Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ídag eru eitthundrað ár fráþví að rúss- neska keisaranum var steypt af stóli. Febrúarbyltingin, sem heitir svo vegna þess að hún hófst hinn 23. febrúar í júlíanska dagatalinu, var sprottin upp úr óánægju borgara- og bænda- stéttanna með skort sinn á völdum og áhrifum í rússnesku samfélagi. Hrakfarir rússneska hersins í fyrri heimsstyrjöld færðu síðan neista að púður- tunnunni, sem kostaði Nikulás II. keisaraembætti sitt. Það hefur lengi verið áleitin spurning, hvernig þróun heims- sögunnar hefði orðið, ef þeim sem tóku við stjórnar- taumunum fyrir eitt hundrað árum hefði tekist að mynda stöðuga stjórn í Rússlandi. Ým- islegt má ráða af þeim skrefum sem bráðabirgðastjórnin svo- nefnda steig á fyrstu vikum sín- um, þar sem hún tryggði jafnan kosningarétt kvenna og karla, mál- og prentfrelsi svo fátt eitt sé nefnt. Bráðabirgðastjórnin náði hins vegar ekki að takast á við stærstu vandamálin nógu skjótt. Þrátt fyrir að megn stríðsþreyta ríkti í Rússlandi taldi stjórnin það skyldu sína að standa við bandalag Rússa með Bretum og Frökkum gegn mið- veldunum. Bændur vildu meira land, en jarðnæði hafði löngum verið á forræði aðalsmanna í Rússlandi. Þá var víða fæðu- skortur. Allt þetta var tekið saman í slagorði bolsévika: „Við viljum frið, land og brauð!“ Með slíku lýðskrumstali tókst að hola stuðning við bráðabirgðastjórnina jafnt og þétt, allt þar til bolsévíkar Leníns treystu sér í nóvember til þess að ræna völdum. Eftir þá valdatöku, sem dubbuð var upp sem „bylting“, sá almenn- ingur hins vegar lítið af friði, landi eða brauði, en þeim mun meira af blóði. Við tók harð- stjórn í nærri því 75 ár, sem tókst ekki bara að bjaga rúss- neskt samfélag, heldur hafði gríðarleg áhrif á þróun al- þjóðamála langt fram eftir 20. öld. Það er því von, að menn hugsi á þessum tímamótum, hvernig heimssagan hefði get- að þróast öðruvísi, ef þeir sem tóku við stjórnartaumunum fyrir réttri öld hefðu borið gæfu til þess að halda þeim. Hvað hefðu margir lifað, sem urðu fyrir barðinu á helstefnu kommúnismans? Hvernig hefði það Rússland sem aldrei varð litið út í dag, ef það hefði ekki þurft að þola þær efna- hagslegu búsifjar sem fylgdu áætlunarbúskap? Engin leið er að svara þess- um spurningum. Hitt er þó vit- að, að það sem tók við af bráða- birgðastjórninni í nóvember 1917 reyndist einn mesti harm- leikur sögunnar. 100 ár eru í dag frá febrúarbyltingunni}Rússland sem ekki varð Uffe Ellemann-Jensen, fyrr- verandi utanríkis- ráðherra Dan- merkur, sagði í fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær, að Evrópusambandið ætti við svo mikla erfiðleika að stríða að það þyrfti ekki fleiri „vandræðagemsa“, og átti þar við Íslendinga. Ummælin eru eflaust látin falla í nokkurri glettni, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ellemann-Jensen tekur nefnilega fram að nú séu miklir óvissutímar, sem kalli á það að Evrópusambandsríkin vinni nánar saman, jafnvel þó að samrunaferlið sjálft fari mis- hratt eftir löndum. „Ríki verða að taka þátt eða segja skilið við Evrópusambandið,“ segir hann og vísar þar til ríkja eins og Bretlands, sem vilji helst næla sér í bestu „rúsínurnar úr kök- unni“ án þess að taka nokkuð á sig af vanköntunum sem fylgi. Ummæli utanríkisráðherr- ans fyrrverandi segja sína sögu. Hvernig þjóð yrðu Íslendingar innan Evrópusambands- ins? Myndum við þiggja allt sem frá því kæmi möglunarlaust, eða værum við alltaf að reyna að finna „rúsínur“ eins og hann orðaði það? Miðað við tal þeirra sem styðja aðild Íslands á það að vera leikur einn fyrir aðild- arríkin að fá undanþágur hér og þar á því sem þeim mislíkar, jafnvel þvert á það sem Evr- ópusambandið heldur