Morgunblaðið - 23.05.2017, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017
Frönsk flétta reið yfir höf-uðstaðinn af metnaði ogsæmilegustu hind, þ.e. sexstyttri tónsmíðar úr suðr-
inu á einn eða annan hátt. Verkefna-
valsnefnd tókst líkt og oft áður vel upp
við að para saman áhugaverð verk,
jafnvel sjaldheyrð og forvitnileg líkt
og fyrir hlé.
Mignon-forleikurinn hófst á léttum
leik með fallegu þýðu hornsólói fyrr-
verandi hornleiðara hljómsveitar-
innar, Joseph Ognibene. Petite suite
er annarskonar tónsmíð í fjórum
stuttum köflum og hljómaði nú í
fyrsta sinn í fluttningi sinfóníu-
hljómsveitarinnar íslensku. Fyrri
hlutinn sækir efnivið í ljóðlínur sym-
bólistans Verlaine úr Fêtes galantes
frá 1869; upp var dregin mynd af
prúðbúnu hefðarfólki við leik og
skemmtan. Dulúð með dökkum undir-
tóni vaggaði bátnum á vatninu (En
bateau). Heldur glaðlegri stemmning
lék undir Fylgdarliðinu (Cortege);
hljómsveitin töfraði fram léttan and-
vara er blés lífi í reisu hefðarfrúar
ásamt fylgdarliði, litlum apa og
mennskum sendisveini líkt og stóð í
efnisskrá. Þriðji kaflinn, Menuet, dró
upp mynd af friðsælli náttúru og í
seinasta kaflanum, Ballet, var kominn
meiri sláttur í þetta fagra stemnings-
fulla tónverk.
Poème er í senn bragðsterk og til-
finningarík tónsmíð en furðanlega
sjaldheyrð á efnisskrám hljómsveita.
Tiltölulega hægur hraði opnaði vel á
hið draumkennda og ljóðræna í ofur-
viðkvæmri skaphöfn elskanda eins
sem tjáði brotið hjarta og sársauka á
fiðluna. Lamsma lék af öryggi á Stra-
divarius-fiðlu frá 1718 blóðheitan tón
og ástríðu af öruggri bogfimi og sker-
andi vibrató á efri registerum. Hún
fékk nægt rými frá hljómsveit er hélt
sér til hlés án þess þó að þynna neitt
út.
Verkin eftir hlé voru heldur stór-
brotnari í sniðum. Áður en Alborada
del graciosio hljómaði ávarpaði hljóm-
sveitarstjórinn gesti yfir sig ánægður
með uppskeru starfsársins með
hljómsveitinni. Það má heyra og
skynja á Yan Pascal að hann sé í
frönsku tónlistar-trúboði uppi á Klak-
anum. Þá loks hófst flutningur á einu
af glansstykkjum Ravels. Helst til fá-
menn strengjasveitin hélt vel utan um
staði þar sem gjóska og gufustrókar
léku um salinn en þó bar á hörku og
ójafnri intóneringu hjá brassi, sér-
staklega undir lokin.
Carmen-fantasía var flutt á helst til
letilegu tempói en fyrir vikið gafst
Lamsma meiri tími og svigrúm til
svipmeiri hendingamótunar, sem hún
lék af næmni og snerpu. Hljómsveitin
virkaði á köflum helst til svifasein og
þung undir stjórn í þessu annars
skapmikla virtuósastykki.
Capriccio Italien er innblásin á
þeim tíma þegar sérkenni lifðu í öllum
hornum álfunnar, löngu fyrir staðlaða
tíma Evrópusambandsins. Hljóm-
sveitin náði allgóðu flugi í þessari fjör-
ugu ítölsku glettu Rússans en hljóm-
aði þó ögn ribbaldaleg, jafnvel framlág
á annars svipmiklum tónleikum.
