Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Atli Vigfússon fléttist inn í. Má þar nefna mikinn fé- lagsskap sem skapast í kringum féð t.d. um sauðburð þegar ættingjar og burt fluttir koma heim til þess að vera heima og hjálpa til. Vorið er sauð- burðurinn og sauðburðurinn er vorið. Það er erfitt að hugsa sér vor án sauðburðar þegar allt þetta nýja líf er að koma sem lömbin eru. Þá er það eftirvæntingin eftir því hvaða litir koma hjá ánum þegar bær bera. Göngur og réttir eru líka mikilvægur tími og það er mikill samhugur og samheldni hjá fjölskyldum og vinum um að hittast og hjálpast að. Þetta fjallar líka um það að mannfólkið er vanafast og sumir geta ekki hugsað sér haust án þess að fara í réttir. Það er fasti punkturinn í tilverunni. Fjárhúsin staður vellíðanar Rannsóknir hafa sýnt að áhugi á kindum er mjög sterkur og heldur sterkari en áhugi á öðrum búfénaði t.d. kúm. Margir gamlir bændur loka fjósum sínum og þó að það séu við- brigði þá sækja þeir ekki mjög fast að búa með kýr í frístundum eða fara með þær með sér á elliheimilið. Áhugi á kindum er sterkari að því leyti að margir hafa viljað búa með kindur fram yfir áttrætt eða nírætt og talið það sjálfsagðan hlut. Tilbúnir að hætta með allt nema kindurnar og dæmi um það er skoskur 95 ára bóndi sem sagðist ekki hætta meðan hann gæti gengið um féð og annast það. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að fjárbændur eru hraustir þó svo að mataræði þeirra o.fl. sé ekki sérlega frábrugðið því sem aðrir hafa. Mest er hreyfingunni þakkað fyrir þá góðu heilsu sem margir hafa sem hafa gengið innan um fé alla sína ævi. Oft er hlaupið á eftir kindunum og úti- vistin hefur sitt að segja. Þá eru fjár- bændur oft grennri en annað fólk og safna ekki á sig óþarfa aukakílóum. Félagsskapurinn við kindurnar hefur líka sitt að segja því kindur eru mannþekkjarar og eru oft í góðu vin- fengi við eiganda sinn eða fjármann. Kindur gera mikinn greinarmun á fólki og þekkja þann vel sem gefur þeim aukamola eða heytuggu milli mála eða þann sem klappar þeim. Fjárhúsin eru, fyrir marga, staður vellíðanar og mörgum bóndanum þykir gott að sitja á garðabandinu og heyra maulið í skepnunum sem eru að jórtra. Forystufé viturt og þrautseigt Sæþór í Presthvammi hefur mikinn áhuga á forystufé og á annan tug forystukinda er í fjárhúsunum hjá honum. Það er því von á mörgum forystulömbum í vor, en Sæþór er með hreinræktaðan forystuhrút úr Klifshaga í Öxarfirði sem er óskyldur hans stofni. Forystuféð hefur veitt honum mikla ánægju og ekki aðeins fyrir að vera viturt heldur líka fyrir litafjölbreytnina sem því fylgir. Í hrakningunum 2012 þegar fé fennti í stórum stíl í Suður-Þingeyjarsýslu sýndi forystuféð af sér ótrúlega þrautseigju og visku og segir Sæþór að það sé auðvelt að bæta við sögum í bókina Forystufé ef á þarf að halda. Forystuærnar hans komu þá flestar með margt fé með sér heim í Presthvamm eftir að hafa átt í mikilli baráttu við náttúruöflin. Þá var hægt að dást að forystufénu. Kindur elska útivist Ærnar á bænum Engidal í Þingeyjarsveit viðra sig. Sérstök Þessi kind skartar fallegri krúnu og er það sem kallast mókrúnótt. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Appótek: www.appotek.is Lyfseðlar • Lyfjaverð • o.fl. Vefverslun með lyf „Fjármennskan hefur átt vel við mig alla daga og þegar mig ber að landi hinum megin þá vona ég að komi í fallega og fagurgróna hlíð. En mér yrði gleðin aðeins veitt til hálfs ef ég sæi þar enga kind. Ég myndi tæplega festa þar yndi ef ég sæi þar hvergi þessa fagurgerðu lífveru þ.e. kindina sem sameinar sakleysi og hetjulund. Kindur hafa veitt mér ánægju og gleði frá því ég var þriggja ára, en þá byggði ég mér hornabú á Bárðardalsheiði þ.e. sumarið 1895. Alla tíð síðan hef ég verið fjármaður og ég kvíði því að kveðja kindurnar mínar.“ Svo ritað í hárri elli Óskar Stefáns- son frá Kaldbak. Sameinar sakleysi og hetjulund ÚR LÍFI FJÁRMANNSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.