Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: Hagkaup, Kostur, Melabúðin, Iceland verslanir, Kvosin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin, 10-11. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Frá því að ég hóf störf við skólann fyrir tveimur árum hef ég verið að skipuleggja ferð hingað ásamt yf- irmanni mínum,“ segir Heiða Steina Reed, sem búið hefur í Texas undanfarin 20 ár ásamt bandarísk- um eiginmanni sínum, Micah Reed, og þremur dætrum. Heiða er þessa dagana stödd hér á landi ásamt 24 nemendum sínum frá Texas Wes- leyan University School of Business í skoðunarferð um Ísland. Hún er með doktorspróf í tölvunarfræði frá University of North Texas og kenn- ir áfanga við viðskiptafræðideild Texas Wesleyan University. Heiða segir að það sem henni hafi fundist hvað áhugaverðast að kynna fyrir krökkunum hér á landi sé hversu langt á veg Ísland væri komið í bar- áttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Toppurinn að hitta Vigdísi „Okkur hefur verið sýnt ým- islegt hingað til en hápunkturinn var klárlega þegar frú Vigdís Finn- bogadóttir tók á móti okkur,“ sagði Heiða. Vigdís fór með hópinn að Höfða, þar sem hún sýndi þeim fundarstað Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov ásamt því að segja þeim frá því hvað það var sem fékk hana til þess að bjóða sig fram til forseta. Auk þess að hitta Vigdísi hefur hópurinn farið í heimsókn til Local lögmanna, Lýsis, Háskóla Ís- lands og í Bláa lónið svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn er á landinu í 10 daga en heldur aftur til síns heima 25. maí . Býst við að koma aftur að ári „Auðvitað saknar maður þess að hafa sína allra nánustu ekki hjá sér í Texas,“ segir Heiða spurð hvort hún sakni þess að búa á Ís- landi. Hún segir að henni finnist æðislegt að koma í heimsókn til Ís- lands en hún sé hins vegar gift Bandaríkjamanni og Texas sé orðið heimili hennar. Heiða gerir ráð fyrir fleiri heimsóknum með skólanum á næstu árum: „Ég hef nú þegar lagt inn beiðni fyrir annarri ferð á næsta ári og þeir krakkar sem komu með í þessa ferð vilja endilega koma aftur með þá.“ Tekur nemendur sína með til Íslands Morgunblaðið/Ófeigur Við Bláa lónið Heiða Steina Reed ásamt nemendum sínum frá Bandaríkjunum í skoðunarferð á Íslandi.  Hápunktur heimsóknarinnar að hitta Vigdísi Björn Björnsson Sauðárkróki Síðastliðinn laugardag hittust nokkrir afkomendur Ragnars Páls- sonar, fyrrverandi útibússtjóra Búnaðarbankans á Sauðárkróki, að Úlfsstöðum í Blönduhlíð og var til- efnið að afhjúpa minnisvarða um hryssuna Ragnars-Brúnku, sem var ættmóðir hrossaræktar Sveins Guð- mundssonar á Sauðárkróki, en á Úlfsstöðum var Brúnka síðustu árin og þar var hún felld og heygð. Páll Ragnarsson Pálssonar hafði veg og vanda af gerð minnisvarð- ans, sem er stuðlabergsdrangur, slípaður af Aðalsteini J. Maríussyni steinsmið með áletraðri koparplötu með mynd af Brúnku og er platan hönnuð af listamanninum Einari Gíslasyni. Dóttirin Síða enginn eftirbátur Ragnar Pálsson fékk Brúnku í fermingargjöf frá föður sínum Páli Erlendssyni, bónda á Þrastastöð- um, er síðar fluttist til Siglufjarðar og gerðist þar organisti og tónlist- arkennari. Í ávarpsorðum Páls Ragnarssonar kom fram að Brúnka var tekin í tamningu af Jóni Jóns- syni, bónda á Hofi á Höfðaströnd, sem var víðkunnur