Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 CHRISTY TURLINGTON-BURNS www.biotherm.com ÖLDRUNAREINKENNUM VINNUR HRATT GEGN SJÁANLEGUM LIVE MORE LAGFÆRINGARMÁTTUR OLÍU KREMGEL SEM BRÁÐNAR INN Í HÚÐINA BLUE THERAPY CREAM-IN-OIL VINNUR HRATT GEGN SJÁANLEGUM ÖLDRUNAR EINKENNUM. Á AÐEINS 2 VIKUM ENDURHEIMTIR JAFNVEL ÞURR HÚÐ SJÁANLEGA MÝKT, ÞÉTTLEIKA OG LJÓMA. af öllum snyrtivörum í mars TAX FREE Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 BIOTHERM DAGAR MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS GLÆSILEGUR KAUPAUKI FYLGIR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BIOTHERM VÖRUR FYRIR 7.800 KR. EÐA MEIRA. 20% afsláttur af BIOTHERM DÖMU OG HERRAVÖRUM. VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mikið er um að vera í tveimur efstu bekkjum grunnskólanna þessa dag- ana, þegar bæði 9. og 10. bekkur þreyta samræmt könnunarpróf, en þetta er í síðasta sinn sem 10. bekkur tekur það. Morgunblaðið fékk þær Björt Ingu Vignisdóttur, Bryndísi Kristjánsdóttur og Salóme Páls- dóttur, sem allar eru í 10. bekk Laugalækjarskóla, til þess að ræða um það hvernig það er að standa í samræmdum prófum sem síðasti ár- gangurinn áður en kerfinu er breytt. Mega ráða hvort prófin gildi „Það er alltaf eitthvert stress fyrir próf,“ segir Bryndís aðspurð, en stúlkurnar eru sammála um að það sé ekki meira en venjulega. Það sé af sem áður var, þegar samræmdu próf- in voru nánast miðpunktur skólastarfs í 10. bekk. „Við megum ráða hvort þetta gildir inn í menntaskóla,“ segir Björt Inga, en engin skylda er að láta einkunnirnar fylgja með þegar sótt er um í framhaldsskóla. „Þetta er bara könnun til þess að sjá hvað við get- um,“ bendir Salóme á. „Það hvernig þér gengur er fyrir þig.“ Það sé því enginn heimsendir þó að illa gangi. Á sama tíma gæti það aukið lík- urnar á að komast inn í framhalds- skóla ef nemendur standa sig vel á prófinu. Björt segir þó að tilfinningin sé sú að samræmdu prófin skipti meira máli fyrir þá nemendur sem eru á mörkunum að komast inn í þá fram- haldsskóla sem þá langar í. „Þetta skiptir minna máli fyrir þá sem eru langt fyrir ofan eða langt fyrir neðan.“ Að auki eru framhaldsskólarnir nú farnir að horfa til fleiri hluta en ein- kunna þegar kemur að innritun, hluta eins og tómstundastarfs og félagslífs innan skólanna. „Maður tók samt fyrst eftir því núna, þegar það er of seint að breyta miklu, þannig að mað- ur verður bara að nota það sem maður hefur þegar gert,“ segir Salóme. „Það er svolítið seint núna að hugsa, hey, ég verð að fara í nemendaráðið.“ Stúlk- urnar segjast þó ekki telja að krakkar í yngri bekkjum séu mikið að spá í það hvort tómstundir þeirra séu góð- ar fyrir ferilskrána. Upplifa sig sem afgangsstærð Stúlkurnar segja allar, með mis- mikilli áherslu þó, að þær telji breyt- inguna til bóta, að færa prófin niður í 9. bekk, og að það hefði verið þægi- legra ef þeirra árgangur hefði tekið prófin í þeim bekk. „Það hefði hjálpað, því að þá myndi maður vita hvar maður stæði og hefði haft allan 10. bekkinn til þess að undirbúa sig betur fyrir mennta- skólann,“ segir Björt. Bryndís gagnrýnir tímasetningu prófsins nokkuð, en breytingarnar komi verulega niður á hennar ár- gangi. „Það er pínu eins og við séum úrhrök eða þurfum að mæta afgangi. Við hefðum átt að taka þessi próf í september, en svo var því allt í einu breytt í mars.“ Stúlkurnar bæta við að tímasetn- ing prófsins hafi ekki einu sinni verið ljós fyrr en í janúar. Þær segjast ekki vita hvers vegna þeirra árgangur hafi ekki getað tekið prófin að hausti líkt og 10. bekkir fyrri ára, og 9. bekkur svo þreytt sín próf í vor. Samræmdu prófin taka tvo daga í framkvæmd, en prófað er í íslensku, ensku og stærðfræði. Í dag verður til dæmis lagt fyrir próf í íslensku og helmingur af enskuprófi í 10. bekk, og á föstudaginn tekur bekkurinn hálft próf í ensku og svo stærðfræði. Prófin þrjú taka fimm klukkutíma samtals. Stúlkurnar virðast sammála um að þetta sé heldur óþægileg skipting. „Af hverju er þetta ekki gert á þrem- ur dögum?