Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 ✝ Ásta Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 27. jan- úar 1921. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 11. maí 2017. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Þor- leifsson, stein- smiður og síðar afgreiðslumaður hjá Pípuverksmiðjunni, f. 22. mars 1877, d. 3. ágúst 1947, og Hreiðarsína Hreiðarsdóttir hús- móðir, f. 23. október 1879, d. 13. janúar 1973. Systkini Ástu voru: Guðjón, f. 1903, Ágúst, f. 1907, Sigurbjörg, f. 1909, Ólafur, f. 1912, Hreiðar, f. 1917, og Guðleif, f. 1926. Þau eru nú öll látin. Ásta giftist Stefáni Óskari Jónssyni bifreiðarstjóra 23. des- ember 1939. Hann var fæddur 3. september 1917 og lést 12. októ- ber 1981. Börn þeirra eru: Mar- grét Sigurlaug, f. 1939, maki Halvor Nilsen, f. 1936, Sig- sem nýttist henni vel til að klæða barnahópinn og síðar sem eitt af hennar aðaláhugamálum. Var hún jafnvíg á saumavél, prjóna og útsaum ýmiss konar og liggja ófá listaverkin eftir hana á því sviði en blómarækt og garðrækt skipaði líka stóran sess í lífi Ástu. Féll henni sjaldan verk úr hendi eins og sjá má í garðinum hennar að Hólmgarði 40. Hún annaðist garðinn sinn fram á tíræðisaldur. Hún vann samhliða húsmóð- urhlutverkinu meðal annars við ræstingar hjá A. Jóhannsson og Smith og sem dagmamma. Þeg- ar hægðist um á heimilinu og börnin fluttu að heiman vann hún við aðhlynningu á Grens- ásdeild Borgarspítalans þar til hún lét af störfum 1991 fyrir aldurs sakir. Ásta var í mörg ár sjálfboðaliði hjá kvennadeild Rauða krossins. Hún lét sig alla tíð varða heil- brigðan lífsstíl fyrir sig og sína. Las hún allt sem hún komst yfir á þessu sviði og fékk öll fjöl- skyldan að njóta þeirrar þekk- ingar sem hún aflaði sér. Jarðarförin fer fram í Bú- staðakirkju í dag, 23. maí 2017, klukkan 15. urbjörg Helga, f. 1944, maki: Jens G. Guðmundsson, f. 1946, Ólöf Stef- ánsdóttir, f. 1951, látin 1984, hennar maki var Jóhann Geir Frímannsson, f. 1952, Ólafur Stef- ánsson, f. 1953, maki Mjöll Björg- vinsdóttir, f. 1953, Ásta Birna Stef- ánsdóttir, f. 1955, maki Gunnar A. Traustason, f. 1955, Hugrún Stefánsdóttir, f. 1959, maki Stef- án A. Stefánsson, f. 1957, Heiða Ósk Stefánsdóttir, f. 1961, maki Kristinn Brynjólfsson, f. 1959. Barnabörn Ástu eru 19 talsins, langömmubörnin eru 34 og langalangömmubörnin eru þrjú. Ásta var fyrst og fremst hús- móðir á fjölmennu heimili enda börnin mörg. Hún lagði allan sinn metnað og orku í að hlúa að fjölskyldunni og búa sem best í haginn fyrir hana. Ásta bjó svo vel að hafa lært saumaskap á sínum yngri árum „Elsku Arnar Freyr minn, hamingjuóskir á 4 ára afmælis- daginn. Þín amma Ásta.“ Þetta kort hefur verið inni hjá mér allt síðan ég fékk það árið 1996. Ég skrifa sem næstyngsta barn, yngstu dóttur ömmu og var hún því 72 ára þegar ég kom í heiminn. Ég man að ég velti því mikið fyrir mér sem barn, hvern- ig það væri að eiga svona mörg barnabörn. Hvað þá barnabarna- börn og enn fremur barnabarna- barnabörn. Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera gífurlegur kostnaður sem færi í allar þessar afmælis- og jólagjafir. Kortum sem þessum sem voru iðulega handskrifuð í fallegri skrautskrift fylgdi oft lítil peningagjöf en allt í kringum mig voru hinsvegar krakkar með talsvert yngri ömm- ur og afa sem voru ef til vill að eignast sín fyrstu barnabörn með tilheyrandi dekri. Sem gráðugt barn öfundaði ég þau. Ég áttaði mig ekki á því þá hversu stóra gjöf amma hafði í huga handa mér. 24 ár af ást og umhyggju þegar uppi er staðið. Það er gjöf sem ég mun aldrei gleyma eða efast um aftur. Ég fæ strax upp í hugann öll þau skipti sem ég kom til ömmu með mömmu um helgar sem að- stoðargarðyrkjumaður. Hún amma mín sinnti garðinum sínum eins lengi og hún gat og þegar hún gat það ekki lengur, þá hélt hún því samt áfram. Það kæmi mér í raun ekkert á óvart að hún væri þar enn að sjá til þess að allt væri í orden. Síðan voru alltaf til pönnukökur með sítrónudropum og smákökur síðustu fernra jóla þegar verkinu var lokið. Maður settist andspænis þér, borðaði seigan kókostopp og fékk að heyra slúðrið um hitt og þetta fólk sem ég þekkti sjaldnast. Ef það var ekki garðyrkja þá stóð ég oft með þér á gólfteppinu inni í stofu, í fínu formi með Ágústu Johnson. Ég með minn unga skrokk átti samt aldrei möguleika gegn þér í leikfiminni. Þú bjóst yfir einhverjum yfirnáttúrlegum líkamlegum hæfileikum. Ég var í raun aldrei meðvitaður um hvað þú varst gömul. Það hvarflaði aldrei að mér að þú þyrftir að kveðja mig einn daginn. Þú varst bara fasti í lífinu eins og þyngd- araflið. Það er því með söknuði og þakklæti sem ég kveð þig og leyfi þér að horfa yfir þá stórkostlegu arfleið sem þú skilur eftir þig. Þitt fordæmi er mitt leiðarljós. Takk fyrir allt. Þinn Arnar Freyr. Nú er ævinnar vegur genginn og aðrar víddir taka við hjá Ástu Ólafsdóttur. Henni kynntist ég þegar ég ungur varð fyrir því láni að verða ástfanginn af dóttur hennar. Þá var Óskar ennþá með- al vor en hann lést langt um aldur fram. Hún var ekkja þriðjung ævi sinnar en átti fjársjóði í fjölda af- komenda. Þegar stuð var á henni þá sagði hún mér frá gömlum tímum sem hún mundi ákaflega ljóst. Þar lýstist upp fyrir mér að lífið var oft hörð barátta. Henni var það gefið að gera mikið úr litlu og nýta allt sem hægt var. Hennar handbragð verður til vitnis um það áfram. Nýting og nægjusemi var lýsandi fyrir hana en bruðl og buslugangur óþekkt. Þessi verð- mæti verða afkomendum hennar leiðarljós og þá fer vel. Mér varð fljótlega ljóst hve ná- in tengsl voru milli móður og dóttur. Það var þannig alveg til andláts. Mér fannst þó það alveg passlegt stundum en þar var eng- in málamiðlun. Hér verða engir tengdóbrandarar sagðir og ég þakka forsjóninni fyrir mig. Ég fluttist inn á þau sæmdar- hjón Ástu og Óskar um skamma hríð ungur og ástfanginn af dótt- ur þeirra. Þá hófust kynni mín af Hólmgarðinum. Þar bjó frúin nánast til æviloka en það var hennar sterka ósk. Þar hafði hún allt og þurfti ekki annað. Garður og gróður var meðal fjölda ann- arra hugðarefna hennar. Orð- skrípið „sjálfbær þróun“ var henni ekki tamt en líkast til höfðu orðasmiðirnir hana í huga. Eitt og annað er hægt að telja fram á minningarstundum, en þessi stuttu brot verða að duga. Þakklátur er ég henni fyrir dótt- urina sem og fyrir að vera amma barna minna og langamma barna- barna minna. Ég er þess viss að í nýju vídd- unum hittir Ásta Ólafsdóttir Ósk- ar, Ólöfu og öll þau sem áður gengu meðal okkar. Blessuð sé minning þín. Kristinn Brynjólfsson. Ég kynntist Ástu þegar ég var að vinna í húsi Halvors og Mad- dýjar dóttur hennar úti í Stav- angri sumarið 82. Þangað hafði hún komið ásamt Ástu Birnu m.a. til að jafna sig eftir fráfall Óskars, sem lést 12. október 1981. Verð að viðurkenna að frá fyrstu stund dvöldu augu mín að mestu á Ástu Birnu, en ekki skemmdi návist við þá gömlu, sem okkur félögunum fannst af- skaplega hress og ekki stóð á hnyttnum svörum hennar eftir stríðnisskot okkar. Til í að fara á djammið með þessum æringjum, sem við vorum, eða upp í sveit til að sóla sig við eitt af fjölmörgum vötnum í grennd við bæinn. Eftir á að hyggja sýndi Ásta á þessum tíma hlið á sér, sem hún flíkaði al- mennt ekki, því hún var fyrst og fremst fjölskyldumanneskja sem undi sér hvergi betur en meðal sinna, en hætti sér ekki á vit æv- intýra með ókunnugu fólki eins og við Palli, Sæmi og Ásta Harðar vorum. Held ég fari með rétt mál þegar ég segi að hún hafi nú ekki verið allra og vinir eða félagar ut- an fjölskyldunnar fáséðir. Þeim mun betur hugsaði hún um sína. Þessi góðu kynni urðu til þess að 1983 stofnuðum við Ásta Birna heimili. Þessi tími var samt erf- iður fyrir fjölskylduna. Um svip- að leyti og Óskar deyr, greinist Ólöf dóttir hennar með krabba- mein, sem leiddi hana til dauða 1984. Tengdó stóð keik allan þennan tíma, en sárin voru djúp. 1985 eignuðumst við molann okkar, hann Þorgeir Jón, sem átti sannarlega pláss í hjarta ömmu sinnar. Þurfti að vísu að gá að sér að fikta ekki um of, því allt átti jú að vera í röð og reglu hjá ömmu. Tekex og kotasæla var bara gott í Hólmgarðinum, hvergi annars staðar. Garðurinn í Hólmgarðinum var hennar sælureitur þar sem hún undi sér löngum stundum allt þar til hún komst á tíræðisaldur- inn. Eftir þann tíma lét hún sér nægja að standa við stofuglugg- ann og stjórna garðvinnunni sem framkvæmd var af afkomendum hennar eða aðstandendum þeirra. Ásta lagði mikla áherslu á að dreifa plöntum og trjám til barnanna sinna, við fengum t.d. birkikvist og fullt af fjölærum plöntum. Plöntur og börn verða arfleifð hennar um ókomin ár. Ásta passaði vel upp á sína og lá ekki á skoðunum sínum ef hún sá breytingar hvort sem þær væru til góðs eða ills. „Manstu þetta ekki, maður. Hefur þú lagt eitthvað af eða hefur þú bætt á þig,“ o.s.frv. Sumum fannst á stundum nóg um hreinskilnina, en það greri nú fljótt. Ásta hafði slæma heyrn alla þá tíð sem ég var samferða henni. Eins og hjá öllum góðum fjölskyldum hefur ýmislegt gengið á, sumt þess eðlis að talin var ástæða til að hlífa gömlu konunni við váfréttunum. Það brást samt aldrei að Ásta vissi innan skamms hvað klukkan sló, hún þurfti ekki orð til að lesa sitt fólk. Það var alltaf reisn og mynd- ugleiki yfir Ástu. Stolt og ein- dæma lífsvilji, hún skyldi ekki flytja úr Hólmgarðinum fyrr en yfir lyki. Segja má að það hafi tekist með fádæma stuðningi systkinanna sem vöktuðu mömmu sína í hverju skrefi hin síðari ár. Ég minnist tengdamömmu sem glaðværrar, glöggrar og heil- steyptrar manneskju. Hvíl í friði, Ásta mín, og takk fyrir allar góðu stundirnar. Gunnar A. Traustason. Ásta Ólafsdóttir ✝ Elísabet (Elsa)Jónsdóttir fæddist á Bræðra- borgarstíg 20 í Reykjavík 8. sept- ember 1924. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 7. maí 2017. Foreldrar Elsu voru hjónin Elísabet Bjarnadóttir sauma- kona, f. á Saurum 1.10. 1880, d. 6.3. 1956, og Jón Guðmundsson, stýrimaður og seglasaumari, f. í Garðasókn 24.11. 1875, d. 24.10. 1949. Elsa var yngst átta systkina sem öll eru látin. Elsa og Carl W. Kristinsson, bifvélavirki, f. 12.9. 1923, d. 14.6. 2001, gengu í hjónaband 8.9. 1945. Foreldrar hans voru Jónína Guðjónsdóttir f. í Miklaholtshelli, Anna Carlsdóttir bankastarfs- maður, f. 18.1. 1948, gift Jóni A. Ágústssyni, f. 22.10. 1945. Börn Önnu og Jóns eru 1) Elísabet Jónsdóttir, f. 23.3. 1966, og á hún eitt barn. 2) Linda Björk Jóns- dóttir, f. 27.10. 1971. Pétur Árni Carlsson, húsasmiður, f. 12.4. 1949, fyrrverandi eiginkona Pét- urs er Sigríður Friðriksdóttir, f. 5.7. 1950, og eiga þau tvö börn a) Guðrún Pétursdóttir, f. 13.2. 1972, sambýlismaður hennar er Haukur Þór Sveinsson, f. 8.9. 1972, og eiga þau þrjú börn. b) Selma Pétursdóttir, f. 28.9. 1976, sambýlismaður hennar er Guð- mundur Vignir Þórðarson, f. 14.2. 1975, og eiga þau tvö börn. Núverandi sambýliskona Péturs er Kristín Sveinsdóttir, f. 12.4. 1950, og eiga þau saman eitt barn a) Örnu Pétursdóttur, f. 29.12. 1988, sambýlismaður hennar er Björn Þorsteinsson, f. 16.3. 1987. Útför Elsu fer fram í dag frá Grensáskirkju, 23. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. Árn. 8.10. 1890, d. 17.1. 1967. og Krist- inn Óskar Krist- jánsson. f. á Flat- eyri 7.10. 1899, d. 25.8. 1958. Börn Elsu og Carls eru 1) Jón Óskar Carlsson, endurskoðandi, f. 2.1. 1946, kvæntist Sigþrúði Gunn- arsdóttur, f. 20.2. 1948, d. 12.9. 2013. Núverandi sambýliskona Jóns er Fjóla Rut Rúnarsdóttir, f. 4.5. 1958. Börn Jóns og Sigþrúðar eru 1) Róbert Örn Jónsson, f. 11.2. 1964, fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Aðalheiður Rúnars- dóttir og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. 2) Karl Ómar Jónsson, f. 19.8. 1965, kvæntur Berglindi Tryggvadóttur, f. 24.6. 1965, og eiga þau sama þrjú börn. Elsku mamma, nú ertu komin í Sumarlandið til pabba. Við viljum þakka þér þína ein- lægu fyrirmynd sem þú varst okk- ur, með þinni einstöku lífsgleði og æðruleysi á hverju sem gekk. Aðdáunarvert var alla tíð hve auð- velt þú áttir með samskipti við ólíkt fólk á öllum aldri. Lífsferill þinn einkenndist af umhyggju og aðstoð við alla þína ættingja og vinafólk. Öll þín ömmu- og langömmu- börn fengu næturskjól og umönn- un hvenær sem þörf var á. Gaman að minnast sumarferða þinna og pabba með barnabörnin í sveitina helgi eftir helgi. Allt gert af ástúð og gleði. Margt var þér til lista lagt, má þar nefna þína frábæru lagni við allan saumaskap og ekki ofsagt að fataviðgerðir allrar fjölskyldunn- ar voru í þínum höndum. Og ekki má gleyma þínum him- nesku kökum sem við afkomendur þínir nutum á hátíðarstundum alla tíð. Ljúf er einnig minningin um veru ykkar pabba í sumarbú- staðnum sem þið byggðuð frá grunni. Öllum þótti dásamlegt að renna austur til ykkar í kaffi og kræsingar. Það voru miklar ánægjustundir hjá barnabörnun- um þegar þau fengu að gista hjá ömmu og afa, sem var ósjaldan. Árið 2002 kvaddi pabbi okkur í sumarhúsinu ykkar. Það aftraði þér ekki að halda áfram að eyða sumrunum í bústaðnum jafnvel þó enginn væri til að skutla þér, þú tókst bara Laugarvatnsrútuna. Við þökkum þér, elsku mamma, fyrir að vera okkar einstaka fyr- irmynd með þinni hjartagæsku og glöðu lund. Þá var ómetanlegt í veikindum þínum síðustu tvö árin hve mikinn styrk og æðruleysi þú sýndir. Minning þín er ljós í okkar huga. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Jón, Anna og Pétur. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði en ég veit að þér á eftir að líða vel þar sem þú ert komin, til Dadda afa og allra hinna. Þú varst einstök amma, alltaf svo jákvæð, glaðleg og það var sama hvað bjátaði á það var alltaf hægt að leita til þín. Þú vild- ir allt fyrir alla gera hvort sem það var að sauma, baka fyrir afmæli eða þvo fyrir okkur þvottinn. Þú varst líka svo góð vinkona mín og aldursmunurinn var ekki að flækj- ast fyrir okkur. Við þræddum kaffihúsin og alls konar matsölu- staði og þér fannst svo gaman að fara á nýja staði og prufa eitthvað svona nútímalegt. Lífið var svo notalegt með þér, elsku amma mín, og þegar þú veiktist fyrir tveimur árum þá fékk ég að ann- ast þig og eftir að þú fórst á hjúkr- unarheimilið Eir þá fannst þér rosalega gaman að skreppa í ís- bíltúr niður í bæ og undraðist allt- af alla ferðamennina sem voru á stjái í borginni. Ég gæti skrifað endalaust um þig, amma mín, en ég ætla geyma allar þær minning- ar í hjarta mínu. Það verður tóm- legt að geta ekki lengur skroppið í heimsókn til Elsu ömmu en það var yndislegt að horfa á hversu já- kvæð og æðrulaus þú varst í þín- um veikindum, alltaf varstu betri í dag en í gær. Ég mun ávallt vera þakklát fyr- ir allt sem þú kenndir mér um lífið og tilveruna. Hvíldu í friði, elsku amma mín, og ég veit að við mun- um hittast aftur. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Knús. Þín Linda. Ég kveð þig heitu hjarta. – Minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svo langt í burtu frá mér. Mér ljómar ljós í hjarta, – sem lýsir harmaský, þá lífsins kyndla kveikti Og þegar vorið vermir og vekur blómin sín, í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson.) Elsku Elsa amma, takk fyrir allar ljúfu stundirnar. Ég er þakk- lát fyrir að ég skuli hafa átt jafn yndislega, hlýja, hressa og dug- lega konu eins og þig fyrir ömmu. Minning þín er dýrmæt perla sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Hvíl í friði, elsku amma. Þín Arna. Í ljósi eru tilfinningar tjáðar, sem tíra geymi minningarnar, því hugmyndirnar eru allar skráðar og ávallt ríkir kærleikurinn þar. Og fram í hugann fegurð ljósið lokkar, það laðar hönd að hönd og sál að sál því þetta ljós er mitt á milli okkar og máttur þess er andans segulstál. Og ljósið hefur afl sem öðru fremur með einlægni fær sýnt þér hver ég er og þetta ljós með andans krafti kemur og kveikir þína mynd í huga mér. (Kristján Hreinsson) Elsku fallega góða Elsa, kynni okkar og vinátta voru ekki löng en þau voru sannarlega rík af kær- leika og ljósi. Fyrir það vil ég þakka þér, kæra Elsa. Fjóla Rut. Elísabet Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lungnadeild A6 á Landspítala Fossvogi fyrir hlýja og góða umönnun. Auður Pétursdóttir Jóhann Pétursson Margrét Lilja Magnúsdóttir Brynja Pétursdóttir Baldvin Búi Wernersson Þökkum innilega samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ÞORSTEINS KOLBEINS bifreiðastjóra, Dunhaga 17. Sérstakar þakkir fá Heimahjúkrun og starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir hlýja og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Þorláksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.