. Logan er að nið- urlotum kominn en þarf að hugsa um hinn heilsulitla Prófessor X þar sem þeir fela sig nærri landamærum Mexíkó. Metacritic 75/100 IMDb 9,0/10 Laugarásbíó 17.15, 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.45 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.45 Smárabíó 16.30, 16.50, 19.30, 19.50, 22.30, 22.45 Háskólabíó 18.00, 21.10 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Logan 16 A Dog’s Purpose 12 Hundur reynir að finna tilgang með lífinu, í gegnum nokkur æviskeið og nokkra eig- endur. Metacritic 43/100 IMDb 4,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 The Lego Batman Movie Það er ekki nóg með að Batman þurfi að kljást við glæpa- mennina í Gotham borg, held- ur þarf hann að ala upp dreng sem hann hefur ættleitt. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 17.40 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.40 Sambíóin Akureyri 17.40 La La Land Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.20 Fifty Shades Darker 16 Metacritic 32/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Egilshöll 22.15 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 17.30 xXx: Return of Xander Cage 12 Metacritic 42/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Sambíóin Egilshöll 22.40 Gamlinginn 2 IMDb 6,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Hidden Figures Háskólabíó 18.30 Split 16 Metacritic 62/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 22.30 Smárabíó 20.00, 22.40 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 20.00 Fist Fight 12 Metacritic 37/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 22.20 Manchester by the Sea 12 Lee er skyldaður til að snúa heim og hugsa um yngri frænda sinn. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 96/100 IMDb 8,1/10 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30 The Space Between Us Metacritic 33/100 IMDb 6,5/10 Smárabíó 17.10, 20.00 Gold 12 Metacritic 49/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 20.00 Rings 16 Metacritic 25/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Smárabíó 17.30, 22.45 Háskólabíó 18.10 John Wick: Chapter 2 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 8,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.40 T2: Trainspotting 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,9/10 Smárabíó 20.15, 22.50 Moonlight Morgunblaðið bbbbn Metacritic 99/100 IMDb 8,2/10 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 Rogue One: A Star Wars Story 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Rock Dog Útvarp dettur af himnum of- an og beint í hendurnar á tíbetskum Mastiff risahundi. Metacritic 49/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 18.00 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Stóra stökkið IMDb 6,9/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.40, 17.50 Syngdu Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 15.15 Vaiana Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.10 Toni Erdmann Morgunblaðið bbbbm Metacritic 94/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 18.00 Paterson Morgunblaðið bbbbb Metacritic 90/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 Kate Plays Christine Fréttakonan Christine Chub- buck fyrirfór sér í beinni út- sendingu árið 1974. þegar Kate Lyn Sheil undirbýr sig fyrir að leika hana 40 árum síðar reynist erfitt að grafa upp heimildir um hana. Metacritic 75/100 IMDb 6,4/10 Bíó Paradís 22.30 The Salesman Emad og Rana eru ungt par sem leika aðalhlutverkin í uppfærslu á leikriti Arthur Miller, Dauði sölumanns. Metacritic 86/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 22.00 Una Una kemur í vinnuna til Ray til þess að gera upp sam- bandið sem þau áttu í mörg- um árum áður. Metacritic 68/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 18.00 Elle/Hún Morgunblaðið bbbbb Metacritic 89/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.30 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.