Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu frá hálftíma í dag og reyndu að bæta skipulagið heima fyrir og í vinnunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir rekist á gamla kunningja og skólafélaga og það mun hugsanlega opna þér ný tækifæri. Ný manneskja reynir að tæla þig. En bíddu, þessi manneskja er vel þess virði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekkert gaman að keppa við einhvern sem maður getur unnið auðveld- lega – nema þú sért hrekkjusvín og það ertu alls ekki. Gróðinn kann að vera þar sem síst skyldi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Efndir verða að fylgja orðum, því annars situr þú uppi með það orðspor að ekkert sé á þig treystandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki þarf allt að hafa tvöfalda merk- ingu, fjöldi merkinga er nær lagi. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vilt tjá þínar innstu hugrenningar um tiltekið efni við einhvern nákominn í dag. Ef þú hugsar um að gera eitthvað skaltu framkvæma það þegar í stað. 23. sept. - 22. okt.  Vog Óvæntar uppákomur á vinnustað koma þér úr jafnvægi. Hann fær innsýn í slíkan heim í dagdraumum sínum, í hugleiðslu eða í einni af sínum margvíslegu ímyndunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það þarf mikið til þess að líta framhjá göllum annarra og leyfa þeim að hafa sitt fram. Ert það kannski þú? Vertu op- inn fyrir breytingunum, þær eru til batnaðar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Settu þig í samband við systkini þín eða aðra ættingja og segðu þeim hve miklu máli þau skipta þig. Að vera í hópi fólks gefur þér svima. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst aðrir halda aftur af þér en ef til vill átt þú sök á því. Ekki aðeins veistu nákvæmlega hvað þú vilt heldur veistu líka hvernig þú átt að fá því fram- gengt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur verið varasamt að hlaupa upp til handa og fóta af minnsta til- efni. Getur þú dregið draumórana niður úr skýjunum og komið þeim á blað? 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki eru allir viðhlæjendur vinir en það er samt ekki ástæða til þess að vera með hundshaus við hvern þann sem við þig talar. Leyfðu hlutunum að gerjast og taktu svo málið skipulega fyrir. Víkverji uggði ekki að sér semhann sat í bíl sínum á leið til vinnu einn morguninn og hlustaði á fréttayfirlit. Ein fréttin snerist um að bíll hefði skemmst þegar grýlu- kerti féllu á hann. Gall þá við í einum útvarpsmanninum að bíllinn hefði verið tjónaður. Víkverji verður að viðurkenna að hann hefur áður heyrt talað um tjónaða hluti og jafnvel að eitthvað hafi tjónast og hefur pata af því að þetta orðfæri tíðkist á göngum tryggingafélaga. Lék honum forvitni á að vita hvort það ætti einnig við um orðabækur og fann í hillu afskipt eintak af Íslenskri orðabók. x x x Skemmst er frá að segja að á síðu1594 í orðabókinni blasti við honum orðið tjónaður og hugsaði Víkverji með sér að enn einu sinni hefði hann verið kveðinn í kútinn. Svo fór hann að skoða málið betur og sá að fyrir aftan orðið var kross, sem merkir að það sé úrelt í málinu. Svo kom merkingin. Tjónaður þýðir tén- aður, aðstoð. Og hvað þýðir ténaður? Það kom í ljós á síðu 1.580: hjálp, að- stoð eða greiði. Bíllinn í fréttinni var því síður en svo tjónaður, honum var í það minnsta engin hjálp í að fá í sig grýlukertið. x x x Víkverji áttaði sig á því þegar hannfletti upp orðinu tjónaður að hann gerir allt of lítið af því að lesa orðabækur og um leið að í málinu er urmull orða sem allt of sjaldan eru notuð. Víkverji hafði til dæmis ekki hugmynd um að slangurhestur væri hestur í óskilum. Ekki vissi hann heldur að slanni væri notað um skussa og mannleysur, eða að perta þýddi hryssa eða afundin kona, ponni smástrákur eða ponsa smá- stelpa. x x x Víkverji ætti þó kannski að varastað ganga of langt í að leita nýrra orða í orðabókina til að flíka við tækifæri. Orðin eru til lítils gagns ef enginn skilur. Eitt orð fann hann þó sem gæti verið freistandi að nota við tækifæri. Það er sneiðafantur og mun vera notað um þann sem lætur meira á diskinn en hann fær torgað. vikverji@mbl.is Víkverji Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar og menntunar í réttlæti (II Tím. 3:16) Við höfum gaman af því margirsem yrkjum okkur til skemmt- unar að færa matseðla í rím og stuðla. Í Víkverja á föstudaginn var sagt frá matarhátíðinni Food & Fun sem þá stóð yfir í Reykjavík og Garðabæ – en sælkerar „geta verið vissir um að verða ekki fyrir von- brigðum“ stendur þar. Hér leikur Ólafur Stefánsson sér að matseðl- inum: Matseðill frá Food and Fun, færir okkur drjúga spönn, – já, langt um lífsins vegi. Margra grasa gætir þar, girndarmatur allsstaðar. Hlusta hvað ég segi: Ostasufl og ígulker, ashiote og með því smér, gælir þér við góma. Carpaccio kannast við, kokksins það er extra svið, (í sósuna setur rjóma). Banana foster bökusnúð, borinn fram með sykurhúð, sýnist ljúft í lokin. Valhnetur og vatnsdeigskrem, og vínaigrett’ mér eta tem, – þá fara að fyllast kokin. Á mánudag heilsaði Páll Imsland þótt ei væri komin hlákan og sagði fregnir af síðasta leiðangri sínum: Ég sigldi um sæinn til Spánar og segi frá tilgangi nánar: Hann aðeins var sá að athugá og gá hvort þar væru þrír skarðir mánar. Hólmfríður Bjartmarsdóttir hef- ur frá ýmsu að segja: Þegar Friðrika fór að vinna var fátt sem gladd ‘ana minna því allt var þar eins og ekki til neins svo hún henti öllum verkum til hinna. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason kunni sögulokin: Hana langaði að lifa á bótum en lítt kom frá stofnana þrjótum Því allt var það eins og ekki til neins endalaus lýgi frá rótum. Gripið niður í Hlimrek – bók Jó- hanns S. Hannessonar: Ef satt á að segja um okkur, er sekur hver einasti flokkur um strákslega hrekki, enda stjórnmálin ekki okkar sterkasta hlið, ef þá nokkur. Það er barnafólk suður á Bökkum, uppi á Brekku er allt fullt af krökkum, en niðri á Eyri er auðlegðin meiri og ófrjóvgi tekið með þökkum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Food & Fun, siglingar og vinnusemi Í klípu „HANN VAR KATTLIÐUGUR INNBROTS- ÞJÓFUR – OG ÞARF AÐ AFPLÁNA NÍU SAMFELLDA LÍFSTÍÐARDÓMA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ VILTU MIKIÐ FYRIR ÞESSA BRÚNU?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að velta því fyrir þér hvers vegna hann elskar þig eins og hann gerir. VEISTU HVAÐ ÉG HELD? GEISP! JÁ ÁRALÖNG VÍKINGASTRÍÐ HAFA GERT MIG STIRÐAN Í HNJÁNUM ÞAÐ ER HÁRRÉTT HJÁ ÞÉR! EN ÉG BÝST VIÐ AÐ MÖRG STÖRF VALDI STIRÐUM LIÐUM! HVAÐ GERIR ÞÚ? STJÖRNUFRÆÐINGUR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.