Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017
Hundrað sinnum
hefur lögum um lífeyr-
issjóði verið breytt,
síðan öllum var gert
skylt að greiða í lífeyr-
issjóð árið 1969 án
mikillar umræðu á
þingi og alls engrar
meðal þeirra sem voru
skyldaðir til greiðslna,
enda eiga þeir engan
lögbundinn rétt til að-
komu að eign sinni! Um 100 sjóðir
voru stofnaðir, margir misfóru með
fé og töpuðu á fjárfestingum, – sam-
einuðust þá öðrum, þannig að í dag
eru aðeins um 20 sjóðir starfandi.
Þúsundir lífeyrisþega hafa tapað
eignum sínum í týndum lífeyr-
issjóðum. Í ársuppgjöri sjóðanna
kemur fram að rekstrar- og fjárfest-
ingarkostnaður þeirra er líklega um
18 milljarðar á ári. Við þau útgjöld
gera alþingismenn engar at-
hugasemdir!
Ríkisjóður tapar háum fjár-
hæðum, því lífeyrissjóðirnir taka við
inngreiðslum án þess að skattur sé
tekinn af þeim strax. Hann er
greiddur þegar menn fá greitt úr líf-
eyrissjóðum. Það fé sem lífeyrissjóð-
irnir tapa í fjárfestingum, tapa þeir
sem greitt hafa í sjóð-
ina og ríkið þar með. Þá
er einnig ákveðið með
lögum að eign lífeyr-
isþega í lífeyrissjóð-
unum sé hirt með ólög-
legri eignaupptöku!
Áunnin lífeyrissjóðs-
eign allt að um 250.000
kr. á mánuði er tekin til
TR til að greiða lág-
marksgreiðslu stofn-
unarinnar, lögbundna
lágmarks tekjutrygg-
ingu. Þannig njóta þeir
einskis af ævisparnaði sínum með
lögskyldri lífeyrissjóðsgreiðslu.
Þetta eru um 30 milljarðar á ári.
Skatturinn
Tíundin, sem Gissur Ísleifsson
biskup innleiddi 1096, var afnumin í
upphafi 20. aldar. Hún tryggði fá-
tækum framfærslu til viðbótar
þeirri grunnfátæktarframfærslu,
sem var hjá hreppunum. Við breyt-
inguna í upphafi 20. aldar tók við ný
skattheimta með um 90 skatt-
þrepum sem ívilnaði þeim tekjulágu.
Í dag er hins vegar hagsmuna
þeirra, sem mest hafa, gætt á marg-
víslegan hátt, öfugt við það sem áður
var: Skattþrepin eru tvö. Mán-
aðartekjur að 834.707 bera 36,94%
skatt og tekjur umfram það bera
46,24% skatt. Persónuafsláttur er
aðeins kr. 52.907, sem þýðir að
tekjur umfram 143.224 kr. eru skatt-
lagðar! Sár fátækt er þannig skatt-
lögð í dag. Persónuafsláttur hefur
ekki fylgt launavísitölu frá 1988.
Hefði hann gert það, ætti persónu-
afsláttur að vera um 103.000 kr. á
mánuði eða að mánaðartekjur að
280.000 kr. væru ekki skattlagðar.
Til viðbótar við þessa mismunun er
meðhöndlun þeirra sem lifa á eign-
um sínum og greiða aðeins 20% fjár-
magnstekjuskatt og að auki kunna
þeir mörg lögleg ráð til að fresta eða
lækka skattgreiðslur, t.d. með að
varðveita eignir sínar í einkahluta-
félögum.
Fjárlög og meðferð fjármuna
Árlega takast alþingismenn lengi
á um fjárlög fyrir opnum tjöldum.
Minna er rætt um aukafjárlög og
enn minna um afskriftir og nær ekk-
ert um millifærslur fjármuna hjá
ríkisstofnunum með lagabreytingum
eða reglugerðarákvæðum um kostn-
aðargreiðslur. Nær aldrei er þess
getið, þegar ekki er farið að lögum
og reglugerðum hjá alþingi, rík-
isstofnunum eða opinberum sjálfs-
eignarstofnunum.
Nýlega voru afskrifaðar um 5,9
milljarða skuldir hjá 57 ríkisstofn-
unum, án umræðu og utan fjárlaga,
að því er best verður séð! „Mistök“ í
lagasetningu um breytingar á al-
mannatryggingalöggjöfinni um síð-
ustu áramót, kostuðu ríkisjóð 5
milljarða. Brugðist var við með nýju
ákvæði í lögum til að leiðrétta þetta
tveimur mánuðum síðar! Breytingar
á sömu löggjöf afnámu greiðslu
grunnlífeyris til um 40 þúsund eldri
borgara og lækkuðu frítekjumark úr
109 þús. kr á mánuði í 25 þúsund kr.
