Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 30

Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík Ónefnt málverk eftir Jean-Michel Basquiat frá árinu 1982 seldist ný- verið á uppboði hjá Sotheby’s í New York fyrir 110,5 milljónir banda- ríkjadala en það samsvarar ríflega 11 milljörðum íslenskra króna. Þar með er verkið orðið sjötta dýrasta listaverkið sem selt hefur verið á uppboði. Aðeins tíu önnur listaverk hafa selst fyrir meira en 100 millj- ónir bandaríkjadala. Frá þessu er greint í New York Times. „Hann er nú kominn í flokk með Francis Ba- con og Pablo Picasso,“ segir upp- boðshaldarinn Jeffrey Deitch. AFP Hauskúpa Starfsmaður Sotheby’s kynnir málverkið eftir Basquiat. Metverð fyrir kúpu Þóra Sigurðar- dóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir taka þátt í sýn- ingunni Engros sem opnuð var um liðna helgi á Grønttorvet í Valby í Kaup- mannahöfn og stendur til 24. júní. Alls taka hátt í 50 myndhöggvarar á ólíkum aldri þátt í sýningunni, þeirra á meðal Ellen Hyllemose og Jørgen Carlo Larsen. Sólveig sýnir utandyra fjórar ljósmyndir sem fanga litina um- hverfis grænmetismarkaðinn. Þóra vann með hringstiga innandyra, en verk hennar fjallar um stigann sem fyrirbæri í rými, með veggteikn- ingum og prenti. Að sýningunni standa listamannahóparnir PIRPA og SKULPTURI. Taka þátt í Engros Þóra Sigurðardóttir í hringstiga. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ný sýning eftir Gretar Reynisson sem opnuð var í forkirkju Hall- grímskirkju sl. sunnudag kann að koma kirkjugestum spánskt fyrir sjónir. Í hring meðfram veggjum forkirkjunnar hafa verið negldir naglar; fimm hundruð og einn, hver og einn með ártali á bilinu 1517 til 2017. Ár þessi tákna þann tíma sem liðið hefur frá byrjun siðaskiptanna, þegar Marteinn Lúther negldi níutíu og fimm mót- mælagreinar á dyr kaþólskrar kirkju í Wittenberg. Að safna, sortera og merkja „Hugmyndin kom þannig til að mér var boðið að vera með sýn- ingu í kirkjunni,“ segir Gretar. „Ég hef gert þetta í tuttugu ár: Að safna, sortera, merkja og sýna ýmsa hluti og ég geri það þegar mér er boðið því ég geng nú ekki beint með Jesú. Ég er búinn að skrá daga, vikur, mánuði og ár. Ég nota bara þetta afmæli Lúth- ers sem efnivið í mína myndlist og negli fimm hundruð og einn nagla í hring í kring meðfram veggjum forkirkjunnar.“ Gretar viðurkennir að þótt hann fáist ekki almennt við trúarlega list og að engin krafa hafi verið gerð um að sýningin yrði af trúar- legum toga hafi það smitað svolítið frá sér að sýna í kirkju. Naglarnir kallist ekki aðeins á við naglana sem Lúther negldi í Wittenberg heldur einnig við trúarleg tákn eins og naglana sem negldir voru í lófa Jesú á krossinum eða störf Jesú og Jósefs sem trésmiðir. „Við erum mótmælatrúar og þetta er kannski áminning um það líka, að þarna byrjaði þetta: Annars vær- um við kaþólsk.“ Hringrás og endurtekning Hugsunin með sýningunni sé þó fyrst og fremst að sýna framvindu tímans almennt. „Ég er alltaf að skoða tímann og skrásetja sjálfan mig í tímanum,“ segir Gretar. „Hversdagslegir hlutir sýna tím- ann sjónrænt. Þarna tek ég nagla og negli einn nagla fyrir hvert ár til þess að gefa tilfinningu fyrir því hvernig tíminn líður almennt og hvernig hann fer í hringi. Mið- arnir mætast aftur í lok tímatals- ins og hringnum er lokað.“ Þannig myndi naglarnir hring sem beri merki um endurtekningu í tímans rás auk þess að tákna beina línu tímans. Gretar hefur áður fengist við svipuð viðfangsefni á fyrri sýn- ingum sínum – á listasýningunni Sequences árið 2013 skrásetti Gretar heilan áratug í lífi sínu með ýmsum verkum og hversdags- legum hlutum. Svipaðar hug- myndir má sjá í sýningunni 40 50 60 sem nýlega var haldin í Nes- kirkju en þar notaði Gretar einnig tenginguna við 500 ára afmæli siðaskiptanna til að fjalla um tím- ann, endurtekningar, dauða og eyðingu. Sýningin 501 nagli verður opin í anddyri Hallgrímskirkju fram að 21. ágúst næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lúthersnaglar negldir á ný  Gretar Reynisson heldur sýninguna 501 nagli í forkirkju Hallgrímskirkju  Listamaðurinn rýnir í tíma og endurtekningu á 500 ára afmæli siðbótarinnar Tíminn fer í hringi „Hversdagslegir hlutir sýna tímann sjónrænt. Þarna tek ég nagla og negli einn nagla fyrir hvert ár til þess að gefa tilfinningu fyrir því hvernig tíminn líður almennt og hvernig hann fer í hringi,“ segir Gretar. Listráð Listasafns ASÍ 2017-18, sem í eiga sæti sýningarstjórarnir Dorothée Kirch, Heiðar Kári Rannversson og forstöðumaður safnsins, Elísabet Gunnarsdóttir, hefur ákveðið að kaupa verk af Sigurði Guðjónssyni og bjóða hon- um til samstarfs um sýningahald í haust. Kallað hafði verið eftir tillögum frá myndlistarmönnum vegna inn- kaupa fyrir safnið og sýninga- halds. Alls bárust tillögur frá 55 aðilum. „Við valið hafði listráðið nýja innkaupastefnu safnsins að leiðarljósi, en hún tekur mið af því menntunar- og miðlunarátaki sem safnið mun ráðast í með sýningar- haldi víða um land næstu misserin. Á komandi árum verður unnið að því að kaupa markvisst inn ný verk í safneignina þar sem viðfangsefni og/eða miðill endurspeglar tíðar- andann með afgerandi hætti. Verk Sigurðar eru vídeóverk í fremsta flokki og gefa jafnframt góða inn- sýn í möguleika miðilsins bæði eins og sér og einnig í samspili við aðra miðla,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að samhliða inn- kaupum og sýningarhaldi víða um land vinni rekstrarstjórn safnsins að því að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum safnsins. Listráð Heiðar Kári Rannversson listfræðingur, Guðrún Á Guðmunds- dóttir, formaður rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, Dorothée Kirch sýning- arstjóri, Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður Listasafns ASÍ. Samstarf við Sigurð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.