Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Í vikunni sem leið
lagði hópur sjómanna
fram kæru vegna at-
kvæðagreiðslu um
kjarasamninga þeirra
við Samtök fyrirtækja
í sjávarútvegi, samn-
ingarnir voru undirrit-
aðir af forsvars-
mönnum sjómanna og
SFS aðfaranótt 18.
febrúar síðastliðinn.
Kynningu og atkvæðagreiðslu lauk
að kvöldi 19. febrúar.
Hvaða reglur voru í gildi?
Sjómenn telja á sér brotið þar
sem þeim þótti ekki nægur tími til
kynninga eða í atkvæðagreiðsluna
sjálfa. Því sendu þeir fyrirspurn
með kæru um að atkvæðagreiðslan
yrði dæmd ólögmæt á grunvelli
þeirra almennu reglna er um at-
kvæðagreiðslu gilda. Það er nefni-
lega ekki tekið á því í lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur (nr. 80/
1938) eða í samþykktum og/eða
lögum félaganna hvernig atkvæða-
greiðslu á kjörstað skuli háttað.
Því liggur það beinast við að félög-
in hreinlega gangi að því, án vand-
kvæða, að heimfæra þær einu regl-
ur sem mögulegt er að nota í
þessu samhengi en það er 9. gr.
reglugerðar ASÍ sem
ber heitið „Reglugerð
um leynilega alls-
herjar atkvæða-
greiðslu meðal fé-
lagsmanna
aðildarsamtaka ASÍ“.
Í þessari grein er
fjallað um atkvæða-
greiðslu á kjörstað,
þar segir að kjör-
fundur skuli standa
yfir í a.m.k. tvo daga,
minnst 8 klst. hvorn
dag, og skal þess
gætt að valinn sé sá
tími dagsins er félagsmenn eiga
hægast með að sækja kjörfund.
Upphaf atkvæðagreiðslunnar skal
auglýst með a.m.k. 7 sólarhringa
fyrirvara en þó er aðilum með
samþykki ASÍ heimilt að ákveða
að upphaf atkvæðagreiðslu megi
auglýsa með skemmri fyrirvara en
þó ekki skemmri en tveggja sólar-
hringa. Þó svo að þessi tími sýnist
lítill þá er það ljóst að þó hafa
menn haft fyrir því að setja lág-
marksreglur um atkvæðagreiðslur
á kjörstað. Hvernig í ósköpunum
getur reglugerð ASÍ ekki átt við
aðildarfélög þess eins og SSÍ nema
þegar það hentar?
Notað það sem hentar
Mér sýnist að menn tíni ein-
faldlega sitt lítið af hverju úr
þessari reglugerð ASÍ, vinnurétt-
arlöggjöfinni og samningsvaldi
sínu og heimfæri það á þá afsök-
un að það hafi verið „hluti af
samningum við SFS að keyra at-
kvæðagreiðsluna hratt í gegn“
skv. ummælum Hólmgeirs Jóns-
sonar, formanns kjörstjórnar og
framkvæmdastjóra Sjómanna-
sambands Íslands. Einu rökin
sem hann telur sig geta sett fram
á þessu stigi eru að nú þegar hafi
verið búið að kynna hluta af
samningnum og að þetta hafi ver-
ið betra en að fresta verkfalli! Ef
það er ekki rangt skilið hjá mér
þá var sá samningur sem var
kynntur áður felldur með miklum
meirihluta, hvernig í ósköpunum
telja menn þá að sú kynning eða
sá samningur sé grundvöllur að
seinni kynningu á samningi? –
sem reyndar er það illa skrifaður
og illa frágenginn að mögulegt er
að túlka hann á marga vegu, oft-
ast SFS í hag, og er það svo sem
ekki skrítið þar sem pressan var
gríðarleg og hafði verið það sóla-
hringana á undan. Bæði formaður
og framkvæmdastjóri Sjómanna-
sambands Íslands telja engin lög
hafa verið brotin eða reglur
vegna atkvæðagreiðslunnar –
heldur er þetta fyrirkomulag al-
veg í lagi þar sem þeir í krafti um-
boðs síns fyrir sjómenn „sömdu“
við SFS um að „keyra atkvæða-
greiðsluna hratt í gegn“. Hvað fær
þessa menn til þess að halda það
að umboð þeirra sé svo vítt að þeir
geti enn og aftur haldið áfram að
gambla með kjarasamninga sjó-
manna í eigin þágu eða a.m.k. í
einhverra annarra þágu en sjó-
mannanna sjálfra.