Þessi ákvörðun löggjafans stendur
undir allri hækkun greiðslna TR til
eldri borgara á árinu. Þannig borga
eldri borgarar þessa hækkun sjálfir,
alls um 16 milljarða kr. á þessu ári!
Þessari hækkun hafa ráðherrar hælt
sér af, sem mikilli viðbót á fjárlögum
og að hún hafi skert möguleika á
auknum framlögum til annarra
verkefna! Kröfur um meiri kostn-
aðarhlutdeild hafa hækkað þjón-
ustu- og sjúkragjöld, en lögbundnar
niðurgreiðslur hafa ekki hækkað,
t.d. á ýmsum hjálpartækjum og
tannviðgerðum hjá eldri borgurum
og öryrkjum, þrátt fyrir ákvörðun
ráðherra í reglugerð um annað! Árið
2004 var ákveðin 70% niðurgreiðsla
tannviðgerða hjá eldri borgurum og
öryrkjum. Ekkert viðbótarframlag
hefur verið veitt síðan til að uppfylla
ákvörðunina. Þetta veldur því að
núna er niðurgreiðslan aðeins um
15% af kostnaðinum, sem orsakar
það, að mjög margir þessara aðila
hafa ekki ráð á tannviðgerðum! Lög
um búseturétt og leigurétt eldri
borgara eru ekki virt. Fregnir af Eir
og Búmönnum og nýjasta dæmið frá
Naustavör, dótturfélagi Hrafnistu,
benda til hreinnar eignaupptöku,
þar sem ekki stendur til að hlíta nið-
urstöðu Héraðsdóms! Á einu ári hef-
ur Kjararáð hækkað laun alþing-
ismanna í þremur atrennum um 5-6
hundruð þúsund kr. á mánuði!
Flestir voru þingmennirnir sammála
um að ekkert væri hægt að gera
gagnvart niðurstöðu ráðherraskip-
aðrar nefndar! Eru þetta meðvituð
launráð þeirra, með öllu öðru, sem
hér hefur verið nefnt?
Launráð alþingismanna?
Eftir Halldór
Gunnarsson
Halldór Gunnarsson
»Með afnámi grunnlíf-
eyris og lækkun frí-
tekjumarks í 25 þús. á
mánuði borga eldri
borgarar þessa hækkun
sjálfir, alls um 16 millj-
arða kr. á þessu ári!
Höfundur er formaður kjararáðs EB í
Rangárvallasýslu og fyrrverandi
sóknarprestur.
Mér blöskra þau
læti og þau skrif og
samtöl sem komið hafa
frá aðilum ferðaþjón-
ustunnar upp á síð-
kastið vegna vænt-
anlegrar hækkunar á
virðisaukaskatti úr
11% í 22,5%. Hver að-
ilinn úr ferðaþjónust-
unni á fætur öðrum
hefur komið fram og
mótmælt þessari breytingu og talið
henni allt til foráttu. Það er helst á
þeim að skilja – og kannski er það
gert viljandi til að reyna að blekkja
almenning – að þessi skattur sé lagð-
ur á fyrirtækin sem að ferðaþjónust-
unni standa, en auðvitað er þetta
skattur sem neytendur borga og
ferðaþjónustan sér bara um inn-
heimtu á.
Maður skrifaði í blöðin um daginn
og benti sérstaklega á að verð á her-
bergi sem hann kallaði „geitakofa“ í
Rangárvallasýslu væri allt að rúm-
um 100 þúsund á dag. Hótelherbergi
á Hótel Sögu er auglýst á 42 þúsund
krónur nóttin og nýlega pantaði ég
2ja manna herbergi á Marina hóteli
fyrir útlendinga sem koma til lands-
ins í sumar og staðfestingin segir að
herbergið kosti 42 þúsund og síðan
er morgunmatur aukalega á þrjú
þúsund á mann. Fyrir þessar fjár-
hæðir er hægt að leigja svítur á hót-
elum erlendis. Ég hef t.d. ferðast
mikið til Þýskalands og þar hef ég
gist á 4 stjörnu hóteli þar sem nóttin
kostar um 24 þúsund fyrir tveggja
manna herbergi og þar er ekki ein-
göngu innifalinn morgunmatur,
heldur einnig góður kvöldmatur og
golf fyrir tvo.
Stóra spurningin er; af hverju á
ferðaþjónustan ekki að greiða fullan
virðisaukaskatt – heimilin í landinu
hafa þurft og þurfa að greiða fullan
virðisaukaskatt af flestum sínum að-
föngum og hafa þar til fyrir stuttu
einnig þurft að greiða háa tolla og há
vörugjöld á margar vörur. Tekið
skal þó fram að bæði tollar og vöru-
gjöld hafa verið felld niður í tíð nú-
verandi forsætisráðherra sem og
einnig þegar hann var fjár-
málaráðherra í síðustu ríkisstjórn –
Þetta hefur verið öllum aðilum til
góðs – neytendum, versluninni, rík-
issjóði og ekki síst
ferðaþjónustunni.
Framkvæmdastýra
ferðaþjónustunnar
kvartar undan því að
ekki sé verið að hækka
virðisaukaskatt hjá
þeim sem innheimta
engan virðisaukaskatt.
Hún hefur hins vegar
ekki fyrir því að segja
frá að þeir örfáu aðilar
sem slíkt á við um, fá
ekki að draga neinn
innskatt frá í sínum
rekstri, heldur þurfa þeir að bera
greiddan virðisaukaskatt að fullu.
Ferðaþjónustan hefur hins vegar
skilað 11% virðisaukaskatti en hefur
fengið að draga allan innskatt – 11%
og 24% frá við uppgjör og þess eru
dæmi að ferðaþjónustufyrirtæki hafi
fengið endurgreiðslur frá ríkinu við
uppgjör sín, þar sem upphæð inn-
skatts hefur verið hærri en út-
skattur þeirra.
Forkólfar ferðaþjónustunnar sem
hafa komið fram í fjölmiðlum upp á
síðkastið, svo og aðrir í þeirri grein
þurfa nú einfaldlega að taka til hend-
inni og skoða það tjón sem þeir hafa
valdið með allt of hárri álagningu á
gistingu og aðra þjónustu – að mað-
ur nú ekki tali um okrið á því að fara
ofan í „pollinn“ suður við Grindavík.
Maður les einnig í blöðum að er-
lend flugfélög sem senda flugmenn
sína til þjálfunar í flugherminn hjá
Icelandair kvarta ekki undan verð-
inu í flugherminum, heldur undan
dýrri gistingu á hótelum og samt
rekur Icelandair hvort tveggja.
Ferðaþjónustuaðilar: – Hættið
þessu væli og standið að rekstri
þjóðfélagsins eins og aðrar atvinnu-
greinar sem innheimta 24% virð-
isaukaskatt í dag.
Ferðaþjónustan og
virðisaukaskatturinn
Eftir Kristmann
Magnússon
Kristmann Magnússon
»Hættið þessu væli og
standið að rekstri
þjóðfélagsins eins og
aðrar atvinnugreinar
sem innheimta 24%
virðisaukaskatt.
Höfundur er fv. framkv.stjóri
PFAFF hf.
km@pfaff.is
Góðir Íslendingar.
Þið eruð í vanda.
Þið eruð of fá í stóru
landi til að hafa það
opið, eins og hingað
til, fyrir íslamskri yfir-
burðahyggju. Góðvild
ykkar við að taka á
móti innflytjendum
blekkir ykkur, en þið
verðið að átta ykkur á
hvernig veröldin er.
Talsmenn íslamskrar
yfirburðahyggju munu vera ykkur
stimamjúkir og láta sem þeir unni
ykkur, en þeir blekkja, til þess að
ná ykkur á sitt vald. Þeir leitast
vísvitandi við að vekja hjá ykkur
sektarkennd þegar þið dragið í efa
réttmæti illvirkja í nafni trúar
þeirra víða um heim, í stað þess að
bæta fyrir þau og horfast í augu við
nútímann.
Íslendingar, þið hafið eins og
aðrir Vesturlandabúar hneigst til
að bjóða minnihlutahópa velkomna
og hafið komið á stjórnskipun þar
sem lýst er yfir jafnrétti allra fyrir
lögum. Ég er að uppruna jafnt
Skoti, þeldökk, kínversk og ind-
versk, en eini kuldinn sem ég fann
fyrir á Íslandi var af gnauði vinds-
ins.
Þið hafið nú þegar mosku í smá-
ríki ykkar, sem kostuð er af Sádí-
Arabíu, landi sem styður wahab-
isma – villimannlegt hugmynda-
kerfi sem tekur undir karllæga,
múslímska yfirburðahyggju og
mannréttindabrot samkvæmt shari-
alögum. Til stendur að byggja aðra
mosku í höfuðstað ykkar, Reykja-
vík. Ykkur er sagt að sharia sé
skaðlaus, en sharia er guðræðis-
lagakerfi sem meðal annarrar
óhæfu kveður á um að fólk sem
gengur af trúnni, samkynhneigðir
og guðlastarar skuli líflátnir, að
konur séu körlum óæðri, og að kon-
ur skuli hylja sig að
fullu samkvæmt Kór-
aninum (24:31 og
33:59). Íslamismi er
forskrift fyrir íslam í
heild. Engin lög eru
æðri íslömskum lög-
um. Samkvæmt þeim
eru landvinningar
skylda og krafa.