“ spyr Bryndís og Salóme svarar að einu rökin sem hún hafi heyrt séu peningasparnaður. „En það er svo skrýtið að hafa þetta saman,“ bætir hún við, sér í lagi þar sem það geti ruglað fólk í ríminu að þurfa að vera með bæði íslenska og enska mál- fræði á takteinum á sama prófdeg- inum. Misjafnar áherslur eftir skólum Talið berst að þeirri umræðu sem reglulega skýtur upp kollinum, þar sem samræmdu prófin eru gagnrýnd fyrir að vera of erfið. „Það er mis- munandi eftir skólum hvað fólk hefur lært,“ segir Bryndís. „Okkar skóli leggur kannski meiri áherslu á eitt- hvað en annar skóli.“ Björt tekur undir það og segist hafa verið að læra fyrir prófin með vinkonu sinni úr öðr- um skóla. „Þar voru kennararnir með gátlista með allt öðrum atriðum en þeim sem við höfðum farið yfir hér.“ Eitt dæmi sé að allir í Laugalæk lesi Gísla sögu Súrssonar, en að í einu æf- ingaprófinu hafi bara verið spurt úr Grettissögu. Þá gagnrýna þær það að prófin virðist stundum sett upp til þess að reyna að hanka nemendur, til dæmis með „gömlu máli“ eða spurningum þar sem tvö svör eru mjög lík, en ann- að þeirra er örlítið réttara en hitt. Þá sé tilfinningin sú að verið sé að prófa úr því hvað sá sem samdi prófið vill heyra. „Og ef við vitum það ekki, þá getur þetta orðið fullerfitt,“ segir Sal- óme. -Og í hvaða fagi munuð þið standa ykkur best? „Íslensku,“ segir Bryn- dís áður en hún slær varnagla: „Eða ensku.“ Björt og Salóme eru á svip- uðum slóðum. Þær eru þó sammála um að stærðfræðin verði erfiðust. Það hefur því kannski ekki allt breyst frá því að undirritaður tók sín sam- ræmdu próf. Stærðfræðin líklega strembnust  Nemendur í 10. bekk þreyta í dag samræmd próf í íslensku og ensku  Stressið ekkert meira en fyrir venjuleg próf  Finnst að skipta mætti prófunum niður á þrjá daga í stað tveggja eins og nú Morgunblaðið/Eggert Samræmd próf Þær Björt Inga Vignisdóttir, Salóme Pálsdóttir og Bryndís Kristjánsdóttir eru í 10. bekk Lauga- lækjarskóla og þreyta samræmt próf í dag og á föstudaginn. Þetta er í síðasta sinn sem 10. bekkur þreytir slíkt próf. Að þessu sinni eru samræmdu prófin lögð fyrir með rafrænum hætti. Stúlkurnar segjast ekki hafa tekið þannig próf áður svo neinu nemi. „Við höfum séð æf- ingapróf, hvernig dæmin eru upp sett og þannig,“ segir Bryn- dís. Salóme bætir við að sér finnist rafræna prófið mun óþægilegra en á pappír, en það venjist. „Á blaðinu er þetta meira fyrir framan þig, en dæm- in í tölvunni eru bara einhvern veginn þar og maður þarf að geyma meira í hausnum.“ Stúlkurnar taka fram að þær séu ekki mótfallnar rafrænum prófum, en það þurfi æfingu í öllu. Yngri bekkjum, sem séu vanari því að gera hlutina raf- rænt, muni því líklega ekki finn- ast þetta neitt mál. Óþægilegt en það venst RAFRÆNT PRÓF Sveinn Teitsson, fyrr- um knattspyrnukappi og málarameistari, lést síðastliðinn sunnudag, 86 ára að aldri. Sveinn var fæddur 1. mars 1931 á Akranesi en hafði búið í Reykja- vík um árabil. Börn hans voru þrjú; Halla, sem er látin, Árni og Unnur. Sveinn Teitsson var meðal bestu knatt- spyrnumanna á Akra- nesi um árabil. Hann var leikmaður ÍA á árunum 1949- 1964 og einn besti leikmaður gull- aldarliðsins svonefnda. Hann er sá síðasti sem kveður af þeim leik- mönnum sem urðu Íslandsmeistarar 1951, sem var fyrsti titill Skaga- manna af mörgum. Nýlega eru látnir þeir Ríkharður Jónsson og Guðjón Finnbogason. Sveinn lék196 leiki fyrir ÍA og var Ís- landsmeistari 1951, 1953, 1954, 1957, 1958 og 1960. Þá lék hann 23 landsleiki á árunum 1953-1964 og skoraði tvö mörk í þessum leikjum, m.a eft- irminnilegt mark í jafnteflisleik gegn Dönum í Kaupmanna- höfn 1959. Hann var fyrirliði landsliðsins í fjórum leikjum. Árið 1958 var Sveinn valinn knattspyrnumaður ársins. „Sveinn var eftirminnileg per- sóna, enda stutt í glens og spaugileg atvik hjá honum. Hann var fasta- gestur á leikjum ÍA fram á síðustu ár og mikill áhugamaður um fram- gang knattspyrnunnar,“ segir m.a. í frétt á heimasíðu Knattspyrnufélags ÍA. Andlát Sveinn Teitsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.