Morgunblaðið - 23.05.2017, Síða 11

Morgunblaðið - 23.05.2017, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Str. 40-54 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Stutterma- bolir Verð kr. 4.900 FRÉTTASKÝRING Magnús Heimr Jónasson mhj@mbl.is Aukin notkun snjalltækja og upplýs- ingasöfnunin sem fylgir þeim hefur á undanförnum árum gjörbreytt trygg- ingamarkaði í heiminum. Frum- kvöðlafyrirtæki á tryggingamarkaði safna persónulegum upplýsingum gegnum snjalltækin, með leyfi við- skiptavina sinna, en upplýsingarnar eru svo nýttar við áhættumat. Áhættumatið ákvarðar svo verðlagn- ingu hvers og eins útfrá hegðunar- mynstri og lífstílsvenjum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjó- vár, segir fyrirtækið mjög meðvitað um þá þróun sem er í gangi erlendis en ekki verður farið af stað í slíka söfnun persónuupplýsinga hérlendis fyrr en lagaheimild fæst. „Við erum að fylgjast með þróun- inni erlendis en við þurfum að vera í takt við opinbera aðila og eftirlits- aðila, þannig við gerum ekkert fyrr en okkur er það heimilt,“ segir Her- mann. Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM), segir að þrátt fyrir að ekki sé farið af stað í söfnun persónuupplýsinga hér- lendis geti tæknibyltingin á trygg- ingamarkaði haft mikil áhrif hér. „Það sem er mjög spennandi í þessu er til dæmis internetsamband allra hluta. Þá getum við fylgst með reykskynj- urum sem eru nettengdir, þráðlaus- um vatnsskynjurum og ísskápum. Þannig getur verið hægt að koma í veg fyrir tjón mjög snemma þegar þetta er allt tengt,“ segir Sigurður. Fjárfestingar aukast til muna Að sögn bandaríska greiningarfyr- irtækisins, CB Insights, sem sérhæfir sig í greiningu á gríðargögnum (e. Big Data,) hafa fjárfestingar í trygg- ingatækni (e. insurtech) tekið stökk á síðustu árum. Árið 2014 var fjárfest fyrir 740 milljónir bandaríkjadala en sú fjárhæð hækkaði í 2,6 milljarða bandaríkjadala árið eftir. Þetta mikla flæði fjármagns hélt áfram 2016 og var fyrsti fjórðungur ársins í fyrra sá annar stærsti í fjárfestingum í trygg- ingatækni með 45 samningum við tryggingarfélög og 650 milljónir dala voru settar í fjárfestingar Fá heilsuupplýsingar úr úrum Í skýrslu frá Alþjóðastofnun fjár- málafyrirtækja (e. International Institute of Finance) er greint frá því að tryggingafyrirtæki séu komin vel af stað með nýtingu á líffræðilegri töl- fræði úr snjallúrum til að greina heil- brigði viðskiptavina sinna. Breska tryggingasamsteypan Vitality Group hefur verið leiðandi á þessu sviði með Vitality vellíðanar-átaki sínu (e. Vita- lity wellness program). Fyrirtækið hefur gert samning við stór trygg- ingafélög eins og Prudential í Bret- landi, Ping An í Kína, AIA í Singapúr og John Hancock í Bandaríkjunum. Á heimasíðu Vitality er greint frá samningi þeirra við John Hancock, sem er einn umsvifamesti líftryggj- andinn í Bandaríkjunum, en þar segir að viðskiptavinir fái send persónuleg heilsumarkmið sem snjallúrin skrá niður. Þeir sem hreyfa sig meira á hverjum degi safna vildarpunktum sem gefa meðal annars afslátt hjá ýmsum fyrirtækjum s.s. ferðaþjón- ustufyrirtækjum eða fataverslunum. Þá skiptir máli hvernig líftryggingu einstaklingur kaupir en möguleiki er á að lækka árlegt iðgjald um 15% ef ákveðnum heilsumarkmiðum er náð. Sigurður Viðarsson, segir að þetta sé ekki einungis að eiga sér stað í Bandaríkjunum heldur eru mörg tryggingafélög í Bretlandi að nýta sér svipað fyrirkomulag. „Það eru líf- tryggingafélög í Bretlandi sem eru að gefa „fitbit úr“ með möguleika á af- slætti af iðgjöldum, ef þú hreyfir þig ákveðið mikið á dag. Þetta er auðvit- að mjög spennandi,“ segir Sigurður. Hann segir að tryggingafélögin er- lendis séu einnig að horfa til þess að nýta snjallúrin til frekari upplýsinga- öflunar. „Nýjasta apple-snjallúrið á að geta tekið blóðfituna daglega, þetta eru auðvitað allt upplýsingar sem hjálpa við áhættumat og þar af leiðandi verðlagningu.