Vegið að lýðræðinu
Það er afar einkennilegt að for-
svarsmenn sjómanna vilji beita
sér fyrir því að sjómenn fái ekki
nægjanlegan tíma til þess að
kynna sér efni þessa samnings,
sem er langt frá því að vera ein-
faldur, sérstaklega í ljósi þess að
sjómenn hafa ríka hagsmuni af
því að kynna sér hann til hlítar
áður en þeir greiða atkvæði um
hann. Þetta fyrirkomulag og það
sjálftökuvald sem samninga-
nefndirnar taka sér í þessu máli
er síður til þess fallið að auka
traust á milli þeirra og sjómanna,
bilið stækkar og stækkar, því
miður. Það er allt rangt við það
að sjómenn, er greiða forsvars-
mönnum sínum laun með fé-
lagsgjöldum, beri ekki traust til
þeirra nema í mjög takmörkuðum
mæli. Þessi framkoma og fyr-
irkomulag gerir lítið annað en að
kæfa niður lýðræði og sýna þeim
mönnum er staðið hafa í lengsta
verkfalli sögunnar þá óvirðingu
að bera ekki virðingu fyrir hags-
munum þeirra!
Mölbrotið traust í allar áttir
Til hamingju, forsvarsmenn sjó-
manna! Nú þurfið þið ekki bara að
byggja upp og efla traust á milli
sjómanna og útgerðarmanna
þeirra heldur líka á milli ykkar og
ykkar eigin félagsmanna. Til ham-
ingju með þessi tíu skref aftur á
bak í kjara- og mannréttinda-
baráttu sjómanna sem þið færðuð
gagnaðilum ykkar á silfurfati – þá
með undarlegustu atburðarás í
samningalotu kjaradeilu sem fyr-
irfinnst. Úr því sem komið er má
líta svo á að dagar ákveðinna for-
svarsmanna séu taldir sem tals-
menn sjómanna, þessir aðilar
pressuðu af miklum þunga á sam-
þykki þessara undarlegu samninga
með þeim hætti að koma fram með
lokatilboð á fáránlegum tíma og
það einungis frá hluta samninga-
nefndar sjómanna en þó í nafni
þeirra allra og síðar með pressu á
hraða þessarar margumtöluðu at-
kvæðagreiðslu.
Hvort menn sjái það sjálfir eða
þurfi meiri tíma í valdaleik verður
tíminn einn að leiða í ljós.
Eftir Heiðveigu
Maríu Einarsdóttur »Bilið á milli útgerða og
sjómanna stækkar og
stækkar – því miður.
Heiðveig María
Einarsdóttir
Höfundur er viðskiptalögfræðingur
og fyrrverandi sjómaður.
heidveigmaria@gmail.com
Hvert fór lýðræðið?– Hvert fór virðingin?
Íslenskir stjórn-
málamenn eru tals-
menn kjósenda á
þingi (a.m.k. að
nafninu til). Því mið-
ur eru þeir um leið
andstæðingar neyt-
enda. Hvernig stend-
ur á þessu?
Það ætlar til dæm-
is að standa mjög í
þingmönnum að
koma á vestrænu
fyrirkomulagi í áfengisverslun á
Íslandi. Fyrirkomulagið skal þess
í stað vera það strangasta sem
finnst í okkar heimshluta. Hvers
vegna? Af því að þessir helvítis
neytendur kunna sér víst ekki
hóf.
Nú eru viðraðar hugmyndir um
að koma öflugustu leiðinni til að
hætta að reykja – rafsígarett-
unum – í felur og bak við skatta-
brynju. Tiltölulega skaðlaus gufa
leysir af eiturefnamettaðan tób-
aksreykinn en það dugir þing-
mönnum ekki. Geta þeir sem vilja
hætta að reykja ekki bara hætt
því eða þakið líkama sinn með
plástrum og troðið tyggjói í
munninn á sér? Þurfa þessir hel-
vítis neytendur endilega að blása
frá sér vatnsgufu sem allar rann-
sóknir sýna að er mörg hundruð
sinnum skaðminni en tóbaksreyk-
urinn? Nei takk, segja sumir
þingmenn, og halda áfram að
gera illt verra.
