Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Þetta er jákvætt og lifandi samfélag umvafið stórbrotinni nátt-úru,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, en hún á50 ára afmæli í dag. „Við erum mjög vel í sveit sett hvað varðar
ferðaþjónustu og hún er orðin okkar stærsti atvinnuvegur og afleidd
störf tengd henni. Í ár gerum við ráð fyrir að ein milljón ferðamanna
heimsæki sveitarfélagið.“
Margir heimamenn hafa byggt myndarlega upp í afþreyingu og
gistingu. „Talsverðar byggingaframkvæmdir standa yfir á vegum
einkaaðila og einnig sveitarfélagsins. Hér eins og víða annars staðar
vantar sárlega íbúðarhúsnæði og við reynum að bregðast við því eins
og við getum. ,,Við njótum góðs af vextinum en honum fylgja líka
áskoranir.“ Mýrdalshreppur afmarkast af Jökulsá á Sólheimasandi að
vestan og Blautukvísl á Mýrdalssandi að austan. Íbúarnir í hreppnum
eru núna um 560 en þeim hafði fækkað niður í 480 um tíma.
Elín er fædd og uppalin í Sólheimahjáleigu og býr þar með manni
sínum, Jónasi Marinóssyni, og í félagi við son sinn, Einar Frey, og
hans fjölskyldu. Þar eru þau með sauðfjárbú og ferðaþjónustu. Elín á
fjögur börn; Jónu Sólveigu alþingismann, Einar Frey aðstoðar-
framkvæmdastjóra og Snorra Björgvin og Jóhann Braga framhalds-
skólanema. Elín er einnig kennari við Víkurskóla. „Ég er svo heppin
að þau störf sem ég sinni eru jafnframt helstu áhugamál mín.
Við Jónas förum norður í land á afmælisdaginn, maðurinn minn er
Svarfdælingur og okkur finnst alltaf óskaplega gaman að fara
norður, ég tók það fram yfir utanlandsferð. Það er svo hressandi að
koma norður og mannlífið skemmtilegt.“
Oddvitinn Elín með Víkurfjöru og Reynisdranga í baksýn.
Nóg um að vera
í Mýrdalshreppi
Elín Einarsdóttir er fimmtug í dag
G
rímur Hákonarson
fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík 8.
mars 1977 en ólst upp í
í Kársnesinu í Kópa-
vogi.
„Ég var alltaf á sumrin hjá afa í
Vorsabæ í Flóa og er skrítin blanda
af stórborgarbóhem og sveitamanni.
Eftir að ég var búinn með Kársnes-
skóla, fór ég í Menntaskólann við
Hamrahlíð og það voru mjög mót-
andi ár. Að koma úr Kópavogi og í
MH var eins og að frelsast. Ég var
framsóknarmaður en breyttist í
sósíalista, var mjög aktífur í stjórn-
málastarfinu þar og hef síðan alltaf
haft áhuga á stjórnmálum og sögu.
Ég fór að gera stuttmyndir og í skól-
anum kynntist ég mönnum eins og
Rúnari Rúnarssyni og við gerðum
tvær myndir saman.
Síðan tók ég smá u-beygju því ég
var ekki alveg viss um að kvik-
Grímur Hákonarson kvikmyndaleikstjóri – 40 ára
Leikstjórinn Grímur er kominn á kortið í hinum alþjóðlega kvikmyndageira og spennandi verkefni eru fram undan.
Bóhem og sveitamaður
Hrútar Grímur ásamt Sigurði Sigurjónssyni og Theodóri Júlíussyni, aðal-
leikurunum í kvikmyndinni Hrútar sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Í dag, 8. mars, er Hanna S.
Antoníusdóttir ljósmóðir 80 ára.
Hún verður með heitt á könnunni
heima hjá sér milli kl. 15 og 19.
Árnað heilla
80 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Morgunblaðið gefur út þann
23. mars glæsilegt
sérblað um HönnunarMars
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR
AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 12,
mánudaginn
20. mars.
NÁNARI
UPPLÝSINGAR
GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Hátíðin verður haldin víðs
vegar um Reykjavík þar
sem saman koma íslenskir
hönnuðir og sýna fjölbreytt
úrval nýrrar íslenskrar
hönnunar og arkitektúrs af
margvíslegu tagi.
HönnunarMars
DesignMarch
Reykjavík 23.-26.03.2017