hesta- og tamn- ingamaður, en síðar fól Ragnar Brúnku, Sveini Guðmundssyni mági sínum, sem hóf sitt ræktunarstarf út frá þessari glæsihryssu. Skemmst er frá að segja að Brúnka og dóttir hennar Síða eru ætt- mæður flestra dæmdra stóðhesta á landinu, og samkvæmt skýrslum Hrossaræktarsambandsins á síð- asta ári munu um 95% allra hesta sem komið hafa til dóms átt rætur að rekja til ræktunarstarfs Sveins Guðmundssonar. Það eru því ekki lítil áhrif sem ættmóðirin Ragnars-Brúnka og dóttir hennar Síða hafa skilið eftir sig í ræktunarstarfi góðhesta á Ís- landi. Varði elliárunum á Úlfsstöðum Um Ragnars-Brúnku var sagt að hún væri feikigott reiðhross, einkar vel tamin, hörkuviljug og sérlega létt í taumi, gangrúm gæðings- hryssa og í henni kynntist Sveinn Guðmundsson þeim gæðingi sem varð honum viðmið í ræktuninni alla tíð. Hún var upphaf ræktunaráhuga hans og til hennar má rekja ættir allra þeirra hrossa sem Sauð- árkrókslínan byggist á. Síðasta ferð Ragnars-Brúnku var á Landsmót hestamanna á Þver- áreyrum í Eyjafirði árið 1954. Á heimleið um Öxnadalsheiði heltist hún svo að skilja varð hana eftir og hjá Sigurði bónda á Úlfsstöðum í Blönduhlíð. Á Úlfsstöðum náði Brúnka allgóðum bata, gat athafnað sig með stóðinu á bænum og eign- aðist folöld. En á Úlfsstöðum var Brúnka að lokum felld og heygð með hvítan kodda undir höfði og yfirbreidd með hvítri sæng, að sögn Amalíu, dóttur Sigurðar bónda. Fermingargjöf Ragnars varð að mikilli ættmóður  Hryssunni Ragnars-Brúnku var reistur minnisvarði Ljósmynd/Páll Ragnarsson Minnisvarði Á þessum stuðlabergs- drangi er mynd af Ragnars-Brúnku. „Ekki er hægt að ætlast til þess að fólk komi alltaf til Reykjavíkur til að hitta ráðherra. Mikilvægt er fyrir það að hafa góðan aðgang að ráðherra og fyrir ráðamenn að fá skilaboðin beint í æð,“ segir Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, sem er með skrifstofu á Suðurlandi þessa dagana. Þorgerður Katrín og embætt- ismenn ráðuneytisins sem eru með henni í för heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi fram á mið- vikudag. Fundað er með bæj- arstjórnum og bæjarstjórum og farið í sjávarútvegsfyrirtæki, afurðastöðv- ar í landbúnaði og bændur sóttir heim. Ráðherrann var að koma frá Agli Sigurðssyni og Guðfríði Erlu Trausta- dóttur, kúabændum á Berustöðum í Rangárvallasýslu, þegar rætt var við hana í gær og næsti áfangastaður var Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Oftar út úr ráðuneytinu Formleg bækistöð ráðherraskrif- stofunnar er á Hvolsvelli. Þar verður ráðherra með viðtalstíma fyrir há- degið í dag. Hún mun heimsækja fleiri bændur og fyrirtæki og fer síð- an til Vestmannaeyja. Áætlað er að flytja skrifstofuna tímabundið út á land nokkrum sinn- um á ári. Þannig var hún flutt til Ísa- fjarðar í febrúar sl. Þorgerður Katrín telur að það hafi gefið góða raun. Tengsl hafi myndast og eftir heim- sóknina þangað hafi fólk verið að hafa samband við ráðuneytið með ábend- ingar í meira mæli en áður. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Suðurland Jón Benónýsson, Ólafur Eggertsson og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara með innlendan lífdísil í flöskum. Skrifstofan flutt  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra heimsækir Sunnlendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.