Síðan eru það þessir ökumenn
sem þurfa að fylla vegina á leið
inn og út af höfuðborgarsvæðinu.
Ofan á eldsneytis- og bílaskatt-
ana á að bæta við tollahliðum til
að fjármagna vegauppbyggingu.
Geta þessir helvítis ökumenn –
neytendur gatnakerfisins – ekki
bara dreift sér skynsamlega á
vegina á öllum tímum sólarhrings
þótt í því felist enginn hvati fyrir
þá sjálfa? Nei, hér þarf að rukka
nýja skatta ofan á þá gömlu. Er
þá ekki snyrtilegra að selja veg-
ina og leyfa einkaaðilum að finna
leiðir til að dreifa álaginu og
byggja upp flutningsgetu vega-
kerfisins? Einkaaðilar
geta byggt farsíma-
og vöruflutningakerfi.
Þeir geta líka byggt
vegakerfi. Þá geta
neytendur hætt að
vera helvítis neyt-
endur og orðið venju-
legir neytendur.
Svo er það blessað
heilbrigðiskerfið.
Neytendur þess geta
ekki látið sig veikjast
nægilega lítið til að
skattgreiðslur þeirra
sem skattgreiðenda dugi til að
lækna þá. Þeir þurfa að sofa á
göngum og bíða á biðlistum. Hel-
vítis neytendur heilbrigðisþjón-
ustu, látið heilbrigðiskerfið í
friði! Nú eða dreifið ykkur í gler-
augnaverslanirnar, frjálsasta af-
kima heilbrigðisþjónustu á Ís-
landi. Þar er tekið við ykkur með
bros á vör.
Svo eru það neytendur heita-
vatnsins og rafmagnsins. Hellis-
heiðarvirkjun var reist fyrir ykk-
ur en stefnir nú í að verða
risavaxið umhverfisslys og töpuð
fjárfesting fyrir eigendur sína
sem um leið eru skattgreiðendur
sem um leið eru neytendur. Þurf-
ið þið nokkuð allt þetta heita
vatn og rafmagn? Farið í kalda
sturtu og slökkvið ljósin! Helvítis
neytendur.
Þingmenn eru e.t.v. talsmenn
kjósenda en þeir kæra sig lítið
um þessa helvítis neytendur.
Kannski væri ráð að einkavæða
svolítið í ríkisrekstrinum svo
neytendur hætti að vera svona
mikill höfuðverkur fyrir upp-
tekna þingmenn?
Þessir helvítis
neytendur
Eftir Geir
Ágústsson
Geir
Ágústsson
»Neytendur eru mikill
höfuðverkur fyrir
þingmenn. Geta þeir
ekki komið áhyggjum
sínum af þeim yfir á
aðra?
Höfundur er verkfræðingur
geirag@gmail.com
Flestum er ljóst
að miklar deilur
hafa staðið um þá
ákvörðun að byggja
nýja viðbyggingu á
Hringbraut í stað
þess að velja að
byggja nýtt sjúkra-
hús frá grunni á
besta stað á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þegar litið er yfir
söguna er ljóst að nýjan spítala
við Hringbraut hefði átt að opna í
kringum aldamótin síðustu, um
það ber álagið og ástand húsnæð-
isins glöggt vitni. Við höfum hins
vegar ákveðið að byggja á röngum
tíma og á röngum stað.
Rökin um að mun hagkvæmara
sé að reka nýtt sjúkrahús heldur
en gamalt sjúkrahús í fjölda bygg-
inga hafa engu skilað, rökin um að
mun ódýrara sé að byggja á opnu
svæði heldur en að hnoðast í Þing-
holtunum þar sem þarf að
sprengja klappir til að koma fyrir
húsgrunni skipta engu máli, sú
staðreynd að aðgengi að lóð Land-
spítalans sé þegar afar erfitt og
fari hratt versnandi er svarað með
ósannindum, útúrsnúningum eða
ábendingum um nýja 150 milljarða
Borgarlínu. Við erum ákveðin í að
vista okkar veikasta fólk á bygg-
ingarstað næsta áratuginn, það er
enginn smámetnaður.
