Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Horft út um glugga Auður Lóa Breiðfjörð er athugul stúlka, forvitin um flest sem fyrir augu hennar ber og hér sér hún eitthvað spennandi út um glugga veitingastaðarins Mandi í Veltusundi. Eggert Mikill meirihluti Ís- lendinga er áhrifalaus eða áhrifalítill þegar kemur að því hvernig stórum hluta launa þeirra er ráðstafað og hvernig búið er í hag- inn fyrir eftirlauna- árin. Fæstir geta valið lífeyrissjóð nema þeg- ar kemur að séreign- arsparnaði og það er undantekning ef sjóðsfélagar eiga þess kost að hafa áhrif á það hverjir setjast í stjórn viðkomandi lífeyrissjóðs. Pétur heitinn Blöndal, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, var baráttumaður fyrir lýðræðisvæð- ingu lífeyrissjóðanna. Fáir ef nokkrir þingmenn höfðu betri og dýpri skilning á mikilvægi lífeyr- issjóðanna fyrir launafólk og efna- hagslífið allt. Þeir voru (og eru) ekki margir utan þings með meiri þekkingu en Pétur Blöndal. Þrisvar sinnum lagði Pétur fram frumvarp um aukið lýðræði í líf- eyrissjóðunum. Fyrst árið 2011, þá 2012 og loks 2015. Í þriðja skiptið voru 16 meðflutningsmenn úr öll- um flokkum nema Vinstri grænum. Eftir að Pétur féll frá tók Guð- laugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp og lagði fram að nýju undir lok árs 2015, ásamt fleirum. Í greinargerð sagði Pétur meðal annars: „Miklu varðar að stjórnir sjóð- anna hafi skýrt umboð og skýra ábyrgð gagnvart þeim, sem eiga réttindin sem féð á að tryggja. Þannig er komið í veg fyrir áhættutöku og önnur sjónarmið en örugga ráðstöfun fjár sjóð- félaga.“ Bent var á mik- ilvægi þess að „þeir sem hafa beina hags- muni af ávöxtun þessa fjár, þeir sem eiga réttindin sem fénu er ætlað að tryggja, þ.e. sjóðfélagarnir, komi beint að kosningu stjórna lífeyr- issjóða“: „Það leiðir líka til ábyrgari stjórnunar og ráðstöfunar fjár, þegar stjórnin þarf að svara sjóð- félögunum, eigendunum, einu sinni á ári fyrir aðgerðir sínar. Það leið- ir svo aftur til betri arðsemi fyrir atvinnulífið í heild. Þess vegna er þetta frumvarp svo mikilvægt, en jafnframt mun það rekast á mikla hagsmuni þeirra sem núna sitja í stjórnum sjóðanna og þeirra sem skipa fólk í stjórnir lífeyrissjóð- anna.“ SA og ASÍ á móti breytingum Í huga Péturs var mikilvægt að launafólk fengi allar upplýsingar um verðmæti þeirra réttinda sem það hefði aflað sér með greiðslu í lífeyrissjóð og verðmæti þeirrar eignar sem að baki réttindunum standa: „Þá kann skilningur fólks á gildi lífeyrissjóðsins síns að vaxa og jafnframt ósk um að hafa áhrif á hverjir stjórna og ráðstafa því mikla fé og hagsmunum sjóðfélaga, þ.e. heimilanna.“ Þegar Pétur lagði frumvarpið fram í fyrsta skipti kom það ekki til umræðu í þingsal og heldur ekki í annað skiptið. Árið 2015 var ein umræða og frumvarpinu var vísað til efnahags- og viðskipta- nefndar en var ekki afgreitt þar. Eftir að Pétur féll frá og Guð- laugur Þór tók málið upp óskaði efnahags- og viðskiptanefnd eftir umsögnum frá 19 aðilum. Aðeins fjórir skiluðu umsögn. Alþýðusamband Íslands, Lands- samtök lífeyrissjóða og Samtök at- vinnulífsins lögðust eindregið gegn þeim breytingum sem fólust í frumvarpinu. Andstaðan kom ekki á óvart og ekkert bendir til að af- staða forystumanna vinnumark- aðarins hafi breyst. Þar ganga þeir hins vegar ekki í takt við yfirgnæf- andi meirihluta launafólks. Meirihlutinn vill valfrelsi Fréttablaðið