Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Tíu hugmyndir að leikverki fyrir
útskriftarhóp leikarabrautar
Listaháskóla Íslands á næsta ári
bárust í leikritasamkeppni skólans
og Félags leikskálda og handrits-
höfunda og var hugmynd að leik-
verki eftir Kristján Þórð Hrafnsson
valin af dómnefnd. Listaháskólinn
hefur samið við Kristján um upp-
setningu á verkinu sem nefnist
Aðfaranótt og er í tilkynningu lýst
sem áleitinni rannsókn á árásar-
girni og ofbeldi sem eigi sér ólíkar
birtingamyndir í samskiptum fólks
og sé um leið spegill á samskipta-
mynstur samtímans.
„Verkið gerist í næturlífi Reykja-
víkur og varpar upp svipmyndum
úr lífi og samskiptum ungs fólks
sem tengist hvað öðru með ólíkum
hætti. Efnistök Kristjáns eru áleitin
og efnið aðkallandi; í gegnum brot
úr samtölum raðast upp mynd af of-
beldisglæp og spurningunni er
varpað upp um hver sé fær um að
fremja slíkan glæp,“ segir í tilkynn-
ingu. Dómnefnd skipuðu leikkonan
og handritshöfundurinn Nanna
Kristín Magnúsdóttir, Stefán Jóns-
son, fagstjóri leikarabrautar og
Steinunn Knútsdóttir, deildar-
forseti sviðslistadeildar LHÍ.
Hugmynd Kristjáns varð fyrir valinu
Leikskáldið Kristján Þórður Hrafnsson.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Valgeir Sigurðsson, upptökustjóri
og tónlistarmaður hjá Bedroom
Community, er tónlistarstjóri Eddu,
viðamikillar leiksýningar sem var
frumsýnd í Norska þjóðleikhúsinu
um helgina og
hefur fengið ein-
róma lof norskra
gagnrýnenda.
Einn þekktasti
leikhúsmaður
samtímans, Rob-
ert Wilson, setur
sýninguna upp en
leiktextann vann
Jon Fosse, einn
virtasti rithöf-
undur Norð-
manna, upp úr íslensku Eddukvæð-
unum. Valgeir segir sýninguna
glæsilegt sjónarspil en tónlistin er
eftir bandaríska dúettinn CocoRosie
– systurnar Bianca og Sierra
Casady, og tónskáldið Arvo Pärt.
Auk þess að leikstýra sýningunni
skapar Wilson leikmynd og lýsingu.
Hann sló í gegn á sínum tíma fyrir
samstarfið við tónskáldið Philip
Glass þegar þeir settu upp hina
frægu óperu Glass Einstein on the
Beach en meðal annarra samstarfs-
manna Wilson gegnum tíðina má
nefna William S. Burroughs, Allen
Ginsberg, Lou Reed, Tom Waits,
David Byrne, Laurie Anderson,
Marina Abramovic, Mikhail Bar-
yshnikov og Lady Gaga.
Wilson alráður í leikhúsinu
Edda er þriðja sýningin sem Ro-
bert Wilson setur upp við tónlist
CocoRosie en hinar fyrri voru Pétur
Pan í Berlín og Ævintýri Púskins í
Moskvu. Valgeir segir að hann hafi
verið fenginn að verkefninu vegna
þess að hann hafi verið upptöku-
stjóri á tónlist CocoRosie.
„Ég hef unnið lengi með Coco-
Rosie og þær stungu upp á því að ég
sæi um tónlistina í verkinu,“ segir
Valgeir. Í fyrri uppfærslum með
Wilson var CocoRosie með hljóm-
sveit í sýningunni en að þessu sinni
hljóðritaði Valgeir tónlistina og vann
hana inn í verkið í samvinnu við Wil-
son en söngurinn er lifandi.
„Við tókum tónlistina upp úti í
fyrrasumar og hentum henni síðan á
milli okkar í nokkra mánuði. Ég
mætti síðan til Óslóar með eins mik-
ið af efni og ég gat en þær systur
komu ekki sjálfar á staðinn fyrr en
síðustu vikuna.“ Valgeir var hins
vegar viðstaddur vinnuna við upp-
færsluna í nær tvo mánuði, „að vinna
úr upptökunum og spinna í kringum
það sem við vorum búin að for-
vinna,“ eins og hann segir.
