Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. M A R S 2 0 1 7 Stofnað 1913  57. tölublað  105. árgangur  www.lyfja.is Dekurtjútt Frábær tilboðá dekurvörum MARGIR ERU LITIRNIR Á FALLEGU FÉ STÆRÐFRÆÐIN ERFIÐUST KRISTÓFER ACOX Á KROSSGÖTUM SAMRÆMD PRÓF 11 KÖRFUBOLTI ÍÞRÓTTIRDÖKKU FÉ FJÖLGAR 12 Reynisfjara í Mýrdal dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverjum einasta degi, árið um kring. Fólkið stormar niður í fjöruna til að dást að samspili sjávar og strandar og taka myndir af sjálfu sér og öðrum, gjarnan með Reynisdranga í baksýn. Misjafnt er hvað fólkið les aðvörunarskiltin vel og sumir vaða út í sjó, stundum með sorglegum afleiðingum. »6 Reynisfjara laðar að þúsundir ferðamanna á hverjum degi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson  „Það hefur verið mjög lærdómsríkt að vinna með þeirri goðsögn sem Ro- bert Wilson er. Ég gat því ekki sagt nei við þessu tækifæri,“ segir Valgeir Sigurðsson, upptökustjóri og tónlist- armaður, sem er tónlistarstjóri Eddu, viðamikillar leiksýningar sem byggist m.a. á eddukvæðum og var frumsýnd í Norska þjóðleikhúsinu um helgina. »33 Valgeir tónlistar- stjóri í Eddu í Ósló Agnes Bragadóttir Helgi Bjarnason „Þetta verður allt annað umhverfi fyrir mjólkurframleiðslu en unnið hefur verið eftir. Alveg nýr veru- leiki. Mér sýnist að mjólkurfram- leiðsla á Íslandi muni helmingast á tiltölulega skömmum tíma, verði þetta framkvæmt,“ segir Egill Sig- urðsson, bóndi á Berustöðum og formaður stjórnar Mjólkursamsöl- unnar, um frumvarpsdrög landbún- aðarráðherra. Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum og formaður Landssambands kúabænda, telur að verð á algengustu mjólkurvör- um, það er drykkjarmjólk, osti og smjöri, muni hækka talsvert í verði. Komið í bakið á bændum Drög að frumvarpi sem landbún- aðarráðherra hefur lagt fram á heimasíðu ráðuneytisins til umsagn- ar gerir meðal annars ráð fyrir því að þrengdar verði undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnis- lögum. Þá verði afurðastöðvum óheimilt að semja um verkaskipt- ingu og verðtilfærslur á milli ein- stakra afurða. Frumvarpið virðist koma forystu- mönnum bænda og mjólkuriðnaðar- ins á óvart. Arnar Árnason telur að ráðherra komi í bakið á bændum með því að virða ekki það sam- komulag sem fram kom í áliti meiri- hluta atvinnuveganefndar við af- greiðslu á búvörusamningum á síðasta ári um að reynt yrði að ná sátt um þessi mál til framtíðar í sérstökum starfshópi. Hlýtur að fara til nefndar Ari Edwald, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, segir ekki tímabært að tjá sig um áhrif umræddra breytinga á fyrirtækið þar sem margt sé óljóst í textanum. Gerir hann ráð fyrir því að þessi frum- varpsdrög sem grundvallast á til- lögum Samkeppniseftirlitsins fari eins og aðrar hugmyndir til úr- vinnslu í endurskoðunarnefndinni sem ráðherra hefur skipað. Egill Sigurðsson segir að svo virðist sem frumvarpsdrög ráð- herra séu ekki stjórnarfrumvarp sem fengið hafi afgreiðslu í ríkis- stjórn og stjórnarflokkum. Hann átti sig því ekki vel á gildi þessa plaggs. Hann telur að þær breytingar sem boðaðar eru muni hafa alvarleg áhrif á mjólkurframleiðsluna í land- inu. „Ég hef meiri áhyggjur af bændunum en afurðastöðvunum. Mikið framleiðslufall hjá þeim hefur bein áhrif á afkomuna,“ segir hann. Eykur samkeppni í mjólk „Við teljum að þetta sé gríðar- lega mikilvægur áfangi í því að auka samkeppni á mjólkurvöru- markaði. Ég bind miklar vonir við að Alþingi afgreiði málið til að koma á virkri samkeppni á mjólk- urmarkaði. Þetta er ótrúlega gleði- legur dagur,“ segir Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú ehf., í samtali við mbl.is. Telur að mjólk muni hækka í verði  Frumvarpsdrög ráðherra komu forystumönnum á óvart MFer ekki saman hljóð og mynd »4 Loðnuhrognataka stendur nú sem hæst í sjávarplássum frá Vopnafirði, suður um land til Akraness. Útgerðir og sjómenn reyna að gera sem mest verðmæti úr loðnunni enda óvíst hvað langur tími er eftir af vertíð. Mikið líf er við höfnina í Vest- mannaeyjum. Í gær var verið að landa úr Sigurði VE. Flutningaskip var í höfninni og Herjólfur að leggja af stað í sína fyrstu ferð í Landeyja- höfn í langan tíma. Þá er mok hjá togskipunum og sum fylla sig á sól- arhring. Áætlað er að yfir 120 þús- und tonn af loðnu séu komin á land en heildarkvóti íslenskra skipa er um 196 þúsund tonn. »14-15 Ljósmynd/Óskar Pétur Í Eyjum Loðnu landað úr Sigurði VE og Herjólfur í fyrstu ferð. Vertíð í hámarki  Annir við loðnu- hrognavinnslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.