Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hinn ný-kjörni for-seti Suður-
Kóreu, Moon Jae-
in, sagði í innsetn-
ingarræðu sinni á dögunum að
hann væri tilbúinn til þess að
heimsækja ýmsa þjóðarleið-
toga til þess að ýta á eftir friði
á Kóreuskaga. Á meðal þeirra
sem Moon nefndi var Kim
Jong-un, einræðisherra Norð-
ur-Kóreu, sem Moon sagðist
vilja hitta, jafnvel í Pyongyang,
höfuðborg Norður-Kóreu, við
„réttar kringumstæður“.
Moon hefur enda verið tals-
maður þíðu á Kóreuskaganum.
Hann hefur sagt að hann trúi
því að lausn kjarnorkudeil-
unnar við Norður-Kóreu kalli
ekki bara á refsiaðgerðir, líkt
og þær sem beitt hefur verið,
heldur þurfi einnig að reyna að
ræða við leiðtoga þar og hvetja
þá til þess að láta kjarn-
orkuvopn sín af hendi gegn því
að Norður-Kórea fái einhvern
ávinning á móti, eða með öðr-
um orðum, að gefa þeim ein-
hverja gulrót til þess að gefa
vopn sín upp á bátinn.
Svör Norður-Kóreumanna
hafa verið skýr. Tvær síðustu
helgar hafa þeir gert tilraunir
á meðaldrægum eldflaugum,
sem borið geta kjarnaodda á
skotmörk í Japan og Suður-
Kóreu. Og þeir segjast vera til-
búnir til þess að fjöldafram-
leiða þessi vopn, en yfirlýst
markmið þeirra er að geta
hæft borgir á meginlandi
Norður-Ameríku með kjarn-
orkuvopnum sínum. Að sögn
sérfræðinga suður-
kóreska hersins er
slík geta ekki langt
undan, þar sem
Norður-Kóreu-
mönnum miði betur áfram í
þróun kjarnorkueldflauga en
áður var talið.
Moon virðist hafa meðtekið
skilaboðin því hann sagði í síð-
ustu viku að hann teldi tals-
verðar líkur á því að til átaka
kæmi á vopnahléslínunni sem
aðskilur Kóreuríkin tvö. Tók
hann fram að Suður-Kórea
gæti ekki þolað áframhald
slíkra tilrauna, og að landið
myndi taka þátt í alþjóðlegum
aðgerðum gegn Norður-Kóreu,
jafnvel þó að stefna sín væri að
reyna að fá Norður-Kóreu-
menn að samningaborðinu.
Tilraunaskotunum var ef-
laust einnig ætlað að senda
skýr skilaboð til Donalds
Trump Bandaríkjaforseta, sem
sóst hefur eftir því síðustu vik-
urnar að fá Kínverja í lið með
sér gegn kjarnorkutilraunum
Norður-Kóreumanna, um að
honum muni ekki verða kápan
úr því klæðinu. Kim Jong-un
telur stöðu sína augljóslega
sterka, þrátt fyrir að Kínverjar
hafi hótað því að stöðva olíu-
útflutning sinn til landsins.
Búast má við að spennu-
ástandið sem nú ríkir á Kóreu-
skaganum verði viðvarandi um
nokkra hríð enn, ef allt fer ekki
hreinlega í bál og brand. Ekk-
ert, hvorki gulrætur Moons né
prik Trumps, virðist duga til
þess að fá Kim Jong-un til að
láta af hættulegri hegðun sinni.
Norður-Kórea sendir
skýr skilaboð}Gulrætur og prik
Evrópusam-bandið hefur
nú lokið undirbún-
ingi viðræðna sinna
við Breta um út-
göngu þeirra úr
sambandinu, samþykkt samn-
ingsmarkmið og veitt Michel
Barnier, formanni viðræðu-
nefndarinnar, viðeigandi umboð
til samningagerðar. Barnier von-
ast til þess að viðræðurnar hefj-
ist hinn 19. júní næstkomandi
eða eftir um fjórar vikur eða svo.
Á síðustu vikum hefur komið
æ betur í ljós, að viðræðurnar
verða ekki auðveldar, og raunar
virðist einnig sem forkólfar ESB
vilji að útgönguferlið allt verði
eins erfitt og ömurlegt fyrir
bæði Bretland og sambandið og
mögulegt er.
Það á kannski ekki síst við um
allt að því fáránlega háar fjár-
kröfur sambandsins á hendur
Bretum, sem Brusselmenn segja
að eigi að ganga frá, áður en
nokkuð annað verði rætt. Talan
sem þeir kröfðust frá Bretum
byrjaði í um 60 milljörðum
punda, en hækkaði svo upp í 100
milljarða, að því er virðist með
vafasamri námundun á fyrri töl-
unni og án þess að gert sé ráð
fyrir því að Bretar
eigi nokkra kröfu á
hendur sambandinu
á móti.