Örugg „Lamsma lék af öryggi á Stradivarius-fiðlu frá 1718 blóðheitan tón og ástríðu af öruggri bogfimi og skerandi
vibrató á efri registerum. Hún fékk nægt rými frá hljómsveit er hélt sér til hlés án þess þó að þynna neitt út.“
Af suðrænum smáréttum
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbn
Mignon, forleikur (1866) eftir Ambroise
Thomas. Petite suite (1899/1907) eftir
Claude Debussy. Poème (1896) eftir Ern-
est Chausson. Alborada del gracioso
(1905/1918) eftir Maurice Ravel. Car-
men-fantasía (1883) eftir Pablo de Sara-
sate. Capriccio Italien (1880) eftir Pjotr
Tsjajkovskíj. Einleikari: Simone Lamsma.
Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Fimmtu-
daginn 18. maí 2017 kl. 19.30.
INGVAR BATES
TÓNLIST
Hætt hefur verið við uppfærslu á Hver er
hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward
Albee í Oregon í Bandaríkjunum eftir að
dánarbú leikskáldsins lagðist gegn því að
hlutverk Nicks væri leikið af hörunds-
dökkum leikara. Frá þessu greinir The
Guardian. Leikstjórinn, Michael Streeter,
segist reiður og orðlaus yfir afstöðu dán-
arbúsins.
Sam Rudy, talsmaður dánarbúsins, gagn-
rýnir Streeter fyrir að hafa ætlað sér að setja
verkið upp án þess að hafa tryggt sér nauð-
synlegan rétt. Bendir hann á að Albee hafi,
meðan hann var á lífi, hafnað því með öllu að
hægt væri að hafa hjónaböndin í leikritinu
blönduð, enda hefði slík blöndun óhjákvæmi-
lega ratað inn í samtöl persóna verksins miðað við stað og stund atburða.
Að mati Streeter hefði hörundsdökkur leikari í hlutverki Nicks bætt
aukadýpt við verkið. „Ég véfengi ekki ástæður ákvörðunar þeirra, því þeir
vilja virða sýn Albee. Ég hafði samt vonað að neikvæð viðhorf Albee hefðu
dáið með honum,“ segir Streeter. Albee, sem lést 2016, höfðaði mál til að
koma í veg fyrir pörin tvö í ofangreindu leikriti væru túlkuð sem fjórir
samkynhneigðir karlmenn.
Nick má ekki vera
hörundsdökkur
Edward Albee
Vorvindar Íslandsdeildar IBBY voru afhentir við hátíðlega athöfn í Gunn-
arshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, um nýliðna helgi. Viðurkenning-
arnar eru veittar árlega fyrir framlög til barnamenningar. „Vorvindum er ætl-
að að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og
endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu,“ segir í tilkynningu frá
samtökunum, en þar kemur fram að verðlaununum sé ætlað að hvetja til frek-
ari dáða.
Töfrahurð tónlistarútgáfa var verðlaunuð fyrir að opna börnum gátt inn í
heim tónlistar með fjölbreyttu og metnaðarfullu útgáfustarfi og tónleikahaldi.
KrakkaRÚV hlaut Vorvinda fyrir starf sitt við framleiðslu efnis fyrir börn og
með börnum, einkum fréttaefnis fyrir börn, og fyrir að gera eldra efni aðgengi-
legt.
Jenny Kolsöe rithöfundur hlaut viðurkenningu fyrir bækurnar um ömmu
óþekku og afa sterka, sem flétta fræðslu um landið okkar og þjóðsögurnar inn í
fyndna samtímafrásögn.
Lára Garðarsdóttir, mynd- og rithöfundur, fékk viðurkenningu fyrir bók
sína Flökkusögu, en hún greinir frá hættuför lítillar hvítabirnu sem verður að
flýja heimkynni sín og leita að nýju heimili.
Ljósmynd/Sigríður Wöhler
Vinningshafar Fv. Pamela De Sensi, listrænn stjórnandi Töfrahurðar, Sigyn Blöndal og
Sindri Bergmann Þórarinsson frá KrakkaRÚV, Jenný Kolsöe og Lára Garðarsdóttir.
Vorvindar IBBY á Íslandi afhentir
www.solning.is
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s.
Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Mið 14/6 kl. 20:00
Sing-along
Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Mið 7/6 kl. 20:00
Sing-along
Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s.
Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s.
Allra síðustu sýningar komnar í sölu!
RVKDTR- THE SHOW (Litla svið)
Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn.
Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa.
Elly (Nýja sviðið)
Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn
Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.