Valgeir segir að það hafi verið
nokkuð nýtt fyrir Wilson að hafa
ekki á staðnum hljóðfæraleikara
sem gætu brugðist við hugmyndum
hans. „Það má segja að hann sé
alráður í leikhúsinu og menn eiga að
bregðast við hugmyndum hans,“
segir Valgeir. „Hann hefur unnið
með frábæru samstarfsfólki gegnum
tíðina en ég hafði bara séð Einstein
on the Beach á sviði fyrir nokkrum
árum og það var algjörlega magn-
að.“
Hatar realisma
Tónlistin eftir Arvo Pärt hljómar
þar sem kaflaskil eru í verkinu, og
myndar eins konar andstæðu við
tónlist CocoRosie sem er að hluta
sungin á ensku en myndar líka hljóð-
heiminn við texta Fosse. Sýningin er
rúmir tveir tímar, án hlés.
Valgeir segir að verkið megi kalla
söngleik, „eða dans- og söngvamynd!
Wilson vinnur gríðarlega mikið
kringum tónlistina og hljóðmyndina.
Og hann hatar realisma! Þetta er
heildrænt leikhús þar sem allir þætt-
ir eru jafn mikilvægir, tónlistin,
hreyfingarnar, textinn, lýsingin,
hvert einasta smáatriði skiptir máli“.
Og hann svarar játandi spurning-
unni hvort Wilson hafi viljað breyta
miklu varðandi tónlistina og hljóð-
heiminn. „Það var nóg að gera og
stundum öskrað!“ Hann hlær.
Valgeir hrósar allri vinnuaðstöðu í
Norska þjóðleikhúsinu, sem sé til
mikillar fyrirmyndar. „Sem er eins
gott því Wilson gerir miklar kröfur.
Og hann notar gjarnan gamlar leik-
húsaðferðir og sviðsmennirnir eru
mikilvægir; þegar ísjakar hreyfast
yfir sviðið eru þeir dregnir til af
sviðsmönnum. Allt þarf að vera
gríðarvel samhæft.“
Fosse vinnur leiktextann úr
Eddukvæðunum og Valgeir segist
hafa verið fenginn til að þýða svolít-
inn texta yfir á íslensku. „Nokkrar
setningar fá að hljóma, Wilson vildi
láta gamla málið heyrast,“ segir
hann.
Í haust verður sýningin sett upp í
Árósum í Danmörku, en hún er
menningarborg Evrópu í ár. Sviðið
þar er minna en í Ósló og því verður
einhver aðlögun en Valgeir veit ekki
hvort breyta þurfi hljóðmyndinni.
Hann hefur áður samið tónlist fyr-
ir leikhús og unnið með leikhúsfólki.
„Mér finnst mjög gaman að vinna
þar sem mörg listform koma svona
saman, og það er krefjandi á annan
hátt en í stúdíóinu,“ segir hann. „Og
það hefur verið mjög lærdómsríkt að
vinna með þeirri goðsögn sem
Robert Wilson er. Ég gat því ekki
sagt nei við þessu tækifæri.“
Ljósmynd/Lesley Leslie-Spinks
Goðafræðin „Þetta er heildrænt leikhús þar sem allir þættir eru jafn mikilvægir, tónlistin, hreyfingarnar, textinn,
lýsingin, hvert einasta smáatriði skiptir máli,“ segir Valgeir um uppfærsluna á Eddu í Norska þjóðleikhúsimu.
Valgeir vann með
Wilson að Eddu í Ósló
Viðamikil og margbrotin sýning í Norska þjóðleikhúsinu
Valgeir
Sigurðsson
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 8
SÝND KL. 6 SÝND KL. 8, 10.30
SÝND KL. 10.30
SÝND KL. 5.15, 8, 10.45
SÝND KL. 5.40
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 13. mars.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Fermingarblað Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 17. mars
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.