Það er kannski
ekki að furða að
breskir ráðamenn séu ekki sér-
staklega ánægðir með þennan
reikning, enda hefur landið
borgað háar fjárhæðir með aðild
sinni síðustu árin ef ekki áratug-
ina. David Davis, ráðherra Brex-
it-viðræðnanna, lét enda hafa
eftir sér um helgina, að til greina
kæmi að standa upp frá viðræð-
unum ef Evrópusambandið end-
urskoðaði ekki hug sinn.
Theresa May bætti um betur í
viðtali við Daily Telegraph og
sagði að sambandið skuldaði
Bretum 8,5 milljarða punda, en
ekki öfugt.
Sá möguleiki er því fyrir
hendi, að útgönguviðræðunum
ljúki áður en þær geta hafist af
nokkurri alvöru. Verði sú raunin
má jafnvel sjá fyrir sér að ESB
og Bretar verði föst á næstu ár-
um í réttarsalnum meðan reikn-
að er út hver skuldar hverjum og
hve mikið. Slík niðurstaða yrði
engum til góðs, en forkólfar ESB
virðast telja til mikils að vinna að
fæla aðra frá útgöngu.
Brexit-reikningurinn
gæti siglt öllu í
strand}
Búið áður en það byrjar?
T
il er bók sem heitir Dating after
fifty for dummies. Mér datt í hug
að skrifa eina sambærilega en
kannski breyti ég titlinum í Dat-
ing Dummies after Fifty svona í
ljósi árangurs í deitmálum. Nei, ég segi svona.
Mér dettur þetta bara í hug eftir að hafa
kíkt á Tinder núna af og til í langan tíma og
farið á nokkur misskemmtileg stefnumót. En
ég hef gaman af Tinder og þar má alveg finna
áhugaverða menn; ég hef alla vega heyrt um
nokkra. Annars má bara hafa gaman af þessu;
líta á þetta sem tölvuleik eða dægrastyttingu.
Til dæmis prófaði ég að flokka menn. Byrjum
á veiðimanninum. Hann er gjarnan í „camou-
flage“. Með byssu eða veiðistöng. Þessir veiða
sér til matar, dáldið „macho“. (Hann getur
auðvitað líka falið sig rosa vel þegar hann er beðinn um
að sinna garðverkunum.)
Svo er það hjólreiðamaðurinn. Skrifstofumaðurinn
með hreyfiþörf. Þessi er með hjálminn og í spandex,
hann á „racer“ og tekur þátt í WOW.
Þá er það pabbinn/afinn. Hann birtir myndir af sér
með börnum og barnabörnum. Jafnvel eru þar fullorðin
börn (sem kannski kæra sig ekki um að vera með pabba á
Tinder). Hann tekur þau kannski með á deit, ég veit ekki.
Svo er það líkamsræktargaurinn. Þar má finna nær-
mynd af „sixpakknum“. Þessi tekur gjarnan sjálfur
myndir af sér í spegli, sumar í ræktinni þar sem hann
hnykklar húðflúraða vöðvana.
Hinn tækjaóði er þarna líka. Þessi er aðal-
lega með myndir af tækjum; vélsleða, jeppa,
fjórhjóli eða mótorhjóli. Það sést ekkert í
hann fyrir tækjum og oftar en ekki er hann
líka með hjálm á höfði.
Næst má nefna útivistargaurinn. Hann er á
tindum á öllum myndum, í rauðum Cinta-
mani-jakka með 66° húfuna. Eða á skíðum.
Jafnvel á hestbaki.
Mjúki maðurinn er þarna líka; háskóla-
kennarinn, þessi með skeggið og gleraugun.
Örlítið frjálslega vaxinn.
Svo má nefna þann sem ekki vill sjást,
þennan með gerviprófíl. Kannski með mynd
af frægum leikara jafnvel. Einn sagði það
vera stöðu sinnar vegna í þjóðfélaginu. Hvaða
staða skyldi það vera? Hjúskaparstaða?
En innan um alla þessa menn leynast líka skáldin.
Þessir sem heilla mann með orðum. Eða eins og einn rit-
aði: Mig langar að strjúka þér létt um líkamann og þú
grípur andann á lofti og skjálfti hríslast um þig þar sem
þú liggur nakin í tunglsljósinu.
Já, í tunglsljósinu! Það er aldeilis að maðurinn er
skáldlegur. Og já, ég gæti nú trúað að það myndi hríslast
um mig skjálfti þar sem ég lægi nakin í einhverju tungls-
ljósi! Í ískulda. Nema hann ætli að bjóða mér á gríska
eyju. Eða átti ég bara að liggja úti í íslenskum dögg-
votum móa? Ég spurði hann hvort hann væri höfundur
rauðu ástarsagnanna. Honum fannst ég ekkert fyndin.
asdis@mbl.is
Ásdís
Ásgeirsdóttir
Pistill
Rauðu ástarsögurnar á Tinder
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
stjóra Melabúðarinnar, hafði svip-
aða sögu að segja og bætti við:
„Maður hefur heyrt af því að hér áð-
ur fyrr hafi verð í ákveðnum vöru-
flokkum verið hærra um helgar en á
virkum dögum. Ég veit ekki hvort
það tíðkast enn í dag en það eru ekki
viðskiptahættir sem við höfum til-
einkað okkur.“
Hvorugt þessara fyrirtækja er
með rafræna verðlagningu.
Verð vöru fljótt að breytast
Rafræn verðlagning gerir versl-
unum kleift að breyta verði vara inn-
an dagsins, verðið er skráð í bak-
vinnslukerfi verslunarinnar og
birtist síðan um leið á verðmiðanum.
Það getur því gerst að verð vöru hafi
breyst frá því að neytandinn setti
vöruna í körfuna og þangað til hann
greiðir fyrir vöruna á afgreiðslu-
kassanum. Verðbreytingar sem
þessar sjást ekki í mánaðarlegum
verðkönnunum en Neytenda-
samtökin vinna nú að því að safna
upplýsingum frá snjallforritinu
Neytandanum, sem er aðgengilegt
fyrir alla Android- og Apple-
snjallsíma. „Fólk getur nýtt sér
þetta app til þess að sjá verð-
breytingar hjá fyrirtækjum. Við
ætlum okkur að safna upplýs-
ingum sem yfir lengri tíma geta
sýnt okkur hvort það er einhver
tilhneiging í verðbreytingum
fyrirtækjanna,“ segir Ólafur
Arnarson.
Vöruverð getur
breyst innan dagsins
Morgunblaðið/Ásdís
Verðmisræmi Svo getur farið að verð á vöru breytist frá því neytandi set-
ur vöruna í körfuna og þar til hann greiðir fyrir hana á kassanum.
Neytandinn er snjallforrit sem
fór á markað 26. janúar sl. og
búið var til af Strimlinum ehf.
fyrir Neytendasamtökin. Neyt-
andinn veitir fólki upplýsingar
um nýjustu verðathuganir í öll-
um helstu verslunum auk þess
sem forritið býður upp á ýmsar
aðgerðir sem eiga að einfalda
kaupferlið. Notendur Neytand-
ans skanna inn kvittunina að
kaupum loknum og veita þannig
öðrum notendum forritsins
upplýsingar um verð vara.
Ólafur Arnarson, formaður
Neytendasamtakanna, segir
forritið hafa vaxið mikið frá því
það var fyrst sett á markað.
„Í dag eru notendur apps-
ins um 10 þúsund, að því
er ég best veit, og
við höfum fengið
um 40.000 strimla
síðan appið fór
á markað í jan-
úar,“ segir
Ólafur.
Mælir verð-
breytingar
NÝTT „APP“ Á VEGUM
NEYTENDASAMTAKANNA
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Það eru ákveðnar vísbend-ingar án þess þó að hægtsé að segja það með óyggj-andi hætti að ákveðnar
matvöruverslanir hækki verð á vöru
á háannatímum. Við þekkjum að 10-
11 verslanirnar hækki verð á há-
annatímum en við höfum orðið vör
við að verð sveiflist innan dagsins
hjá fleiri verslunum,“ segir Ólafur
Arnarson, formaður Neytenda-
samtakanna. Ólafur segir grun um
að ákveðnir vöruflokkar eins og t.d.
gosdrykkir séu seldir á hærra verði
rétt fyrir helgi eða við önnur tilefni
en samtökin séu þó ekki með gögn til
að geta gengið úr skugga um það.
„Það er afskaplega hvimleitt fyrir
neytendur að geta ekki treyst því
verði sem stendur á verðmiða vör-
unnar,“ bætir Ólafur við.
„Það kemur fyrir að við breyt-
um verði innan dags í verslunum
okkar, ef verð breytist annars staðar
á markaðnum bregðumst við við og
breytum hugsanlega verði hjá okk-
ur,“ segir Jón Björnsson, forstjóri
Festar sem meðal annars rekur
matvöruverslunina Krónuna. Hann
segir Krónuna oft klára að skoða
verð hjá öðrum um hádegi og þá geti
vel verið að verð á vörum verslunar-
innar breytist eitthvað, sú breyting
geti átt sér stað hvenær sem er inn-
an dagsins.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónus, tekur í svip-
aðan streng: „Við erum með rafræna
verðlagningu og getum því breytt
verði hjá okkur innan dagsins ef við
þurfum að bregðast við breytingum
annars staðar frá,“ segir Guð-
mundur. Báðir taka þeir fram að þó
að verðið geti breyst innan dagsins
sé ekki ósamræmi milli verslana og
alltaf sé boðið upp á sama verðið
óháð staðsetningu verslana, ólíkt því
sem var upp á teningnum í versl-
unum 10-11. Í því tilfelli var verð á
vörum í vissum verslunum hækkað á
ákveðnum tíma. Hvorki Bónus né
Krónan kannast við að hafa stundað
slíka verðlagningu.
Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaups, segir að
þar sé ávallt sama verðið og fyr-
irtækið breyti verði vara ekki innan
dagsins. Friðrik Ármann Guð-
mundsson, annar framkvæmda-