sjálft fram, og þess vegna þurfi að- ildar-„viðræður“ til þess að sjá hvað leynist „í pakkanum“. Ellemann-Jensen blæs hins vegar á þetta tal. „Þið vitið full- komlega hvað er í pakkanum,“ segir hann og bætir við: „Vit- anlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Uffe Ellemann- Jensen svarar útúr- snúningi íslenskra ESB-sinna} Pakkinn er galopinn Þ að var rétt hjá Guðna Th. Jóhannes- syni, forseta Íslands, að fara ekki undan í flæmingi í viðtali við Lög- réttu, tímarit laganema, sem Morg- unblaðið birti frétt úr á forsíðu í fyrradag, þar sem forsetinn var spurður út í skoðanir hans á landsdómi. Guðni svaraði af- dráttarlaust: „Burt með landsdóm! Hann á ekk- ert erindi í stjórnarskrá.“ Hefði ég verið spurð þessarar spurningar hefði ég að vísu kosið að svara með öðrum hætti: Ég hefði sagt burt með þá þingmenn sem misnota landsdóm í pólitísk- um tilgangi. Raunin varð sem betur fer sú að aðeins einn þingmaður (sem er einum of mikið) situr enn á þingi sem ber varð að pólitískri mis- notkun til þess að koma höggi á pólitískan and- stæðing, sú er Oddný G. Harðardóttir. Forsetinn benti á að hann hefði sagt þessa skoðun sína áður en hann tók við embætti forseta Íslands og hann segði það enn að í endurreisnarstarfinu eftir hrun hefði verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um landsdóm. Hann segir það hafa sýnt sig að niðurstaða dómsins hafi fremur sundrað en sameinað og það á versta tíma. Og niðurstaðan hafi alls ekki verið í samræmi við það sem að var stefnt, að þeir sem bæru pólitíska ábyrgð myndu axla hana og taka afleiðingunum. Vitanlega voru það ekkert annað en pólitískar, heiftúð- ugar ofsóknir á hendur einum manni, Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem réðu því að hluti 33ja þingmanna greiddi því atkvæði 28. september 2010 að Geir einn væri dreginn fyrir lands- dóm. Að baki atkvæðagreiðslunni hjá hluta Sam- fylkingarinnar var ógeðslegt samsæri sem gekk út á að tryggja sekt Geirs en forða Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utan- ríkisráðherra í ríkisstjórn Geirs, frá ákæru. Þau sem stóðu að baki þessu ógeðslega sam- særi voru þáverandi þingmenn Samfylkingar- innar, Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Skúli Helga- son. Ólína Þorvarðardóttir og Sigríður Ingi- björg greiddu einnig atkvæði með því að stefna Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra, fyrir landsdóm, og Samfylk- ingarþingmennirnir Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Skúli Helgason og Valgerður Bjarnadóttir greiddu atkvæði gegn því að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi við- skiptaráðherra væri ákærður. Mörður Árnason greiddi ekki atkvæði um ákæruna gegn Björgvin G. Sigurðssyni. Enginn ofangreindra situr enn á Alþingi nema Oddný og farið hefur fé betra, ekki satt? Forsetinn gaf með svari sínu í Lögréttu ágætt tækifæri til þess að rifja upp þenna ljóta blett á sögu Alþingis. Við eigum að rifja hann upp reglulega og draga fram í dags- ljósið nöfn þeirra þingmanna sem komu fram með ofan- greindum hætti í septemberlok 2010, sjálfum sér og Al- þingi til ævarandi skammar. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Burt með þá sem misnota landsdóm STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Niðurstöður rannsóknargefa til kynna að ís-lenska heilsugæsluskorti þá skilvirkni sem Norðmenn búa við, en fjölmargir Ís- lendingar hafa ekki aðgang að einum tilteknum heimilislækni og verða að reiða sig á dýrari úrræði í formi vaktþjónustu og sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Segir frá þessu í nýjustu útgáfu Læknablaðsins, en það voru lækn- arnir Héðinn Sigurðsson og Kristján G. Guðmundsson, Sunna Gestsdóttir