Búið er að gera nokkrar skoð-
anakannanir þar sem komið hefur
fram að meirihluta kjósenda telur
Hringbraut vera lakan kost fyrir
þessar gríðarlegu húsbyggingar
sem stendur til að reisa. Sama
segja þeir starfsmenn Landspít-
alans sem tekið hafa þátt í slíkum
könnunum. Ekkert af þessu hefur
raskað ró þeirra sem ábyrgðina
bera.
Alþingi hefur verið
bent á að hægt sé að
gera fjárhagslega og
skipulagslega áreið-
anleikakönnun á þessari
ákvörðun um byggingu
á Hringbraut fyrir upp-
hæð sem nemur ca.
0,01% af bygging-
arkostnaði. Þessu sýnir
enginn áhuga og er það
skýrt dæmi um að þing-
menn ætla ekki að taka
neina ábyrgð á meðferð
skattfjár í þessu verk-
efni. Það sýnir líka skort á fag-
mennsku og ábyrgri fjár-
málastjórn.
Ákvörðun um að halda áfram að
byggja við spítalann á Hringbraut
er nú bráðum 20 ára. Á þessum
tíma hefur mjög margt breyst,
meðal annars er búið að ákveða að
flugvöllurinn skuli hverfa og í
staðinn komi íbúðarhúsnæði fyrir
þúsundir manna.
Á þessum tíma hefur umfang
ferðaþjónustu margfaldast og þús-
undir hótel herbergja risið í næsta
nágrenni við Hringbraut með til-
heyrandi umferð og öngþveiti. Á
þessum árum hefur íbúum í aust-
urhluta borgarinnar fjölgað mikið
og stór hverfi risið í nágranna-
sveitarfélögum þar sem tugir þús-
unda íbúa hafa komið sér fyrir.
Allt eru þetta breytur sem sýna
að nýr spítali ætti að byggjast
austast á höfuðborgarsvæðinu.
Ein staðreynd til viðbótar hefur
komið í ljós á þessum langa tíma
en hún er sú að eldri húsakynnin
eru mikið verr farin af myglu og
rakaskemmdum en talið var og
líklega er ráðlegra að rífa húsin
en að vista þar fárveikt fólk næstu
áratugina. Stefnufesta er kostur í
mörgum málum en í öðrum leiðir
hún til mikils tjóns.
Allar þessar staðreyndir ættu
að duga til að þessi ákvörðun væri
tekin upp og forsendur metnar á
ný.
Þar sem við erum nú komin
með nýjan ráðherra heilbrigðis-
mála sem ekki sýnir nein merki
um að meta þetta stóra verkefni
sjálfstætt tel ég best að láta hér
staðar numið í baráttunni og nota
tímann í eitthvað sem skilar ár-
angri.
Ég hef haft ánægju af því gras-
rótarstarfi sem unnið hefur verið í
Samtökum um betri spítala á betri
stað. Þar hafa komið saman arki-
tektar, skipulagsfræðingar, verk-
fræðingar, læknar, viðskiptafræð-
ingar, hagfræðingar og fjöldi
leikmanna. Allir hafa unnið þar
óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf,
borgað með verkefnum og auglýs-
ingum á sama tíma og ríkissjóður
hefur fjármagnað áróður holl-
ustuvina þeirra sem styðja metn-
aðarleysið við Hringbraut.
Okkar hugur stóð eingöngu til
þess að sjúklingar fengju nýjan
spítala á besta stað, að starfsmenn
fengju besta mögulega vinnustað-
inn og aðstandendur kæmust til
og frá spítalanum með greiðum
hætti. Einn stór þáttur í okkar
baráttu sneri að því að til næstu
50 ára væri rekstur nýs sjúkra-
húss á besta stað mun ódýrari
kostur en sá sem búið er að velja.
Þeim sparnaði verður fórnað á alt-
ari þrjósku og hræðslu við breyt-
ingar.
Almannahagur réð okkar för,
hann mætti oftar vera ráðandi
þáttur í ákvörðunum hins op-
inbera.
Félögum mínum þakka ég sam-
starfið og læt hér staðar numið.
Rangur spítali á röngum
stað og á röngum tíma
Eftir Hermann
Sævar
Guðmundsson
» Ljóst er að nýjan
spítala við Hring-
braut hefði átt að opna í
kringum aldamótin síð-
ustu, um það ber álagið
og ástand húsnæðisins
glöggt vitni.
Hermann Sævar
Guðmundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
hermann@kemi.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS