Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 29

Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert hugsi yfir því hvað þú hefur verið undir miklu álagi. Gerðu sjálfum þér og öðrum grein fyrir því hvað þú ert tilbúinn til að taka á þig mikla ábyrgð. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu sjálfum þér eitthvað til góða í dag því það er fyrir öllu að þú sért glaður með sjálfan þig. Sinntu því sem augljóslega þarfnast úrlausnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Takist þér að bæta andann innan fjölskyldunnar eða heimilisins í dag þá er það dágott dagsverk. Haltu þig við efnið, það verður þess virði þegar upp er staðið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Stundum er betur heima setið en af stað farið. Nú er rétti tíminn til að biðja yfirmanninn um greiða eða launahækkun. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Haltu áfram að láta fjölskyldu þína og heimili hafa forgang. Fólk er jákvætt gagnvart þér og þú sýnir því vináttu á móti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gerir þér grein fyrir því hvað það er mikil ást í lífi þínu. Bjóddu fólki í heimsókn á morgun ef þú getur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að finna farveg fyrir orku þína og framtakssemi. Búðu til lista yfir það sem þú ætlar að eiga og það sem þú vilt losa þig við. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það verða ýmsir til að reyna á þér þolrifin í dag. Besta valdbeitingin er að þurfa ekki að sýna valdið. Haltu svo áfram þegar niðurstaðan liggur fyrir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samstarfsfólk þitt er sérstaklega samvinnuþýtt þessa dagana. Velgengni ann- arra gæti komið sér vel fyrir þig um þessar mundir. Talaðu skýrt og skorinort. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt gaman sé að breyta til er fá- ránlegt að gera það breytinganna vegna. Ekki láta það draga kjark úr þér því þetta eru skilaboð um að þú eigir að bíða eftir betra tækifæri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur haldið of lengi aftur af þér svo nú er kominn tími til að fá útrás og njóta sín. Gefðu með opnum hug og hjarta því þá er tekið eins á móti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig. Ívorkuldanum fyrir helgi ortiDavíð Hjálmar Haraldsson: „Þótt mér verði kalt á kló kelur ekki að meini“ skúmur kvað og skeit í mó í skjóli undir steini. Og enn kvað hann: Á sér tófa urðargren, yljar reyfi hrúti, runni hlífir rjúpu – en róni verður úti. „Þessi fína vísa“ varð sr. Skírni Garðarssyni umhugsunarefni og hann stóðst ekki mátið að glíma við hana: Urðir skýla rjúpu & ref, en reyfin hrútum. Brennivíns með bólgin nef, æ breyskir stútum. Síðan sagði Skírnir að þetta minnti á á biblíuversið: Matt. 8, 20. Ég er ekki biblíufróður svo að ég varð að fletta þessu upp: „Og Jesús segir við hann: Refir eiga greni og fuglar himinsins hreiður, en mannssonurinn á hvergi höfði sínu að halla.“ Hólmfríður Bjartmarsdóttir orti á miðvikudaginn á Boðnarmiði: Norðangolan nöpur hvín nú blautt á vegi. Best væri að fá sér brennivín og bjarga þessum degi. Næsta dag orti Sigurjóna Björg- vinsdóttir: Grænum lit á grasið slær glóir sól í heiði allt er betra en í gær enginn vetrarleiði. Og enn einum degi síðar orti Hólmfríður Bjartmarsdóttir: Sælt er úti sólin skín svaka logn og blíða. Best að fá sér brennivín og byrja að detta íða. Að baki er allt basl og puð barlómurinn farinn. Núna vel ég stanslaust stuð og stefni í kvöld á barinn. Alla gleði mikils met mjög ég elska að svalla. Kverkar væta vel ég get, vínið gleður alla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Refir eiga greni og fuglar himinsins hreiður Í klípu BIÐSTOFA GOS 200 kr. 200 kr. 500 kr. KAFFI KOMAST AÐ ÞVÍ HVAÐ TEKUR SVONA LANGAN TÍMA eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BROSA FYRIR RÖNTGENMYNDINA AF BRJÓSTHOLINU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem getur brúað bilið. ÞAÐ ER EKKI AUÐVELT AÐ VERA KÖNGULÓ ÉG ER MEÐ VERKI Í FIMM HNJÁM HVERNIG ÞÁ? ÁI HRÓLFUR! ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA ORÐINN ÞREYTTUR Á AÐ HLUSTA Á MIG SEGJA HVAÐ ER AÐ ÞÉR! GERÐU ÞÁ EITTHVAÐ Í ÞVÍ!! ÞAÐ ER RÉTT! 23. maí 2017. Hvar varst þú þenn-an dag?Af hverju varstu ekki í biðröðinni, eins og allir hinir? Styð- urðu ekki frjálsa samkeppni? Læt- urðu auðvaldið kúga þig endalaust og okra á þér? x x x Víkverji sér fyrir sér að fá þettaspurningaflóð næstu árin þegar þennan dag í dag ber á góma, dag- inn sem Costco opnaði verslun á Ís- landi. Um annað hefur ekki verið rætt í fjölmiðlum að undanförnu, við eldhúsborð landsmanna, í afmælis- veislum, fermingarveislum, erfi- drykkju, í heitu pottunum eða á kaffistofum fyrirtækjanna. Amer- íski risinn Costco er mættur og strax byrjaður að hrista upp í olíu- félögunum með lægra verði á elds- neyti. Tilboðið skipti þó engu fyrir Víkverja um helgina, því hann átti afmæli og gat fyllt á tankinn fyrir sama verð og Costco bauð. Það var að vísu bara sæla í einn dag. x x x Víkverji mun hins vegar ekkistanda í biðröð fyrir utan Costco í dag til að komast þar inn. Í fyrsta lagi þolir Víkverji ekki bið- raðir og í öðru lagi lætur hann ekki plata sig marga kílómetra yfir í ann- að sveitarfélag til þess eins að spara sér einhver innkaup. Víkverji hefur ekkert á móti frjálsri samkeppni en hann verslar bara þar sem honum finnst þægilegast að versla eða þar sem hentar hverju sinni. Víkverji lætur þó ekki auðvaldið okra á sér eða kúga sig, Víkverji bara gerir það sem honum sýnist og lætur aðra ekki segja sér fyrir verkum. x x x Gaman verður að sjá hverniglandinn tekur Costco. Í fyrstu verða það opnir armar en Víkverji er þó á því að lætin séu yfirkeyrð. Það má t.d. benda á að þorri lands- manna hefur takmarkað pláss í hí- býlum sínum undir bílfarma af kló- settpappír, fötum eða öðrum varningi. Þegar mestu lætin verða afstaðin mun Víkverji þó stíga þarna inn fyrir, svona fyrir forvitn- issakir, og sjá hvort innistæða hafi verið fyrir öllum látunum. vikverji@mbl.is Víkverji því að orð Drottins er áreiðanlegt og öll hans verk eru í trúfesti gerð. (Sálm. 33:4) Ilmur hinnar gullnu stundar Terre de Lumière Nýi ilmurinn Kringlan 4-12 | s. 577-7040

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.