Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 4

Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 ANDBLÆR: OPIN FJÁRFESTAKYNNING Þynnsta loftræstikerfi í heimi Miðvikudag 24. maí kl.15:00 að Ofanleiti 2, Reykjavík (Verkís) Breather Ventilation er nýsköpunarfyrirtæki sem gefur fjárfestum rétt á skattaívilnun skv. lögum 90/2003 um tekjuskatt. Nánari upplýsingar: www.breatherventilation.com hluta. Tilnefningar Alþingis á fulltrúum meirihluta og minnihluta hafi tafist, en nú séu þær komnar fram og því hafi verið hægt að funda. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelg- isgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Landsbjargar. Gera ráð fyrir góðu samráði Bjarni var spurður hvort raun- veruleg þörf hafi verið á skipan þjóð- Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn í gærmorgun en lög um þjóðaröryggisráð voru samþykkt á þingi í september á síðasta ári. Ráðinu er ætlað að framfylgja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland eins og hún er á hverjum tíma, að stefnan sé endurskoðuð reglulega og að viðeigandi samráð stjórnsýslu- aðila innbyrðis og við Alþingi eigi sér farveg og fari reglulega fram. Með stofnun ráðsins er jafnframt stigið skref í þá átt að styrkja sam- hæfingu og, sé þjóðaröryggi ógnað, að tryggja samræmd viðbrögð hlut- aðeigandi viðbragðsaðila, segir í fréttatilkynningu forsætisráðuneyt- isins. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra er formaður ráðsins og stýrir fundum þess, sem skulu haldnir eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. „Það var mikilvægt að koma ráðinu af stað, en vegna kosninganna í haust tafðist það talsvert. Þessi fyrsti fundur var til þess að fara yfir það hvert verði verklag okkar og önnur formsatriði. Við munum halda annan fund bráðlega,,“ sagði forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær, að afloknum fundi ráðsins. Tilnefningar Alþingis töfðust Bjarni segir að lögin geri ráð fyrir því að ellefu fulltrúar sitji í ráðinu. Auk forsætisráðherra eiga sæti ut- anríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja. Enn fremur eiga sæti í ráðinu tveir þingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meirihluta á þingi en hinn er úr þingflokki minni- aröryggisráðs, þar sem hér séu fyrir almannavarna- og öryggismálaráð starfandi: „Þjóðaröryggisráð horfir víðar yfir sviðið og verkefnin eru ekki alveg sambærileg, eins og sést af þingsályktunartillögunni sem samþykkt var í fyrra. Lögin gera líka ráð fyrir því að það sé gott sam- ráð á milli ráðanna og að hluta til eru sömu aðilar í báðum ráðum,“ sagði Bjarni Benediktssson. Morgunblaðið/RAX Safnahúsið Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs var haldinn í gærmorgun í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þjóðaröryggisráðið með sinn fyrsta fund  Ráðinu er ætlað að framfylgja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland  Tilnefningar Alþingis á fulltrúum meirihluta og minnihluta í ráðið töfðust og því var ráðið ekki kallað fyrr en í gær til síns fyrsta fundar Eftirtalin skipa þjóðaröryggis- ráð: Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra, formaður, Guð- laugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu, Stefán Haukur Jóhann- esson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Ragnhild- ur Hjaltadóttir, settur ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Georg Krist- inn Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, Smári Sig- urðsson, tilnefndur af Landsbjörg, Jóna Sólveig El- ínardóttir, tilnefnd af þeim flokkum sem skipa meirihluta á þingi, og Katrín Jakobsdóttir, tilnefnd af flokkum minnihlut- ans. Þingið tilnefnir tvo ELLEFU MANNS Í RÁÐINU Tjaldapar í Mosfellsbæ hefur komið sér kirfilega fyrir og gert sér hreiður á umferðareyju á hringtorginu þar sem Þingvallavegur og Vesturlands- vegur mætast. Tjaldurinn liggur rólegur á þótt bílarnir þjóti hjá í aðeins 2-3 metra fjar- lægð, jafnt dag og nótt. Mikil umferð stórra og smárra bíla er um Vest- urlandsveg og hringtorgið. gudni@mbl.is Tjaldar til margra nátta á hringtorgi Morgunblaðið/Ómar Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna, NASA, hefur birt MODIS- mynd af Íslandi og sýnir hún meðal annars hve snjólétt er nú um að lit- ast á hálendinu. Vetur konungur hefur þó enn ekki sleppt taki sínu á Öskjuvatni og Hágöngulóni, sem eru ísilögð, og Tröllaskaga, sem einnig er áberandi vetrarlegur. Ljósmynd/NASA Ísland að mestu laust úr klakaböndum Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Stjórnarfund Neytendasamtakanna tók fljótt af í gær þegar formaður samtakanna setti fundinn og sleit í sömu setningu. Varaformaður sam- takanna, Ása Steinunn Atladóttir, sagði af sér embætti í gærkvöldi og segir það miður hvernig nafn hennar hafi verið dregið inn í umræðuna. Ása gekk frá ráðningu Ólafs Arn- arsonar, formanns samtakanna, sem hefur verið deilt um í fjölmiðlum undanfarna daga. Samþykki stjórn- ar fyrir þeirri ákvörðun liggur fyrir, en í yfirlýsingu sem meirihluti stjórnar sendi frá sér í gærkvöldi, og Ása Steinunn skrifaði undir ásamt öllum stjórnarmönnum samtakanna, að Ólafi undanskild- um, kemur fram að Ólafur hafi lof- að að bera undir stjórnina álit starfskjaranefnd- ar áður en ráðningarsamningur yrði gerður, en nefndin var fengin til að fara yfir laun Ólafs og annarra starfsmanna Neytendasamtakanna. Stefán Hrafn Jónsson, einn stjórnarmanna, segir stjórnina ósátta við hvernig formaðurinn hafi tekið ákvarðanir á bak við hana og segir það miður að fram hafi komið í fjölmiðlum að Ólafur hafi gert samn- ing við sjálfan sig. Það hafi ekki verið raunin. Ólafur segir í samtali við Morg- unblaðið að verið sé að bera hann þungum sökum sem enginn fótur sé fyrir. Hann vísar til fundargerðar- innar sem hefur birst í fjölmiðlum þar sem umrædd ákvörðun stjórnar kemur fram, að fela varaformanni að ganga frá ráðningarsamningi við Ólaf á grundvelli álits starfskjara- nefndar. Segir hann ummæli nokk- urra stjórnarmanna vera ærumeið- andi og hungsanlega láti hann reyna á ábyrgð nokkurra þeirra. Segir formann hafa beitt blekkingum við ráðningu  Varaformaður Neytendasamtakanna segir sig úr stjórn Ólafur Arnarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.