Allt frá falli Ós-
mannaveldisins hafa
leiðtogar íslams leitast
við að endurheimta
fyrri dýrðardaga,
íslömsk yfirráð og
drottinsvald.
En hvað getið þið þá gert? Til að
byrja með, þá getið þið hafnað til-
hæfulausum ásökunum um „íslams-
fóbíu“. Aðrir minnihlutahópar hafa
ekki uppi ásakanir gegn ykkur,
nema þeir séu gegnsýrðir af ísl-
ömskum áróðri. Enginn annar hóp-
ur leitast við að brjóta aðra undir
sig eða gerir sig sekan um grimmi-
leg mannréttindabrot um heim all-
an, og hrópar um leið að hann sé
fórnarlamb „nýlendustefnu“ og
„heimsvaldastefnu“. Þið og aðrar
vestrænar þjóðir verðið að rísa upp
og verja stjórnskipun ykkar. Frels-
isréttindi voru goldin dýru verði.
Þegar þið heimilið múslimum að
taka þátt í umræðufundum, gangið
fyrst úr skugga um að þeir séu
múslimar af því tagi sem taka vel
spurningum, fjölhyggju og fjöl-
breytni, og sem skilja að braut fjöl-
menningar liggur í báðar áttir. Þeir
verða að hafna sharialögum í öllum
þeirra myndum.
Á öllum tímum voru múslimar
sem vildu lifa í samræmi við sinn
eigin tíma, en voru myrtir fyrir að
ganga af trúnni. Þeir skildu að
vefengja varð óumbreytileika
kennisetninganna og þrúgun hinna
afluktu opinberu sjónarmiða, jafnt
sem ulema (ráðandi öfl innan íslam)
og alla stríðsmenn íslamsks einræð-
is.
Stjórnmálamenn ykkar og fjöl-
miðlar búa við ótta. Margir hafa
ásakað Robert Spencer, saklausan
mann, um hatur, og byggja á orð-
um og gerðum illmennisins Anders
Breivik. Hvers konar undarlegt
hugarfar hefur sá sem einfaldlega
fylgir orðum nýnasísks morðingja
að óathuguðu máli?
Íslendingar, farið varlega. Ráðsk-
ast er með ykkur. Berjist fyrir
frelsi ykkar, takið vel þeim sem
bjóða börnum ykkar farsæla fram-
tíð og leyfið ekki íslamskri
yfirburðahyggju, ágjörnum stjórn-
málamönnum og stýrðum fjöl-
miðlum að eyðileggja verk forfeðra
ykkar og það góða sem þau hafa
leitt til. Í djúpi hugans kann að búa
nagandi ótti um að þú gætir sjálf
(ur) verið dag nokkurn í sporum
nefnds Roberts Spencer, sem eitrað
hefur verið fyrir og gerður djöfli
líkastur, ef ekki eitthvað þaðan af
verra. Því meiri áhrifum sem óvinir
frelsis og lýðræðis ná, því meiri
hætta steðjar að saklausu fólki.
Konur og stúlkur um alla Evrópu
hafa sætt nauðgunum vegna þeirra
kennisetninga, að múslimskir menn
geti nýtt sér trúlausar konur að
vild. Fólk sem ekki er múham-
eðstrúar hefur verið rænt og það
barið, og árásir jihadista hafa skilið
eftir sig slóð limlestinga og sorga.
Án andspyrnu munu íslamistar
vega að þér, sama hve þeir brosa til
þín nú. Verið á verði. Veitið athygli
því sem predikað er í moskunum,
því oft eru jihad, hatur og meintir
yfirburðir íslams þar vegsamaðir.
Enginn vinsamlegur múslimi mun
nokkru sinni ásaka þig um íslams-
fóbíu, vegna þess að þeir vita að
þeirri ásökun er ætlað að hefta
málfrelsi þitt og rétt þinn til að
vefengja íslam. Íslendingar, það er
bráðnauðsynlegt að velja sér vini af
kostgæfni, rétt eins og vinsemd er
mikilvæg.
Varnaðarorð til Íslendinga
Eftir Christine
Douglass-Williams » Aðrir minnihluta-
hópar hafa ekki uppi
ásakanir gegn ykkur,
nema þeir séu gegn-
sýrðir af islömskum
áróðri.
Christine
Douglass-Williams
Höfundur er útvarpsmaður,
rithöfundur og situr í Trúfrelsisstofu
Kanada.
Viðskipti