“ Þá hefur bandaríska trygginga- fyrirtækið Oscar Health farið í sam- starf við Misfit, sem framleiðir skrefamæla. Viðskiptavinir sem upp- fylla daglegan skrefafjölda 20 sinnum í mánuði fá að launum 20 dala gjafa- kort á ýmsa staði í lok hvers mán- aðar. Greina aksturslag ökumanna Metromile, bandarískt trygginga- fyrirtæki, hefur verið að bjóða upp á nýja tegund af bílatryggingum þar sem viðskiptavinir setja þráðlausan fjarvirknibúnað í bílinn sinn sem mælir akstursvegalengd hvers og eins. Iðgjaldið ræðst svo af því hversu mikið er keyrt. Fyrirtækið er eitt sinnar tegundar í Bandaríkjunum og starfar nú í 7 fylkjum. Þá hefur ítalska fyrirtækið Octo gert samning við 60 tryggingafyrir- tæki en Octo notar fjarvirknibúnað til að greina aksturslag ökumanna, með- al annars hve hratt þeir keyra og hvernig þeir hemla. Upplýsingarnar eru síðan notaðar til að gera persónu- legt áhættumat ökumanns og ákveða verðlagningu útfrá þeim gögnum. Bandaríska fyrirtækið Markets and Markets, sem sérhæfir sig í markaðs- spám, spáir því að fjárfestingar í fjar- viknibúnaði bíla muni aukast til muna á næstu árum. Sigurður segir Tryggingamið- stöðina hafa gert tilraun hérlendis með svipaðan búnað hjá einum við- skiptavini sínum. „Það er magnað hvað þetta hefur mikil forvarnaráhrif, bara það að öku- maðurinn viti að það er verið að fylgj- ast með honum bætir aksturslagið. Við gerðum stórt verkefni með fyrir- tæki sem er tryggt hjá okkur og er með stóran flota af flutningabílum. Það stórbatnaði afkoman af þeim við- skiptum,“ segir Sigurður. Tæknibyltingar í tryggingum  Erlend tryggingafélög nota heilsuupplýsingar úr snjallúrum við verðlagningu á líftryggingum  Aukin hreyfing lækkar iðgjöld  Íslensk tryggingafélög fylgjast með þróuninni en bíða heimildar Sprotafyrirtæki í tryggingatækni » Árið 2016 voru 310 sprota- fyrirtæki í tryggingatækni starfandi í Bandaríkjunum en þar er langstærsti markaður- inn. » 18 fyrirtæki eru í Bretlandi. » 18 starfandi í Indlandi. » Samanlögð fyrirtæki í öðr- um löndum en þessum þremur eru 279. Heimild: Venture Scanner, IIF. Fjárfestingar í tryggingartækni Heimild: CB Insights, IIF Milljónir USD á heimsvísu Fjöldi samninga 2011 2012 2013 2014 2015 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 120 100 80 60 40 20 0 Markaðsspá fyrir fjarvirknibúnað Fjárfestingar í fjarvirknibúnaði í bílum 857 milljón USD 2.200 milljón USD 2015 2020 áætlun Heimild: Markets and Markets Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, segir að ef per- sónuvernd samþykki notkun á persónuupplýsingum úr snjalltækjum, með samþykki frá viðskiptavinum, sé fyrirtækið tilbúið að skoða möguleika hérlendis. „Við myndum klárlega skoða þetta, það sem skiptir miklu máli er hinn endinn á þessu. Ef tryggingafélögin eru tilbúin að lækka verulega iðgjöld hjá þeim sem veita upplýsingar þurfa þau líka að hækka iðgjöld verulega hjá þeim sem eru áhættusæknari. Því allt snýst þetta um samtryggingu,“ segir hann. Iðgjöld gætu hækkað verulega SJÓVÁ TILBÚIÐ AÐ SKOÐA NOTKUN SNJALLTÆKNINNAR Hermann Björnsson „Þetta verður næsta stóra málið í tryggingastarfsemi,“ segir Birgir Viðarsson hjá tryggingafélaginu Sjóvá, í samtali við Morgunblaðið, en spurningar eru að vakna um víða veröld í framhaldi af tölvuveirufar- aldrinum WannaCry sem herjaði á heiminn á dögunum. Eru menn t.d. að velta fyrir sér hvort tjón fyr- irtækja og stofnana sem hafa látið hjá líða að uppfæra hugbúnað, huga að lágmarksöryggiskröfum og þjálfa starfsfólk, verði bætt. Óbætanlegt tjón gæti orðið ef t.d. mannslíf týnast, viðkvæmar per- sónuupplýsingar leka á netið, þjóð- aröryggi yrði stefnt í hættu, ef mengunarslys yrði eða ef rekstr- arstöðvun verður, sem afleiðing af öryggisbrestum í tölvukerfum. Skammt á veg komið „Áhætta og tryggingar gegn svona tjónum hafa verið til umræðu í mörg ár hérlendis og erlendis, en þó er þetta enn frekar skammt á veg komið,“ sagði Birgir jafnframt. Í svipaðan streng tók Þóroddur Sigfússon hjá VÍS. Svona tryggingar séu almennt dýrar. Bæði fyrirtækin bjóða þó upp á að aðstoða aðila sem leita til þeirra með óskir um trygg- ingar gegn afleiðingum öryggis- brests í tölvukerfum, í samvinnu við erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í þeim, en erfitt er fyrir lítil trygg- ingafyrirtæki eins og á Íslandi að dreifa áhættunni. ernayr@mbl.is Tryggingar vegna tölvuárása til skoðunar SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.