greindi frá því síð- astliðinn mánudag að samkvæmt skoðanakönnun sem Samtök um betri lífeyrissjóði lét gera vildu 97% landsmanna hafa frelsi til að velja sér lífeyrissjóð óháð stétt- arfélagi. Litlu færri, eða 95%, telja rétt að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna með svipuðum hætti og Pétur Blöndal barðist fyr- ir. Árið 2001 lagði Hjálmar Árna- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, fram frumvarp um valfrelsi í lífeyrissjóðum. Pétur Blöndal var meðflutningsmaður ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Jónínu Bjartmarz. Frumvarpið, sem náði ekki fram að ganga, gerði ráð fyrir að launafólk væri „frjálst að velja sér sjóð til að greiða í enda stand- ist sjóðurinn allar almennar kröfur og skilyrði um rekstur lífeyr- issjóða“. Krafan um að launafólk komi með beinum hætti að því að móta stefnu lífeyrissjóðanna og hafi áhrif á það hverjir veita þeim for- ystu er skýr og vandséð er hvernig aðilar vinnumarkaðarins geti leyft sér að virða þá kröfu að vettugi. Slíkt leiðir aðeins til aukinnar tor- tryggni, vantrausts og óánægju. Samtök atvinnulífsins og forystumenn verkalýðsfélaga standa frammi fyrir tveimur kost- um. Annars vegar að standa fast gegn breytingum og auknum áhrif- um sjóðsfélaga og hins vegar að hafa forystu um að móta nýja um- gjörð um lífeyrissjóðina, þannig að sjóðsfélagar taki með beinum hætti þátt í að móta stefnuna, kjósa stjórnir og hafi frelsi til að velja lífeyrissjóð. Verði síðari kost- urinn fyrir valinu er líklegt að auk- in sátt verði um lífeyrissjóðina, um leið og staðið er vörð um öflugt líf- eyriskerfi og samtryggingar- hlutverk þess. Eitruð blanda Krafan um aukið lýðræði innan lífeyrissjóðanna verður að líkindum háværari eftir því sem umsvif sjóð- anna verða meiri. Heildareignir sjóðanna námu 3.514 milljörðum króna um síðustu áramót, eða um 145% af vergri landsframleiðslu. Þannig eru lífeyrissjóðirnir stærri en íslenska hagkerfið. Og um völd- in verður ekki deilt. Í viðtali við Morgunblaðið síðast- liðinn laugardag sagðist Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafa „miklar áhyggjur af því að líf- eyrissjóðirnir séu orðnir jafnfyrirferðarmiklir í íslensku at- vinnulífi og þeir eru í dag“: „Þeir eru komnir með milli 40 og 50% af öllum skráðum hluta- bréfum og eru orðnir mjög fyrir- ferðarmiklir víða annars staðar, bæði í óskráðum félögum og alls kyns sjóðum. Þeir eru í raun og veru leiðandi og berandi fjárfestar víðast þar sem eitthvað er að ger- ast nýtt í íslensku atvinnulífi í dag.“ Áhyggjur forsætisráðherra eru réttmætar. Lífeyrissjóðirnir eru komnir í ráðandi stöðu í íslensku atvinnulífi. Hættan er sú að völdin séu að safnast saman á hendur fárra sem halda um flesta taumana í stærstu fyrirtækjum landsins, allt frá bönkum til matvöruverslana, frá fjölmiðlum til flugfélaga, fjar- skiptum til sjávarútvegs. Til verð- ur eitruð blanda krosseigna- tengsla, þar sem raunverulegir eigendur fjármagnsins – launafólk – hafa lítil og jafnvel engin áhrif. Slíkt er óheilbrigt, óréttlátt og gengur gegn öllum hugmyndum okkar um lýðræði. Eftir Óla Björn Kárason »Krafan um að launafólk komi með beinum hætti að því að móta stefnu lífeyris- sjóðanna og hafi áhrif á það hverjir veita þeim forystu er skýr. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Valfrelsi í lífeyrismálum og aukið lýðræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.