faraldsfræðingur og Sigríður Hall- dórsdóttir hjúkrunarfræðingur sem unnu að rannsókninni. Markmið hennar var að kanna upplifun íslenskra heimilislækna sem starfað hafa bæði í Noregi og á Íslandi, nýta reynslu þeirra og stuðla þannig að umbótum í íslenskri heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Við gerð rannsóknarinnar voru tekin hálfstöðluð viðtöl við 16 íslenska heimilislækna starfandi hér á landi á rannsóknartímanum árin 2009 til 2010. Frá heimkomu læknanna frá Noregi voru liðin tvö til tíu ár. Allir eiga sinn heimilislækni Læknarnir veltu upp helstu kostum opinbers reksturs, einkarek- ins og blandaðs kerfis, en „kostir norska heilbrigðiskerfisins, að mati þátttakenda, er að þar hafa allir sinn heimilislækni og þannig næst góð yf- irsýn yfir heilsuvanda fólks,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar. Héðinn Sigurðsson læknir segir heimilislækna í Noregi vera hlið- verði fyrir sérhæfða læknisþjónustu og að góð upplýsingagjöf sé milli þjónustustiga. Er slíkt til þess fallið að hindra tvíverknað í þjónustu. „Það sem einkennir íslenska heilbrigðiskerfið utan sjúkrahúsa er mikið streymi sjúklinga til sér- greinalækna án tilvísana frá heim- ilislæknum,“ segir í niðurstöðum. „Þetta er eitt af stóru vanda- málunum hjá okkur og það sér í raun ekki fyrir endann á þessu,“ segir Héðinn og heldur áfram: „Ef við horfum á þetta frá norsku sjónar- horni, þá má segja að Norðmenn eigi næga peninga í kerfið, en þeir myndu eflaust segjast ekki hafa efni á því fyrirkomulagi sem við höfum.“ Þá er jafnframt bent á í rann- sókninni að álag á vaktþjónustu utan dagvinnutíma sé áberandi hér á landi, miðlægri skráningu sjúklinga í heilsugæslu sé ábótavant og að sjúkraskrárkerfið sé nokkuð lakara á Íslandi en í Noregi. Þegar kemur að samanburði á sjúklingum í Noregi og á Íslandi er það meðal annars reynsla þátttak- enda rannsóknarinnar að ekki sé haldið vel eða heildstætt utan um hvern sjúkling hér á landi og að sam- fellu skorti í þjónustunni. Þá sé ekki sama meðferðarsamband milli sjúk- lings og heimilislæknis og í Noregi, auk þess sem talsvert sé um ómark- vissar heimsóknir til sérgreina- lækna. Horfi til nágrannaþjóða „Það er samdóma álit viðmæl- enda að betur sé búið að heimilis- lækningum í Noregi en á Íslandi og heilbrigðisþjónustan skilvirkari. Þeir telja einnig að til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilis- lækningum á Íslandi sé brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Þegar gerðar eru breytingar á ís- lenska heilbrigðiskerf- inu er mikilvægt að líta til reynslu nágranna- þjóða þar sem vel hefur tekist til við skipulag þjónust- unnar að mati fagaðila,“ segir í ályktun rannsóknar. Skilvirknin er meiri í Noregi en hér á landi Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsugæsla Nálgast má umfjöllun um rannsóknina, sem ber saman heim- ilislækningar hér og í Noregi, í heild sinni í nýjustu útgáfu Læknablaðsins. Í inngangi rannsóknarinnar er meðal annars bent á að íslensk- ir læknar séu ekki eins ánægðir í starfi og kollegar þeirra í Nor- egi. Er ástæðan fyrst og fremst talin vera „launamunur og of fá tækifæri til að beita sérþekk- ingu sinni“, segir þar. Hvað einkarekstur snertir segir að lítill hluti íslenskra heimilislækna stundi þá starf- semi þar sem stjórnvöld hafa lengst af stuðlað að því að starfsemin sé undir hatti hins opinbera. Á höfuðborgar- svæðinu eru þegar starfandi tvær einka- reknar heilsugæslu- stöðvar, Salastöðin og heilsugæslustöðin í Lágmúla. Síðar á þessu ári munu svo tvær nýjar einkarekn- ar heilsugæslustöðvar verða opnaðar, á Bílds- höfða og í Urðarhvarfi. Ekki eins ánægðir HEILSUGÆSLAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.